Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 1
24 síðtifr 61 árgangur 192. tbl. — Miðvikudagmr 19. ágúst 1964 Prentsmiðia Morgunblaðsins Forsætisráöherra hitti Johnson í Washington í gær Brugðu á glens I garði Hvíta hússins Washington, 18. ágúst. — AP 0 BJARNI Benediktsson, forsætisráðherra íslands, kom til Washington laust fyr- ir hádegi í dag með sérstakri flugvél bandaríska hersins. Heimsótti hann fyrst Lyndon B. Johnson, forseta Banda- ríkjanna, en sat síðan hádeg- isverðarboð, er Dean Rusk, utanríkisráðherra, hélt hon- um til heiðurs í utanríkis- ráðuneytinu. Að því loknu hélt hann til Arlington- kirkjugarðsins og lagði blóm- sveig að leiði hins látna for- seta, Johns F. Kennedys. Q Heimsóknin í Hvíta hús- ið var með öllu óformleg og afar frjálsleg. Vakti það at- hygli fréttamanna, að John- son, forseti gekk með íslenzka forsætisráðherranum um garð forsetabústaðarins og sýndi honum íunhverfið. Lék for- setinn á als oddi og brugðu báðir á glens. Einnig kynnti hann gest sinn fyrir stórum hópi ferðamanna, er þar var var staddur. • Að loknum hádegisverðinum hjá Rusk, utanríkisráðherra, sem stóð yfir í tvær klst. skýrði ís- lenzki forsætisráðherrann svo frá, að hann hefði rætt þar við Rusk ýmis vandamál Atlantshafs- bandalagsins. „Ég er Rusk, utan- Skógar- eldar í Nevada Nevada 18. ágúst. — AP. • Um tvö þúsund manns berjast iiú við mikla skógarelda, er geis- að hafa í Nevada í nokkra daga. Eru eldarnir mestir á sex stöðum i norðausturhluta landsins og iést bjarminn frá þeim nálægt 500 km. fjarlægð. All hvasst er i eldasvæðinu og slökkvistarfið erfiðleikum háð. Óttast er um bæinn Elko, þar lem búa rúmlega sex þúsund manns, því að hann er umkringd ar brennandi skógi á þrjá vegu. Nýr forseti í Líbanon Beirut, Líbanon, 18. ág. — AP. • í dag kaus þingið í Líbanon nýjan forseta landsins. Var kjör- inn Charles Helou, 51 árs að aldri með 90 atkvæðum gegn 5. Tveir þingmenn sátu hjá. Helou tekur við embætti 23. sept. n.k. af Fuad Chehab, sem gengt hefur embætt inu frá því 1958. Hann neitaði að verða í framboði aftur. ríkisráðherra, sammála um, að mjög sé mikllvægt, að aðildar- ríki NATO leysi sjálf sín í milli þau ágreiningsmál, er uPP kunna að koma innan bandalagsins," sagði forsætisráðherrann. Hann bætti við, að það kæmi öllu meira í hlut Bandaríkjanna en íslands að veita aðstoð við lausn vandamála, — en hann og stjórn hans hefðu af því ánægju og teldu sér heiður af því að hon- um hefði gefizt tækifæri til að ræða ástand heimsmálanna við ráðherrann. m „Viðræðurnar voru mjög fróð- legar“, sagði hann og bætti við, að hann hefði haft mikla ánægju af að hitta Johnson og Rusk. • Forstætisráðherrann sagði, að hin óformlega heimsókn hans í Hvíta húsið hefði verið „mjög vinsamleg". Kvað hann forsetann hafa sagt sér frá ýmsum störfum sínum og rætt um hið góða sam- band hans við Bandaríkjaþing. Ennfremur hafði hann látið í ’ljósi ánægju yfir þeirri vinsemd, er ríkti milli ríkja þeirra. • Forsætisirátðherrann og Björn Bjarnason, sonur hans, sem var Framhald á bls. 23. Mynd þessi (símamynd frá AP) var tekin síðdegis í gær, eftir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra íslands hafði lagt blóm- sveig á leiði John F. Kennedys, fyrrum forseta, í Arlington. kirkjugarðinum. Við hlið forsætisráðherra stendur Frank W. Norris, hershcfðingi. íslenzki foi’sætisráðherrann gaf Johnson Guðbrandsbibhu Lagði blcmsveig frá íslenzku þjóðinni á leiii Kennedys Samtal við dr. Bjarna Benediktsson um heimsóknina í Hvita húsið FRETTAMAÐUR Morgun- blaðsins átti í gær símtal við dr. Bjarna Benedikts- son, forsætisráðherra, skömmu eftir að hann kom af fundi Johnsons, Banda- ríkjaforseta, en eins og kunnugt er hitti hann for- seta Bandaríkjanna að máli í Hvíta húsinu í gærmorg- un. Fréttamaðurinn spurði Lyndon B. Johnson, Bandaríkja forseti sýnir forsætisráðherra garðinn umhverfis forsetabústaði nn. Hvíta húsið í baksýn. (Símamynd frá Ar).| forsætisráðherra um fund þeirra Johnsons, og sagði hann að þeir hefðu átt al- mennar viðræður um ýmis mál og yrði síðar gefin út tilkynning um viðræðurn- ar. Ekki sagði forsætisráð- herra að sérstaklega hefði verið rætt um nein vanda- mál milli íslands og Banda ríkjanna. „Við þurfum ekki að tala um þau“, sagði for- sætisráðherra, „því þau eru ekki fyrir hendi“. Fréttamaður Mbl. spurði hvort Johnson Bandaríkjafor seti, hefði minnzt á ferðalagið til íslands og svaraði forsæt- isráðherra því játandi. Hann sagði að Johnsön hefði m. a. minnzt með góðlátlegri kímni á mótmælaaðgerðirnar gegn sér í Reykjavík og spurt, hvort slíkir hlutir gerðust oft á íslandi. Dr. Bjami Benediktsson sagði ennfremur, að Johnson hefði lýst sérstakri ánægju sinni yfir íslandsferðinni. I*egar dr. Bjarni Benedikts- son kom að Hvita húsinu var Johnson Bandarikjaforseti úti í garðinum og tók hann með sér í gönguför um garðinn, sýndi honum umhverfið og lýsti fyrirkomulagi öllu. Þegar þeir komu að hliði H-víta hússins, sá forsetinn Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.