Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1964 ROCCO og bræður hans (Rocco e i suoi fratelli) ítölsk, 180 mín., Austurbæjar- bíó Leikstjóri: Luchino Visconti. L U C HI N O Visconti mun sízt kunnur hér á landi af þeim þrem meisturum ítölskum (Visconti, De Sica og Eosselini), sem ný- realisminn er mest kenndur við, en sú stefna vaknaði í rústum semni heimsstyrjaldarinnar, en varð skammlífari en vonir stóðu tiL De Sica og Rosselini eru bún- ir að lifa sitt fegursta og fram- fjölskyldu til Mílanó. Það er ekkjan Rósaríó (Katina Paxinou) sem kemur frá Sikiley með syn- ina sína fjóra en sá fimmti var farinn á undan þeim. En í iðn- aðarborginni er baráttan um brauðið einnig hörð og vonir móðurinnar um betra líf handa sonum sínum eiga erfitt upp- dráttar. Þau verða að búa í lé- legustu ibúðum borgarinnar, sem þykja nógu góðar handa flæk- ingunum að sunnan. Spilling heimsins nær fljótt tökum á sum- Renato Salvatori og Katina Paxinou, sonur og móðir. leiðslu þeirra í dag er dapurlegt að sjá í samanburði við fyrri af- rek. En Visconti er ekki aldeilis útdauður og hefur nú gert hverja afbragðsmyndina á fætur ann- arri, nú seinast Rocco og bræður hans og Hlébarðann (II Gatte- pardo). Af fyrri verkum Vis- contis minnist ég ekki að annað hafi veiið sýnt hér á landi en Senso, var sú mynd sýnd fyrir nokkrum árum í Bæjarhíói, en bar þá enska nafnið The Wanton Countess. Frægast af hans fyrri verkum er hin mikla mynd La Terra Trema (Jörðin nötrar). í þeirri mynd lýsir hann þeirri ógnarhörðu baráttu sem íbúar Suður-ftalíu verða að heyja við að erja hrjósturskika sína, lýsir fátæktinni, sem virðist vera eilíf- ur fyigifiskur þeirra, í hörðum sterkum myndum. Myndin hlaut samt lík örlög og Greed Erics von Stroheims, hún hefur verið sýnd mjög takmarkað og þá niður- skorin. Rocco á að nokkru rætur í sama jarðvegi og La ^’erra Trema og báðar fjalla um fólk sem virðist vera Visconti hugstæðast: fólk frá þeim hluta landsins sem mest hefur orðið útundan í efnahags- framförum Ítalíu. í Rocco er það ein slík fjölskylda, sem fetar í fótspor margra á flóttanum und- an fátæktinni. Einn staðurinn sem það leitar tiL er Mílanó, en íbúarnir líta þessa aðkomufá- tæklinga óhýru auga. Þótt þeir lifi betra lífi vilja þeir ekkert missa af sínum diski og atvinna er heldur ekki mikil hjá þeim. Myndin hefst á komu slíkrar um af hinum einföldu og sak- lausu sonum. Sá næstelsti, Sim- one (Renato Salvatori) heimskur en sterkur, verður atvinnuhnefa- leikari, en þegar þeim ferli lýkur fljótt, leggur hann út á braut þjófnaðar og jafnvel vændis og myrðir að lokum gleðikonu, sem hann hefur elskað, en bróðir hans, Rocco (Alain Delon), hefur gjörbreytt og gert að betri mann- eskju með mannkærleika sínum og hreinlyndi. Visconti helgar bræðrunum sinn hvern kaflann í myndinni og sá síðasti er helgaður Luca (Rocco Vidolazzi): hann er yngst ur og þráir heimahagana og ein- hvemtíma mun hann hverfa þang að aftur, ef til vill ásamt Rocco, sem einnig þráir þangað, en hef- ur orðið að gera samning við hnefaleikafélag til tíu ára, til að geta greitt til baka það fé sem bróðir hans, Simone, hefur stolið frá hnefaleikamangara, en Sim- one hefur haft ónáttúru mangar- ans að féþúfu og komizt áfram með hans hjálp. Þannig lýsir myndin hvernig hver og einn bræðranna bregzt við siðmenningunni; sumir verða auðveld bráð spillingarinnar og læra að notfæra sér hana, eins og Simone. Aðrir læra að samlagast hinu nýja umhverfi og nýta það skársta úr því, eins og Ciro og Vincenzo, en Rocco, hinn hrein- hjartaði „dýrlingur“, rómantísk- ur og blindur á grimmd raun- veruleikans, gerir sér betri vonir um fólkið en ástæða er til og verður einnig undir, brotnar eins og andstæða hans, Simone. Hann sem fyrirgefur alltaf og hatar of- beldi, verður að skrifa undir samning um tíu ára barsmíðar, til að bjarga einum bróðurnum. Þannig verða tilraunir hans til að halda fjölskyldunni saman, bróð- urkærleiki og tryggð að nokkru leyti sökin að falli fjölskyldunn- ar. Mannkærleiki og hugsjón á lítið rúm í lífi nútímans og verð- ur orsökin að niðurlægingu hans og þá höfum við fengið sömu út- komu úr þessari mynd og Nazar- in Bunuels. Myndin verður ekki talin ann- að en afar góð, bæði hvað leik- stjóm snertir, kvikmyndun og leik. Leikstjórn Viscontis er af- burða sterk og áhrifamikil og honum lætur vel að lýsa þeim at- vikum, sem verða orsök falls og niðurlægingar og oftast er þetta temað í myndum hans, nú síðast í þeirri heimsfrægu mynd, Hlé- barðanum. Hann stjórnar af hita og næmi, en þó mætti að því finna að hann gerist of meló- dramatískur á köflum og í lokin, t. d. í áflogum bræðranna, sömu- leiðis gerir hin víxlaða kafla- skipting milli bræðrana hana dá- lítið sundurlausa og ekki nógu heildarsterka, og stundum er myndin full hávaðasöm og leik- urinn yfirdrifinn. Stundum minn ir hún á La Dolce Vita og stund- um á grísku harmleikina. Það er vafasamt að margir kokkar bæti handritið, en handritshöfundar munu vera sex ásamt Visconti. Kvikmyndun Giuseppe Rot- unno er áhrifmikil og skil birtu Framhald á bls. 16. Eitt af málverkum Elvin Eruds á sýningunnL Donsknr listamaðnr sýnir d Mokka Á MOKKA er þessa dagana sýning á málverkum eftir dansk an listamann, Elvin Erud að nafni. Elvin Erud hefur fengið við- urkenningu víða. Rekur hann einkaskóla í Danmörku þar sem hann kennir keramik og list- málun. Hefur hann unnið mikið við skreytingar á veggjum, svo sem á altarisvegg Hyltebjerg Kirke, Vanlöse o.fl. Kona hans, Ingibjörg Erud er af dansk-ís- lenzkum ættum og er hún hér á landi nú, til þess að sjá um sýn- ingu þessa. Á sýningunni eru 12 myndir, og eru það allt olíumálverk. Sannleikurinn Eftirfarandi bréf fékk ég frá eir.um Bítla-aðdáandanum: „Ég las auðvitað þessar upp- lýsingar, sem gefnar voru um „The Beatles" í Morgunblaðinu þann 18. ágúst. Mér til mikillar undrunar var sagt að hæð Ring os, Paul's og John's væri 1,93 m. En hæð George's var hins vegar ekki gefin upp. Þessar upplýsingar eru hins vegar al- rangar. Ringo er 1,72 m (Þú sérð, að það munar nokkru), en Paul, John og George eru allir 1,80 m. Ég vona að þú birtir þetta svo að sannleikurinn komi í ljós. — — Beatles-imnandi“. Engar himnalengjur Ég verð nú að viðurkenna, að hin óeðlilega líkamslengd hinna þriggja fyrstnefndu hef ur ekki haldið fyrir mér yöku að undanförnu, en feginn er ég að heyra, að sannleikurinn um George er kominn í ljós. — Sem betur fer fór það fram hjá mér, að Mbl. veitti fyrrgreind- ar upplýsingar um Bítlana 18. ágúst, eins og bréfritari segir, en lengdin á Ringo og félögum hans getur skolazt til í blöð- unum alveg eins og tunnufjöld inn á síldveiðunum. Samt sem áður er auðvitað mjög æski- legt að blöðin gefi ekki upp vitlaus mál á Bítlunum úr því að verið er að gefa þessar upp- lýsingar óbeðið á annað borð. Ég get imyndað mér að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar í hópi smávaxinna Bítla-aðdá- enda, sem fara þá auðvitað að reyna að teygja úr sér óeðli- lega mikið, þegar Ringo og hans félagar eru sagðir hærri en þeir eru. En eins og bréfritari segir, þá ætti „sannleikurinn“ að vera kominn í ljós við birtingu bréfsins — og svo sannarlega var kominn tími til að leiðrétta þetta. Ég vona bara, að þetta séu endanleg mál. Goldwater-sýkin Furðuleg Goldwater-sýki hef ur gripið um sig hér á nokkr- um mánuðum — og kommar og framsóknarmenn nota nú Gold water-stimpilinn á allt, sem ekki er samkvæmt þeirra kokka bókum. Þetta mundi þykja óskaplega skríngilegt í öllum löndum öðrum cn íslandi — og mér finnst þetta svipað og þeg- ar Tíminn hélt því blákalt fram á dögunum, að Vísir óskaði þes» nú heitast að þriðja heimsstyrj öldin brytist út til þess að skattamálin yrðu ekki lengur efst á dagskrá. Ég segi þetta ekki vegna þes* að ég sé einhver Goldwater- sinni, síður en svo. En ég hef það á tilfinningunni, að þeir. sem sjá áhrif Goldwaters 1 smáu sem stóru hér uppi á ís- landi hafi fengið hann á heil- ann á svipaðan hátt og Bítlam- ir hafa komizt inn á heilann I unga fólkinu. Þess verður ekki langt að bíða, að stjórnarand- staðan fer að kenna Goldwater slys og ófarir á íslandi og er ég viss um að engum yrði betur skemmt en Goldwater sjálfum, ef hann heyrði um þessa móð- ursýki á Sögueyjunni. Annars verð ég að segja það. að ef við hér á íslandi eigum jafn margt sameiginlegt með Goldwater og Timinn og Þjóð- viljinn segja, þá hlýtur niður- staða okkar að verða sú, að þessi Goldwater sé alls ekki svo slæmur. ©PIB C0Pf»IU6t^ BOSCH KÆLISKÁPAR frá 4%—8Vfc cubikfet Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð: HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.