Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 19. ágúst 1964 HERMIIMA BLACK: Eitur og ást — Og um hvað varstu að hugsa svona mikið? spurði hún aftur. — Hvað heldurðu að maður hugsi um þegar maður er niður sokkinn Josephine frænka? Gagnleysu — eða sjálfan sig. Og það er oft eitt og það sama svaraði gamla konn stutt. Blake hló. Josephine var af- bragðs manneskja og honum þótti vænt um hana. En hann varð að játa að hann kærði sig ekkert um návist hennar þessa stundina. — Mundirðu verða hissa ef ég segði þér að ég hefði verið að hugsa um stúlku? spurði hann — Nei ekki baun svaraði hún. Þú hefur gert það fyrr. En ég vona að þú hafir ekkr verið að hugsa um hana Söndru? — Hversvegna ætti ég að hugsa um hana? Ég hef ekki svo mikið sem séð hana. — Ég gleymdi nú þvi. En þú hittir hana áreiðanlega. — Og verð ég þá endilega að hugsa um hana síðar? — Sennilega. >ú kemst ekki hjá að hitta hana úr því að Philip kom með hana hingað. Hún er ein af því taginu sem karlmennirnir hugsa um — og hún skal sjá um að þeir geri það, trúðu mér til. — Mér heyrist þú ekki sér- lega hrifin af að hafa fengið hana í fjölskylduna?sagði hann og hló. — Nei ég er ekkert hrifinn af því. hefði ég verið í Englandi skyldi ég hafa séð um, að Philip hefði ekki gifzt henni. Þetta Annersleyfólk er léleg ætt, og aldrei koma úrvalsdýr af lélegum stofni. Ég hef þekkt Söndru síðan hún var sextán ára. Hún ei — jæja, hún er engin dama, í réttri merkingu þess orðs. Ég vil ekki segja meira berum orð- um til þess að ganga ekki fram af mér. — Ég er nú vanur að heyra ýmislegt af þínum munni, góða , sagði hann. — Og meðal ann- arra orða: þú minntist á úrvais- dýr. Áttu góða veðreiðahesta öúna? — Já, ágæta, þakka þér fyrir.... Nú ljómáði andlitið á henni. Þetta var myndarleg, gömul kona — kannske full stór skorin. Hestar voru hennar mesta yndi, og hún var víðkunn fyrir að ala upp beztu arabisku hestana í veröldinni. Þegar stríð 18 hófst hafði hún verið á bú- igarði sínum við Luxor, og hún hafði nánar gætur á öllum hest unum sínum og var staðráðin í að láta þá aldrei ganga í greip- ar óvinunum. Og það tókst. — Hvað heitir hún þessi unga stúlka, sem þú varst að hugsa um? spurði sú gamla. 8 — Corinna, svaraði hann um hæl. — Hún ætlar að borða mið- degisverð með mér. — Corinna. Gott nafn, saigði hún og kinkaði kolli. — Ég átti meri sem hét Corinna. Hún varð rur. 2 í Derby-htaupinu 1924, og........ — Hættu nú þessu merahjali, sagði hann og hló. — Ég ætla nú að segja þér það, að góð meri er talsvert á- byggilegri en flestar konur — já, og reyndar karlmenn líka. En nú skal ég segja þér nokkuð: ég var líka að hugsa um stúíku þegar ég kom auga á þig. Um nýja ritarann hans Philips — hún heitir Langly. Ég verð að taka hana að mér og fylgja henni það sem hún á ófarið af leiðinni — það er líklega syndastraff mitt — Heldurðu að það verði svo mikil þraut? sagði hann og hló. — Ungar stúlkur sem hafa á- huga á fornfræði — og grafa upp ýmiskonar óþverra — nei, það er einhver ónáttúra, sagði frú Glenister og fussaði. Svoleið is stúfkur eru eflaust fótstórar líka. Ég þoli ekki stúlkur með stóra fætur, og sem eru svo fræðimenn í þokkabót. — Jæja, nú skaltu -segja hvað þér finnst, sagði Blake. — Því að nú er ungfrú Langly nefni- lega að koma. Afsakaðu mig augnablik. Hann stóð upp og gekk á móti Corinnu. Frú Glenister horfði á eftir honum, og svo tók hún upp stangargleraugun sín og starði, án þess að fara hjá sér, á hvítklæddu ungu stúlkuna. — Drottinn minn, hugsaði hún með sér. — Hvað skyldi Sandra segja um þetta? Corinna baðst afsökunar á hve seint hún kæmi. — En það raknaði saumur á kjólnum mín- um, svo að ég varð að ná í ann an úr töskunni minni. — Nú skulum við sjá hvað hjálmurinn hais pabba reynist vel. — Þegar maður kemur aðeins tíu mínútum of seint þá er mað- ur stundvís, sagði hann. — Og ég hef haft félagsskap meðan ég beið. Komið þér — ég ætla að kynna yður fyrir frú Glenister. — Ó, er hún komin? sagði Corinna og gat ekki leynt því að henni voru þetta vonbrigði. — Já, en verið þér óhrædd, — hún bítur ekki. Þegar þau voru komin að borð inu sagði Blake: — Þetta er ungfrú Corinna Langly — og þetta Josephine frænka. Hún er dóttir Johns Langly. Ég geri ráð fyrir að þú hafir hitt hann einhverntíma, þegar hann átti heima hérna. — Víst þekkti ég hann — þa3 var viðkunnnanlegasti maður. Og duglegur. Leitt að hann skyldi ekki verða kyrr í Eng- iandi í stað þess að...... Hún þagnaði þegar hún sá að Blake hristi höfuðið svo lítið bar á. — BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Fjórir dagar í viðbót áttu eftir að líða áður en sendinefndirnar komu aftur saman í Brest, og Rússar hefðu undirritað á staðn- um og stundinni. En Þjóðverjum lá ekkert á — herir þeirra sóttu áfram inn í Rússland, meðan þessu fór fram — og það var ekki fyrr en klukkan 5 hinn 3. marz, að undirskriftirnar voru komnar undir skjalið. Trotsky hlífði sjálfum sér við þessari auð- mýkingu, með því að senda Sok- olnikov í sinn stað og hann er sagður hafa leyft sér þau manna- læti að líta ekki einu sinni á skjalið áður en hann undirritaði það. Þetta var herfilegur ósigur. Rússland missti þriðjung eða 62 milljónir af íbúatölu sinni, fjórð- ung landrýmis síns, þriðjung ak- urlendis síns og 27% tekna sinna, og íoks meira en helming alls iðn aðar. Það var orðið varnarlaust. Bolsjevíkarnir sáu réttilega fyrir þá öldu reiði og hryllings sem hlaut að fara um landið, þeg- ar fregnin um þessa auðmýkingu bærist út — og Trotsky gekk meira að segja svo langt að leita fyrir sér hjá Raymond Robins og spyrja hann, hver.afstaða Bánda- manna myndi verða ef Rússland neitaði að staðfesta samninginn. En þetta var ekki annað en þvað- ur. Trotsky sjálfur var í þann veginn að segja af sér embætti og gerast hermálakommissar. En þar var allt í uppnámi. Þýzkir herir siluðust áfram, í áttina til Odessa og Svartahafsins, Khark- ov í Úkraníu og Eistlands, sem var rétt við bæjardyr Petrograd. Og nú gerðist það, í annarri viku marzmánaðar, að stjórnin í Moskvu lét til skarar skríða, og 14. marz kom sovétaþingið sam- an þar, til að staðfesta samning- inn. Lenin sagði í ræðu sinni, að Rússum væri ekki unnt að berj- ast áfram; þeir ættu engan her og þeir yrðu að fá hvíld. Bylt- ingin hefði gengið gegn um þrjú stig, sagði hann. Fyrst hefðu verkamenn og borgarar samein- azt í marzmánuði til að velta keisarastjórninni; síðan kom millistig, þegar mensjevíkarnir héldu við valdi uorgarastéttar- innar, með hjálp sósíalbyltingar- manna. í nóvembermánuði var komið á þriðja stigið, þegar Rúss land varð að gefa frá sér alþjóða- byltinguna í bili, meðan það safn aði kröftum. Og hann hélt áfram: „Við verðum .... að segja við sjálfa okkur, að hversu hættulegur sem fresturinn kann að vera, hversu stuttur, hversu erfiður og hversu smánarlegur friðurinn kann að vera, þá er hann betri en styrj- öld, því að hann gefur þjóðinni tóm til að kasta mæðinni .. Við munum sýna okkur færa, ekki aðeins um hetjulega sókn, held- ur og hetjúlegt undanhald. Við munum kunna að bíða þangað til alþjóða sósíalista-öreigalýðurinn kemur okkur til hjálpar, og þá munum við hefja sósíalistabylt- ingu á heimsmælikvarða.“ Nú urðu harðar umræður og flokkurinn, sem kallaði sig vinstri sósíalbyltingarmenn og hafði nýlega gengið i ríkisstjórn- ina, sagði af sér. En þegar til atkvæðagreiðslunnar kom, var staðfesting samningsins sam- þykkt með 784 atkvæðum gegn 261 og 115 sátu hjá. Nú sigldi Rússland hraðbyri inn í martröð hernáms, hungursneyðar og borg arastyrjaldar. En það var öðru nær en Brest- Litovsk væri síðasta orðið í bolsjevíkabyltingunni, og að minnsta kosti féll friðarsamning- urinn um sjálfan sig við hrun Þýzkalands og Miðveldanna í nóvember 1918. Samt verður að skoða þetta sem sögulega marka- línu, endi eins byltingarkaflans og upphaf hins naesta. Þegar kom fram í aprílmánuð 1918 höfðu verkföll og skróp í ráðuneytum stjórnarinnar hjaðn- að niður. í sama mánuði höfðu KALLI KUREKI -X" ■*- Teiknari; J. MORA Waeo Kid bíður kvíðirm eftir því, «6 Kalla kúreka verðd.á skyssa. — Ég þarí ekki nema eitt skot, hugsar hann. — Ef hann bara ylti á steini eða okkar verði fyrri til að láta hug- stigi á sprek! failast. Ef hann bara gæti hóelað eða A meðan, í aðeins 40 feta fjarlægð: blakað eyrunum! — Spurningin er aðeins sú, hvor bolsjevíkarnir skipað Joffe sendi herra sinn í Berlín, með 300 manna starfsliði, og Mirbach greifi hafði verið skipaður sendi- herra Þjóðverja í Moskvu; þann- ig hafði flokkurinn tengilið vi3 einustu þjóðina í heimi, sem hafði styrkt hann í verki —■ Þjóðverja. í júnímánuði var Trotsky kominn vel á veg a3 koma upp nýjum rauðliðaher, og í sambanburði við gamla herinn var hann býsna öflug vígvél, og Trotsky klígjaði ekkert við að nota foringja úr gamla stjórnar- hernum og þýzka stríðsfanga. Þetta og annað, sem til bragðs var tekið gerði bolsjevíka færa um að snúast gegn þeim meiri- háttar vandræðum, sem urðu sumarið 1918. Og samt rambaði allt á glöt- unar barmi. Þegar fimmta al- rússneska þingið kom saman í Boslhoi-leikhúsinu í Moskvu, 4. júlí, höfðu vinstri sósíalbylting- armennirnir enn þriðjung at- kvæðamagnsins, og þeir gerðu harða hríð að utanríkisstefnu bolsjavíka. Mirbach, sem sat í sendiherrastúkunni, varð fyrir öskrum og hrópum. Þetta var Hafnarfjörður j Afgreiðsla Morgunblaðsins | fyrir Hafnarfjarðarkaupstað ! er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðslns í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 40748. Á öllum helzfu áningastöðum------------] FERÐAFÓLKI skal á það bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum helztu áninga- stöðum á hinum venjulegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands, á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.