Morgunblaðið - 27.08.1964, Blaðsíða 24
24
MORGUN BLAÐIÐ
HERMINA BLACK:
Eitur og ást
— Ég er hrædd um að lítið verði
um frí hjá mér, sagði Corinna
brosandi, þó að syði í henni reið-
in. Hún hafði tekið eftir kaldran-
anum í rödd Söndru, og skildi að
þessi unga frú Lediard ætlaði
sér að setja víða upp merki, með
aðvöruninni „Aðgangur bannað-
ur!“ Ég ætla mér alls ekki á
þetta píuball, hugsaði hún með
sér. Hún heyrði hlátur nærri sér,
og tók nú eftir að Robin Wray-
man var inni í stofunni.
— Það er ánægjulegur heimur
sem við lifum í, finnst yður það
ekki? sagði hann. Og án þess að
12
bíða eftir svari hélt hann áfram:
— Hver er þessi dökki maður sem
þóttist þekkja yður — ég sá að
yður líkaði það ekki.
— Ekki vil ég segja að ég hafi
látið á mér sjá, að mér mislíkaði
það, svaraði Corinna. — En ég
skal játa að ég er ekki hrifin af
honum. Hann heitir Simon Zenou
pous......
— Ég kannast við nafnið hans.
En hver er hann — eða hvað
er hann.
— Ég held að hann sé blátt
áfram einn af þessum mörgu
auðkýfingum okkar hér í Austur
löndum. -
t— Þá eru þeir einum of marg-
ír, finnst mér. En svo ég víki að
sjálfum mér, þá aðstoða ég Ledi
ard prófessor við rannsóknir
hans hérna. Hann segir mér að
þér séuð mjög lærð stúlka — ég
verð að játa að ég hafði búizt
við að þér lituð allt öðruvísi út.
— Höfðuð þér búist við því?
sagði hún kuldalega.
— Já, þér eruð fríðari en forn-
grúskinu hæfir — þér hafið lík-
lega gert yður það ljóst fyrir
löngu.
— Nei, hættið þér nú. . . .
Hann hló aftur. Henni skildist
að spottinu í augunum á honum
var ekki beint til hennar. Hann
sagði rólega: — Nú verð ég að
fara. Viljið þér gera svo vel að
segja hjónunum að ég sé farinn,
og að ég muni sækja prófessor-
inn á vejulegum tíma í fyrra-
málið. . . .
Hann beið ekki eftir að hún
svaraði, en gekk út á stéttina
og flýtti sér á burt.
Einkennilegur maður, hugsaðl
Corinna með sér og yppti öxlum.
Hún stóð um stund við opinn
gluggann og heyrði hlátur og
skvaldur úr anddyrinu. Það var
þó alltaf ein bót í máli, ef
Sandra ætlaði að stía Corinnu
frá umgengni við annað fólk: þá
slapp hún við að sjá þennan
Simon Zenoupous- Hún gat ekki
annað en hugsað um hvað frú
Glenister mundi segja, ef hún
vissi að Sandra umgengist þenn-
an mann, sem „Josephine
frænka“ fyrirleit innilega. Frú
Glenister var auðsjáanlega ein
af þeim, sem annaðhvort var
rækilega með eða móti fólki.
Sem betur fór hafði hún stöðvað
Blake þegar hann ætlaði að fara
að tala um samfundina í Shep-
heards Hotel. Hana langaði ekki
til að það yrði fleygt, sem gerzt
hafði fyrir utan gistihúsið það
kvöld.
Hvar var Blabe núna? hugsaði
hún með sér. Hún vissi ekki hve
oft þessari spurningu hafði skot-
ið upp í huga hennar í dag.
Þegar prófessorinn og Sandra
komu aftur inn í stofuna spurði
Sandra strax: — Hvar er Robin?
Og þegar Corinna hafði skilað
boðunum frá honum, sagði
Sandra:
—Skelfing er maðurinn ein-
rænn. Ég þóttist viss um að hann
ætlaði að borða miðdegisverð hjá
okkur, Phil.
Prófessorinn hristi höfuið. —
Hann veit að hann getur komið
og farið eins og honum sýnist.
Þú ættir að vera farin að venj-
ast háttalagi hans, góða mín.
Sandra hnyklaði brúnir. —
Það verður ekki við hann átt,
þennan duttlungagikk.
Þetta er bezti maður, sagði
prófessorinn. — Eða getur að
minnsta kósti orðið það, ef hann
afræður til hvers hann ætlar að
verja æfinni. Faðir hans var
merkur nlaður.
—Faðir Robins var skólabróð-
ir mannsins míns, ungfrú Langly,
sagði Sandra til skýringar. •—
Hann var kunnur verkfræðing-
ur.
— Ég hef heyrt hans getið.
Var það ekki sir Godfrey Wray-
man? sagði Corinna. •— Robin
Wrayman er Ijóðskáld, ef ég man
rétt.
— Jú, hann hefur gefið út
nokkrar ljóðabækur. Og ferða-
sögu úr Austurlöndum. Hann var
ekki nema tvítugur þegar hún
kom út, og hún þótti vel skrifuð.
Svo kom stríðið og hann var þar
— sérstakléga í eyðimörkinni.
Hann var orðinn annar maður á
eftir. Fór að fást við stjórnmál
og sitt af hverju. Og hætti við
það aftur. Svo kom hann til mín.
— Hann er eins og skoppandi
steinvala, sem heldur áfram að
skoppa, sagði Sandra. — Hann
segist hafa gengið út á lífsbraut-
ina með örvamæli fullan af tál-
vonum, og nú hefur hann skotið
mörgum örvunum — og týnt
þeim. Gallinn er sá, að hann
lætur lífið hræða sig. En nú skul
um við gleyma Robin og fara að
borða.
Hvítklæddi þjónninn, Ali var
kominn í dyrnar til a tilkynna að
maturinn væri tilbúinn. Það
várð léttara yfir borðhaldinu en
Corinna hafði búist við. Þegar
Phil Lediard var viðstaddur
kom Sandra alúðlega fram við
Corinnu, og nú var auðséð að
Sandra gat verið heillandi þegar
hún vildi.'
— Góða mín, sagði prófessor-
inn þegar annar rétturinn hafði
verið borinn fram og hann hafði
gefið þjónunum merki um að
fara. — Þér er varla alvara að
ætla að heimsækja þennan leppa
lúða, Zenoupous
— Finnst þér hann nokkur
leppalúði? sagði Sandra. ■— Mér
finnst hann anzi viðkunnanlegur
Vitanlega er h5nn mjög óensk-
ur. . . .
— Já, hann er hvorki vest-
rænn né austrænn og fáum kost-
um búinn, ímynda ég mér. Og ef
þú ætlar að umgangast hann, þá
er það Josephine frænku mjög á
móti skapi, svo mikið get ég sagt
þér.
— Æ, hvaða vandræði, er
hann nú einn af þeim sem hún
hatar? andvarpaði Sandra. — En
ég kann nú eiginlega vel við
hann, og Jack Metcalf segir að
hann sé forríkur. Jack veit ekki
með vissu hvað hann fæst við,
en hann heldur að það sé dýrir
gimsteinar eða eitthvað þesshátt-
ar. Hann heldur dýrar veizlur og
sér um að allir skemmti sér.
— Ætli það séu ekki fleiri
varnir til gegn leiðindum en
veizlurnar hans, sagði prófessor-
inn og brosti. — Mig langar'
ekki til að sletta mér fram í það
sem þér kemur við, ástin mín.
Ég veit að þú ert oft einmana.
En ég mundi ekki gefa honum
undir fótinn, ef ég væri í þín-
um sporum. Og lofaðu mér því
að borða ekki hádegisverð hjá
hónum eða annað þvílíkt án þess
að ég sé með þér.
—Heyrið þið hvað hinn strangi
eiginmaður segir? sagði Sandra
gáskafull. — Þú hlýtur að sjá að
ekkert er athugavert við að ég
komi til hans með flugmönnun-
um og konunum þeirra. Þeir
giftu fara alltaf með konurnar
sínar með sér. Eða ætti ég
kannske að fara með Josephine
frænku með mér fyrir verndar-
engil?
— Ég er hræddur um að þér
tækist ekki að teyma hana þang-
að. Ég skal heldur fá mig lausan
einhvern daginn, ef þú getur
ekki lifað af án þess að sjá
höll þessa Bláskeggs, sagði
hann þolinmóður. Svo sneri hann
sér að Corinnu: — Segið mér eitt
— Maður fyrir borð — ef ég
hvað af honum Blake, Corinna.
Hann leitaði yður þá uppi?
— Hann ætlaði sér það, en við
hittumst af tilviljun, svaraði
hún. Líklega mundi Blake segja
honum frá samfundum þeirra,
fyrr eða síðar, svo að það var
réttast að hún segði honum frá
fyrstu samfundunum — vitan-
lega án þess að minnast á það
sem gerðist við gistihúsdyrnar.
Þessvegna lét hún duga að segja
frá gönguför sinni og samfund-
unum í Gosbrunnahúsinu.
— Blessað barnið! Hvernig
datt yður í hug að fara ein út
í gamla hverfið þegar allt er í
báli í Kairo?
Sandra hleypti brúnum. *—
Hann vill líklega helzt læsa okk-
ur báðar inn í kvennabúri, ung-
frú Langly.
— Það kemur fyrir að mér
finnist þau vera öruggasti dval-
arstaður ungra kvenna, sagði
hann 'og brosti.
— En jafnvel kvennabúrin eru
ekki eins örugg og þau voru.
Kvenfrelsið er farið að gera vart
við sig þar líka. En segið þér okk
ur meira um þetta, ungfrú Lang
ly, bætti hún við. — Mér finnst
það afar spennandi! Kannske það
hafi munað minnstu að þér vær-
uð lokuð inni?
— Ég held varla að Seyid
Ibramin mundi hafa nokkurn
áhuga á því að loka mig inni,
svaraði Corinna.
— Það er ég líka viss um,
sagði prófessorinn. — Hann á
sérlega fallega konu, og aðeins
eina! Hann kemur ekki til Cairo
nema þegar hann má til, vegna
þess að hann þarf að líta eftir
fasteignum sínum þar. En hann
á heima í.........Prófessorinn
nefndi eitt nýja Arabaríkið, sem
var farið að láta mikið til sín
taka. — Hann er mikils megandi
í landi sínu og sérstaklega heill-
andi og siðmenntaður maður.
Það var meira en heppni, að þér
skylduð lenda undir verndar-
væng hans, Corinna.
— Og hvað segið þér mér
meira um fallega Englendinginn?
spurði Sandra. — Eða er hann
Fímjntudagur 27. águst 1964
má komast svo að orðL
fallegur? Ég hef heyrt manninn
minn tala um Blake Ferguson, en
ég hef ekki séð hann ennþá.
— Hann — hann er allra mynd
arlegasti maður, svaraði Corinna
og fann sér til sárrar gremju að
hún roðnaðL Svo bætti hún við,
tafsandi: — Hann er mjög
óánægður með mig. Ég held ég
hafi aldrei fengið aðra eins
skammarræðu og hann hélt yfir
mér.
— Ojæja, það hefði nú líka
verið hrapallegt, ef eitthvað hefði
komið fyrir yður, sagði prófess-
orinn.
Sandra hafði tekið eftir að
Corinna roðnaði og orðið forvit-
in. Blake Ferguson var kunnur
maður og vinur Philips!
Eftir matinn var kaffið borið
fram á svölunum, sem lágu með-
fram þremur stofunum í húsinu
og voru með glerhlíf að utan-
verðu, svo að sá niður í garðinn
og var blómskrúðið þar laugað
í kvöldroðanum. Blöðin á pipar-
trjánum voriTlíkust kniplingum,
er horft var á kvöldhimininn
gengum þau.
— Manni finnst óskiljanlegt að
eyðimörkin skuli vera svona
nærri, sagði Corinna.
— Bíddu þangað til næsti
sandbylurinn kemur. . . . Og svo
er líka hægt að sjá eyðimörkina
hinumegin úr húsinu, sagði
Sandra og yppti öxlum. — Sand-
ur, sandur og aftur sandur! Og
blessaður maðurinn minn hefur
gaman af að róta í honurru
Hvernig gengur annars þessi
gröftur hjá þér, Philip?
— Ekki eins vel og ég óska,
svaraði prófessorinn. — Curtis
heldur að við verðum fyrir von-
brigðum. Hann hefur frétt um
einhvern fund austar, sem hann
sárlangar til að hnýsast L
— Langar þig til þess?
— Ef það er satt sem sagt er,
vildi ég gjarnan fá leyfi til að
grafa þar. En þetta er austur
í Arabíu, svo. . , ,
KALLI KUREKI
->f- -K-
■*-
Teiknari; J. MORA
— Komdu með ófétið innfyrir, Kalli.
Við skulum gá hvort hann er ekki á
*kránni yfir þá sem lýst er eftir....
— Hver er hann? Fannstu hann á
skránni?
— Ég held það nú! Hann var á
hverri einustu skrá síðastliðin 5 ár!
Þetta var hans aðalstarf, að ræna
banka.
— Þá áttu hjá mér einn til. Hann
hefði skotið mig og skilið eftir handa
gömmunum.
— Annað eins hefur þú gert fyrir
mig. Kannske við ættum að halda
skrá yfir það líka! Jæja, ég held ég
fari að tygja mig til heimferðar.