Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 16
1« MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. ágúst 1964 10880 FLUGKENNSLA Meðeigandi — Framtíðaratvinna Gamalt og þekkt umboðs- og heildsölufyrirtæki í Reykjavík, með mörg ágæt erlend umboð, óskar eftir duglegutn og reglusömum verzlunar- eða kaup- sýslumanni sem meðeiganda. Viðkomandi yrði að leggja fram töluvert fé og starfa við fyrirtækið sem framkvæmdastjóri. , Þeir, sem hafa áhuga fyrir þessu, geta fengið allar nánari upplýsingar með því að leggja inn nöfn sín á afgr. Morgunblaðsins fyrir næstkomandi mánu- dagskvöld, merkt: „Meðeigandi — 4409“. Loftur Þ. Jósefsson v • Minning Þér getið treyst Kodak fiUnum mest seldu filmum / heimi w Bankastræti LOFTUR Þórarinn Jósefsson, bóndi á Ásbjarnarstöðum, Vatns- nesi, V-Hún., andaðist á sjúkra- húsinu á Hvammstanga 31. júlí. Hann hafði um árabil átt við erfið veikindi að stríða. í des- emeer 1960 fór hann til Kaup- mannahafnar, þar sem hann gekk undir stóra höfuðaðgerð. Virtist hann háfa fengið mikla bót meina sinna, og aðstandendur og vinir vonuðu hið bezta, en ekkert mannlegt vald gat hindr- að komu dauðans. Mikil huggun er það í harmi, að í hinztu legu virtust góðar vættir váka yfir líð an Lofts, svo að hann leið ekki þjáningar. Hann var jarðsunginn frá Tjarnarkirkju laugardaginn 8. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Húskveðjan á Ásbjarnarstöðum var viðkvæm kveðjustund, þar sem öldruð rúmliggjandi móðir kvaddi son sinn. Á slíkum stund- um hlýtur bjargföst trú á hand- leiðslu Guðs að veita mikla hugg un. Þessa trúarvissu á Þórdís, móðir Lofts, í ríkum mæli. Loftur var fæddur 15. apríl 1906 að Saurum í Miðfirði. For- eldrar hans voru Þórdís Gísla- dóttir og Jósef Guðmundsson. Tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum að Súluvöllum á Vatnsnesi og var síðan alla tíð búsettur á Vatnsnesi lengst á Flatnefsstöðum og Ásbjarnarstöð um. Loftur kvæntist 13. júlí 1936 eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Guðmundsdóttur frá Gnýstöðum, góðri og duglegri konu, sem alla tíð stóð örugg við hlið síns elskaða eiginmanns í blíðu og stríðu. Þau keyptu Ás- bjarnarstaði 1935 og fluttu þang- að vorið eftir með foreldrum Lofts og yngri bróður, Faðir hans lézt þá um haustið. Þeirn varð ekki barna auðið, en ólu upp tvo drengi að miklu leyti, og nú fyrir rúmu ári tóku þau til fósturs móðurlausan dreng. Á heimili V«&nur bókhaldari vill taka að sér bókhald sem hálfsdagsvinnu eða heimaverkefni. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „4405“. Skrifstofustúlka Óskum að -ráSa nú þegar duglega vélrit- unarstúlku yana öllum algengum skrif- stofustörfum. — Upplýsingar á skrif- stofunni, Hafnarstræti 5. * Olíuverzlun Islands hf. Verzlunin er lokuð írá kl,- 10—12,30 vegna jarðarfarar. Verzlun LÁRUSAK F. BJÖRNSSONAR. Kirkjukór LangholtssÓknar óskar eftir söngfólki. — Nánari upplýsingar í síma 33519 frá kl. 2—6 og í síma 32144 frá kL 7—9. STJÓRNIN. ALLT A SAMA STAÐ BÍLASPRAUTUN - VÖNDUÐ VINNA. \ Höfum opnað aftur eftir sumarleyfi. SPRAUTMÁLUM bílinn yðar fljótt og vel með beztu fáanlegum lökkum. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugavegi 118, sími 22240. Viljið þér taka að yður aukastarf? Umboðsmaður Alþjóðafyrirtækis óskar eftir nokkr- um karlmönnum sem hafa áhuga á að taka að sér sölustörf í frítímum sínum. Duglegir menn geta unnið sér inn yfir 100 þúsund krónur á ári. Góð ensku-kunnátta er nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu merkt: „International — 4404“. ATH.: Með allár umsóknir verður farið sem algjört trúnaðarmál. Vön vélritunarstúlka óskar eftir vel launuðu skrifstofustarfi. Nánarj upplýsingar í síma 20449. þeirra dvöldu oft börn og ungling ar á sumrin. Þegar Guðjón, bróðir Lofts kvæntist SÍgrúnu Sigurðardóttur frá Katadal fóru þau einnig að búa á Ásbjarnarstöðum í sama bænum þangað til þau byggðu sér þar nýtt glæsilegt hús 1955. Þau eiga sex mannvænleg böm, fimm dætur og einn son, sem var skírður Loftur í höfuðið á föðurbróður sínum. Guðmundur Jónsson hefur dvalið heimili Lofts í fjölda ára og stundað sjálfstæðan búskap. Hann sagði mér, að sér gæti ekki þótt vænna um börn Guðjóns. þó að hann væri afi þeirra, og varla hefði Möggu og Lofti þótt vænna um þau, þótt þau væru þeirra eigin. En sérstaklega eru þau hjart- fólgin ömmunni, sem gætti þeirra, þegar þau voru lítil, og hafa þau launað henni ríkulega með því að lesa fyrir hana, því að hún hefur svo mikið yndi af sögum og öllum fróðleik, en sjón- depra hefur háð henni í mörg ár. Ég kom fyrst að Ásbjarnar- stöðum fyrir fimmtán árum til þess að heímsækja bróður minn, sem var hjá Guðjóni. Ég hafði aldrei dvalið í sveit, og mig lang- aði svo til að fá að vera lengur, að Magga og Loftur leyfðu mér að vera hjá sér. Síðan var ég fimm sumur kaupakona hjá þeim. Okkur unglingum úr Reykjavík þótti gott að vera þar og ‘ómetanlegt að eiga samastað í sveit. Við höfum svo oft sem tækifæri hafa boðizt heimsótt sveitina og fólkið og notið þeirr- ar frábæru gestrisni, þar sem gesturinn er látinn finna, að hann hafi gert gestgjafanum sér- stakan greiða með því að koma. Loftur hafði mikið yndi af hest um og sauðfé. Ég man, hvað ég varð hissa, þegar hann sá á svipn- um á kindum frá hvaða bæ þær voru. Oft fór hann með okkur í útreiðatúr. Hann Var félags- lyndur og glaður og hafði gaman af söng. Hann var einlægur trú- maður og vildi vinna kirkju sinni það gagn, er hann mátti. Hann var i sóknarnefnd og formaður hennar um skeið. Glögglega man ég sunnudagsmorgun, þegar hlust að var á -messuna i útvarpinu i hlýlegu og hreinlegu baðstofunni, og allt varð að vera kyrrt á meðan. Alltaf þegar messað var á Tjörn, voru hestarnir sóttir, og allir, sem komust, fóru þangað. Loftur var meðhjálpari í mörg ár, og þótti honum vænst um það starf. Ógleymanlegir eru sólskinsdag ar í dalnum fagra, þegar gengið var með hrífur út á tún og engi. og við Loftur spjölluðum um alla heiina og geima, meðan heyið var rifjað. Nú er allt orðið ný- tízkulegra í sniðum, hrífurnar lítið notaðar, og túnin eru alltaf að stækka. Að lokum sendi ég ástvinum Lofts hjartanlegar samúðar- kveðjur. Loftur, ég kveð þig með innilegu þakklæti fyrir »llt og atlt. Far þú í friði. Valgerðnr Steingrimsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.