Morgunblaðið - 04.09.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 04.09.1964, Síða 10
10 MÓkCUNBLAÐÍÐ Fösludagur 4. sept. 1964 ☆ ÍE»RC/TTAFÉLAGIÐ íSpymir er ekki gamalt félag, að vísu hefir það starfað í allt sumar, en formlega var það ekki stofnað fyrr en 3. júlí s.l. íþróttafélagið Spyrnir er strákafélag, sem hefir aðset- ur sitt á Hamarskotstúninu í Hafnarfirði og hinir 35 til 40 meðlimir þess eru flestallir undir 14 ára aldri. Þama á túnunum fyrir ofan Flens- borg hefir félagið sinn eigin völl. í>að er ekki stór völlur og því keppt aðeins í 7 manna liðum, það er að segja þegar Þátttakendur í mótinu, félagar úr Spyrni, Spörtu og Fálkanum raða sér upp fyrir ljósmynd arann, Svein Þormóðsson, og eftix myndatökuna hrópuðu þeir ferfallt húrra fyrir Sveini. — ekki hvað sízt starsýnt á nokkurskonar skálabyggingu. Hún á sér að vísu fáa líka, en mörg spýtan hefir farið í hana, og margir naglarnir verið nelgdir til að koma byggingunni saman. Þil eru engin í skálanum heldur er þiljað af með striga. Stein- grímur húsvörður lýsti fyrir okkur byggingunni, (sern er að vísu ekki fullgerð), sagði að byggingunni miðaði vel áfram og ávallt væri að ber- ast að efniviður. Steingrímur leikur sjálfur lítið sem ekk- ert knattspyrnu, en vinnur þess meir við aðrar hliðar félagsstarfseminnar. Oddur ritari og Svavar gjadkeri sögðu okkur að vel gengi að innheimta félagsgjöldin. Þeir sem greiða gjöld sín fá prent uð skírteini í plast umslagi, en félagsgjaldið eru 10 krón- ur á mánuði. Aðrar fjáröflun arleiðir félagsins hafa verið Sunnudagur hjá strákunum í„ Spyrni" og „Spörtu“ Sigurgeir Rúnar og Haukur Eiríksson hindra sóknarlotu Spörtu. Sigurgeir skallar knöttinn, en Hrafnkell Óskarsson fær viS ekkert ráðið. — Viðar Sigurðsson hefur sent til Sigurgeirs Rúnas, sem ógnar nú vörn Spörtu, þar sem þeir reyna að stöðva Sigurgeir, eu Pétur Stephensen horfir vonsvikinn á. — stórkappleikir eru líkt og um þessar mundir, eru háðir þar á vellinum, en þar fer nú fram gífurlega spennandi og hörð knattspyrnukeppni milli þriggja strákafélaga úr ná- grenni Hamarsins, Kinnunum „Blokkunum", Tjarnargöt- unni og Arnarhrauninu. íþróttafélagið Spyrnir átti upptökin að þessu öllu saman og þegar ljósmyndari og fréttaritari Íþróttasíðunnar komu þarna í heimsókn s.L sunnudag stóð leikur milli Spyrnis og Spörtu yfir, — en auk Spyrnis eru þátttak- endur í mótinu Sparta og Fálkinn. Félagar í Spörtu eru af Tjarnarbrautinni og Arnar hrauninu. Formaður Spyrnis Helgi Ragnarssn og v. formaðurinn Sigurgeir Rúnar Sigurgeirs- son voru báðir að keppa með félagi sínu þegar við komum og gátum við því ekki náð tali af þeim, en við náðum í stað þess tali af gjaldkeran- um Svavari Geirssyni, ritar- anum Oddi Vilhjálmssyni. Húsverðinum Steingrími Guð mundssyni. Sölustjóranum Brynjólfi Jónssyni og vallar- vörðunum Ingvari Pálssyni og Ægi Vopnir Ármannssyni. Allir eru þessir strákar hinir snaggaralegustu og gáfu okk ur greinargóð svör við öllum spurningum okkar um félags starfsemina og knattspyrnu- keppnina sem nú stendur yfir þarna á Spyrnisvellinum. Þegar komið er að Spym- isvellinum verður mönnum Hæðarbolti hefur verið gefinn fram tii Helga formanns. Markvörður Spörtu, Gunnl. Sveinsson hleypur út til að bjarga, en Helgi skallar yfir hann og knötturinn dettur inn í markið. Hjaiti Magnússon virðist sjá hættuna, en verður að horfa á eftir knettinum í mark. öl meðal annars sala gosdrykkja og sælgætis. Sala þessi fór fram í einu herbergi skálans, en Brynjólfur sölustjóri sagði okkur hryggur í bragði að orðið hafði að leggja söl- una niður, vegna þess að þjófnaður komst upp. Stolið var 25 kr. virði af tómum flöskum og nokkuð af sæl- gæti. Sölustjórninn hvað sökudólgana vera smástráka þarna í nágrenninu, sem skildu ekki sem bezt félags- strfsemina. Annars sagði sölustjórinn að það hafi verið mikill ágóði af sælgætissöl- unni, t.d. lakkrísstöngunum, sem þeir keyptu á sjoppunum á 1 krónu skiptu þeim niður í sex hluta og seldu svo á 26 aura hvert stykki og fengu þannig 1.50 fyrir stöngina.- En við förum víst ekki út í þetta ævintýri aftur sagði sölustjórinn og brosti.— Völlurinn bar þess öll merki að vel var um hann hugsað af vallarvörðunum Ingvari og Ægi Vopnir. Völl- urinn var vel krítaður. Og þótt lítill sé, þá voru stæði- legar flaggahornstangir á sínum stað og línuverðir báru tilskyld flögg. Þegar við höfðum lokið við að spjalla við strákana um félagsstarfsemina og snérum okkur að því að fylgjast með kappleiknum sáum við að dómarinn í leiknum var enginn annar en formaður Knattspyrnuráðsins í Hafnar- firði Ragnar Magnússon. Við fengum þó fljótlega skýr ingu á þessu. Ragnar Magnús Framhald á bls. 19 (DuiiiiimmiiiHmiiHiiiiimiiiiiimmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiituiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimiiimimmimiimiiiimmimiiiimiiiiiimiiimimiiiHimmimiimimiiimui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.