Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. ágúst 1964 MORCU N BLAÐBÐ 11 \ Ingi Gunnlaugsson póstmaður sjötugur M Ó Ð A timans fellur fram 6- etöSvandi, kom mér í hug, þegar athygli mín var á því vakin, að Ingi Gunniaugsson, póstmaður, yrði sjötugur í dag. Margir munu líkt og ég telja hann bera aldur- inn vel, en hér tjáir eigi um að deiia, því að skrifað stendur, að hann hafi litið dagsins ljós 19. ágúst 1894 á Kiðjabergi í Gríms- nesi. Kunnar og merkar ættir standa að Inga á báðar hendur. Foreldr- ar hans voru hjónin Gunnlaugur hreppstjóri og dannebrogsmaður á Kiðjabergi Þorsteinssonar sýslu manns í 'Árnessýslu og kancellí- ráðs Jónssonar, og Soffía Skúla- dóttir prófasts og þjóðsagnaarit- ara á Breiðabólsstað Gíslasonar, en kona séra Skúla og móðir frú Soffíu var Guðrún Sigríður Þor- ateinsdóttir prests Helgasonar í Reykholti, höfðingskona, stjórn- eöm og ráðsvinn. Þó að hér séu ættir eigi frekar raktar, mun öllum ljóst vera, að afmæiisbarnið er kvistur á traust um stofni. Ingi naut í æsku staðgóðrar menntunar, þó að eigi gengi hann skólaveginn, sem kallað er. Hann var t.d. tvö ár við nám í lýðháskólanum í Askov í Dan- mörku. Síðan stundaði hann kennslu nokkur ár við góðan orð- Btír. Ungur hreifst hann af hugsjón um ungmennafélaganna og varð einn af forystumönnum ung- mennafélagsins í sinni sveit. Ingi kvæntist Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Álfhólum í Vestur- Landeyjum, mikilli manndóms- konu. Þeim varð fjögurra barna auðíð, einnar dóttur og þriggja sona, sem öll eru traustir og virt- ir þjóðféiagsþegnar. Ingi er barn sveitarinnar. Moldin kailaði á huga hans og þar kaus hann að reyna krafta 6Ína. Ungur mun hann ha’fa fundið til líkt og skáldið: Moldin geymir hinn mikla auð. Moldin gefur þér daglegt brauð. Uppskeran bætir þinn ytri hag. Umhyggjan mildar þitt hjartalag. Átakið skapar afl og þrótt. í erfiði dagsins skal gæfan sótt. Hann hóf búskap á Bergþórs- hvoli og búnaðist þar vel, en bjó siðan tvo áratugi i Vaðnesi í Grímsnesi og mun hafa reynzt bæði hagsýnn og hygginn. Var hann einn fyrsti bóndinn í sveit sinni, ef ekki sá fyrsti, sem kom upp rafstöð á jörð sinni. Þótti ýmsum það djarft fyrirtæki að ráðast í slíkt stórræði á kreppu- tímum, en bóndinn í Vaðnesi hélt sitt strik. Og áræði hans biessað- ist og framtak hans bar góðan ár- angur. En þótt hugur Inga væri ná- tengdur íslenzkri mold-og í sveit- inni yndi hann glaður við sitt, brá hann búi og fluttist til Reykja víkur árið 1945. Orsakir liggja til alls, þó að eigi verÖi hér raktar. Hann réðst starfsmaður við póst- þjónustuna hér í borg 1946 og gegnir síðan starfi póstmanns. Leiðir okkar Inga lágu saman fyrir nokkrum árum, en hann \hefur veitt Áfengisvarnaráði margvíslega aðstoð öll þau ár, sem það hefur starfað, eftir því sem aðstæður hans og tími hefur leyft. Kynni min af Inga Gunnlaugs- syni hafa verið mér til ánæ^ju. Hollusta hans, samvizkusemi og traustleiki hafa aldrei brugðizt. Ég þykist hafa fundið, að þjón- usta hans öll var ætíð veitt af gleði og þjónustunnar vegna. 2 nigieiSslustúlkur éskost í þekkta sérverzlun í Miðbænum. Einnig óskast afgreiðslustúlkur til næstu ára- móta. — Upplýsingar gefur verzlunar- stjórinn i síma 19145. Slíkum mannkostum er sálubót að kynnast á atómöld. En það er ekki síður skemmti- legt að blanda geði við Inga. Hann er fróður um marga hluti og gæddur frásagnarhæfileika svo sem verið hafa sumir móður- frændur hans. Og ekki þrýtur um ræðuefni, þar sem Ingi er nálæg- ur. En það ætla ég, að fornar bók menntir og þá einkum íslend- ingasögurnar, séu honum eitt hið ljúfasta hugðarefni, en þar er ekki komið að tómum kofanum. Ingi er gæfumaður. Hann er alinn upp á grónu menningar-' heimili, þar sem fornar erfðir voru í heiðri hafðar, en þó vel skyggnzt um og haft það, er sann ara reyndist. Það uppeldi setur mót sitt á manninn enn í dag. Hann eignaðist mikilhæfa konu, sem staðið hefur trúlega vxð hlið hans í dagsins önn. Og hann hef- ur dtt miklu barnaláni að fagna. En: Blessúij guðs og bamalán, það borgar hvað sem er. Bjart er að horfa um öxl af merkum sjónarhóli. Ég óska afmælisbarninu til hamingju á heiðursdegi, þakka hið bezta störfin hans og góð kynni, og bið honum og heimiii hans framtíðarheiila og guðs blessunar. Kristiim Stefánsson. LE IKARNIR SKIPULEGGJUM FERÐIR OG SELJUM AÐGÖNGUMIÐA A LEIKANA. Edvard Slorr 75 ára G Ó Ð A N gest hefur borið að garði, er ásamt konu, börnum og tengdabörnum er hingað kominn frá heimalandinu, Danmörku, til þess að minnast 75 ára afmælis sins norður hér. Edvard Storr forstjóri er í fremstu röð iðjuhölda með frænd þjóð okkar Dönum. Fæddur er hann 19. ágúst 1889 í Kaup- mannahöfn, en í ættir fram er nafníð tengt gleriðnaði, og fyrir- tæki Edvards Storr nú, eitt meðal hinna stærri í þeirri grein á meginlándinu. Með miklum dugnaði en af litl- um efnum hefur Edvard Storr tekizt á hálfri öld að skapa stór- veldi í gleriðnaði þjóðar sinnar, viðurkennt og vir( langt úr fyrir iandamæri hennar. Þeim, er til þekkja, kemur það engan veginn á' óvart, því slíkur er maðurinn og sá stofn, sem að honum stend- ur. En hversvegna er þessi maður að leggja leið sína/á okkar norð- lægu slóðir til þess að minnast merkra timamóta á ævi sinni? Svarið er það, að frá unga aldri hefur Edvard Storr verið í nán- um kynnum við ísland, dáð ís- ! lenzka þjóð, átt hér góða vini og fjölskyldu. Nafnið Storr er einnig í meira en 40 ár þekkt í viðskipta lifi okkar íslendinga, og-þá í sam bandi við arfleifð fjöiskyldunn- ar, gleriðnað. Edvard Storr h:fur oft lagt leið sína til íslands. Fyrstu kynni af þjóðinni voru á unga aldri, er hann kynntist íslenzkum náms- manni, er bjó á heimili foreiekra hans í Kaupmannahöfn, Magnúsi Sigurðssyni, síðar bankastjóra Landsbankans. Með þeim tókst góð vinátta, og hefur Edvard Storr á margan hátt sýnt hug sinn til íslands í verki, og nú síð- ast, er hann ásamt öðrum vini sínum, L. F. Foght í Kaupmanna- höfn, gaf stórgjöf til hinnar nýju Skálholtskirkju, en það voru allir hinir steindu gluggar kirkjunnar, gerðir af íslenzkri listakonu. Einnig gaf hann ásamt bróður sínum, Ludvig, eina þeirra klukkna Norðurlanda, er senda hljóma sína úr turni þeirrar sömu kirkju, en segja má um leið, að þessir tveir bræður hafi beint og óbeint staðið að öllum meirihátt- ar gjöfum og vináttuvotti er Skálholtskirkju og uppbygging staðarins var sýndur af hálfu einstaklinga í Danmörku, er á- huga hafa fengið á landi okkar og þjóð, fyrir kunningsskap og vináttutengsl við þá ágætu bræð- ur. Vinir Edvards Storr á íslandi senda honum í dag þakkir og hug heiíar árnaðaróskir á merkum tímamótum, og fjölskyidu hans óska þeir heilla, um leið og góðir gestir eru boðnir hjartanlega vel- komnir til landsins í þeim erind- um að styrkja og varðveita vixx- áttutengsl, er stofnað var til fyrir rúmri hálfri öld. Hörður Bjarnason. ÞÓRARINN 1ÓNSSON löggiltur dómtúlkur og skjoloþýðandi i ensku KIRK3UHVOLI — SlMI 1296& Tökum upp í dag: Skólaskór Stærðir: 2S—42 Stærðir: 25—35 Stærðir: 25—35 Góðir skór gleðja góð börn. Skóhúsið Ilverfisgötu 82 — Sími 11-7-88. § ^selur ALLT FYRIR GLUGGANA Hinar margeftirspurðu tilbúnu terrylene eldhúsgardínur í mjjag glœsilegu úrvali Einnig mjög fallegar sœnskar og finnskar dralon gardínur ★ Komið og kvnnið ykkur glæsilegasta og fjölbre yttasta gardinuúrval borgarinnar. ALLT FYRIR GLUGGANA í T E P P I Hf. Austurstræti 22. — Sími 14190. N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.