Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. ágúst 1964 jnmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiniiitiiiiiifiiuiiiiiiiiiiitiiitiiiiiiitiMiiitiiiiiiiniitiiitiHtiiitiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiimimuiiMMimiiiiiiiiiimijitiiiiiiiiiiifiiiiiiiifiiiiiimiiHiiiiiiitiiiiiiiitmiiiiiiiiimtiuimimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiitiiiiin I Samgðngumáiaráðherra I skoðar hálendisfeiðir SÍÐASTLIÐINN laugar- dag komu samgöngumála- ráðherra Ingólfur Jónsson, vegamálastjóri, ráðuneytis- stjóri í samgöngumálaráðu neytinu og verkfræðingar bóta á vegakerfinu yfir há- lendi íslands. Á leið sinni skoð uðu ferðalangarnir kláfferj- una á Tungnaá, brúna á Köldu kvísl og vegarstæðið niður í Eyjafjörð. Gist var á fjöllum í Jökulheimum, Jökuldal við það. Gæti svo farið að valin yrði leiðin frá Tungufelti í Hrunamannahreppi upp með Hvítá að austan og síðan farið vestur yfir Jökulfall, en sem kunnugt er, er.brúin á Hvítá hjá Hvítárvatni gömul orðin Samgöngumálaráðherra Ingólfur Jónsson. Myndin er tekin norðarlega á Sprengisandslei. vegamálastjórnarinnar úr 5 daga ferðalagi, sem þeir fóru norður Sprengisand og suður Kjöl til að skoða vegastæði á háfjallaleiðum. Ferð þessi var í alla staði hin ánægjulegasta, enda var ferðafólkið mjög hepp- ið með veður. Auk Ingólfs Jónssonar voru í förinni Brynjólfur Ingólfs- son, ráðuneytisstjóri, Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, Snæbjörn Jónasson, yfirverk- fræðingur og Árni Snævarr, verkfræðingur. Guðmundur Jónasson var aðal bifreiða- stjóri ferðarinnar og leiðsögu- maður. Það mun um nokkurt skeið hafa verið í ráði að samgöngu málaráðherra færi, ásamt öðr- um yfirmönnum vegamála í landinu, til að skoða ástand öræfaleiða og ræða um hvað tiltækilegt væri að gera til úr- Tungnafellsjökul og á Hvera- völlum. Á Hveravöllum var umræðufundur um það sem fyrir augun hafði borið á leið- inni og ýmis mál er varða vegakerfið á hálendinu tekið til umræðu. Það munu vera áratugir síð- an yfirstjórn vegamála hér á landi hefir farið í fjallaleið- angur sem þennan með sam- göngumálaráðherra í broddi fylkingar. Með þessu gefst þeim, sem mest munu fjalla um afgreiðslu þessara mála, kostur að kanna af eigin raun hvernig ástand hálendisvega okkar er og í Ijósi þeirrar reynslu ræða hvað' til úrbóta má verða. Það hefir talsvert verið rætt um byggingu fullkomins veg- ar yfir hálendið og ýmsar leið ir komið til álits og athugun- ar. Sennilegast verður Kjal- vegur fyrir valinu, þótt enn vilji yfirmenn þessara mála ekkert láta hafa eftir sér um og þolir ekki mikla né þunga umferð. Síðan yrði komið nið- ur í Eyjafjörð í SBlvadal. — Þetta er aðeins getgáta, en ekki ósennileg. Ferðalangar létu mjög vel yfir þessu ferðalagi og áttu vart orð til að lýsa hinni dá- samlegu fegurð og veðurblíð- unni, sem þeir nutu á ferða- lagi sínu. Að sönnu fengu þeir fjallvegina eins góða og kost- ur er vegna þurrka þeirra, sem verið hafa að undanförnu á hálendinu. Að morgni dags í Jökuldal. Við tjalddyr situr ráðherrafrú Eva JónsdóttKr, þá Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, Helga Sigurðardóttir, ráðuneytisstjórafrú, Bryndís Jónsdóttir, kona Snæbjarnar Jónassonar, yfirverkfræðings, Ingóifur Jónsson ráðherra og Árni Snævarr, verkfræðingur. (Myndirnar tók Brynjólfur Ingólfsson). uiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<tMtiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiif«iíiiiiiiiniiiiiiiiiiiijiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiMiiiiiiiiiiitimiiifiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiifiifiiiitiiiiiimiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiffiiii!ftfiiti<iiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiiiiiiiiiiiiinitintiiMiiiiiiiiiiitiiie ,Bezta ellíheimilið er fjölskyldan" UNDANFARNA daga hefur dval ið hér á landi á vegum Elliheim- ilsins Grundar prófessor dr. René Schubert, yfirlæknir frá Núrnberg og hefur átt tal við ýmsa forráðamenn heilbrigðis- mála Reykjavíkurborgar um málefni ellinnar, sérstaklega frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Dr. Schubert hefu komið hér tvisvar áður, fyrir 25 árum og fyrir 7 ár- um. Seinna skiptið kom hann hér í fyrirlestafeð, þar sem hann hélt fyrirlestra um eina af sér- greinum sínum, bronchial asthma. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri elliheimiiisins boöaði í gær blaðamenn á fund með Dr. Schubert. Skýrði dr. Schubert frá því, að ellihjáip væri eitt brýnasta vandamál okkar tíma. Þyrftu nú allir að taka saman höndum um að ráða fram úr spurningunni hvað við getum gert fyrir gamia fóikið. „Gamla fólkið má ekki bíða“, sagði Dr. Schubert. Dr. Schubert lýsti lítillega við- horfum Þjóðverja í þessum mál- um. Sagði hann, að í fyrra hefði verið stofnað 25 manna ráð þýzkra áhrifamanna úr öllum stéttum. Með sjónvarpshapp- drætti hefði verið safnað stór- fé til þess að koma á fót Deutsche Altersh'ilfe (þýzku elli hjálpinni). Forstöðu stofnunar þessarar veitir þýzka forsetafrú- in, Vilhelmína Lúbke. Einnig var komið á fót sérstakri nefnd lækna til þess að finna út bezta fyrirkomulag elliheimila. Sagði Dr. Schubert að fyrsta skrefið í ellihjálpinni yrði að fullkomna elliheimilin. Væri hann þess vegna kominn til íslands tii þess að kynna sér elliheimili hér. Sagðist hann hafa lært margt á dvöl sinni hér. Á elliheimilunum hér væri margt athyglisvert og sagði hann að sér þætti mjög gaman að sjá þá hluti, sem öðr- um þætti ef til vill lítið til koma, en það væru einmitt þessir litlu hlutir sem gleddu gamla fólkið. Hér væru t. d. speglar á veggjum elliheimila, og væri það eitt mikils virði. Aðrir mikilvægir hlutir væru t. d. augnagæzla, fótaskoðun, rétt mataræði og sér- staklega hreinlæti. Einnig skipti útlit fólksins talsverðu máli og sjálfsagt væri að hafa t. d. rakara á vegum stofnunarinnar. Nauð- synlegt værí að hafa sjúkrastof- ur í elliheimilum til þess að þurfa ekki að fiytja fóik í sjúkra hús í hvert skipti, sem eitthvað kæmi fyrir. Hefði það ekki góð áhrif á gamalmenni að þurfa að skipta um umhverfi. „Mesta vandamál ellihjálpar er að fá sérstakt húsnæði fyrir mjög veikt gamalt fólk“, sagði dr. Schubert. Læknanefndin þýzka kom fram með mjög at- hyglisverða álitsgerð. Álíta þeir að beri að hafa sérstaka deiíd á sjúkrahúsum fyrir þetta fólk. Væri það á allan hátt hentugasta lausnin á vandamálinu, því að þá væru öll nauðsynleg tæki við höndina ef veikindi steðjuðu að. Væri þetta að auki bezta lausnin fjárhagslega séð, því að þetta yrði ekki næstum því jafn dýrt í rekstfi og venjuleg sjúkrarúm, þar sem fólk þetta þarf ekki stöðuga læknishjálp aðeins rúm, fæði og dálitla umönnun. Annað vandamál mundi leysast með þessu fyrirkomulagi en það er skortur á fólki til ellihjúkrun- ar. Á þessum deildum gætu nefnilega hjúkrunarkonur sjúkra húsanna unnið til skiptis, nokkra mánuði í senn. „Árangurinn af stofnunum sem slíkri gæti orðið sá að gam- alt fólk gæti farið þaðan e.t.v. | heiibrigt til heimila sinna eða á elliheimili“, sagði dr. Schubert. „Það er hörmulegt að sjá hvað unga fólkið nú á dögum ber litla virðingu fyrir ellinni. Þegar fólk er orðið gamalt er eins og sumum finnist það engu skipta eða jafn- vel það standa í vegi fyrri því að það geti lifað lífinu á réttan hátt. Það verður að fá unga fólk i til þess að hugsa um ellina, því að bezta elliheimilið er hjá fjölskyldunni“. XTTTa /5 hnútar' | / SV 50 hnúfsr X Sn/ófioma 9 (Jif V Siúrir S Þrumíir WA -X K'rkUM H Hmt ^ fiihthí L Ltsti JNoroan kaisarigning var a Norður- og Norðusturlandi í gær og snjóaði í fjöll. Ki. 12 var aðeirus tveggja stiga hiti og siyaaa a Hoisljouum, og í gærraorgum var hiti við frostmark og þokuloft á Kili. Hlýjast var í Mýrdal, 11°.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.