Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 32
 lELEKTROLUX UMBOÐIÐ 1AUGAVE0I M sími 21800 127. tbl. — Þriðjudagur 9. júní 1964 TBordens VORUR BRAGÐAST BEZT Hásetahlutur á ver- tíð 204 þús. kr. Tveir EyEsskipstjórar heiðraðir A SJÓMANNADAGINN í Vestmannaeyjum voru tveir skipstjórar heiðraðir eins og nú er orðin venja þar. Annar fyrir að hafa komið með mest an afla að landi á síðustu vetr arvertíð, og hinn fyrir mesta aflaverðmæti næsta ár á und- an; reiknað milli átamóta. Fyrri verðlaunin fékk Ól- afur Sigrurðsson, skipstjóri á Ófeigi II. Hann var aflakóng- ur á vetrarvertíðinni 1!>64; kom með 1,283 tonn að landi. Var hann hæstur að tonna- tölu, miðað við bolfisk. Þess má geta, að háseta- hlutur á Ófeigi II. frá 1. jan. til 11. maí var 204.000 krón- ur. Rafn Kristjánsson skip- stjórj á vb. Gjafari, var heiðr aður fyrir mesta aflaverð- mæti á árinu 1963. Er þetta í annað skipti, sem þessi verð- laun eru veitt, en í fyrra fékk Rafn þau einnig. Verðmæti þess afla, sem hann veiddi á liðnu ári, er um 6.7 miiljónir króna. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, sæmir Þorvarð Björnsson, fyrrum yfirhafnsögu- mann, heiðursmerki Sjómannadagsins úr gulli. Þeir, sem einnig hlutu heiðursmerki, eru (talið frá fánaberanum til vinstri): Elísberg Pétursson, Þorsteinn Guðlaugsson, Guðmundur Guðjóns- son og lengst til hægri er Jósefína Jóhannesdóttir, sem veitti viðtöku heiðursmerki fyrir mann sinn, Friðstein Friðsteinsson, sem staddur var á hafi úti. Góð síldveiði áfram Skákmótið VEGNA mjög slaemra hlust- unarskilyrða hefur ekki tekizt að afla greinargóðra frétta frá mótinu. >ó er vitað að Larsen ta/paði fyrir Ivkov í 13. umferð, en vann Rossetto í 14. urnferð. Staða 4. efstu eftir 14 umferð- ir er þessi: 1. Spassky 11 v. 2. -4. Tal, Ivkov og Larsen 10’4 v Ánægjnleg hátíða höld í Haf narf irði HÁTÍÐAHÖLDIN á sjómanna- daginn í Hafnarfirði fóru mjög vel fraim. Þrátt fyrir mikla þátt- töku, tvo dansleiki um kvöldið o.s.frv., þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af neimum. Fjöldi manna fór einnig á skátamótið, t.d. óku þangað 170 bílar í einu eitt kvöldið. Þar fór allt vel og árekstrarlaust fram. Segir lög- reglan í Hafnarfirði, að hátíða- höldin hafi farið einstaklega á- nægjulega fram. Fundur Sjálf- stæðismanna á Akranesi í KVÖLD efnir ÞÓR, FUS á Akra nesi, til almenns fundar fyrir Sjálfstæðisfólk á Akranesi og ná- grenni i Félagsheimili templara. Fundurinn hefst kl. 8.30. Á fundi þessum mun Magnús Jónsson, alþm. frá Mel, flytja ræðu um framtíðarverkefni ís- lenzkra stjórnmála. Að lokinni ræðu Magnúsar mun fundar- mönnum gefast tækifæri til að beina til hans fyrirspurnum og ræða þessi mál að öðru leyti. í lok fundarins verður sýnd kvikmyndin „Óeirðirnar við Al- þingishúsið 1949“. Sjálfstæðisfólk á Akranesi er emdregið hvatt til að fjölmenna. RAUFARHÖFN, 8. júní. ÁFRAMHALD er á góðum síld- veiðum á stóru svæði um 70 míl- ur ANA frá Raufarhöfn. Bátum fjölgar alltaf á miðunum, og eru t.d. sunnanbátar nú sem óðast að hefja veiðar. Veiðisvæðið er stórt, svo að skipin þurfa ekki að vera hvert ofan í öðru. Frétzt hefur, að rússnesku síldarskipin séu að koma eða komin á miðin. Veður er gott á miðunum. Allir bátar 'hafa fengið góða veiði og koma fullhlaðnir inn. Jörundur III. hafði mestan afla þeirra, er hingað komu í dag, eða 1.900 mál. í nótt mun verk- smiðjan komast upp í 40 þús. mál. — E.J. • Fyrsta síldin til Reyðarfjarðar REYÐARFIRÐI, 8. júní. Fyrsta síldin barst til Reyðar- fjarðar í gær. M'b. Gunnar kom þá hingað meg 1.200 mál. í viðtali, sem fréttaritari Mbl. á Reyðarfirði átti við skipstjór- ann, Jónas Jónsson, fórust hon- um orð á þá leið, að síldina hefði hann veitt 70 mílur NNA frá Lsnganesi. Þar hefðu verið að veiðum milli 20 og 30 skip, en engin útlenzk skip kvaðst hann Látrum, 7. júní. FYRIR helgina vorum við í eggjaleit undir Látrabjargi og vorum á trillu. Eitt sinn, þegar við vorum að færa okkur til und- ir bjarginu, sáum við hvíta og föngulpga skepnu líða áfram rétt undir yfirborði sjávar meðfram bjarginu, fáa metra frá landi. Við keyrðum þegar að skepnu þess- ari og fylgdum henni eftir í nokkurra metra fjarlægð frá henni, djúpmegin. Við áttum þess kost að kvía hana á land, en þegar við sáum að þetta var mjaldur, hættum við öllum sUkum tilraunum. Eng hafa orðið var við þar. Síldin virtist vera í sæmilega stórum torfum og á nokkug stóru svæði. Stærstu torfurnar virtust ganga nokkuð djúpt. Aðspurður um veilðihonfur, kvaðst Jónas lítt geta sagt, en sér fyndist þær sízt verri nú en um sama leyti í fyrra. Þess má geta, að hann kom þá með fyrstu sumarveiddu síld- ina 9. júní. — Síldin er stór og um 17% feit. Gott veður var á miðunum ,en kalt. • Stækkun og afkastaaukning Síldarverksmiðjan á Reyðar- firði er tilbúin að taka á móti síld. Unnið hefur verið að stækk un verksmiðjunnar í vetur, og hefur hún verig stækkuð um meira en helming, eða úr 1.250 mála afköstum á sólarhring í 3.000. Auk þess hefur verið hyggður lýsisgeymir, og vegna þess mun þróarpláss verksmiðj- unnar nú aukast úr 7.000 mál- um í 14.000. Verksmiðjan mun geta hafði vinnslu innan fárra daga. Fjórar söltunarstöðvar verða starfræktar hér í sumar, einni fieiri en í fyrra. Allur undirbún- ingur vegna sildarmóttöku er hér í fullum gangi. sjómanna ínn sjómaður lætur sér detta í hug að granda mjaldri. Hann er vinur sjómanna og verndar smá batana fyrir illfiski, eða svo kennir okkur þjóðtrúin. Mjaldur þessi mun ekki hafa verið undir fjórum metrum. Hann gat verið lengi í kafi og andaði snöggt, þegar hann kom upp úr. Ekki sást votta fyrir slrók við öndunina. Hann var á ieið út með bjarginu, en við sner um honum tvisvar við. Að iok- um létum við ’hanm taka upphaf lega stefnu og sögðum: „Far- vel, mjaldur!“ — Þórður. Tveir bátar verða gerðir héð- an út á síldveiðar í sumar, vb. Gunnar, sem þegar hefur hafið veiðar, og vb. Snæfugl, sem mun hefja þær innan skamms. — A. Þ. • Akranesbátar til síldveiða AKRANESI, 8. júní. VB. REYNIR var alfyrsti bátur, sem norður fór á síldveiðar héð- sn. Hann sigldi á föstudagskvöld. Annar var vb. Skipaskagi, er lét úr höfn á laugardag. Eftir miðnætti í nótt hafa þessir fjór- ir allt klárt til að sigla: Höfrung ur II., Sigrún, Haraldur og Skírn ir. — Oddur. • Krossanes og Hjalteyrl Verksmiðjan á Krossanesi er farin að bræða og hefur tekið á móti um 7.000 málum. Tveir bátar komu til Hjalteyrar á sunnudag, Vigri GK með 992 mál og Sæþór ÓF með 158 mál. aillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllj! | Heimsókn Filipp- § | usar hertoga: (Laxveiðor og ( | fuglaskoðun ( §j EINS og kunnugt er, kemur| gFilippus, hertogi af Edinborg.p = hingað til lands 30. júní og= ^dvelst hér nokkra daga. Ekki§| §mun endanlega gengið frá til§§ = högun ferðarinnar, en þó hef-^ = ur Mlbl. frétt, að hertoginnp = muni renna fyrir lax, senni-= Hlega einhvers staðar í Borg-E Sarfirði. Þá er hertoginn mikiH|| =áhugamaður um náttúrufræði= = og fuglalíf. Mun Björn Páls-= Sson, flugmaður, fljúga nieð§ HFilippus frá Hvítárbökkum í§§ ^Borgarfirði norður til Mý-|§ = vatns, þar sem hertoginn mun| ^athuga fuglalífið ('„birdg = watshing“). Þaðan mun hann= = halda til Akureyrar. ÍIÍlllllllllllllllllllllllllllltlllHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllíÍÍ Dregið á morgun! Á MORGUN verður dregið í happdrætti Sjálf- stæðisflokksins, og því allra seinustu forvöð að tryggja sér miða í þessu glæsilega happdrætti, sem gefur yður kost á að ferðast umhverfis hnöttinn og þremur bílum fyrir aðeins 100 krónur. Hnattferðin fyrir tvo er 250 þús. kr. virði. Hún verður farin með haustinu til New York, j yfir þver Bandaríkin, Kyrrahafið og til Japans, þar sem Olympíuleikirnir verða háðir. Bílarnir þrír, DAF, SAAB og Willys, eru sam- tals 450 þús. kr. virði, svo að alls er verðmæti vinninganna 700 þús. kr. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishús- inu við Austurvöll (efri hæð) verður opin til kl. ellefu í kvöld. LÁTIÐ TÆKIFÆRIÐ EKKI GANGA YKKUR ÚR GREIPUM! EFLIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN OG ÞJÓÐARHAG! Mjaldur undir Láfrabjargi Vemdari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.