Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. ágúst 1964 MORCU N BLAÐIÐ 3 Sz j í G Æ B voru liðin 178 ár | síðan Reykjavík fékk kaup P staðarréttindi og verzlun E var gefin frjáls hér á landi. IUm leið og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, sendi konungur frá sér auglýs- ingu, sem gaf fyrirheit um verzlunarfrelsi. Hafði þá verzlunareinokun staðið í | 185 ár — frá 1602 til 1787. Þegar Reykjavík fékk kaup- P staðarréttindi, 1786, Voru að- p erns 302 borgarar í Reykjavík. 11 Nú eru íbúar Reykjavíkur §j rúmlega 76 þúsund. Þá var |§ íbúatala landsins 38.363. Skv. §| bráðabirgðatölum um mann- j| fjölda á fslandi 1. des. 1963, g voru landsmenn 186.525 að =j tölu. í sólskini fyrir framan Dillonshús. Staldrað við í Árbæl Reykvikingafélagið efndi fil ferðar þangað i gær Lárus sagði ennfremur: — Segja má, að eyðilegg- irigarmáttur manna vaxi í hlut falli við tækni þeirra til þess að búa um sig. Þegar allt kem- ur til alls, er lítill munur á torfbænum og háhýsinu, ef atómsprengjan verður laus. Lárus lauk máli sínu með því að færa Reykvíkingafélag- inu þakkir, en félagið hefur styrkt minjasafnið að Árbæ á ýmsa lund. Friðrik Magnússon, _ fram- kvæmdastjóri og ritari Reyk- víkingafélagsins, flutti kveðju til félagsins í tiléfni dagsins í bundnu máli. Að lokum ávarp aði séra Bjarni Jónsson, vígslu biskup, félagsmenn. Að því búnu skoðaði fólkið húsin á staðnum. Gamla fólk- ið undi sér hið bezta og rifj- aði upp minningar frá æsku- árunum, þegar það lék sér í kringum þessi sömu hús, sem þá voru flest staðsett í hjarta borgarinnar. í Dillonshúsi var staldrað við og drukkið kaffi. Við tyllt- um okkur hjá þremur stjórn- armönnum Reykvíkingafélags ins, séra Bjarna Jónssyni, Friðriki Magnússyni og Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni, útvarps- stjóra. Við báðum þá að segja okkur frá Reykvíkingafélag- inu. — Félagið var stofnað 10. maí 1940. Það var sama dag- inn og brezki herinn gekk hér á land. Samheldni borgara var mikil á þessari örlagastundu og því ekki hikað við að stofna félagið. Nú eru á 5. hundrað skráðir félagar í Reykvíkinga- félaginu. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, er formaður félagsins. — Markmið félagsins er að halda til haga gömlum reyk- vískum söguminjum. M.a. hef- ur félagið unnið að því að safna örnefnum í Reykjavík og umhverfi. Upp úr Reykja- víkursýningunni fyrri var far- ið að halda til haga gömlum munum. Félagið átti vísi að myndasafni, sem gaf það til safnsins að Árbæ. Ennfremur hefur það gefið safninu ýms gömul verkfæri. — Reykvíkingafélagið ætl- aði upphaflega að taka að sér Árbæ, en vegna mikils kostn- aðar var horfið frá því ráði, og gaf félagið Reykjavíkur- borg þau gögn, sem það hafði safnað. — Aldurstakmark félagsins er 35 ár. Það kom fyrir eitt sinn, að sjálfur borgarstjóri gat ekki gerzt félagi, vegna þess að hann hafði ekki ald- ur til! — Við vildum gjarna fá ungt fólk í félagið til þess að taka við. Hugmyndin er sú að stofna sérstaka deild innan félagsins fyrir ungt fólk. Reykvíkingafélagið verður 25 ára á næsta ári. Verður þess afmælis þá minnzt á veg- legan hátt. & ES E= Reykvíkingafélagið minntist þessa afmælis og brá sér í skemmtiferð upp að Árbæ í gær. í gömllu torfkirkjunni, sem er frá árinu 1842, en var endurreist að Árbæ af Skúla Helgasyni fyrir fáum árum, safnaðist fólkið saman. Lárus Sigurbjörnsson sagði frá sögu safnsins að Árbæ, lýsti hús- unum, sem þar hefur verið komið fyrir og skýrði tilgang safnsins. — Tilgangur Árbæjar, sagði Lárus, er að skýra fyrir nú- lifandi kynslóð lífskjör for- feðra okkar. f umhverfi sem þessu brutust horfnar kyn- slóðir fram úr erfiðleikum ald anna. Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, formaður Reykjavíkurfélags ins, Vilhjálmur Þ. Gislason, útvarpsstjóri og Lárus Sigurbj örnsson, forstöðumaður minjasa fnsins að Árbæ. aUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllllllllllltHIHilllilllllllillllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii UlllillllllllllllllllllHtlllllllllllllllllllfllllllllllllllllllltlllllllllhiiHllliiiiiiiittiiiiiiiiiiitllHiiiTii STAKSTEINAR Eitt dæmi enn um óheilindi FRAMSÓKNÁRMENN og komm- únistar hafa undanfarið ritað mik ið um skatta og útsvör. Viljá þeir láta sem svo, að þeir einir vilji gjöld þessi sem lægst. Þó víkur svo við, að á Húsavík, þar sem kommúnistar stjórna með Fram- sóknarmönnum eru útsvörin hæst. Blaðið íslendingur á Akur- eyri ritar um þetta nýlega og segir, að á Húsavík geti menn séð, hvernig vinstri samvinnan sé í verki. Það er mjög fróðlegt, að blöð kommúnista og Framsóknar- manna hafa ekki f jallað. um út- svarsálagninguna á Húsavík. Þau hafa heldur ekki getið þess, að þrátt fyrir há útsvör hafa allar framkvæmdir kaupstaðarins dreg izt saman undir vinstri stjórn- inni þar. Þessi sömu blöð hafa hinsvegar rætt mikið um útsvör- in í Reykjavík, en nefna ekki stórauknar franikvæmdir og framfarir í höfuðstaðnum. Hér er því eitt dæmið ennþá um óheilindi stjórnarandstöðunn- ar í skattamálunum. Þegar Mbl. skýrir frá þeirri staðreynd, að skattar og útsvör hafi almennt hækkað og bendir á orsakir þess, þá skilja stjórnarandstöðublöðin ekki hvað er verið að fara. Að sum dagblöð telji það skyldu sína að skýra rétt frá í hverju máli er torskilið fyrirbæri á Timanum. Sannleikurinn heitir því á þeirra máli annaðhvort „undan- hald“ eða „játningar“. Þar er sannleikurinn ekki settur í sam- band við staðreyndir. Framsókn þegir um hæstu útsvörin Vegna tregðu stjórnarandstöðtt blaðanna i fréttaflutningi af út- svörum sinna eigin manna á Húsavik, er hér prentuð frásögn Akureyrarblaðsins íslendings: „Framsóknarmenn og komm- únistar verja nú mikilli prent- svertu til að fárast yfir háum út- svörum og óréttlæti valdhafanna. Svo fyrirferðamikil sem þessi skrif eru kemur það mjög á ó- vart, að hvergi er einu orði minnst á útsvörin, þar sem þau eru hæst, — eða á Húsavik. Þar eru enginn aukafrádráttur vegna sjómanna, sem er veruleg- ur t. d. hér á Akureyri. Þar eru fjölskvldubætur ekki undanþegnar útsvarsálagningu. Hér á Akureyri eru allar bætur almannatrygginga undanþegnar útsvarsálagningu. Þar eru öll útsvör hækkuð um 5% og þannig færð í útsvars- skrána. Hér á Akureyri er veittur 5% afláttur". Sukk í bæjarmálum „Á Húsavík er því með öðrum orðum neytt hvers færis við út- svarsálagninguna, enda munu Húsvíkingar nú skeggræða sín á milli, hvort ekki væri unnt að fá lögfræðing kaupfélagsins til að telja fram fyrir sig næst, en það greiðir ekki einn einasta eyri í útsvar. Það er þó ótalið, sem verst er. Allt gerist þetta á sama tíma og framkvæmdir kaupstaðarins drag ast saman. Framlag til bæjar- hússins var fellt niður í ár, fram- lag til félagsheimilis skorið niður um helming og gatnagerðarfram- kvæmdir eftir því. Engar áætlan- ir eru uppi um varanlega gatna- gerð, svo sem í flestum öðrum kaupstöðum landsins. Þessu una Húsvíkingar verst. Þeir eru sem aðrir íslendingar fúsir að leggja mikið af mörkum, en það verður þá að koma einhversstaðar fram. Svo eru Framsóknarmenn og kommúnistar að tala um sukk í bæjarmálum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.