Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. ágúst 1964 13 MORGUNBLAÐIÐ Svíþjóð hefur sagt skilið við hið norræna menningarþjóðfélag og fer eigin leiðir í tilefni af því, að norski bókaútgefandinn, Henrik Groth lét af formennsku Nor ræna félagsins í Osló hinn 15. júní sJ.. bafði Göteborgs Handet's- ooh Sjöfarts-tidn- ing viðtal við hann uxn nor- ræn menningarsanxskipti. Eins og íslendinguna er kunn ugt hefur Groth um langt skeið vtrið mjög virkur í þeirri viðleitni að auka menn- ingarleg tengsl Norðurlanda og vegna starfs síns haft betri aðstöðu en flestir aðrir til að fylgjaist með framvindu þeirra mála. Er því gefinn náinn gaumur að öllu, sem hann hefur um þau að segja. Þó að viðtalið fjalli eink- um um samskipti aðeins þriggja af Norðuriöndum, kemur efni þess íslending- um óneitanlega við. Sendi ég því Morgunblaðinu það í laus legri þýðingu og lítið eitt stytt. Þá er og athyglisvert, hvernig Handelstidningen brást við ummæluim Groths í einum af leiðaradsálkum sínum daginn eftir. Læt ég þessa smágrein fylgja með. Eiríkur Hreiun Finnbogason Ef einhvern fýsir að kynna sér stöðu Svía í hinu menning- arlega samfélagi Norðurlanda, ætti sá hinn sami að leggj a leið sína til Oslóborgar og hitta að máli Henrik Grotíh, bókaútgef- anda. Hann lítur egin augum ó norrænt menningarsamstarf svo svartsýnum augum, að flestir vísa skoðunum hans á bug og líkja þeim við martröð Langt er síðan Groth lagði í fyrsta sinn gagnrýnin orð í belg, er rökrætt var um nor- ræn menningartengsl, og smám saman hefur tónninn harðnað, og nú virðist hann hafa gefið upp alla von um framtíð Norð- urlanda sem sjálfstæðrar menn ingarlegrar einingar. Yegna stöðu sinnar sem stjórnandi einar umsvifamestu bókaútgáfu Noregs hetfur Groth fylgzt vel með þróuninni í menn ingarmá'.um Norðurlanda og tek ið vel eftir öllu, sem gerzt hef- ur í norænum bókmenntum. Hann átti í 6 ár sæti í norænu menningarmóilanefndinni og hefur síðustu 5 árin verið for- maður Norræna félagsins í Osló, en lét af því starfi hinn 15. júní s.l. — Svíþjóð er hið mikla vanda mál innan Norðurlanda, segir hann. Svíar hafa ekki framar neina tilfinningu fyrir norrænni menningu. Þeir hafa sagt skilið við menningarlegt samfélag Norðurlanda. — Svíþjóð á okk ar dögum er eitt glæsilegasta ríki heims. Einkenni þess er starf og llf á öllum sviðum, efnalegum sem andlegum. Það er í sannleika sagt stórkostlegt, hvað gerzt hefur í Svíþjóð síð- an um aldamót, þegar landið var fátækt og hlédrægt í menn- ingarefnum. Nú er aðstaðan svo gerbreytt, að Svíþjóð er í fremstu röð meðal þjóða heims, ins, hvar sem á er litið. — Það er einungis afleiðing af styrkleika landsins á ölEum sviðum, að það segir skilið við hin Norðurlöndin. Landið er svo víðáttumikið, að það getur séð um sig sjálft menningarlega, og verður svo enn langa hríð. Vandi þeirra tungna, sem fáir tala — Ég hetf lengi haldið því fram, að Norðurlönd séu að dragast inn á áhrifasvæði, þar sem gæti mjög mikilla enskra áhrifa. Frá sjónarmiði umheims- ins mynda Svíþjóð, Danimörk-og Noregur einingu að því er snert ir tungur og menningu, en hin menningarlegu samskipti eru bágborin. — Við alþjóðahyggju nútím- ans er ekkert athugavert — ég hef lengi verið talsmaður henn- ar — en ef við viljum, að Norð- urlönd leggi eitthvað að mörk- um í þróuninni með því að varð veita menningarleg sérkenni sín og hafi einhverju að miðla í stað inn fyrir það, sem þegið er að utan, verður tungan að full- nægja skyldum sínum í menn- ingarlífinu. En engin trygging er fyrir því, að þær tungur, sem fáir tala, litfi áfram sem fullgildar menningartungur, og okkur Norðurlandamönnum hetf ur ekki tekizt að venja okkur við að líta á sænsku, norsku og dönsku sem til.brigði sömu tungu. — Eftir því sem kunnátta í ensku verður almennari verður móðurmálinu örðuigra fyrir, m. a. vegna þess, að bækur á því er ekki hægt að selja við jafn- vægu verði og enskar bækur. Ekki heldur þeir, sem neitað hafa að trúa því, að menning- arlegum sjónarmiðum verði um breytt í sölubúðum, komast hjá því að sjá, að þjóðir, sem prentað geta Illionskviðu í mill jón eintökum, hljóta að standa betur að vígi en hinar. — Ég er með öðrum orðum áhyggjufullur út af því, að það sem gerist, grafi undan hinu göfugna í andlegu lífi Norður- landa, geri tungurnar að áhrifa- lausum útkjálkamálum. Andófið gegn slíku væri vitaskuld sam- eiginlegur norænn menningar- markaður. Slík húgmynd var ekki óeðlileg um síðustu alda- mót, en er nú óframkvæman- leg, þar eð Sviar haifa farið eigin leiðir. Einkennilegt áhugaleysi. — í Svíþjóð ríkir einkennilegt áhugaleysi um norræna menn- ingu utan landamæra ríkisins. Tilraun sú, sem gerð var til að gefa norræna höfunda út á móð urmá'iniu fyrir sameiginlegan norænan markað, fór algenega út um þúfur, og athyglisvferðast í þvi sambandi var hið full- komna áhugaleysi Svía. Eitt mesta skáld Norðurlanda, Jo- hannes V. Jensen, seldist í Sví- þjóð í 25 eintökum, en okkar Henrik Wergeland, mesta skáld Noregs, hefur víð tvær tilraun- ir selzt þar í 90 eintökum á móðurmálinu. Undarfegt, að slíkt skuli geta gerzt í því landi, þar sem Johannes V. Jensen var úthlutað bókmenntaverð- launum- Nobels. — Svíum er margt óljóst um sjálfa sig, þeir halda ekki uppi neinni sjálfsgreiningu. Þjóðin hvílir örugg í örmum nýrrar velgengni, frá sálarlegu sjónar- miði utan alls norræns sambands Spyrja mætti sjálfan sig, hvort Svíar muni ekki vera eina þjóð- in í veröldinni, senr ekki getur sérkennt sjálfa sig á neinn hátt — finnur engin sérkenni hjá sjálfri sér, aðeins hjá öðrum. — Það var óheppilegt, að Sví ar skyldu verða fjárhagslegt veJdi á sama tíma og þeir urðu veldi á andlega sviðinu. Bök- menntir þeirra skara franr úr á Norðurlöndum. Sjálfsagt hef- ur það leitt til þessarar afstöðu þeirra. Þeir gefa gaum að skáldum fjarf.ægra landa, er. skortir áhuga, þegar norænir höfundar eiga í hlut. Það er fínna að slá um sig á alþjóð- legum vettvangi en eyða púðri í hið nálæga hjá nágrannaþiéð- unum. Svíþjóð hefur gerzt Stóra Bretland Norðurlanda. Þegar Danir og Norðmenn eru á ferð í Svíþjóð, fá þeir stundum að heyra, að þeir afbaki sænskuna. Hatur á gáfum. Henrik Groth lætur einnig miður jákvæð orð falla um menn ingarástandið í Noregi, m.a. það, að þar ráki eins konar kyn þáttahatur á gáfum, og þjóðin sé haldin afleitum skorti á fag- urfræðilegum erfðavenjum. Hann leggur áherzlu á, að hann útiloki hvorki Finnland né ís- land, er • hann ræði um menn- ingarlega einingu Norðurlanda, en í þetta sinn vilji hann ein- beita sér að þeim einkennum, sem blasi við, þegar athuguð séu hin dönsku, sænsku og norsku sambönd. Aðdáun harus á gróskunri í sænsku bókmenntálífi er einlæg og fölskvalaus. En hann virðist eiga örðugt með að átta sig á einu og öðru. Hann segir: — Svíar nú á tímum lifa og hegða sér að vissu leyti þann- ig, að það á alis óskylt við þau lífsform, sem yfirstéttin íylgdi fyrr meir, meðan hún hrærðist á grundve li sögulegra erfða- venja. Nú eru menn oft bein- línis fjandsamlegir þessum erfða venjum. Samkvæmt skoðunum Groths hefur Svíþjóð með öðrum orð- um næstum óafvitandi sagt ski' ið við hið norræna menmngar- samfélag, og það er í hans aug- um hið sama og að vomrnar um, að við Norðurlandaþióðir fáum staðizt sem sjálfstæður kjarni í menningarsamfélagi heimsins, séu orðnar að e.igu. — Hjá ykkur, «egir hann, er ekki ástæða til neirnar nræðslu að sinni. Þið lifið við ákjósan- legustu skilyrði, ráðið yfiv vel virkum og sjálfstæðum menn- ingartækjum og markið spor á hinu alþjóðlega sviðL Enskir dvergar. — En hversu lengi hplzt það svo? Hann vitnar i ræðu, sem hann hélt fyrir nokkrum ár- um; — Við gætum verið á leið að verða eins konar ánægð háif menni í okkar litlu velferðar- þjóðfélögum — enskir dvergar í samtfélagi útkjálka-menningar, sem hvorki er veitandi né skap- andi lengur, heldur líkist æ meir rykföllnu byggðasafni. Hann sér fyrir sér þá tíma, þagar skáldin á Norðurlöndum rita á ensku tii að einangrast ekkL — Ef Ibsen eða Strindberg væru uppi á okkar tímum, hefðu þeir ef til vill þegar ritað á einhverri hinna fjöltöluðu menn ingartugna til þess að verða lesnir - og leiknlr. Þegar skáldin segja skilið við móðurmál sitt, glata þeir hlutverki sínu í hinni aliþj óðlegu menningarverðandí. Reynsla harvs úr menningax- máianefndinni virðist yfirleitt neikvæð. Fæistar af tillögum- hans og hugmyndum fengu hljómgrunn þar. — Nefndin er ágæt til að leysa úr smámálum, segir bann, en hún er alls ófær um að halda uppi foréttindum menningarinnar. Groth blaðar í uppkasti að nýrri ræðu, skrifar athugaseimd ir með rauðum penna, lítur upp og segir: — Sá sem vinna skal að menn ingalegum samskiptum Norður landa, verður að miflnsta kosti Framh. á bls. 14 Ragnar í Smára skrifar Vettvanginn í dag: Þjóðnýtingarævintýrin ættu að vera vestrænum þjóðum til viðvörunar. — Hættan stafar einnig frá ráð- villtum þreyttum kapitalistum dáðlitlu skrifstofufólki og hugmyndasnauð- um strefurum. — Grein sína nefnir höfundur: Vegurinn og dagurinn. SÍÐUSTU áratugina hefir þróun inni á Vesturlöndum mjög ver- ið snúið á þann veg, að freista að.hémja hið takmarkalausa ein ataklingsfrelsi í þess öfgafyllstu myndum, og þar sem réðu hin írumstæðu bolabrögð, þau er íæddu af sér fasismann og Jtommúnismann. Taumlaus og einsýn auðsmynd tinarástríða og barnalegur of- metnaður hafa tíðum hrifið fólk inn á brautir einræðissinna er fundu til sömu gleði við niður- lif verðmæta og sköpun þeirra. Takmörkun einstaklingsfrels- isins hefir í þessum löndum enn víðast verið af sama toga og til- raunir mannsandans að virkja náttúruöflin. Og þjóðnýting mannsins víða heppnast framar vonum, og í einstöku ríkjum er gjörnýting hans, ef svo mætti að orði komast, eins og auðlinda náttúrunnar, komin á hástig, og þessi þýðingarmikla andlega virkjagerð meðal hinna raun- verulegustu öryggisráðstafana, sem gerðar hafa verið, til varn- ar og björgunar manninum í beimi hans, ef verulega reynir á. 0 f frjálsri samkeppni nútím- ans, virðist aftur nauðsynlegt að slaka til, veita einstaklingnum á ný meira svigrúm til athafna og sköpunar hverskyns verð- mæta. Hinar tiltölulega smáborg aralegu skorður er sgtja varð, með hliðsjón af ófullkomnu upp eldi og vanmætti þjóðfélagsins að tryggja heilbrigt jafnvægi og aðhald, eru smám saman aftur að víkja fyrir þörfum þjálfaðs og þroskaðs fólks ,sem telur þær hömlur einar henta manninum, sem eru þjóðfélaginu í heild al- ger og brýn nauðsyn. Qg um leið horfið frá beinni þjóðnýt- ingu einstaklingsins. Af þessum sökum eru nú millj ónir manna að reýna að trúa þeim almennu bjartsýniskenn ingúm, að óhugsandi sé framar að efla til forustu í vestrænum heimi, mannúðarsnauða og kald- ryfjaða fanta, sem einskis svíf- ast, eins og t.d. Stalín og Hitler, og viljalausa samstarfsmenn þeirra austan tjalds og vestan. Það fólk sem nú virðist hafa endurheimt trú sína á fagurt mannlíf, þar sem samvizka ein- staklingsins ríkir á ný, ofar „rétt læti“ og dauðum bókstaf póli- tískra lagasetninga. Aukin æðri menntun almenn- ings í flestum löndum og kynni af dásemdum veraldar, hefir líka skapað nýtt viðhorf í heim- inum, nýtt mat fjöldans á mann- félagsbyggingurmi yfirleitt, þar sem þekkingin hefir gert lífið þess virði . að lifa því. Andlegar töfraveraldir lokka manninn æ lengra, unz hann er orðinn þeim svo háður og nátengdur, að of- beldi er í augum hans, ekki að- eins fjarstæðukennd lausn, held- ur og með öllu haldlaus til fram- búðar. Viðnám, vestrænna þjóða gegn ríkiskapitaiisma, kommúrt- isma og fasisma, hefir til þessa fremur verið andlegt eðlis. Marg ir menntamenn Vesturlanda hafa alveg fram á síðustu tíma, varizt þessum háskalegu öfga- stefnum, vegna sálarheilla frem- ur en af ótta við að þær leiddu yfir þá hungur og veraldlegt alls leysi. Hin kommúnistísku tök gilda líka enn umfram allt yfir- ráð yfir hugsun og tilfinningu, samvizku einstaklingsins. Og varla getur enjr talist nema votta fyrir tilslökunum í betri átt, og aðeins ef á herðir ótti við nýja óvini. □ Ef borinn er saman árangur byltinganna, austan tjalds og hinnar hægfara og mannlegri þróunar annarra ríkja Vestur- álfu, virðist hann ekki freista mjög til þess að fara að dæmi þeirra eystra. Þó finnast mér mörg teikn á lofti því til stað- festingar að flest lönd í Vestur- Evrópu, og jafnvel hin síðari ár einnig í Ameríku, svo ekki sé minnt á ástandið hér hjá okkur, bafi sér til tjóns smitast af ein- hliða sósíalistískum kenningum, sem margar snúast í reynd gegn mannlegu eðli, og munu reynast erfiður hemill á framtak og framþróun mannsins, ef áfram verður þeyst eins og flest árin eftir síðari heimsstyrjöld. Þjóðnýtingarævintýrin ættu sannarle^a að vera vestrænum þjóðum til viðvörunar fremur en hvatningar. Hin vélræna hönd skriffinnskunnar mun enga miskunn sýna frjálsu at- hafnalífi fremur en andlegri ný- sköpun. Og einu ættu menn þó umfram allt að hafa opin augun fyrir, að þessi hætta stafar eng- an veginn frá vinstri aðeins, heldur engu síður. frá hægri. xrá' ráðvilltum, þrfeyttum kapí- talistum, dáðlitlu skrifstofufólki og hugmyndasnauðum strefur- um, sem hreiðrað hafa um sig i öruggum embættisvígjum, þar sem áhættunni af því' að vera lifandi manneskja er endanlega bægt frá dyrum og borgaraleg öryggistilfinning hefir sljóvgað eggjar sálarlífsins. Sagan um ofríkj og ofbeldi misviturra manna má ekki endur taka sig í nýrri mynd, með stimpil hægfara þróunar í stað hamars og sigðar. Sú þjóð. sem ekki leggur á það allt kapp að efla einstaklinginn til frjáls framtaks jafnt og andlegrar sköpunar, og stuðlar þannig að því að gera samvizku hans að ábyrgum og hlutgengum aðila að valdi ríkis síns, mun fljótlega lenda undir nýjum járnhæl ein- ræðis og villimennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.