Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjuflagur 9. júní 1964 Sœmdur gullmerki Sjó- mannadagsins Rabbað vib Þorvarð Björnsson, fyrrv. yfirhafnsögumann MEÐAL þeirra, er hlutu heiðursmerki Sjómannadags- ins að þessu sinni, var Þor- varður Björnsson, fyrrver- andi yfirhafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn. Hlaut hann heiðursmerki úr gulli fyrir margvísleg störf sín í þágu sjómannastéttarnnar, en að- eins tveir menn hafa hlotið þau áður, þeir Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráðherra og Henry Hálfdánarson, fyrrv. form. Sjómannadagsráð. Mbl. átti í gær stutt samtal við Þorvarð að heimli hans að Rauðalæk 36. Var hann að renna kertastjaka úti í lítilli vinnustofu í garðinUm, en gaf sér þó tóm til að segja okkur frá starfi sínu á sjónum, og í þágu félagsmála sjómanna. — Þá má segja, að ég hafi stundað alla þætt fiskveiða, að hákarlaveiðum undanskild' um. Einhvern veginn hafði ég aldrei áhuga á þeim enda voru þær hin mesta þraut, útilegur langar, um 100 mílur frá landi, og aðbúnaður um borð allur hinn lélegasti. Ég ólst upp á Barðaströndinni og kynntist hákarlaveiðum að nokkru marki, því að nokkrar skútur voru enn gerð ar út fyrir vestan um alda- mótin, en veiðum þaðan var svo hætt skömmu síðar. — Ég fór á vertíð héðan frá Reykjavík árið 1907. Það var . í fyrsta sinn, sem ég kom suður að Faxaflóa. Þann vet- ur var ég á kútter Sigríði með Pétri Sigurðssyni, sem þá var formaður á henni. Leiðin lá svo aftur vestur á æsku- heimilið að Kirkjubóli í Kvíg indisfirði í vertíðarlokin og suður um haustið á vertíð. Haustið 1907 tók ég gagn- fræðapróf frá Flensborgar- skóla og veturinn 1911 var ég í Stýrimannaskólanum og lauk þaðan farmannaprófi á þeim vetri, en algengast var, að menn næmu þar í tvo vet- ur áður en þeir tóku þetta próf. Páll heitinn skólastjóri spurði mig um miðjan vetur, hvort ég ætlaði ekki bara að halda áfram að ljúka skólan- um um vorið, og mér fannst ekki fráleitt að gera tilraun til þess — og það gekk. —Hvað tók svo við eftir þetta próf? — Eg var fyrst um sinn á flakki milli verstöðva, en- ár- ið 1914 ílentist ég á togurun- um og var á þeim í þrjú ár. í byrjun fyrri heimsstyrjald- ar keypti fyrirtæki O. John- son & Kaaber skipið Hermóð, sem annaðist aðflutning til landsins og strandferðir. Var ég á því, þar til ríkissjóður keypti eimskipið Borg, sem Eimskp sá um rekstur á. Gerð ist ég þar háseti, en hætti í marz 1920, þegar ég komst á danskt skip, sem flutti salt til íslands frá Spáni. — Hvernig kunnirðu vist- inni þar? — Prýðilega. Það ríkti strangur agi um borð hjá Dön unum og skipverjar komust ekki upp með neitt múður, þegar skipstjóri var annars vegar. Þarna urðu menn að gegna skilyrðislaust, og var þetta góður skóli fyrir mig. — Við sigldum einkum til Barce lona og Taragona, en fyrir gat þó komið, að við færum á aðrar hafnir. Ferðirnar gengu yfirleitt vel, skipið gekk að vísu ekki nema sex sjómílur, en hafði þó notið almennrar virðingar hér á Þorvarður Björnsson. landi skömmu fyrir aldamót, sem eitt hið veglegasta far- þegaskip með tveimur farrým um. Saltflutningarnir voru svo sem ekkert sældarbrauð, en þarna hlaut ég eldskírnina og hef alltaf búið að henni síðan. — Gekk þetta ekki heldur skrikkjótt? — Nei, ekki sérstaklega. Mennirnir um borð voru misjafnir eins og gengur, margir Spánverj- ar, sem litu sjómennskuna ekki nógu alvarlegum.augum, og létu flest annað ganga fyr- ir. Aðfeins einn þeirra gat dregið til stafs. Hann neydd- ist til að læra að skrifa nafn-' ið sitt, þegar hann. gekk í hjónaband — aðrir létu sér nægja að gera tákn á kvitt- anablöðin við móttöku launa. Þegar til íslands kom lentu þeir allir á fylleríi, drukku spíra og allan fjárann, sem til náðist, voru samt ekki vanir nema léttum vínum, og því varð mikið tímabilsbundið mannfall í liði þeirra. Við komum jafnan við í Englandi á heimleiðinni til þess að taka kol, en ég minn- ist þess, að einu sinni var þar langvinnt verkfall kola- vinnslumanna, og eldsneytið því tekið á Spáni í staðinn. Þessi Spánarkol voru ekki upp á marga fiska. Kyndarinn þurfti að tína einn og einn kolamola úr moldarbingnum til þess að halda skipinu gangandi. Eitt sinn hrundi staflinn yfir kyndarann með miklu brambolti, en hann gróf sig upp úr hrúgunni eins og moldvarpa. — Hvenær tókstu við starfi hafnsögumanns? — Ég hætti í siglingum um áramót 1922—23 og hóf þá hafnsögu hér í Reykjavík. Því starfi gegndi ég þar til fyrir fjórum árum, eða í 37 ára samfleytt. — Var ekki mikill munur á starfinu í þann tíð frá því sem nú er? — Jú, mikill munur. Við áttum þá við mikið fámenni að búa í stéttinni, og nætur- vakt hófst ekki fyrr en árið eftir að ég byrjaði. Höfnin var ekki heldur upp á það bezta og stundum miklir erfiðleikar að koma skipun- um að bryggju vegna þrengsla. Skip losnuðu í óveðrum, og þá varð að hafa hraðann á til að koma í veg fyrir skemmdir. Útlendingar voru oft hirðulausir um að ganga nógu tryggilega frá landfestum, og voru þó Pól- verjar manna verstir að því leyti. Við urðum einu sinni að fara á vettvang og binda pólskt skip, sem losnað hafði frá vegna þess að skips höfnin hafði það náðugt og svaf í stað þess að skeyta um skipið. — Lentuð þið aldrei í illind um við skipstjórana? — Það kom fyrir. Norskur skipstjóri gekk einu sinni ber serksgang og vildi í engu hlýða fyrirmælum okkar. Við þurftum að færa skip hans á milli bryggja, en hann þver- tók fyrir það, því að hann þyrfti að fá tíma til að snæða. Eftir matinn komum við til hans enn á ný og fórum fram á að skipið yrði flutt til í höfninni, en hann sagði nei. Lauk þessu málþófi þannig að við neyddumst til að taka öll völd í okkar hendur. Þeg- ar hann fór úr höfn, bað hann um lóðs, og það féll í minn hlut að sigla með hon- um. Ég hafði lögregluþjón í för með mér — lét það líta samt út sem svo, að hann væri til að gæta að innsiglum og öðru þess konar. Skipstjórinn mælti ekki orð af vörum með an ég sigldi skipinu úr höfn, en þegar ég kvaddi vísaði hann mér til verri staðar, og . sagðist ekki hafa nógu stórt barefli til að koma mér áleið- is. — Á stríðsárunum lentum við oft í karpi við Englend- inga, sem ekki vildu í öllu hlíta fyrirmælum okkar. Var ástandið stundum alvarlegt, en' oftast rættist þó úr á síð- ustu stundu. — Þú hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum sjó- manna. — Já. Ég hef verð í Skip- stjórafélagi íslands, setið í 20 ár á fiskiþingi og borið hag Dvalarheimilisins mjög fyrir brjósti. Það er sannarlega ánægjulegt að fylgjast með byggingu þess, þó að ég hafi oft haft aðrar skoðanir um lausn hinna ýmsu vandamála, en þær sem ofaná urðu. Ég óskaði þess, að við fengjum Laugarnesið fyrir þetta heim- ili, en fyrirhuguð hafnar- mannvirki þar, komu í veg fyrir að sá draumur rættist. Laugarásinn er fallegur, en undirstaðan þar er þannig, að óhemjufé fór til byggingar undirstöðu hússins. En Dval- arheimilið er risið af grunni, og það stækkar. Það er ein- læg von mín, að starf þess megi blómgast, og það megi gegna hlutverki sínu með sóma. Þrjár tillögur um Akraneshöfn Ætla að reisa Ara fróða minnisvarða Akranesi, 8. júni. ÝTARLEGA skýrslu um hafnar- mál bæjarins hefur Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri birt bæjarstjórn og hafnarnefnd. Er skýrslan um 50 bls. ásamt 31 uppdrætfi. Merkar athuganir, .sumar, sem þarf að birta, voru gerðar í tilraunastofu danska verkfræðingaskólans í Kaup- mannahöfn í okt. og nóv. á sl. ári. Skýrslan fjallar um þrjá staði með hafnargerð fyrir augum. Fyrst segir skýrslan frá botn- rannsóknum á Lambhúsasundi, sem gengur framan í skagann inn milli Vesturflatar og Suður- flatar, og segir, að minnstu framkvæmdir, sem að gagni kæmi, til þess að gera höfn þar, kosti 71 millj.kr. (En minnast verðúr þess, að í hamrömmum útsynningi og hafróti geta Holta skiptin orðið eitt samfellt brot frá Lamibhúsasundi og út í efn Sviðsbrún. Það er aðeins ein inn ^sigling til Akraness, sem alltaf er fær, hverju sem viðrar, og hvemig, sem hann er í sjóinn. Sú innsigling er milli Þjóts og Suð- urflasar inn á Krossvík). Næst fjallar skýrslan um Kal- mansvík, sem er að vestanverðu innan við bæinn. Telur hún, að þar megi gera stærri höfn en Reykjavíkurhöfn er nú. Fram- kvæmdir þar, sem talið er að dreifast mundu á áratugi, mundu kosta 50—60 millj. kr. Þá kemur þriðja viðfangsefni skýrslunnar: Krossvík. Eftir að ræddar hafa verið margar tillög ur til lagfæringar á þeim hafn- armannvirkjum, sem fyrir eru, til að skapa meira öryggi og kyrrð í höfninni, kemur fram stórsnjöll uppástunga; hún er sú að gera garð úr Skarfatanga, er næði að beygjunni á núverandi aðalhafnargarði, en síðan yrði núverandi hafnargafður tekinn UM næstu mánaðamót er vænt anlegur hingað 45 manna ballett flokkur frá Kænugarði (Kiev) í Úkraínu. Þjóðleikhússtjóri, Guð- laugur Rósinkranz, er nýkominn frá Osló, þar sem flokkurinn hef ur haldið sýningar, og samdi þar um komu hans hingað. Þjóðleikhússtjóri sagði Mbl. í gær, að flokkurinn kærni hing- að 30. júní, en fyráta sýningin yrði daginn eftir, 1. júlí. Flokk- urinn dvelst hér rúma viku, og verða sýningar fimm eða sex. Tvær dagskrár verða fluttar hér. A annarri er ballettinn „Gis elle“, og verður hann fluttur all ur í heild. Á hinni er annar þátt- í sundur ofan beygju, til þess að gera innsiglingu í hið nýja hafn- arsvæði. Segir svo í skýrslunni, að garðurinn yrði gerður úr stein kerjum með háum bylgjuskerm; og dýpi við hann um 9 metra við meðalstórstraumsfjöru. — Stærð hafnarinnar mundi tvöfald ast. Kostnaður er áætlaður 90,6 millj. kr. fyrir utan bryggjur og uppfyllingu. — Oddur, urinn úr Svanavatninu, allur ball ettinn „Franciska de Rimini“ og kaflar úr úkraínskum ballettum. Þjóðleikhússtjóri kvað ball- ettflokk þennan mjög góðan, enda hefði hann fengið ákaflega góðar undirtektir í Stokkhólmi og Osló, þar sem hann hefur sýnt að undanfömu. Kvaðst þjóð leikhússtjóri t.d. aldrei hafa orð- ið vitni að eins miklum fagnað- arlátum í Noregi og eftir sýn- ingu flokksins í Osló, sem hann var viðstaddur. Frá Osló heldur flokkurinn til Gautaborgar, Málmhauga, Kaupmannahafnar og Alaborgar, en síðan til Reykja víkur. NOKKRIR menn í Staðarsveit hafa gengizt fyrir sjóðstofnun í þeim tifgangi að reisa Ara fróða minnisvarða að Staðarstað. Hef- ur væntanlegum minnisvarða ver ið valinn staður í skrúðgarði, sem kvenfélag sveitarinnar er að koma upp við Staðarstaðar- kirkju. — Skal sjóðurinn heita Minnisvarðasjóður Ara fróða. Ari prestur fróði, er fæddur ár ið 1068. Hann missti föður sinn um það leyti sem hann fæddist, en ólst upp hjá afa sínum, Gelli Þorkelssyni á Helgafelli í Helga fellssveit til 7 ára aldurs. Þor- kell langafi hans var einn af fjór um mönnum Guðrúnar Ósvífurs-t dóttur. Þegar Gellir, afi Ara, dó, flutti ist hann að Haukadal í Biskups tungum til Halls Þórarinssonar, er þar bjó, og þar dvaldist hann til rúmlega tuttugu ára aldurs. í Haukadal var Ari í samvist- um með Teiti presti ísleifssyni, bróður Gissurar Skálholtsbisk- ups. Hjá þeim Halli og Teiti, sem báðir voru stórlærðir menn sinnar tíðar, nam Ari þjóðleg og prestleg fræði. Nokikuð er á huldu um ævi þessa merkismanns úr þessu, en allt bendir til að Ari hafi horf- ið vestur í hérað feðra sinna og verið lengst af prestur, bóndi og goðorðsmaður að Staðarstað (Stað á Ölduhrygg) á Snæfells- nesi, og sennilega dáið þar árið 1148, þá áttatíu ára gamall. Ara fróða má telja höfund að sagn- fræði íslendinga, því að hann hóf fyrstur manna að rita á ís- lenzku máli sögur eða sagnfræði, og verið fyrirmynd og bjargvætt ur allra þeirra, er síðar hafa forn fræði samið. Ari fróði er talinn emhver réttorðasti og óhlut- drægnasti sagnfræðingur, er nokkur þjóð hefur átt. Það sem fyrir forgöngumönn- um þessa máls vakir, er að halda á lofti einstæðum afrekum þessa mikiLhæfa Islendings, m.a. með því að reisa honum bautastein á þeim stað, þar sem hann lifði og starfaði sín mestu manndóms- ár. Gg er það von þeirra og ósk að margir góðir menn og konur styðji málið með fjárframlögum og á annan hátt. Stjóm sjóðsins skipa: Þórður Gíslason, bóndi Ölkeldu, sr. Þor- grímur Sigurðsson, prófastur, Staðarstað og Þráinn Bjarnason, oddviti, Hlíðarholti. í Reykjavík taka á móti framlögum í sjóð- inn þeir Óskar Clausen, rithöf- undur, og Þórður Kárason, lög- regluþjónn, Sundlv. 28. BaSiettflokkur frá Kænu- garði kemur um mánaðamót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.