Morgunblaðið - 12.06.1964, Side 24

Morgunblaðið - 12.06.1964, Side 24
24 MORGUNRIAÐIÐ Fostudagur 12. Júní 1984 T JOSEPHINE EDGAR; FIA «ma 'iwiii — Gerðu betur! stríddi Brend an. — Segðu henni, að það spilli uppboðsmöguleikunum hennar, þegar hún fer í Frivolity! — Þú heldur þér saman, Brend an, sagði Soffía öskuvond. — Eg ætla ekki að þola meira af þess um Brady-mönnum. Hann hló og það var þessi sami andstyggilegi hæðnishlátur, sem ég hafði heyrt áður. — í>ú ert nú búinn að rýja einn Brady nógu rækilega þegar. Þú ert búinn að taka honum ^ækilega blóð og ferð nú til þess næsta, sem býður í þig. Og þú vilt hafa þá litlu óskemmda áður en þú setur hana á uppboð. Eg sá, að andlitið á Hugh Trav es náfölnaði af reiði. Hann gekk fram með kreppta hnefa og stam aði eitthvað í mótmælaskyni, en Brendan sópaði honum til hliðar eins og fisi. — Láttu ekki eins og asni, Brendan! sagði Vestry hvasst. — Þér ættuð að muna manna- siðina yðar frammi fyrir gestun- um mínum, Brady, sagði lávarð- urinn og horfði ósvífnislega í augun á Brendan. — Við þurf- um ekki á neinni írskri vonzku að halda hér. — Frú Brady kann að vera gestur yðar, en jafnframt er hún kona bróður míns — enda þótt þið bæði virðist alveg hafa gleymt því. Eg hélt, að Woodbourne ætlaði að berja Brendan, en Soffía var fljót að grípa í handlegginn á honum. Hann sneri sér að Vestry: — Þurfið þér á þessum ósvífna hvolpi að halda lengur, Vestry? — Brendan er bezti maðurinn, sem ég hef, svaraði Vestry þver- móðskulega. — Jæja, þér hafið það eins og þér viljið. Mig langar ekkert til að flytja mig eitthvað annað með hestana mína, en ég gæti neyðzt til þess. — Þér þurfið ekki að velja milli mín og atvinnu yðar, Vestry, sagði Brendan einbeittur. Hann setti upp húfuna og sneri sér að mér, en áður en hann gæti komið upp nokkru orði, flýtti Soffía sér að segja: — Þakka þér fyrir, ég get sjálf gætt hennar Rósu. Hann þagði. — Já, það ætirðu að gera . . . og ekki síður sjálfr ar þin. Þú hefur gert Dan viti sínu fjær, og ef hann rækist á þig gæti hann unnið þér mein — og þessum aðalsvini þínum líka! Hann snerist á hæli og hvarf inn í mannþröngina. Eg sá þýð- ingarmikið augnatillit fara milli Soffíu og lávarðsins, og svo var uppþotinu lokið, jafn snögglega og það hafði byrjað. Soffía tók mig að sér það sem eftir var dagsins og Hugh var all ur á þönum kring um okkur. Karlmennirnir, sem eltu Soffíu eins og veltaminn dansarahópur, virtust nú vera farnir að gefa mér auga líka. Eg heyrði þá segja: „Systir frú Dan“, „Hún er að byrja hjá Frivoliry, heyrir maður“, „Ekta ensk rós, ka!l minn“. Eg býst við, að ég hafi stungið í stúf við þennan leikaralega glæsimennahóp, í gráa kjólnum mínum og með stráhatinn. En ég óskaði þess heitast, að ég væri einhversstaðar annarsstaðar stödd í veröldinni, og allan tím- ann var ég að hugsa um Brend- an, hvað hann væri að gera, eða gæfi gert ef hann héldi ekki á- fram hjá Vestry. Færi hann kannski til Ástralíu, án þess svo mikið sem að láta mig vita af því? Þegar veðhlaupunum var lok ið, sagði Soffía við Woodbourne: — Eg held það væri heppilegra, að ég hefði þessa óþægu stelpu einhversstaðar hjá mér, finnst þér það ekki, elskan? Hún ætti að koma heim með mér. — Til Bayswater? — Já. — Eins og þú vilt, elskan. Eg fór því aftur til London, á samt Soffíu og Hugh Travers og einum manni enn, í vagni lávarð sins og lávarðurinn sat uppi á sætinu hjá ökumanninum og stýrði sjálfur. Ekki þekkti ég þennan mann, sem var í vagninum með okkur. Það var roskinn maður og talaði með . greinilegum framandi hreim. Mér skildist hann vera mjög ríkur og ég gat vel séð, að lávarðurinn var afbrýðissamur og órólegur og var alltaf að líta til okkar úr sæti sínu. Hugh hvíslaði einu sinni að mér, að þetta væri Bermann, demanta- kóngurinn frá Suður-Afríku. Eg var farinn að kunna vel við Hug Travers. Þrátt fyrir auð sinn og höfðingjasambönd, var hann ósköp hreinskilinn og blátt áfram. Eg gat vel hugsað mér, að hann kynni bezt við sig úti í sveit, við búskap og þessháttar og ætti bara að hætta að stæla frænda sinn og reyna að vera heimsmaður. Einu sinni á leiðinni stönzúS um við í krá einni, af því að Soffía sagðist vera þyrst. Húsa- garðurinn var fullur af allskonar vögnum og fíni vagninn okkar vakti athygli. Þegar ég sá Soffíu draga frá sér slörið og stinga nef- inu niður í ölkrúsinu, skildi ég hvað Brendan átti við, að hún væri „karlmannatál1*. Eg var í vandræðum, af því að mér þótti svo vænt um hana, og það var svo margt gott til í henni, en samtímis ýmislegt Hér getur konan m níekki njósnað um okkur. annað, sem gerði mig órólega og hrædda. Við ókum nú inn í miðborg- ina. Bermann fór út í St. James áður en við stönzuðum við hús lávarðsins í Mayfair. Lávarðurinn og Hugh fóru út, og lávarðurinn tók í höndina á Soffíu. — Mað- urinn ekur þér heim elskan. Eg kem svo til þín klukkan sjö. Vagninn ók af staö aftur. Við Soffía sátum þegjandi, og hvor okkar beið eftir því, að hin segði eitthvað. Loksins sagði hún: — Eg skal senda skólanum skeyti, að þú sért hjá mér. — Eg skildi eftir orðsendingu, sagði ég hátíðlega. Augun í Soff- íu leiftruðu. — Notaðu ekki þennan tón við mig, Rósa litla. Það er sama, hvað ég kann að hafa gert, eða hvað ég er, þá skaltu bara muna, að ævin hefði orðið önnur hjá þér, ef ég hefði ekki séð_um þig. BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Tvo dagana næstu var gengið til framkvæmda á þessari áætl un um ferð yfir Þýzkaland. Svo . ivirtist, þar eð Hoffmann sá hitt Hoffmann, utanríkisráðherra Sviss, en árangurslaus að því er var uppi, þar eð Hoffmann sá enga ástæðu til að stofna hlut- l<?ysi Sviss í voða með því að blanda sjálfum sér opinberlega í málið. Samt sem áður tilkynnti hann Romberg, sendiherra Þjóð- verja í Bern, hvað á seiði væri, og Romberg, var fús að hjálpa. Þann 22. marz símaði hann til Berlínar, að „rússneskir bylting arfrömuðir óskuðu að komast heim til Rússlands yfir Þýzka- land, þar eð þeir væru hræddir við að fara yfir Frakkland, sök- um kafbátahættu"; og bað um nánari fyrirmæli. Samstundis gætti áhuga í Berl ín, því að nú var það komið í Ijós, samkvæmt njósnafregnum þeirra, að afsögn keisarans hafði ekki bætt aðstöðu Þýzkalands; Miljukov og bráðabirðastjórn- in ætluðu að halda ófriðnum á- fram sem fyrr. Augljósasta ráð- ið var því að koma bráðabirgða- stjórninni frá og setja í hennar stað sósíalmarxistastjórn, sem mundi semja frið. Parvus var þegar tekinn að berjast fyrir þessari hugmynd í Kaupmanna- höfn; Ranzau, þýzki sendiherr- ann þar, tilkynnti, að hann hefði átt við hann fund, 22. rnarz, til að ræða málið. Utanríkisráðu- neytið í Berlín vildi líka fyrir hvern mun hagnast á hinu nýja ástandi, meðan það væri enn volgt, og hafði þegar beðið rikis sjóðinn um 5 milljónir marka til áróðurs innan Rússlands. Jafn framt var útvegun lestar handa útlögunum vísað til Luden- dorffs og yfirherstjórnarinnar. En Þjóðverjar áttu enn ýms um- hugsunarefni óútkljáð. Var hægt að treysta þessum byltingar- mönnum? Mundu þeir raunveru- lega vinna Þjóðverjum í hag, eft ir að þeir væru komnir heim til Rússlands? Lenin, að minnsta kosti var ekkert að liggja á því, hvað hann ætlaðist fyrir, og hugmyndir hans voru þveröfugar við línuna, sem bolsjevíka-félagar hans, Kamen ev og Stalín, voru á í Petrograd á þessum tíma. Hann ætlaði að ráðast á bráðabirgðastjórnina með oddi og egg, og hann ætlaði að fara fram á frið. Lenin hafði notað þessa biðdaga, til að koma frá sér hinum fyrstu þremur af „Bréfum úr fjarska“, sem voru ætluð til birtingar í Pravda, og hann gerði það lýðum ljóst, að honum hafði verið alvara með það, sem hann hafði sagt, endur fyrir löngu, eftir Zimmerwald- þingið: hann ætlaði að koma af stað borgarastyrjöld i Rússlandi. Hann fullyrti, að samsæri væri á ferðinni með rússneskum auð- valdssinnum (með Milyukov og bráðabirgðastjórnina sem full- trúa sína) og Bretum og Frökk- um (þar sem fulltrúar voru hin ir tveir sendiherrar þessara þjóða í Petrograd, Buchanan og Paléologue). Fyrsta markmið þessa samsæris hefði verið að koma í veg fyrir samninga milli keisaranna tveggja um sérfrið, og síðan að koma í kring afsögn Nikulásar. Hann sagði, að marx istar skyldu ekki gera sér neinar gyllihugmyndir um þessar stað- reyndir, sem væri haldið leynd- um í enskum og frönskum blöð- um (aðalheimildir Lenins á þess um tíma voru Time, Le Temps og Neue Zuercher Zeitung). Hann hvatti öreigalýðinn til að styðja sovétið og velta bráða- birgðastjórninni. Og fyrsta skref í þá átt taldi hann vera það, að verkamenn væru vopnaðir. í framhaldi af þessum hug- myndum sendi Lenin skeyti til bolsjevíkahóps, sem var að leggja af stað frá Noregi til Petrograd. Þar sagði: „Afstaða okkar full- komin tortryggni, engan stuðning KALLI KÚREKI -Xr' K- Teiknari; FRED HARMAN — Jæja, sástu gamila skarfinn? Ætl »r hann að biðjast afsokunar? — Já, svo sannarlega sá ég hann! — Og ég líka! — Hann segist ekki taka til greina neinar afsakanir af þinni hendi. Út- litlð er ófriðvænlegt. — Svo hann ætlaðist til að ég bæði hann afsökunar? Nei, það verður sko aldeilis ekki af því! Annaðhvort skal skinnið af honum neglt upp á vegg hjá mér eða ég flæmi hann á burt úr héraðinu. — Þú gleymir að hann er fótbrot- inn og ekki ferðafær. Og svo hefur hann líka forláta góða vísundabyssu, sem lítur út eins og fallbyssa. við nýju stjórnina, Kerensky einkum grunstamlegur, vopnun öreiganna eina tryggingin, tafar lausar kosningar Petrograa Dúm unnar; ekkert makk við aðra flokka“. Hinn 24. marz snerust viðburð irnir Lenin í hag. Þýzkalands- keisari gaf til kynna, að hann vildi, að rússneskir sósíalistar vissu að hann styddi þá í and- stöðu þeirra við bráðabirgða- stjórnina, og einnig komu boð frá yfirherstjórninni, að henni væri það ekkert á móti skapi, að bylt ingarmenn fengju að ferðast yfir Þýzkaland. Daginn eftir var því bætt við, að útlagarnir skyldu ferðast saman og undir leiðsögn. í fjórða „bréfinu úr fjarska“ — en Lenin virðist hafa ritað þau dag eftir dag og með ofsahraða — gagnrýndi hann Gorky, sem að Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun I hans er blaðið ninnig seit í j lausasölu !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.