Morgunblaðið - 02.08.1964, Side 15

Morgunblaðið - 02.08.1964, Side 15
Sunnudagur 2. Sgöst 1984 MORGU MBLAÐIÐ Viðhorfin í vcrzl- unarmálum * Á hinum árlega frídegi verzlun arraanna er ekki aðeins tími og tækifæri til J>ess að þúsundir manna leiti út úr borgum og kaup túnum til fagurra staða víðsveg- ar um land. Þá er einnig rétt og gagnlegt að menn litist um og geri sér ljóst, hvernig ástand verzlunar og viðskipta er í land inu. ' f dag má segja að verzlunin á íslandi sé í stórum dráttum frjáls. Um 20% innflutningsins er að vísu bundinn við jafnvirðiskaupa löndin til þess að tryggja þar sölu íslenzkra útflutningsafurða. En innflutnings- og gjaldeyris- höft setja ekki lengur svip sinn á viðskiptalífið eins og alltof oft áður í okkar landi. Meðan Fram sóknarflokkurinn var voldugur og áhrifaríkur í íslenzkum stjórn- málum, voru höftin ævinlega það úrræði, sem leiðtogum hans var nærtækast. Þeir trúðu því, eð með gjaldeyrishöftum og inn flutningshömlum væri hægt að skapa jafnvægi í þjóðarbúskap- inn. En reynslan sýndi að þetta var ómögulegt. í staðinn fyrir heilbrigt efnahagsástand og jafn vægi, sköpuðu höftin margskon- ar spillingu og misrétti, sem bitn aði á öllum almenningL 1 Viðreisnarstjórnin trúði ekki á gildi haftanna. Hún lagði megin áherzlu á aukningu framleiðsl- unnar og viðskiptafrelsi í skjóli vaxandi arðs af starfi lands- manna. Henni hefir tekizt að tryggja nokkurn vegin frjálsan innflutning og stór bætt ástand i gjaldeyris- og viðskiptamálum þjóðarinnar. Allar verzlanir á ís landi eru í dag fullar af vörum og vöruúrval er hér nú meira en nokkru sinni fyrr. Almenning ur á íslandi á í dag kost á því að kaupa nokkurnveginn sömu vör ur og fást í búðum nágranna- þjóðanna. Þetta er geysi þýðingarmikil staðreynd, sem felur í sér bætta aðstöðu alls almennings á marga lund. Hinu spillta haftakerfi hef ir verið útrýmfog því ranglæti, sem ævinlega fylgdi í kjölfar þess. Yfir þessu er vissulega ástæða til að gleðjast, þegar íslenzkir verzlunarmenn halda hátíð og minnast stéttar sinnar og langrar og harðrar baráttu fyrir verzlun arfrelsi til handa þessari þjóð, sem verzlunareinokun hafði nær riðið að fullu fyrr á öldum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, með hjónunum á Stað á Reykjanesi, Snæbirni Jónssyni og Unni Guðmundsdóttur. Gamla kirkjan á Stað i baksýn. Ný kirkja og glæsileg hefur nú verið reist á Reykhólum en gömlu kirkjunni á Stað mun samt verða haldið við. Hefur farið frani viðgerð' á henni i sumar. Staðarkirkja er nú 100 ára gömui og hafa vinir kirkjunnar efnt til fjársöfnunar til þess að halda henni við. — Snæbjörn á Stað býr þar stórbúi, hefur yfir 400 fjár og 7 kýr. — Mynd- in hér að ofan var tekin sl. sunnudag. REYKJAVÍKURBRÉF Til þess eru vítin að varast þau Til þess eru vítin að varast þau, segir gamalt máltæki. Á und anförnum árum hefir það alloft hent að drykkjuskaparæði og óregla hefir sett svip sinn á einstaka hátíðisdaga, þegar fólks fjöldi hefir safnazt saman á fögr um stöðum viðsvegar um land. Þórsmörk, Þjórsárdalur, Hreða- vatn og jafnvel Þingvellir hafa orðið fyrir barði ósómans og það í svo ríkum mæli að þjóðar skömm hefir verið að. Nú er svo komið, að almenn- ur áhugi virðist verað að skapast á því, að koma í veg fyrir að stíkir atburðir endurtaki sig. All ur almenningur finnur að það ber þrosxa þjóðarinnar og manndómi lélegt vitni, ef það sannazt að hún getur ekki haldið upp á ekistaka hátíðisdaga án þess að þúsundir manna ærist og skeyti hvorki um skömm né heiður. Vonandi £ar* því hátíðahöld Laugard. 1. dgúst verzlunarmannahelgarinnar að þessu sinni fram vel og friðsam lega, hvort sem samkomustaðirn ir eru í hinum fagra fjallafaðmi ístenzkrar náttúru eða í samkomu húsum borga og sveita. Tilgang ur verzlunarmannafrídagsins er m.a. sá, að gefa fjölda fólks, sem vinnur störf sín inn á skrifstof um og verzlunum megin hluta ársins, tækifæri til þess að njóta titbreytingar og heilbrigðr ar skemmtunar úti í náttúrunm, fjarri dagsins önn. Það er sorg- legt þegar slíkir dagar leiða slys eða vanvirðu yfir þá, sem þarfn- ast tilbreytingar og hressandi úti veru með vinum og starfsfélög- um á lengi þráðum frídegL Fegurð við Breiða- f jörð fctand er fagurt og stórbrotið iand. Það er ekki aðeins skoðun okkar, sem byggjum það heldur flestra þeirra, sem sækja það heim. í öllutu byggðum íslands og ekki síður í óbyggðum þess getur að líta dásamlega staði, töfrandi náttúrufegurð og hrika- legan mikilleik. Meðal þeirra landshluta, sem tvímælalaust má telja í tölu hinna svipmestu og fegurstu eru héruðin í kringum Breiðafjörð. Að þessum mikla flóa, sem skerst inn í vestur strönd landsins liggja 3 sýslur, Snæfellsnessýsla, Dalasýsla og Barðastrandarsýsla. Strandlengja þeirra er geysilöng, vogskorin og fjöibreytt að öllu landslagi. Þar standa „risar á verði við sjón- deildarhring“, Snæfellsjökull í suðri og Látrabjarg í norðri. I faðmi þessa mikla flóa, fljóta þús undir eyja og hólma, iðandi af lífi og baráttu. Fuglar og selir sveima þar allt um kring. Þegar farið er frá landi út í eyjar, lækka fjötlin að baki og eyjarn- ar, sem áður sýndust eins og furðuskip í ævintýri, verða að veruleika. Þær svífa fram hjá eins og litkvikmynd á stórbrotnu breiðtjaldi. Af Breiðafjarðareyjum eru.nú aðeins örfáar byggðar. Svipti- byljir þjóðlífsbreytinganna hafa leikið eyjabyggðirnar hart. En þar eru ennþá margvísleg hlunn indi, sem kostar mikia vinnu og erfiði að nytja. Þegar Mbl. var statt vestur á Reykhólum og Stað á Reykja- nesi um síðustu helgi, skein sól yfir Breiðafirði. Snæfellsjökull var þó hulinn móðu, en Skorin teygði sig lengst í vestri, fram í bláan og sólfáðan flóann. Hinn mikli fjöldi eyja og hólma mynd aði samfellda perlufesti við hafs brún. Slíkar myndir af fegurð ís- lands, eru svo sterkar og hreinar að þær hljóba að geymast í hug- anum og skapa yi í sálirwa löngu eftir að hríðar og él eru tekin að leika um fjöll og byggðir þessa fagra lands. Útbreiðsla blaða og sjóiivarps í árbók Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári getur m.a. að líta margvíslegan fróðieik um út- breiðslu dagblaða og sjónvarps í heiminum. Þar kemur það t.d. í ljós, að í Svíþjóð og Stóra-Bret- landi var útbreiðsia dagblaða mest að tiltöiu við fólks- fjöida á árinu 1962. Þar komu á þessu ári 490 eixitök btaða A hverja 1000 íbúa. Meðal annarra Landa, sem talin eru hafa mikla útbreiðslu dag blaða eru Luxemburg með 445 eíntök á hverja 1000 íbúa, fsland 422, Ástralía 375, Svissland 368, Finnland 359, Danmörk 347 og Bandaríkt Norður Ameríku með 321 eintak á hverja 1000 íbúa. í árslok 1962 voru talin 120 milljónir sjónvarpstækja í heiminum. Þar af voru 66 millj- ónir sjónvarpstækja í Norður Ameríku, 45 milljónir í Evrópu (að Sovétríkjunum meðtöldum), 13 milljónir í Asíu, 3 milljónir í Suður Améríku, 1,6 milljón í Ástralíu og nokkur þúsund í Afríku. í árslok 1962 voru 60 milljón- ir sjónvarpstækja í Bandaríkj- unum, 12,6 milljónir í Japan o-g 12,2 milljónir á Stóra Bretlandi. Onnur lönd, sem höfðu mikla útbreiðslu sjónvarps, í árslolc 1962, voru þessi: Sovétríkin 8j3 miiljónir, Vestur-Þýzkaland 7,2 milljónir, Canada 4,4 milljómr, Ítalía 3,5 milljónir, Frakkland 3,4 milljónir, Svíþjóð 1,6 milljón ir, Austur-Þýzkaland 1,6 míltjón ir, Brasilía 1,4 milljónir, Tékkó- slóvakía 1,3 milljónir og Holland 1,3 miiijónir. Ástæða er til að veita því athygU að sjónvarpið virðist enn sem komið er alis ekki vera farið að draga úr út- gáfu dagblaða. Bókaútgáfa vtrð ist einnig fara vaxandi í fjöl- mörgum löndum, þrátt fyrir hina miklu sókn sjónvarpsins. Skoðanakannanir oj; kosningaspár Skoðanakannanir og kosninga- spár eru þegar komnar í fullaa g’ang í kosningabaráttunni, sem hafin er fyrir forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum. Herma nýj- ustu skoðanakannanir að 6 kjós- endur af hverjum 10 fylgi Lyn- don B. Johnson forseta, en 4 styðji Barry Goldwater, fram- bjóðanda Republikana. í kosn- ingaspá, sem eitt af víðlesnustu tímaritum Bandaríkjanna birtl nýlega, og byggir á upplýsingum stjórnmálafréttaritara sinna í öllum hinum 50 fylkjum Banda- ríkjanna er niðurstaðan þessi: Johnson forseti, er talinn öi> uggur, eða nokkurnveginn örugg ur, með kosningu 277 kjörmannia en Goldwater með 102. Atkvæði 142 kjörmanna éru hinsvegar talinn óviss. Til þess að ná kosn- ingu þarf frambjóðandi að fá a8 minnsta kosti 270 kjörmanna afc- kvæði. Kosningaspár og skoðanakarm anir eru því á þessu stigi máls- ins Johnson forseta mjög í vil, Barry Goldwater byggir nú vonir sínar mjög á miklu fylgi Suðurríkjanna. Þau hafa lengst- um stutt Demokrata öfluglega, t. d. fékk Franklin Rosewelt hvorki meira né minna en 80,76' atkvæða í 11 Suðurríkjum, í fot setakosningunum árin 1932 o. 1936. En síðan hefir fylgi Demo krata minnkað þar verulega. forsetakosningunum 1956 fékl Adlai Stevenson t. d. aðeins 47,8% atkvæða í Suðurríkjuuum og John F. Kennedy fékk þar rétt rúm 50% í síðustu forseta- kosningum. Barry Goldwater grp’^^i eins og kunnugt er atkvæði gegn jafnréttisfrumvarpi Kennedys forseta og byggir nú miklar von- ir á því að sú afstaða hans reyn- ist honum drjúg til fylgis í Suð- urríkjunum, þar sem misréttið er ennþá mest í kynþáttamál- unum. Stórveldisdrauip ar de Gaulle Á blaðamannafundi sem de Gaulle Frakklandsforseti hétt 23. júlí s.l., lét hann liggja að því að Frakkland væri nú orðið forysturíki Evrópu og kvað hana ekki lengur neina ástæðu vem til þess að Evrópa „lyti forsjá Bandaríkjanna!‘. Þessi ummæli hins aldna ag mikilhæfa forseta hafa að sjálf- sögðu vakið mikla athygli víðft Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.