Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 20
20
MORCUN BLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. ágúst 1964
HERMINA BLACK:
Eitur og ást
— Má ég vera með?
verðmæta djásnið sem hún átti
var ramband úr kamésteinum,
greyptum inn í víravirki úr
gulli. Móðir hennar hafði átt
þennán grip, og hann var mjög
gamall og mjög fallegur. Og
Corinna hafði þá trú, að þetta
væri happagripur, sem gæfa
fylgdi. Það lá við að henni þætti
miður, að hún skyldi ekki hafa
verið með armbandið þegar hún
borðaði með Blake Ferguson.
Hvar skyldi hann vera í
kvöld? hugsaði hún með sér og
fannst allt í einu hún vera ein-
stæðingur.
Þegar hún kom niður í forsal-
inn heyrði hún skvaldur og
hlátra innan úr stofunni. Ein-
hver var að spila á píanó. Hún
11
staldraði við Það var auðheyrt
áð kunningjar Söndru voru ekki
farnir enn. Hún hafði ekki haft
hugmynd um að gestir yrðu í
kvöldverðinum, og varð allt í
einu hikandi og óskaði að hún
hefði gert sér upp höfuðverk, til
þess að losna við að borða niðri.
— Þarna eru þér þá, heyrði
hún prófessorinn segja. — Komið
þér nú!
Hann tók undir arm hennar. —
Mér heyrist einhverjir ungir flug
menn vera í heimsókn hjá
Söndru. Þeir verða hrifnir af að
sjá unga, fallega stúlku við og
við........
Hann fór með hana inn í stof-
una. Þar var Sandra — töfrandi
faileg í apríkósulitum kjól. Hún
stóð milli tveggja manna með
glas í hendi. Hún hló og hjalaði.
Þriðji maðurinn stóð í skugga úti
við gluggatjaldið og sá fjórði sat
við slaghörpuna. Þegar Corinna
og prófessorinn komu inn þögn-
uðu allir og heilsuðu kurteislega.
— Við misnotum gestrisni
yðar, eins og oftar, herra prófess-
or, sagði einn þeirra.
— Það er gaman að sjá ykkur,
sagði prófessorinn.
Sandra fór til hans og kyssti
hann á kinnina. — Hefur þér
þótt gaman hjá múmíunum þín-
um í dag? spur^ði hún.
— Þarna eru engar múmíur.
Aðeins eyðilagt musteri, að því
er ég get bezt séð. Hann bar
höndina á henni upp að munn-
inum og kyssti hana. — Viltu
kynna vinina þína fyrir ungfrú
Langly, Sandra? Þú veizt að ég
villist alltaf á nöfnunum.
Sandra þuldi upp úr sér: —
Harleigh sveitarstjóri, Metcalf
flokksstjóri, herra Wrayland,
og. . . .
Nú kom maðurinn sem staðið
hafði í skugganum fram, áður en
Sandra gat nefnt nafnið hans, og
sagði vingjarnlega:
— Við ungfrú Langly höfum
sézt áður, þó að við höfum að
vísu ekki verið kynnt.......
Corinnu fannst kaldur drag-
súgur fara um heita stofuna. Hún
horfði á manninn, sem hún vildi
sízt hitta — Simon Zenoupous!
Hikandi tók hún í granna,
dökka höndina, sem rétt hafði
verið fram. Hún tók eftir að
grannur gullbaugur var um úlf-
liðinn og heillagripur festur við
hann. Hún gat ekki munað til að
hún hefði nokkurntíma haft jafn
mikla andúð á nokkrum manni
og hún hafði núna. En maðurinn
var gestur húsbænda hennar, og
hún varð að sýna honum kurt-
eisi.
Það skein í hvítar tennur hans
undir svarta yfirskegginu meðan
hann sagði:
— Það var í Shepheards,
eins og þér munið kannske. Þér
voruð að borða með Ferguson
pasja þegar. . . .
•— Já, ég man það, tafsaði hún.
— Nú, einmitt það? Blake
Ferguson? Prófessorinn leit upp
úr vikublöðunum, sem hann var
að blaða í. — Þekkið þér Fergu-
son?
— Já, mjög vel, sagði Zenou-
pous og brosti aftur. — Hver er
það ekki sem þekkir Ferguson
pasja, hér í nálægum löndum?
— Kannske mundu margir
þeirra óska, að þeir hefðu aldrei
þekkt hann, sagði prófessorinn
þurrlega. Svo sneri hann sér að
Corinnu: — Blake hefur þá náð
tali af yður, líka?
Hún kinkaði kolli. — Já hann
var einstaklega alúðlegur.
Sandra gaf þessu samtali engan
gaum. Hún fór með tvo flugmenn
ina að vínskápnum og sagði glett
in: — Ef þið þurfið endilega að
fara strax, þá er bezt að drekka
hestaskálina fyrst.
Corinna þóttist sjá að prófess-
orinn langaði til að líta betur í
blöðin, svo að hún þóttist neydd
til, að tala við Zenoupous:
— Mig minnir að þér segðuð
við Ferguson pasja að þér ættuð
sveitasetur. hérna einhversstaðar
í nágrenninu.
— Já, það er ekki nema örskot
héðan. Eignin mín liggur að eign
frú Glenister, en ég skal taka
fram, að mér finnst hún ekki
alltaf vera góður nágranni. Hún
hefur það til að vera — ja, —
eigum við að kalla það, — tals-
vert skapstór.
— Ég veit ekkert um það, sagði
Corinna fremur kuldalega. —
Hún hefur verið einstaklega vin-
gjarnleg við mig.
— Hver mundi geta verið
öðruvísi við yður? — Fylgdi
herra Ferguson yður og frú Gleni
ster hingað?
— Nei, hann kom ekki með
okkur.
— Það var leitt. Ég þarf að
segja honum frá mikilsverðu
máli. — En vitanlega get ég skrif
að honum. Gætuð þér sagt mér
heimilisfang hans, ungfrú
Langly?
— Því miður get ég það ekki.
Ég held að hann hafi verið að
fara citthVað burt frá Kairo. . . .
Henni fannst á sér að hann
væri að reyna að veiða eitthvað
upp úr henni, og það kunni hún
ekki við.
— Það var leitt að ég vissi
ekki að þið frú Glenister voruð
á leiðinni hingað, sagði Zenou-
pous. — Þá hefði ég boðið ykkur
að verða með mér í flugvélinni
minni.
— Það er vel boðið, en við
fengum dásamlega ferð hingað á
leiðinni upp Níl.
•— Ég vil heldur fljúga. Mér
finnst flugvélin eitt af stærstu
afrekum mannsandans.
— Og ég óska að flugvélin
hefði aldrei orðið til, sagði Cor-
inn með svo mikilli ákefð að
henni ofbauð sjálfri.
Nú virtist Sandra muna að
þarna væru fleiri gestir, því að
hún sagði: — Ætlið þér ekki að
koma hingað og fá yður glas,
hr. Zenoupous?
— Jú vitanlega ætlum við að
fá okkur glas, flýtti prófessorinn
sér að segja og lagði frá sér blað-
ið sem hann var að lesa. Hann
tók í handlegginn á Corinnu og
þau fóru öll þrjú til hins fólks-
ins.
— Þú verður að flýta þér, Zen,
sagði Metcalf ungi. — Við verð-
um að fara eftir fimm mínútur.
Það eru höfðingjar í foringja-
skálanum og karlinn stefnir
okkur fyrir herrétt ef við kom-
um of seint.
Zenoupous hló. — Þið komið
ekki of seint. Bíllinn minn gleyp-
ir kílómetrana.
— Það er dásamlegt, sagði
Sandra. — Hvaða gerð er það?
Ég elska að aka hratt.
— Bíllinn er sérstaklega
byggður fyrir mig. En hreyfill-
inn er vitanlega Holls Royce,
sváraði Zenoupous. Og nú ljóm-
aði aftur á honum ásjónan.
— En ég er hræddur um að
ungfrú Langly sé ekki sammála
yður, frú Lediard. Hún kvartar
undan að flugvélar skuli vera til.
— Yður getur ekki verið alv-
ara ungfrú Langly, sagði maður-
inn sem hafði verið kynntur Cor-
innu sem Wrayman. Hún hafði
varla tekið eftir honum fyrr en
nú. Hann var hár og dökkur á
brún og brá, tvímælalaust lag-
legur maður. Svipurinn var ein-
kennilegur andliti dálítið úttaug
að, og beiskjudrættirnir um
munninn áberandi, á ekki eldra
mánni. Andlitið var kalhæðni-
legt en þó ekki óviðfeldið. —
Annars getur vel verið, að þér
hafið rétt fyrir yður, bætti hann
svo við.
— Einstakt bull er þetta, sagði
Sandra. — Ekkert í veröldinni er
jafn yndislegt og hraðinn. Sem
betur fer er ég barn minnar tíð-
ar!
— Atómaldarinnar, sagði Met-
calf ungi og lyfti glasinu. •—
Hérna í dag — og horfinn á
næstu mínútu. En stríðið kenndi
okkur hve litlu máli allt þess
konar skipti.
— Ég er á öndverðri skoðun,
sagði Corinna rólega. — Stríðið
kenndi mér hve miklu þetta
skipti.
•— Jæja. Ég vil nú samt heldur
hálsbrotna en þurfa að láta mér
leiðast einn einasta dag, sagði
Sandra gægsnislega.
— Æ, hvað ertu að segja,
góða mín, sagði maðurinn henn-
ar, prófessorinn.
Hún hló. — Þú ert kjörinn eig-
inmaður handa mér, Phil. Þú
unir ekki við annað en grafa for-
tíðina, og ég er að flýta mér
inn í framtíðina.
Hún tók undir handlegginn á
honum og hann dró hana nær sér.
Hann tilbiður hana, hugsaði Cor-
inna með sér. Og allt í einu var
hún farið að sár-vorkenna hon-
um.
— Nú verðum við að fara,
sagði Zenoupous. — Það var ein-
staklega gaman að fá að kynnast
yður, frú Lediard. Og af því að
við erum nágrannar vona ég að
fá að sjá yður oft og mörgum
sinnum.
Sandra brosti væmnu brosi til
hans. — Ég er viss um að við
eigum það eftir. Mér er sagt að
þér eigið svo yndislegt heimili.
— Nei, alls ekki. En samt
þætti mér gaman að þið kæmuð
og sæuð það. Kannske þið getið
komið í hádegisverð til mín ein-
hvern tíma í næstu viku? í dag
er föstudagur, svo við getum
ekki komið því við í þessari
viku.
— Það er vel boðið, sagði próf-
essorinn, — en. . . .
Sandra tók fram í: — Ég er
hrædd um að maðurinn minn
verði önnum kafinn við að grafa
í sandinum allan daginn, svo að
hann komist ekki einu sinni í
hádegisverð. Mig langar mjög
mikið til að koma, en það er hugs
anlegt að ég verði að skreppa til
Kairo í næstu viku. En getið þér
ekki komið og borðað miðdegis-
verð hjá okkur bráðum, þegar
ég veit nánar um hvað áformum
mínum líður. Má ég hringja til
yðar?
— Já, fyrir alla muni. En mig
langaði til að þið kæmuð til
mín. Það var auðheyrt að hann
átti við þau öll'þrjú.
Metcalf kvaddi Corinnu með
handabandi: — Við sjáum yður
vonandi á dansleiknum þann
fimmta, ungfrú Langly?
Sandra varð enn fyrri til
svars: — Þú gleymir líklega að
ungfrú Langly er vinnuþrælþ
Teddy. Hún er hingað komin til
þess að hjálpa manninum mínum
með bækurnar hans, og ég er
hrædd um að þetta verði versti
þrældómur hjá henni á kvöldin,
veslings stúlkunni. . . . Hún tal-
aði af ásettu ráði svo lágt, að
prófessorinn, sem var kominn
fram að dyrum með Zenoupous,
gat ekki heyrt.
Flugmaðurinn lyfti brúnum og
sagði: — Það var leiðinlegt. En
þér verðið að láta mig vita þegar
þér eigið frídag.
;
Reyðarfjörður \
KALLI KÚREKI
->f
-■*- -K-
Teiknari; J. MORA
JUST600H BELIEVIN'S0, IF
IT’S AWYC0W£0R-Tf YOU’LL
tOEED ALLTi, 'VY TH0U6HTS
— Leystu hann! Láttu mig svo fá
ránsfenginn úr bankanum og það á
stundinni!
— Hvað kom til að þér eruð flækt-
ur í þetta, Newt? Þér voruð ekki í
bænum þegar ránið var framið.
— Það kom þetta líka flatt upp á
hann að rekast á mig þarna á veg-
inum. Hefði hann ekki verið sá gras-
asni, að rjúka til að taka mig fast-
an, hefði hann komizt undan og
ekkert verið til marks.
—Já, og eg ég hefði orðið ögn
fyrri til að henda steininum mínum
en þú þínum, myndir þú liggja þarna
niðri\kotinn í tætlur.
— Þú skált bar* halda það, sé þér
einhver huggun í því. Ekki mun þér
af veita að hafa eitthvað ánægjulegt
um að hugsa næstu tíu árin!
I KRISTINN Magnússon,
i kaupmaður á Reyðarfirði, er
k umboðsmaður Morgunblaðs- |
í ins þar í kauptúninu. Að-
7 komumönnum skal á það
1 bent að hjá Kristni er blað- ^
i ið einnig selt í lausasölu.
I
Raufarhöfn í
\ UMBOÐSMAÐUR Morgun- (
| blaðsins á Raufarhöfn er
í Snæbjörn Einarsson og hef- !
i ur hann með höndum þjón- |
7 ustu við fasta-kaupendur j
Morgunblaðsins í kauptún- •
inu. Aðkomumönnum skal á
það bent að blaðið er selt |
í lausasölu í tveim helztu 7|
söiuturnunum.