Morgunblaðið - 04.09.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 04.09.1964, Síða 15
Föstudagur 4. sept. 1964 MQIRG U N BLAÐIÐ 15 ( Kirkjan i A-Þýzkalandi ] berst ekki | baráttu E= I — SamtaJ við Hanns Lilje, hiskup t= | /rd Hannover, yfirmanns Lúthers- | kirkjunnar í Þýzkalandi öllu EINN hinna erlendu kirkju Ifrömuða, seni þessa dagana sitja stjórnarfund Lút- herska heimssambandsins í Reykjavík, er dr. Hanns f= Lilje, biskup yfir kirkju g Lútherstrúarmanna í p Þýzkalandi öllu, bæði aust- != an tjalds og vestan. Lilje | biskup hefur kynnzt mörgu | í starfi sínu um dagana. | Hann sat járnaður í stofu- = fangelsi hjá Gestapo Hitl- | ers, var kunnugur Gördel- | er borgarstjóra í Leipzig, 1 eins aðalmanns samsæris- H ins gegn Hitler, svo og séra | Niemöller, sem kunnur var | af haráttu sinni gegn naz- | istum. Það er því ekki ó- f§ fróðlegt að heyra hvað | þessi merki kirkjufrömuð- | ur hefur að segja um eitt | og annað varðandi starf- |j semi þeirrar deildar kirkju I hans, sem starfar í Austur- = Þýzkalandi, og í því skyni | hitti fréttamaður Mbl. dr. | Lilje að máli urn stund í i gær. i= = Lilje biskup sagði í upphafi jÉ máls síns, að erfitt væri nú E orðið að fara til Austur-Þýzka = lands. = „Ég kom til Austur-Berlín- g ar fyrir viku, í fyrsta sinn eft- 5= ir að múrinn var reistur í borg inni,“ sagði biskupinn. „Múr- inn hefur víðtæk áhrif á starf- semi okkar. En við reynum að halda bræðralagi okkar svo nánu, sem kostur er, og við lítum ekki á okkur sem tvær aðskildar kirkjur í tveimur ríkjum, heidur eina kirkju- heild.“ Prófessorsembætti í guðleysi „Er ekki aðstaða kirkjunn- ar I Austur-Þýzkalandi erf- ið?“ „Ég mundi svara þessu ó- beint þannig, að ríkið rekur þar guðleysisáróður. Nú er svo komið, að stofnað hefur verið prófessorsembætti í guð leysi við háskólann í Jena. En á því leikur þó enginn vafi, að í landinu er trúfrelsi í sam- ræmi við stjórnarskrá þess. Hitt er svo annað mál, að um árabil hafa embættismenn og starfsmenn rikisins lagt að fólki að vera ekki meðlimir kirkjunnar.“ „Hvað getur kirkjan gert, til þess að mæta þessu?“ „Hún heldur áfram að boða fagnaðarerindið. Ég segi þetta ekki einvörðungu af guð- rækni, heldur er þessi stað- reynd sá styrkur sem er kirkj- unni stoð og stytta. Kirkjan reynir ennfremur að starfa, svo sem frekast er unnt, inn- an þess ramma, sem henni er settur varðandi afskipti af málum almennings. Einkum leggur hún sig fram við æsku- lýðsstarfsemi, en með misjöfn- um árangri. Þess er vænzt af flestum unglingum að þeir gangi í æskulýðshreyfingu kommúnista. Það er stundum mjög erfitt fyrir börn í skól- um að hlýða þar á marxistíska fræðslu hins opinbera um manninn og trúna, og síðan á það, sem þeim er kennt um sama efni á heimilum og í kírkjunni. Þetta er eitt stærsta vandamál kirkjunnar í Aust- ur-Þýzkalandi í dag.“ Kirkjan berst ekki vonlausri baráttu „Teljið þér, að kirkjan berjist vonlausri baráttu í Austur-Þýzkalandi?“ „Nei, alls ekki. Ef sú bar-. átta hefði átt að vinnast, hefði það gerzt fyrir 35—40 árum. Sú einfalda staðreynd, að kirkjan skuli enn vera tii í Sovétríkjunum og Austur- Þýzkalandi er að mínu áliti nægileg sönnun þess, að kirkjan berst ekki vonlausri baráttu.“ „Að vísu hefur kirkjan tap- að ýmsu, svo sem áhrifavaldi sínu meðal almennings og stöðu í þjóðlífinu. En á hinn bóginn hefur hún unnið tvennt. í fyrsta lagi endur- vakið traust almennings. I mörgum tilvikum treystir Dr. Hanns I.iije fólkið kirkjunni betur en áróðri hins opinbera. I öðru lagi hefur kirkjan sjálf öðlazt sterkari og einfaldari trú.“ „Þegar þér talið um að bar- áttan hefði átt að vinnast fyrir löngu, ef hún væri sigurstrang leg, eigið þér við Hitlerstíma- bilið?“ „Já, bæði það, og það tíma- bil guðleysis, sem á undan honum var, Á Hitlerstímanum trúðu opinberir embættis- menn því, að þeir gætu þurrk- að út kirkjuna gjörsamlega. Guð þurrkaði ýmislegt annað út. Hann setti punkt fyrir aft- an Hitlerstímabilið, en kirkj- an lifði.“ I fangelsi hjá Gestapo „Þér sátuð í fangelsi hjá nazistum, biskup?“ „Jú, ég var í stofufangelsi hjá Gestapo í Berlín í 10 mán- uði, frá ágúst 1944 til stríðs- loka. Ég var handjárnaður, hafði ekkert til að lesa og gat = ekkert skrlfað. Ég hafði ekk- = ert að gera annað en að hugsa = og biðja. Yfirleitt gerum við = ekki nóg af þessu tvennu." „Hver var ástæðan til þess, == að þér voruð handteknir?“ „Það má segja að röðin hafi = verið komin að mér, jafnvel = löngu komin að mér, sökum = predikana minna og ræðu- = halda. Löngu áður en ég var = handtekinn var búið að banna = mér að ferðast, flytja ræður = eða skrifa." = „Nú, það sem reið bagga- §§ muninn var að ég var kunn- = ugur nær öllum þeim mönn- = um, sem stóðu fyrir samsær- = inu gegn Hitler 20. júlí 1944. = Ég var handtekinn fyrir að = vilja ekki segja til þeirra. Ég = þekkti vel Gördeler, fyrrum = borgarstjóra í Leipzig, hrein- = skilinn mann og kristinn. = Hann kom á heimili mitt og = spurði mig ráða, hvað ég og = gerði.“ 3 „Eftir samsærið var Gördel- = er í felum fyrst í stað. Ein 3 milljón marka var sett til höf- = uðs honum og allir þeir, sem = þekktu hann, var skipað að = afneita honum. Ég neitaði að = gera það, og þá var mælirinn = fullur.“ „Að lokum, biskup, teljið 3 þér að svipað sé ástatt fyrir = kirkjunni í Austur-Þýzka- 3 landi, og var á tímum Hitl- 3 ers?“ = „Að nokkru leyti, þó ekki 3 öllu. Það er ávallt erfitt að = standa andspænis einstreng- 3 ingslegum járnviðjahugsjón- 3 um. í einræðisríkjum koma 3 stjórnmálastefnur oft í stað 3 trúar. Það er ætlazt til að 3 fólk trúi aðeins á ákveðna 3 stjórnmálastefnu. Auðvitað || gerir fólkið þetta ekki, en því = er sagt af yfirvöldunum að gera það“, sagði dr. Lilje, biskup frá Hannover að lok- um. guðleysi skóla Prófessorsembætti í stofnað við a-þýzkan ÍiÍ<IHIHIHIIIHHIHIIHHIIttllllHHIHHIIIHItiHIIHHUHIHIHHIH(UHtHIIHHIUUHHIIHIUUIIHUtlUIHUHIIIUIHIUIHIUIIIIIHIHIIHIIHIIHIIIIIItlHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIHItlllllltlltHltUIHIIUUHUIIHtllH UHUIHUIUtlUIIHUIIIIUIHIIUIItinUtfnilUIHIUIItHIHIHIUtltllltHIIIHHIIIIIIIIHIIIUIIIIIUUIIIIIIÍH I DAO, 4. september, fa-r* fram forsetakosningar í Chile og er órslita þeirra beðið með mikilli eftirvæntingit í öllum ríkýum Ameríku. Er ástæðan sú, að veru legar líkur eru til þess, að konvm únistar og sósialistar nái þar •tjórnartaumunum í lýðræðisleg •u kosntngum, sem i sér engin fordæmi í sjálfstæöum rikjum, •g það mundi hafa áhrif langt it fyrir landamæri Chile. Helztu vandamálin, sem Chile- búar eiga við að etja og sem kosningabaráttan hefur snúizt «m, eru hin sömu og í öðrum ríkjum S-Ameríku: — hið geypi- víða bil milli ríkra og fátækra, vannæring fjölda manna og menntunarskortur, brýn þörf um bóta í landbúnaðarmálum, nauð •yn þess, að stemma stigu fyrir flóttann úr sveitunum til borg- •nna, sem m. a. kemur fram í vaxandi og fjölgandi fátækra- hverfuiu, — og síðast ea ekki sízt margra árá vérðbólga og að efnahágur landsins er um of háð- ur einni framleiðslugrein —. koparvinnzlu. Eru nokkrar stærstu koparnámur heims í Chile og koparinn að mestu seld ur til Bandaríkjanna. Á síðasta ári nam koparútflutningur 66% af heildarútflutningi ríkisins. Á hinn bóginn er allmikill stjórnarfarsiegur munur á Chile og öðrum ríkjum S-Ameríku — og einmitt hann gerir kosning- arnar í dag svo mikilvægar. Þær eru taldar örugg mynd af vilja íbúanna og visbending um það, hvert hugur íbúa S-Ameríku muni stefna á næstu árum. Stjórnmál og stjórnskipan lands- ins, sem telur 7—8 milljónir íbúa — hafa um árabd einkennzt af lýðræðislegum háttum. Fram- farir hafa orðið þar miklár á síðustu árum og lífskjör þar dl- mennt talin góð miðað við önnur ríki S-Ameríku. Landið er auðugt *ð náttúrugæðum og lofts lag víðast þægilegt. Og það varð þjóðinni til framdráttar að fjöldi N-Evrópubúa m. a, Þjóð- verja fluttist þangað og hafa þeir með dugnaði hvatt landsmenn til dáða. Verk- smiðjur hafa þotið upp, námu- gröftur farið vaxandi og fram- leiðsla landbúnaðarins batnað. Til dæmis eru sumar víntegundir Chile-búa sagðar svo góðar, að jafnvel Frakkar sleiki út um. ★ ★ ★ Tveir helztu frambjóðendur til forsetaembættisins nú eru Edu- ardo Frei frá flokki Kristilegra demókrata og Salvador Allende frá flokkasamsteypunni Frente Revolucionario Acción Popular — FRAP — en heiztu grein- ar þess flokks eru sósíal- istar, sem svipar helzt til „Nenni“ sósíalista á Ítalíu, komm únistar, brot úr flokki róttækra, sem kallast Endurréisnarflokk- urinn og Þjóðlegi lýðræðisflokk- urinn. Þriði frambjóðandinn er Julio Duran úr flokki róttækra, sem hefur svipuðu hlutverki að gegna og flokkur frjálslyndra í Bretlandi. Flokkur Kristilegra demókrata í Chile er aðeins 30 ára, en með- limum hans hefur fjölgað ótrúlega ár frá ári. Kristilegir demókratar í S-Ameríku eru yfirleitt miklu róttækari, en nafn ar þeirra í Evrópu og hafa þeir því unnið víðtækara fylgi en nafnið gefur til kynna, m. a. flestra þeirra, sem andvígir eru Castro-lausninni á vandamálum S-Ameríku. í Ghile hafa trúmál ekki lengur nein áhrif á stjórn- málin, en sú var tíðin, að nær því hver einasti stjórnmálaflokk úf landsins var klofinn í fylking- ar trúaðra og ekki trúaðra. Segja Chilemenn nú, að fáir undir fer- tugu láti trúmál sig nokkru skipta, þegar um stjórnmál sé að ræða. Edúardo Frei er sem fyrr seg- ir frambjóðandi kristilegra demó gata, en nýtur jafnframt stuðn- ings hægri flokkanna, þar sem þeir eiga ekki annars völ í bar- áttunni gegn Allende, sem lofar alþýðu landsins gulli og grænum skógum í paradís kommúnism- ans. f kosningaáætlun Freis «r gert ráð fyrir verulegum endur- bótum í landbúnaðarmálum og nokkurs konar áætlunarbúskap. Vill hann flýta umbótum en þó ekki svo, að þjóðnýta allar jarð- eignir stórbænda þeg'ar í stað. En segja má, að landbúnaðurinn sé með öllu í höndum u þ.b. 600 stórbænda. Þá er Frei þess fýs- andi, að stjórn landsins fái meiri ítök í kopariðnaðinum en kveðst andvígur algerri þjóðnýtingu „sem sakir standa" og gefur þannig í skyn, að til þeirra ráða væri hann þó vís að grípa, ef hann teldi nauðsynlegt. Iðnaður- inn í Chile er á fárra aðila hönd- um. Þrír bankar hafa yfir að ráða nær þrém fjóðu hlutum af fjámagni þjóðarinnar og nokkur stórfyrirtæki, sem m. a. margir þingmenn eiga aðild að, velta u.þ.b. 40% þjóðarteknanna. í utanríkismálum kveðst Frei viija halda sömu stefnu og frá- farandi íorseti — að Chile sé óháð ríki en hlynnt Vesturveld- unum. Er haft eftir einum stuðn- ingsmanna Freis, að hann kæri sig ekki um að lenda í deilum við Bandaríkjamenn — því að Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.