Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 21
Föstudagur 4. sept. 1964 MOkGUNBLAÐlÐ 21 - Chile Framhlad af bls. 15 „við viljum halda áfram að fá frá þeim lán og greiðslufresti“. FRAF-samsteypa vinstri flokk anna — hefur hinsvegar ekkert á móti smá átökum við Banda- ríkjamenn. Sósíalistar eru fjöl- mennastir í þessari fylkingu, en að framkvæmdasemi, atorku og hörku skara kommúnistar fram úr þeim og þeir ráða stefnunni. Er það helzta orsök ótta andstæð inga Allendes við valdatöku hans.Sjálfur er Allende ekki flokksbundinn kommúnisti. Hann kveðst vera marxiskur þjóðern- issinni og hlynntur Fidel. Castró á Kúbu og stefnu hans. Allende hefur lengi verið áhrifamikili í etjórnmálum Chile og nafn hans flaug um öll ríki S-Ameríku árið 1958, í síðustu forsetakosningum, er litlu munaði að hann ynni. Hann hlaut aðeins 34.000 atkvæð um færra en Alessandri, sem kjörinn var. Eins og margir forystumenn kommúnista í S-Ameríku er Alleride kominn af einni hinna auðugustu og valdamestu ætta landsins og er sjálfur vel efnum búinn. Hann fæddist árið 1908, sonur auðugs öldungardeildar- þingmanns — lagði stund á lækn isfræði og starfaði sem læknir á geðveikrahæli til 27 ára aldurs, er hann var kosinn í fulltrúa- deild þingsins. Átta árum síðar, tók hann sæti í öldungadeildinni þá 35 ára. Hafði hann á þessum árum skrifað mikið um þjóðfé- lagsmál, — hundruð blaðagreina og gefið út bók um ýmis aðsteðj- andi vandamál. Vann hann sér mikla hylli fjöldans og stuðning forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar, sem um langt skeið hefur verið vel skipulögð og öflug í Chile. Jafnframt snerist hann æ meira til vinstri. Sú var tíðin, að hann lýsti því yfir, að aðeins Mao Tse Tung væri nógu brjálaður til að þjóðnýta málm- iðnaðinn — en síðan er mikið vatn runnið tirsjávar og Allende hefur lýst sig fylgjandi Mao um marga hluti. ★ ★ ★ Kommúnistaflokkur Chile óx mjög fiskur um hrygg á árunum upp úr 1940 og árið 1947 hafði flokkurinn fengið 20 menn á þing og þrjá ráðherra í stjórn. Árið eftir var flokkurinn bann- aðu og gilti það bann í 11 ár. En það var fyrst með stofnun FRAP fyrir nokkrum árum sem grundvöllur var lagður að nú- verandi valdaaðstöðu þeirra. Við þingkosningarnar fyrir þrem ár- um hlaut FRAP nálægt þiðjung þingsæta og á síðustu árum hafa samtökin náð algerum tökum á verkalýðshreyfingunni. Skipa sex kommúnistar og fimm sósíal istar framkvæmdastjórn hennar. Og FRAP hefur þegar gert ráð- stafanir til að færa út áhrifa- svæði sitt, — m. a. skipað sér- stakt verkalýðsráð fyrir alla S-Ameríku og fleiri nefndir og ráð sem hafa svipuðu hlutverki að gegna. Sem fyr segir eru líkurnar fyrir sigri Allende taldar veru- lega, þótt margir spái Frei naum um sigri. Fyrir hálfu ári fóru fram mikilvægar aukakosningar til þingsins, sem af hálfu stjórn- málaflokkanna voru sagðar prófsteinn á komandi forseta- kosningar. FRAP fór þar með eigur af hólmi og hefur notað hann óspart í kosningabarátt- unni. >á varð það mjög til að auka fylgi Allendes, þegar stjórn Chile sleit stjórnmálasambandi við Kúbu fyrir nokkrum vikum í samræmi við samþykkt sam- taka Ameríkuríkja. í ríkjum S-Ameríku hefur verið fylgzt af eftirvæntingu með kosningarbaráttunni í Chile og margir bíða úrslitanna með upp. Fréttamenn benda á, að Chile búar muni að sjálfsögðu verja atkvæðum sínum eins og þeir telji heppilegast fyrir þeirra eigin hagsmuni — og velti því vart mikið fyrir sér, hvort úrslit kosninganna kunni að hafa ein- hver áhrif á úrsl.vt forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum eða at burði í öðrum ríkjum S-Ame- ríku. En afleiðinganna af kjöri Allendes kynni að gæta víða. í auðugum en vanþróuðum ríkjum, svo sem Colombia og Venezuela, þar sem Frjálslyndir íhaldsmenn og Sósíaldemókratar fara með völd, gætu kröfur þeirra, sem telja þessar stjórnir of hægfara, orðið til þess að koma þar til valda mönnum, er væru öllu ábyrgðarlausari en Allende. Hin sömu gætu áhrifin orðið í Norð- BK’AK Buenos Aires Sigurvegarar á alþjóðaskák- mótinu í Buenos Aires urðu þeir Keres og Petros.jan, hlutu 1214 í 17 skákum. 3. Robert Byrne 1114; 4. M. Najdorf 11; 5.-6. El- iskases og Gimard 10; 7. J. Bol- bochan 914; 8.-10. Dr. Filip, H. Pilnik og Garcia 9; 11. Rossetto 8; 12.-14. Schweber, WexlerogRub- inetti 7; 15.-16. Bielicki og Fogul- man 6; 17. Letelier 514; 18. Oli- vera 214. Amsterdam Larsen sigraði á I. B. M. skák- mótinu í Hollandi. Hann hlaut 7. vinninga í 9 skákum; 2. Donn- er 614; 3. Dúestein 6; 4. Lehmann 514; 5. V. Scheltinga 5; 6. Kuijp- ers 414; 7.-8. Barcza og Pirc 314; 9. J. Enevoldsen 3; 10. Van Geet 14. í næsta flokki sigraði Júgó- slavinn Karaklajic, með 8 vinn- ingum, en landi hans Bertok var í öðru sæti með 6 vinninga. Eftirfarandi skák er tefld í meistaraflokki á I. B. M. skák- mótinu í Amsterdam. austur-Brazilíu, þar sem milljón- ir manna búa við hálfgert hung- ur og vonleysi, svo ekki sé talað um einræðisríkin, þar sem eina leiðin til að sýna hug sinn er ofbeldið. Slík þróun málanna gæti haft mikilvæg áhrif á stjórn og stefnu Bandaríkjanna og yrði vart lengi að sundra samtökum Ameríkurí kj anna. (Grein þessi er byggð á grein- um eftir Halldór Sigurðsson og J. Halcro Fergusson, fréttamann OBSERVERS). Hvítt: R. Karaklajic (Júgóslavíu) Svart: L. Kerkhoff (Hollandi) Tveggja riddara tafl. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bc4, Rf6; 4. d4, exd4; 5. 0-0, Rxe4; 6. Hel, d5; 7. Bxd5, Dxd5; 8. Rc3, Da5; 9. Rxe4, Be6; 10. Bd2, Df5. Allt eru þetta leikir sem hafa verið notaðir áður í fjölda skáka, en síðasti leikur svarts er áreið- anlega einn sá lakasti sem sv. á völ á í stöðunni. Rökrétt virðist mér Bb4, eða Dd5, en þar er drottningin „sentralíséruð“ og reynslan hefur sýnt að sv. er aldrei í neinum teljandi erfið- leikum, vegna þess hve auðvelt er að ná mannakaupum í svo opinni stöðu sem þessari. 11. Bg5, h6. Svartur er þegar í erfiðleik- um, þar sem hann getur ekki leikið 11. — Be7 vegna Bxe7 og sv. verður að drepa til baka með kóngnum vegna hótunarinnar Rxd4. 12. Bh4, Bc5; 13. b4!?, Bb6; Hversvegna? Eftir 13. — Bxb4; 14. Rxd4, Dd5! T. d. 15. o3, Rxd4! Eða 15. Rxc6, Dxdl; 16. Haxdil, bxc6; 17. c3, Be7 og svartur hef- ur ekkert að óttast.14. a4, a6; Skárra var a5. 15. b5, axb5; 16. axb5, Hxal; 17. Dxal, Ra5; 18. Rxd4, Bxd4? Svartur skynjar ekki nauðsyn þess að halda Bb6, sem hemli á miðborðsaðgerðir hvíts. Bezt var 1'8. — Dg6 og svartur er engan veginn glatað- ur. 19. Dxd4, 0-0; 20. Bf6! Náðar- stuðið. Eftir 20. — gxf8; 2)1. Rxf6t Kh8; 22. Rd7f, Kg8; 23. He3 og vinnur. 20. — Dg6; 21. He3, He8; 22. Bxg7, Dxg7; 23. Hg3, Bg4; 24. Hxg4, Dxg4; 25. Rf6t, Kf8; 26. Rh7t, gefið. Svartur missir nú Dg4 og svartur stendur uppi með H og R gegn D en hvítur hefur auðunna stöðu. Skyndimyndir Templarasundi 3. Passamyndir — skírteinis- myndir — eftirtökur. Steinbeck Framh. af bls. 2. mola eins og eggjaskurn eða aumingja Humpty Dumpty í bókinni hans Lewis Carroll’s um Lísu í Undralandi", sagði ritJhöfundurinn. Til þess að reyna að líma Humpty Dumpty saman á nýjan leik skrifaði Steinbeck því til Iz- vestia og ritstjóri blaðsins, Aleksei I. Adzubei birti síðan bréfið í gær og bætti við frá eigin brjósti: Kaéri J. Steinbeck. Þér báð- uð mig um að birta bréf yðar í þeirri von að Humpty Dumpty yrði heill að nýju. Við skulum láta það heita svo, að okkur hafi tekizt að líma karlinn saman.“ í bréfi sínu til blaðsins komst Steinbeck m.a. svo að orði: „Eg met mikils vináttu þeirra Rússa sem ég kynntist í ferð minni austur og það væri hryggilegt, ef þessi skort- ur minn, á háttvísi yrði til þess að breyta þar einhverju um“, sagði Steinbeck og bætti við: „Mér varð ljóst á ferðum mínum í Sovétríkjunum að það er fleira skylt með okkur en óskylt.“ En hver er Max? Það var svo að sjá af Iz- vestia í gær, sem fleiri myndu geta tekið undir það sem Steinbeck sagði síðast. Bréf sovézka rithöfundarins Alex- anders Krivitskys bar það greinilega með sér, að rithöf- undar í Sovétríkjunum eiga líka á stundum erfitt með að muna nöfn kollega sinna í Bandaríkjunum. Krivitsky sagði að hann hefði verið hreykinn af því að sér skyldi send ræða Stein- becks og þakkarbréf. „Eg hitti hann aldrei sjálfur,“ sagði Krivitsky, „en hélt að hann hefði kannski lesið bókina mína“. >ó kvaðst Krivitsky hafa furðað sig á því, að Stein beck hefði í bréfinu beðið fyr- ir kveðjur frá konu sinni og einhverjum Max, sem Kriv- itsky kvaðst ekki hafa borið kennsl á, en gert að því skóna að myndi verið hafa „Max Al- bee, sem kom með Steinbeck til Sovétríkjanna.“ Samferðamaður Steinbecks í Sovétríkjunum var banda- ríski leikritahöfundurinn Ed- wards Albee. POLYDOR PLÖTUR STEREO MUSICALE AFBRAGOS STEREO UPPTÖKUR SOUTH OF THE BORDER 7 LE ROY ANDERSON DANCING PERCUSSION TOOTS THIELEMANN CATARINA VALENTE COMMAND PLÖTUR PERSUASIVE PERCITSSION BONGOS BONGOS ROMAN GUITAR TONY MOTTOLA PROVOCATIVE PERCUSSION O. FL. MEÐ 35 MM SEGULHLJÓMI AL CAIOLA ÞEKKT „TOPP“-LöG NÝÚTKOMNAR DEUTSCHE GRAMMOPHON PLÖTUR CHOPINVALSAR T. VASARI LEIKUR CHOPIN W. KEMPFF BRAHMS CBS PLÖTUR BROTHERS 4 EYDIE GORME „ MAHALIA SERKIN BR. WALTER MAHLER OG MOZART OG FL. GOTT Við leitumst við eftir megul að hafa vandaðar upptokur i flutningi, sem heztur er talinn — við höfum gaman að músik eins og þér. H V [ R FIT (í N A R Hverfisgötu 50. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu KÁPUÚTSÖLUNNI lýkur í dag (juÉruncirbú& cí J(L cipijcirótícj 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.