Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 12
12 MOHGUNBLAÐIO Fimmtudagur 27. ágúst 1964 — Ó, það er svo fallegt hérna, himininn svo heiður og allt svo hreint og bjart. Það er frúin sem talar, dökkhærð, kvik og broshýr — fædd í Texas eins og for- setafrú Bandaríkjanna, sem hún minnir á rétt í svip en ekki lengur — heima er svo mikið af verksmiðjum og svo leiðis — þar sjást aldrei svona ský, sjáið þessa hnoðra þarna úti.... Ég vona að við getum séð sem mest af land inu áður en við förum aftur .... ætli . það verði ekki á föstudaginn, við ætlum nefni lega að hitta hana dóttur okk ar í New York áður en hún fer til Evrópu, hún er að fara til Parísar að læra við Sor- bonne háskólann. Það er sú elzta, Marta Eugenia, hún er Ræðismaður Mexikó á íslandi, Einar Egilsson ásamt konu sinni, Margréti, Sra. Gene Galt de Wiesley og David Wiesley, ræðismaður íslands í Mexikó. Um Hernán Cortés, há- karlalysi og heiöan himin Viðtal við ræðismann Ísiands í Mexicó 18 ára, svo eigum við Marý Elizaibefch, sem er 17 ára og loks David Charles, dekur- barnið í fjölskyldunni, ellefu ára. — Nei, ég er ekki fædd 1 Mexikó, við hjónin erum bæði Bandaríkjamenn, en ég hef verið þar meira en hálfa ævina, yfir 20 ár — hún hlær — ég fór suður að undirlagi bræðra minna, til þess að læra spænsku, þeir sögðu að það væri svo aldeilis ágætt að læra spænsku — nú og svo fór ég suður og hitti David og iþað varð harla lítið úr því að ég tæki nein próf. Ég hef ekkert vottorð upp á vas ann annað en hjúskaparvott- orðið mitt. Hún hlær aftur. En ekki get ég verið að sýta það. Ég á börnin mín þrjú alheil og indæl og manninn minn — og það er hverri konu nóg. Hvað varðar mann þá um prófskírteini? Reyndar kemur seinna upp úr kafinu, að ekki hefur Sra. Gene Galt de Wiesley látið öll áhugamál sín lönd og leið fyrir fjölskylduna. „Haldið þér að ég gæti dottið ofan á eitthvað hérna um Hernán Cortés, og um ferð hans vest- ur og það *hald manna vestra að hann væri guðinn góði sem þangað kom endur fyrir löngu og lofaði að koma aft- ur einhvern tíma seinna? Ég skal segja yður, mér þykir þetta svo skemmtilegt, ég er alltaf að reyna að lesa mér eitfchvað meira til um þetta en það er bara ekki úr nógu miklu að moða í Mexíkó.... Svo tölum við dálítið meira um Hernán Cortés og hitt og þetta og allt í einu segir hún — já, og svo voru það þjóð- búningarnir, mig langar svo til að koma upp peysufötum á stúlkurnar mínar. Þær eru svo oft beðnar að taka þátt í skrúðgöngum og þesskonar tilstandi, fjáröflun til góð- gerðarstarfsemi, þér vitið hvernig það er — og það væri svo gaman ef þær ættu bún- inginn. Það væri heldur ekki ónýtt að hafa hann fyrir 17. júní veizluna okkar árlegu þá er nú gaman, skal ég segja yður, þá fáum við gesti úr öllum mögulegum löndum. David Wiesley, Consul General de Islandia í Mexíkó er hægur maíjr og hýr, hef- ur samið sig að háttum sunn- an manna þó Bandaríkjamann inum bregði fyrir endrum og eins. — Ég er ættaður frá Kans- as City, en kom til Mexikó sex ára gamall með foreldr- um mínum. Pabbi var fast- eignasali. Ég gekk á herskóla fyrir norðan og lauk svo há- skólanámi við háskólann í Missouri, ég er verkfræðing- ur, vélaverkfræðingur, segir konsúllinn. — Að loknu prófi kom ég suður aftur og setti á stofn verzlunarfyrirtæki, sem annaðist einkum umboðs sölu á ýmiskonar byggingar- vöru. Seinna stofnaði ég ann- að fyrirtæki ásamt Martin- Marietta verksmiðjunum í Cleveland, Ohio, sem fram- leiða ýmisskonar styrktarefni fyrir steinsteypu. Þriðja fyrir tækið, sem ég átti minn þátt í að stofna var svo bankinn, Banoo del Valle de Mexico. — Það var gáfuleg hug- mynd, að stofna sinn eigin banka. Konsúllinn brosir — já, það er ekki svo vitlaust. Og bank anum hefur vegnað vel. Við höfum nú 8 útibú um alla Mexikóborg — það eru 15 ár síðan hann var stofnaður bæt ir hann við aðspurður. — Hvernig á því stóð, að ég varð íslenzkur konsúll? Ja, það var nú eiginlega fyrir tilstilli vina minna.... alveg upp á íslenzku. Ég kynntist Thor Thors í Washington og það var vinur okkar beggja, sem stakk upp á því að ég tæki þetta að mér. Ég fór svo norður 1956 og það var afráð ið að ég yrði íslenzkur kon- súll í Mexikó. Annars höfðu ísland og Mexikó ekki formlegt stjórn- málasamband sín á milli fyrr en nú fyrir skemmstu. Það var fyrir milligöngu Manuels Tello, sem gekk í málið f.h. ríkisstjórnar Mexikó, að lönd in skiptust á sendiherrum. Það var afskaplega ánægju legt, þegar Thor Thors kom suður í maí sl. að afhenda Don Adolfo López Mateos skil ríki sín. Ég fór með honum — konsúllinn brosir við — og það var verulega gaman að því, hve forsetanum brá skemmtilega við þegar sendi herrann ávarpaði hann á spænsku. Það er ekki algengt að sendiherrar sitji á tali við forsetann þegar þeir afhenda honum skilríki sín, en þeir tóku þarna tal saman Thor Thors og Don Adolfo og það var á orði haft. í ferðinni átti Thor Thors einnig viðræður við innan- ríkisráðherrann Raúl Eche- varria um það hvað hægt væri að gera til að auðvelda ferða mönnum heimsóknir til land- anna beggja og sá varð árang ur viðræð^anna, að Mexikó og ísland sættust á að heim- ila ferðalöngum hvors annars 90 dag- dvöl í löndunum gegn 3 dölum og fimmtíu centum í stað 11 dala áður auk 800 dala tryggingar eins og er um lönd þau sem Mexíkó hefur ekki stjórnmálasairjband við (og jafnvel mörg þeirra líka). Ekkert land nýtur meiri forr- réttinda á þessi sviði og má það teljast harla mikinn ár- angur. Ég myndi þakka það þeim hlýhug sem Thor Thors og frú Ágústa kona hans hafa aflað sér og landi sínu meðal ráðamanna í Mexikó. Það er sjaldgæft, að erlendum sendi- mönnum sé svo sýnt um að afla sér vinsælda í Mexíkó. Blöðin heima gátu því líka lof samlega og óvenju ítarlega, er löndin tóku upp stjórn- málasamband og það gerði mikla lukku meðal blaða- manna er sendiherrann svar- aði spurningum þeirra við komuna á spænsku. — Svo er líka það, segir David Wiesley, að fjöldi mexí kana er nú farinn að ferðast með Loftleiðum, og margir sem ekki hefðu eytt ellefu dölum í viðdvöl hér, kannske skamma, horfa ekki í 3.50 til hins sama. Ég er handviss um að það á eftir að draga dilk á eftir sqr og ég vona að hann verði vænn. Ég hef líka sýnt dálítið af myndum, sem ég hef fengið hjá sendiráðinu í Washington, í Lions-klúbb- um og Rotary-blúbbum og haldið smá fyrirlestra um fs- land — það hefur verið mjög vinsælt. — Um viðskipti landanna er það að segja m.a., að Mexí- kó flytur _inn mikið af þorska lýsi frá fslandi, en nú hafa tollar og aðflutningsgjöld hækkað svo gífurlega, frá 10 centavos upp í 40 pesos á kílóið að erfitt er við að eiga. Við höfum gengið í málið, konsúll Mexíkó hér Einar Eg ilsson og ég ,til þess að reyna að fá lækkað tollana niður í það sem áður var og gerum allt sem í okkar valdi stend- ur til að halda fram málstað íslands. Keppinautar okkar eru þeir sem veiða hákarl og vinna úr honum lýsi, en hár karlalýsi er ekki nærri eins góður vítamíngjpfi og þorska lýsi og mexíkanskir verk- smiðjueigendur vilja ekkert með hákarlalýsið hafa. Við erum nú að safna saman skýrslum um vítamínauðgi þorskalýsisins íslenzka og við skulum vona að þetta fari allt sem bezt. — Svo er annað, að Mexikó flytur inn skreið frá Noregi og Svíþjóð fyrir um það bil 600.000 dali með vöruskipta- samningum. Ef fsland vildi eiga einhverja aðild að slikum vöruskiptum, þá getur Mexíkó boðið í staðinn sykur og kaffi, bómull, ananassafa og ýmis- konar niðursuðuvöru, ávexti og grænmeti. Ég myndi með mestu ánægju gerast milli- göngumaður um slík vöru skipti. — Eruð þér að fara? Æ, það var leiðinlegt, ég vona að ég sjái yður sem fyrst fyrir vestan. Frú Gene Galt de Wiesley brosir. — íslendingar eru okkur kærkomnir gestir. Mi casa es su casa. — Kannske þér komið með fyrsta ferðamannahópinn vest ur, segir konsúllinn. Það væri gaman. Jú, víst væri það gaman. íslendingar í Mexíkó eiga áreiðanlega í gott hús að venda þar sem er heimili W iesley h j ónanna. I BRIDGE ÞAÐ eru ekki margir spilarar, sem hefðu komið auga á vinn- ingsleiðina í eftirfarandi spili, þótt hún sé mjög einföld, en samt snjölL ♦ 10 7 6 V G 10 8 5 4 ♦ 6 4 ♦ G 8 3 0. 9 5 2 *4 ♦ 7 6 ¥ 9 3 2 ♦ K G 9 3 ♦10 75 ♦ K 10 7 2 ♦ Á D 9 6 5 4 ♦ ÁKDG83 ¥ ÁKD ♦ Á D 8 2 ♦ — Suður var sagnhafi í 6 spöðum og Vestur lét í byrjun út spaða 2. Sagnhafi drap í borðinu með spaða 6 og lét út tigul, drap heima með drottningu, en Vestur fékk slaginn á kónginn. Vestur lét enn út tromp, sagnhafi drap heima bg sá nú að hann varð að reyna hjartað og spilaði því hjarta þrisvar í von um að Vestur hefði þrjú hjörtu. Þar sem Vestur trompaði þriðja hjartað tapaðist spilið. Eins og áður segir er hægt að vinna spilið á einfaldan hátt, en þó þannig að fáir koma auga á vinningsleiðina, sem er þannig: Safnhafi drepur í byrjun í borði og lætur út lauf og kastar í heima hjarta-drottningu. Nú er sama hvað andstæðingarnir gera. Næst þegar sagnhafi kemst inn, tekur hann ás og kóng í hjarta, cíðan tekur hann trompin af andstæðingunum og er síðast inni í borði á spaða 10. Næst tekur I og kastar 3 tiglum í heima og hann þrjá slagi á hjartað í borði 1 síðan á hann afganginn. Stúlku vantar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.