Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 11
ÍÞriðjúdagur 9. júní 1964 MORCU NBLAÐIÐ 11 Úr síðdegisboði menntamálaráðherra. Á myndinni eru m.a., talið frá vinstri, Þuríður Páls- dóttir, Guðmundur Benediktsson, Ólöf Pálsdóttir, Lárus Ingólfsson, Guðlaugur Rósinkranz, Hjörleifur Sigurðsson, Örn Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson. mega ekki takast á, heldur verða að vinna saman, af því að þau eru hluti af sama heimi ag eiga að þjóna sama mannkyni. Listin er ekki orðin ónauð- synlegri en áður vegna þess, að vald vísinda hefur vaxið. Þvert á móti þurfa áihrif hennar að aukast einimitt vegna þessa. Sá, sem heidur sig verða fullkominn í kraKi þekkingarinnar einnar, ve < i- ur óhamingjusamur. Hú»n sem heldur sig verða ham- ingjusaman með hjálp listar- innar einnar, er ófulkominn. Vilji maðurinn keppa að Sþroska og hamingju, þá verð- ur hann að efla vísindi súi og listir jofnum höndum. Milli þessara miklu stórvelda verð- ur að vera valdajafnvægi í ríki andans, rétt eins og valda jafnvaegi er nauðsynlegt milli stórvelda í heimi stjómmála og hemaðar. Þannig verður andlegt jafnvægi mannsins bezt tryggt, sálarfriður hans traustastur.“ Þá flutti Geir Hallgrírnsson, borgarstjóri, ávarp og sagði m. a.: „Sannleikurinn er sá, hvort «em okkur líkar betur, eða verr, að listirnar — einstaka listgreinar að visu í misman- andi mæli — verða að eiga |>ann bakhjarl, sem bæir og borgir geta veitt, eins og nú er komið. En á sama hátt og þéttbýl- íð skapar skilyrði fyrir áfram haldandi alhliða þróun ís- lenzkra lista — þá em list- irnar blátt áfram lifsnauðsyn Éólksins í þéttbýlinu. Listin og borgin eru hvpr annarri háðar. Hér er ekki einungis átt við |>á nauðsyn að skipulag og byggingarlag í borginni sé með listrænum hætti, að sam ræmi sé með náttúrufegurð og mannanna verkum. Hér er einnig átt við það andrúmsloft, sem ríkir í borg- inni, svip og innihald borgar- lifsins, hamingju borgaranna. Sönn list tengir hug manns- íns og hjarta, opnar ný hug- 6kot, slær á nýja strengi til- finninga sælu eða sársauka — dýpkar mannlega skynjun — stækkar manninn sjálfan, Sönn list sveipar um raun- veruleikann, hið venjubundna en vandasama líf, þeim töfra- blæ, sem hugina heillar og hríf ur. Hér kemur og til sögunnar listin og tæknin — tæknin, sem nútímamaðurinn sæktist eftir og mótar líf hans í æ ríkari mæli. Hættan getur verið sú, að þéttbýli, tækni og fjöldafram leiðsla leiði yfir okkur algera stöðlun bæði dauðra hluta og lifandi fólks. Það er hlutverk listanna að gæða hlutina lífi og grema *nann frá manni, þjóð frá þjóð, svo að einstaklingar og þjóðir glati ekki persónuleika •ínum, heldur haldi sérkenn- um og sjálfstæði sínu og efli þó um leið samfélagskennd tneð sér og öðrum. Maðurinn og listamaðurinn, listin, þéttbýlið og þjóðfélagið allt verða þannig að eiga sam leið, ef menningararfur okkar á að lifa“. Aðalræðuna við setningu Listamannahátiðarinnar flutti Halldór Laxness, skáld. Verða hér á eftir birtir nokkrir kafl- ar úr ræðu hans, orðrétt; „Þess er hollt að minnast á tuttugasta aldursári lýðveldis ins íslenzka, þá er þess hol.lt að minnast, að sjálfstseði þjóðar hefur aldrei náðst í eitt skipti fyrir öll, heldur verður það að vinnast á hverjum degi þjóðarævinnar. Sjálfstæðan heiðurssess skap- ar sú þjóð sér sem að innra lögmáli tjáir mannvitsiþroska sirin í list og skáldskap og öðrum afrekum, eins og blóm ið breiðir úr krónu sinni af því það getur ekki annað. Þokkalegur efnahagur er vafalaust nauðsynlegur og auður kann að vera góður, en hann er þess ekki umkominn að skapa menningarafrek, því miður. Satt er það, alls konar súperstrúktúr, eða hátindrun í menningu, tilheyrir fyrst og fremst ríkidæmi, svo sem glæsileg söngleikahús, hallir og minnismerkjastíll í bygg- ingastál, kvikmyndir sem kosta milljarð, sjónvarp. En það er líka til velgengni og hagsæld án menningar. Öll grundvallarafrek í list virðast hins v%gar eiga upp- runa sinn hjá þjóðum, stétt- um og einstaklingum, sem hafa aðeins til hnífs og skeið ar. Þessi ótrúlega staðreynd hefur því miður valdið von- brigðum á okkar timum. Það er nokkurn veginn hægt að sanna, að skáldið sem samdi Jobsbók og svo þau skáld, sem ortu Ljóðaljóðin, hafi ver ið fótækir sauðfjárbændur. Á þeim öldum, sem Grikkir sköpuðu grundvallarafrek, sem enn eru hornsteinar vest rænnar menningar, voru þeir svo fátækir, að það er ólik- legt að nokkur þjóð í Evrópu lifi almennt við svo þröngan kost nú á timium. Hin gríska helgistétt borgríkjanna á þeim' timamótum í lok eirald- ar þegar Odysseifskviða og Illíónskviða voru festar á bók, hafði ekki önnur gæði um- fram þræla sína en sérstaka ímyndaða tegund frelsis. Verzlun var í flestum þessara borgríkja á lágmarki. Það var enginn mismunur á sveitalífi og baega. Allir menn lifðu nokkurn veginn jafnt á gæð- um hrjóstugs lands“. „Ég sagði áðan, að áhugi okkar á gullaldarbókmennt- um okkar væri ef til vill meiri í orði en á borði. Við höfum reyndar gefið íslendingasögur út á prent, en þær eru aðeins brot af íslenzkum bókmennt- um ftá gullöld tungunnar. Við mundum hafa sterkaxi að- stöðu út á við, ekki hvað sízt siðferðilega í handritamálinu, ef við hefðum sýnt meiri dug í því á seinni árum að gefa út íslenzkar fornibókmenntir, ritskýra þær og ritstýra þeim hér heima. í stað þess höfum við látið útlendinga svo til eina um það, þó vitaskuld hafi nú fyrr orðið að leita sérþekkingar hjó íslenzkum mönnum, sem einir skilja þetta mál til fullnustu. Út- lendingar kvarta oft yfir því, að þeir geti ekki keypt á ís- landi Sæmundar-Eddu, sem hægt sé að sýna utanlands ís- lendingum til sóma. Það er nokkuð til í því. Lengi fram eftir þeirri menningaröld, sem við lifum á, var leiðrétta Edda frá 1905 hin eina tilraun okk- ar til Edduútgáfu. Fræðilegt gildi þeirrar útgáfu var því miður undir núlli. í þessari út gáfu eru öll Eddukvæðin sem sé ort upp, svo þetta er ekki lengur sú Edda, sem fundin verður á fornum bókum. Önn ur útgáfa, jafnvesöl að útliti, en þó vonandi nær vísinda- legum hugmyndum um útgáf- ur fornbóka, hefur verið gef- in út, að því er virðist í því eina skyni að leiðrétta ögn versta misskilninginn frá 1905. Hins vegar hefur fslend ingum, þrátt fyrir menntun og ríkidæmi seinni ára, aldrei hugkvæmst að gefa út Eddu, sem í senn væri vandað ís- lenzkt lærdómsverk og for- látaútgáfa um leið. Því fer fjarri, að ég gæti talizt til bókasafnara eða bóka manna, en samt hef ég ekki komizt hjá því að eignast við hafnarútgáfur af Eddu á mál um eins og þýzku og tékk- nesku og þar sem íslendingar hafa aldrei gefið þetta höfuð- rit sitt út í frámbærilegu formi þá neyðist ég til að taka þessar þýzku og tékk- nesku útgáfur ofan úr hillum, þegar útlendingar biðja mig að sýna sér Eddu. Ýmis nafn- kunnustu verk íslendinga frá gullaldartímabili tungunnar hafa aldrei verið gefin út á íslandi auk heldur þau sem sjaldnar eru nefnd. Og enginn hefur kvartað. Mér vitanlega hefur til dæmis íslenzka hómi líubókin aldrei komið hér út, en hún er þó ein af helztu gullnámum þeirrar tungu, einn af helztu vitaðsgjöfum þeirrar tungu, sem við erum svo fúsir að gjalda varajátn- ingu. Um þá bók hefur einn mestur fagurkeri og fræði- maður tungunnar sagt á þá leið, að það hljóti að vera nokkuð erfitt, einkanlega nú á dögum að vera skáld á fs- landi án þess að hafa hliðsjón gullaldartungutaki hómilíu- bókarinnar. íslenzk miðaldar kvæði eru ekki aðeins óhemju leg að vöxtum, heldur verða þar fundnir nokkrir gim- stéinar bókmennta vorra, en þau kvæði hafa ekki átt upp á pallborðið á íslandi frem- ur en Edda. Og reyndar aldrei komið hér á prent. „Allir vildu Lilju kveðið hafa“ var sagt um Lilju áður fyrri. Það er ekki einu sinni til íslenzk útgáfa af Lilju sem hægt sé að nefna. Af Flateyj- arbók var Kristjaníuútgáfan frá 1860—1868 prentuð upp hér í stríðinu af svo mikilli nákvæmni, að í miklum hluta bókarinnar var haldið þeim villum og mislestrum, sem fyrirfundust í þessari gömlu,- norsku útgáfu. Ég hef heldur ekki heyrt þess getið, að íslendingum hafi dottið i hug að gefa út heilagra manna sögur, sém eru að vöxtum eitthvað svip- að og íslendingasögur, samd- ar á öndvegistíð íslenzkrar málssögu og skyldi maður þó ætla að mörgum íslendingi þætti tilbreyting í þessháttar sögum í miðju sorpbókarfióð inu, sem oft er verið að tala um hér í blöðunum. Og þannig mætti lengi telja. Sú var tíð, að sérstæð íslenzk menning birtist í staðreynd- um, en ekki í skjali og skrumi.“ „En sá sem er listamaður af innri köllun, sannfæringu og samvizku, fyrir honum er sá staður beztur, þar sem for- sjónin hefur sett hann. Hann er óháður auglýsingu og gæti ekki orðið meiri meistari þó hann væri af öðru þjóðerni. Sagan sýnir, að listamenn unnu bezt meðan þeir voru óþekktir af heiminum og vanmetnir af nágrenni sínu. Nöfn hinna ágætustu meistara hófust ekki til stjarn anna fyrr en löngu eftir að bein þeirra voru orðin að dufti jafn og hinna sem dæmdu þá úr leik. Sú heims- frægð, sem auglýsingin skap- ar í dag er hins vegar oft gleymd á morgun af því tím- inn er vitrari listdómari en a uglýsingakerf ið. Listaverki liggur ekkert á. Mínóiskt ker frá Krít, sem sannanlega var búið til fyrir 3500 árum vekur hjá skoðar- anum þá spurningu, hvort þetta listaverk sé 3500 árum á undan tímanum eða 3500 árum á eftir tímanum eða til- heyri deginum í dag. Eða hvort yfirleitt sé til nokkurt fram eða aftur í tímanum þegar um listaverk er að ræða. Venus Míló lá grafin í jörðu í 2000 ár. En það gerði ekkert til. fslendingum er hollt að minnast þess, að' 500 ár liðu án þess að heimurinn, utan fárra bænda og fiski- manna á íslandi, hefði spurn- ir af að til væri bók sem héti Brennu-Njálssaga. Þá er vel ef sú hátíð, sem hér hefur verið sett ber þess nokkurt vitni að hér húi smá- þjóð sem er eldri en tvævetur í menntun sinni. Og þó eink- um er þetta listaþing tjáir vi.lja okkar til að halda áfram sjálfstæðu þjóðlífi við þann hlut, sem okkur hefur Framh. á bls. 21 Eygló Viktorsdóttir, Jón S. Jónsson, Sigríður Dyrset og Sigurjóna Jakobsdóttir. Frá bókasýmngunni. Á myudinni sjást m. a. Elias Mar og Hannes Pétursson og Kristinn Ár- mannsson. I , ’ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.