Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudágur 19. ágúst 1964
Sumarleysi í
- nema nyrzt
Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni
Nesbyen, 31. júlí.
„ÞESSI júlí hefur verið sann-
kallaður umskiptingur", segir átt
r;cður Hallingi, þegar ég fer að
tala um veðrið. „Rigning, rok og
kuldi í stað sólar, logns og hita.
Þrir sæmilegir sumardagar allan
mánuðinn. Og fólkið verður úti
uppi í fjöllum á sjálfö Ólafsvök-
unni — króknar í byl. Þá finnst
mér skárra að hrapa“.
— Jæja, en nú hækkar mjólkur
veiðið hjá ykkur um 15 aura á
morgun, segi ég, — og ketið og
snijerið.
— Heldurðu að við fáum þessa
15 aura? Ónei, við fáum ekki
nema 5,5. Hitt fer allt í kostnað.
Hún er svo dýr skriffinnskan
kringum þetta. Og skrifararnir
þurfa alltaf að fá nýja og nýja
kauphækkun vegna þess að allt
af verður dýrara og dýrara að
lifa.
— Já, það munar nú um minna
en að mjólkin hækki úr 84 aur-
um í 99 aura í einu stökki. Og nú
er ekkert greitt niður.
— Nei, þakka skyldi þeim þó
þeir hætti þeirri déskotans vit-
leysu, úr því að vísitalan h’ækk-
ar jafnt og þétt hvort sem er.
Ég býst við að þetta stutta
samtal gefi nokkurn veginn með
altal af því, sem fólk hefur talað
einna mest um hér í Noregi síð-
ustu dagana og enda lengur, því
að svo að segja allan mánuðinn
hafa kveinstafirnir yfir veðrátt-
unni verið talsvert háværir, ekki
sízt bæjarbúa, sem leita á fjöll
til að eyða sumarfríinu, sem þeir
hafa verið að hlakka til síðan
í fyrra. Nær 2/5 af öllum íbúum
Oslóar — en þeir fara nú að nálg
ast hálfa milljón, — taka sér
sumarleyfið í júlí. Bændurnir á
austur- og vesturlandinu eru ekki
ánægðir heldur, grasið vex úr
sér meðan það bíður eftir þurrk
inum, og kornið „leggst“. Bænd-
ur austanfjalls gera sér þó von
um sæmilegan árangur af jarð-
argróðanum ef tíðin verður sæmi
leg það sem eftir er „sumarsins
sem er ókomið enn“, eins og ýms
ir kalla. En á vesturlandinu eru
horfurnar enn verri. í morgun
sagði útvarpið frá því, að bænd
ur þar mundu bera fram kröfur
til ríkisstjórnarinnar um ríflega
„hallærishjálp" vegna ótíðarinn-
ar, sem þar hefur verið undan-
farnar vikur. Þar hefur rignt enn
meir umfram venju en austan-
fjalls. Björgvin, sem ekki er
vön að kalla allt ömmu sína hvað
úrkomuna snertir, tíundaði fyrir
skömmu, að úrkoman síðustu 30
daga hefði verið 250 millimetrar,
svo að þá má Vík í Mýrdal og
aðrir sumarúrkomustaðir heima
fara að vara sig.
Hér í Hallingdal hafa það ekki
verið nema þrír dagar, sem heima
vant fólk kallar sumarveður. Þá
var hitinn 26 stig einn daginn og
28 þann næsta, og var það mesti
hitinn í landinu þá dagana. Sem
betur fór var ég uppi á fjöllum
einmitt þessa dagana, annars
hefði ég bráðnað, því að ég þoli
svo illa hita, að ég teldi það
hreina sjálfsmorðstilraun að fara
til Mallorka eða Marokko. En svo
hurfu hlýindin úr Hallingdal og
síðustu dagana hefur hitamælir-
inn sýnt 2—4 stiga hita á morgn-
ana. En um leið skipti svo um,
að Karasjok og Kautokeino í
nyrzta fylki í Noregi, Finnmörku,
urðu allt í einu heitustu staðirn-
ir í landinu, með álíka hita og
mestur hafði mælzt í Suður-Nor-
egi nokkrum dögum áður. Er það
nokkur furða þó fólki verði tíð-
rætt um þessi öfugmæli veður-
farsins?
Sjórinn við austurstrendur
Noregs hefur líka verið óvenju
kaldur í vor og sumar. Of kaldur
fyrir flest af því fólki sem í venju
legum sumrum kýs að eyða sum-
arleyfinu í einhverjum hinna
unaðslegu sumarstaða meðfram
Oslóarfirði í stað þess að fara
á fjöll. Þess vegna varð aðstreym
ið til fjallanna meira í sumar en
nokkurn tíma áður, en tiltölulega
fámennt í hinum vinsælu sumar
baðstöðum, svo sem Kragerö og
Langesund. — Mjaldurinn sem
heimsótti Drammensána snemma
í sumar er forviti og hefur auð-_
sjáanlega vitað hvað koma skyldi
þegar hann lagði í langferð norð
an úr Finnmörk til þess að leita
að svölum sjó í Foldinni — Osló-
arfirði. Skömmu eftir heimsókn
þessá fyrsta (sem laxavinir í
Drammen sprengdu í loft upp fyr
ir neðan Hellufoss) kom annar
upp í ána — líklega einhver ætt-
ingi, til þess að snuðra um af-
drif frænda síns, en hafði vit á
að hypja sig á burt aftur áður
en hann var sprengdur. Og næstu
daga komu fleiri gestir sama kyns
og heilsuðu upp á helztu baðstaði
Oslóarbúa, jafnvel Nesoddatanga,
spölkorn fyrir sunnan höfuðborg
ina.
— En fólkið sem fór á fjöll
hefur flest keypt köttinn í sekkn
um. Kulda og hraglanda yfirleitt.
Og því miður hefur meira orðið
af slysum í fjöllum en nokkurn-
tíma áður að sumri. Á síðastliðn-
um þrem vikum hafa átta manns
líf týnzt — sumir hrapað og aðrir
hreinlega orðið úti — um há-
sumarið.
Þessi slysasaga byrjaði með því
að þýzkur maður sem þóttist fjall
vanur fór einn síns liðs frá Fana
ráken, frægum tindi inn af Sogni,
m.a. fyrir það að þar er veður-
athugunarstöð (Jón Eyþórsson
kannast við hana, því að hann
hefur dvalizt þar og átti þátt í að
byggja hana). Þjóðverjinn kom
ekki aftur en fannst eftir langa
leit fjölmennra sveita, — hafði
hrapað fyrir björg og beðið bana
samstundis. Nokkrum dögum síð
ar voru tveir kennarar með tólf
unglinga í fjallgöngu skammt frá
Gjendebu í Jötunheimum. Einn
drengurinn, um fermingu, týnd-
Noregi
ist úr hópnum og var leitað af
hjálparsveitum og þyrlu á aðra
viku, árangurslaust. En fyrir
þrem dögum fann hreindýrasmali
hann á hamraseta örskammt frá
sæluhúsinu í Gjendebu. Hann
hafði hrapað ca. 50 metra og
steinrotaðist.
í fyrradag kom svo ný harma-
fregn ofan af fjöllum, sjálfan
Ólafsvökudaginn. Fernt hafði orð
ið úti! Hjúkrunarkona og ljós-
móðir frá Kristjánssundi, Ruth
Lervág, 26 ára, hneig niður dauð
uppi á Hallingskarvet, hjartað
þoldi ekki vosbúðina og ofreynsl
una af nýja snjónum. — Tæp-
lega sextugur sölumaður frá
Þrándheimi gaf upp öndina í af-
skekktu seli í Selbúi í Þrænda-
lögum syðri; hann hafði fundizt
aðframkominn uppi á fjalli. —
Og loks dóu hjón frá Þrándheimi
Ruth og Olav Moen, 49 og 53 ára
í Tröllheimum þennan sama dag,
á leið vestur á Norðmæri. Vos-
búð og ofreynsla gerði út af við
þau. Með þeim var dóttir þeirra
14—15 ára, sem náði sambandi
við annað fólk. — Hálfum mán-
uði áður hafði kona frá Osló,
Birgitte Poulsson, fundist dauð
undir þverhníptum hamri
skammt frá Gjendebu, þar sem
sjcóladrengurinn, sem ég áður
gat, hrapaði. — í endi þessarar
raunasögu skal þess getið, að 25.
júlí hvarf rúmlega tvítugur Þjóð
verji frá Mjölfjell við Bergens-
brautina. Er hans leitað enn —
án árangurs.
Þessi mörgu slys hafa orðið til
þess, að aðvaranir um að fára
varlega í fjöllunum eru brýnni
í blöðunum þessa dagana en ég
man eftir þeim áður. Og svo er
minnzt á hitt, að hjartabilun er
nú orðin svo algeng í Noregi, að
læknar ráðleggja fólki að láta at
huga í sér hjartað áður en það
leggur í erfiðar göngur.
Vinnufriður framundan.
Svo að þetta bréf verði ekki
eingöngu um sumarleyfi og slys-
farir er rétt að víkja að öðru
skemmtilegra. Hagstofan norska
skýrði frá því alveg nýlega, að
viðskiptaveltan við útlönd á fyrri
helming þessa árs hefði orðið
miklu hagstæðari en um langt
árabil. Verðmæti útflutnings auk
ist mun meira en innflutnings,
svo að líklegt megi telja að gjald
eyrisframlag verzlunarflotans,
sem nú er orðinn 14 milljón lest-
ir, geri jafnvel betur en að jafna
metin og gera gjaldeyrisjöfnuð-
inn hagstæðan á þessu ári, Noregi
í viL
Og eitt af því, sem ýtir undir
norska bjartsýni, þrátt fyrir júlí-
veðráttuna er það, að nú er loks
lokið k j arasamningunum, sem
staðið hafa yfir síðan í vor og eru
þeir víðtækustu, sem nokkurn
tíma hafa verið gerðir hér á
landi. Skyldugerðardómur hefur
að vísu verið tilkvaddur til þess
að brúa bilið milli kröfu og til-
boðs á launum, en svo virðist að
úrskurðir hans séu á þann veg,
að sæmilega ánægðir séu báðir
aðilar, Morgunblaðið hefur áður
skýrt frá úrskurði dómsins um
launakjör iðnfólksins, en eftir
var að gera út um þær hækk-
anir, leiðandi af hækkandi kaupi,
sem bændur yrðu að fá, til þess
að kjör sveitamanna „yrðu ekki
lakari en lægstlaunuðu iðnverka-
rnanna", svo að notað sé orða-
lag fulltrúa hinna tveggja bænda
sambanda Noregs, „Norges
Bondelag" og „Norsk smábruk-
erlag“. Eins og nöfnin benda til
eru það aðallega stórbændur,
sem skipa fyrrnefnda félagsskap-
inn, en smábændur þann síðari.
Við bændasamböndin er það
ríkisstjórnin, sem er samnings-
aðili, því að bændur eru hvort
tveggja í senn: atvinnurekendur
og launþegar, og þess vegna er
það glíman við vísitöluna og
jafnrétti við aðrar stéttir þjóð-
félagsins, sem hér er einkum' um
að ræða. Báðir aðilar höfðu gert
sér von um, að hægt yrði að
ná samkomulagi án þess að grípa
til gerðardómsins, og eftir að
fyrstu samkomulagstilraunirnar
reyndust árangurslausar var mál
inu á ný vísað til þingnefndar.
En árangurslaust. Og þá kom
„skyldugerðin" til sögunnar og
kvað upp úrskurð sinn, sem ekki
er hægt að vísa til „æðri rétt-
ar .
Forsendurnar voru þessar:
Ríkisstjórnin hafði boðið 80
millj. n. kr. hækkun á afurðum
frá 1. júlí í ár og 110 millj. síð-
ara árið, til 1. júlí 1966. Bænda-
samtökin höfðu krafizt 451 millj-
óna bóta fýrir þessi tvö kom-
andi ár, svo að hér munaði
miklu.
Gerðardómurinn úrskurðaði,
að bændur skyldu fá 125 milljón-
ir fyrra árið og 175 síðara árið,
samtals 300 milljónir á samnings-
tímabilinu til 1. júlí 1966. Hall-
vard Eika, formaður „Bondelag-
et“, sagði í viðtali daginn eftir:
„Verra gat það verið“, og það
þýddi það sama og hann hefði
sagt: „Við verðum að una við
það.“
En svo kom dálítill eftirmáli:
__Hvernig átti þessi hækkun að
skiptast á framleiðsluvörur
bænda. Sú skipting var gerð í
fyrradag. Það sem mest er tekið
eftir er þetta: mjólkurverð hækk
ar í fyrramálið um 15 . n. aura
__ kringum 90 íslenzka aura —
hver lítri, og kemst upp í 99 aura
__eða nærri 6 krónur íslenzkar.
Og svo er boðuð smávaxandi
hækkun á smjöri, kjöti og fleiru.
En Hagstofan fullyrðir þó, að
vísitalan hækki ekki um nema
1,1 stig við þessar breytingar
— þrátt fyrir mjólkurhækkun-
ina. Vísitalan er nú 5 stigum
undir því, sem hún má verða
til þess, að allir kaupsamningar
verða að hækka í hlutfalli við
hana.
— En allan þennan „júlímán-
uð sumarleysisins" hefur verið
þægilega hljótt um stjórnmála-
rifrildi í blöðunum.
Kannski batnar veðráttan viku
af ágústmánuði. Þann 7. ágúst
kemur nfl. Stórþingið saman til
fundar, til þess að leggja bless-
un sína yfir samkomulagið við
bændastéttina. En ef til vill kem-
ur þar eitthvað fleira fram, sem
valdið getur deilum og hvass-
viðri.
Skúli Skúlason.
STRAUJÁRN
er fislétt og formfagurt og
hefur bæði hitastilU og hita-
mæli — 4 litir.
- Flamingo STRAU-ÚÐARAR
og SNÚRUHALDARAR eru
kjörgripir, sem við kynningú
vekja spurninguna: Hvernig
gat ég verið án þeirra?
GtEBADGNAHIÍSID
TEMPLARASUNDI3 (homiS)