Morgunblaðið - 19.09.1964, Síða 1
61. argangur
24 siður
219. tbl. — Laugardagur 19. september 1964
PrentsmiSjfi Morgunblaðsin*
Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, á fundi með blaðamönnum í Ráðherrabústaðnum í gær. Mun þetta vera fjöl-
mennasti blaðamannafundur, sem íslenzkur ráðherra hefur haldið.
Ekki ástæða til að breyta reglunum
um ferðir varnarliðsmanna
sagði forsætisráðKerra á fundi með erlendum
fréttamönnum í Reykjavík í gær
Ekkert hefnr verið rætt um staðsetningu kjarnorkuvopna d
íslandi - höfuðverkefni varnarliðsins að fylgjast með erlendum
*
kafbdtum d höfunum umhverfis Island
DR. BJARNI Benediktsson,
forsætisráðherra, hélt í gær
blaðamannafund með 43 er-
lendum blaðamönnum, sem
hingað eru komnir á vegum
Atlantshafsbandalagsins og
munu fylgjast með æfingum
Norður-Atlantshafsfíotans nú
um helgina. Blaðamannafund
urinn var haldinn í Ráðherra-
bústaðnum og voru þar reif-
uð ýmis mál, sem snerta að-
ild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu og dvöl banda-
ríska varnarliðsins á Kefla-
Goldwoter ^
hótað tilræði
SpringfieXd, Missouri 18.
septemtær, AP.
LÖGREGLAN og dagblaff eittl
hér í borg fengu í dag þau|
i skilahoð símleiðis að Gold-
water yrði skotinn þar þáJ
um daginn. Var hringt til 1
beggja tveimur tímum áður*
ien Barry Goldwater, forseta-
efni repúblikana, átti að koma |
til borgarinnar til þees að
flytja þar kosnin.garæðu. t
bæði skiptin voru skilaboðin
samhljóða: ,Jig hélt ykkur
væri kannske akkur í að vita,
að það á að skjóta Goldwater
hérna í dag.“ Maður hringdi y
til lögreglunnar en til dag- í
blaðsins hringdi kona, full-1
orðin að því er virtist.
víkurflugvelli. í upphafi fund
arins ávarpaði forsætisráð-
herra hina erlendu gesti, en
að því búnu var bann spurð-
ur margra spurninga og fara
hér á eftir nokkur aðalatriði
þess, sem fram kom á fund-
inum. Forsætisráðherra sagði
m.a., að hann teldi ekki
ástæðu til að breyta þeim
reglum, sem nú giltu um ferð-
ir varnarliðsmanna frá Kefla-
víkurflugvelli og ennfremur
lagði hann áherzlu á, að hér
á landi væru engin kjarn-
orkuvopn og engar umræður
hefðu farið fram um stað-
setningu slíkra vopna á Is-
landi. Ennfremur skýrði for-
sætisráðherra hinum erlendu
blaðamönnum frá því, að mik-
ill meirihluti íslenzku þjóð-
arinnar væri fylgjandi aðild
að Atlantshafshandalaginu og
dvöl varnarliðsins á íslandi.
Þá gat hann þess, að höfuð-
verkefni varnarliðsins hér á
landi væri að fylgjast með
Gylfl Þ.
Gísiason til
Austur-Kína
Einkaskeyti til Mbl. frá AP
Tókíó, 17. september.
GVLFI 1». Gíslason, viðskipta
málaráðherra, ag kona hans
fóru frá Peking í dag til þess
að heimsækja Hangehow,
Shanghai og fleiri borgir í
Austur-Kína, að því er út-
varpið í Peking hermir.
í för með ráðherrahjónun-
um var Chu Tu-Nan, forseti
sambands þess sem sér um
menningartengsl við önnur
lönd.
Apollo út í geiminn
Kennedyhöfða, Florida,
18. sept — AP.
í DAG var skcctið á loft frá
Kennedyhöfða risaeldflaug aí
Satumusgerð og flutti hún með
sér tilraunalíkan af tunglfarinu
Apollo.
Þetta er annað tilraunaskotið
í röð tilrauna, sem miða að |því
að koma geimfari til tunglsins, og
sjöunda tilraw Bandaríkja-
manna með Satumus-eldflaug,
sem vel heppnast.
Ekki var gert ráð fyrir að end
urheimta geimfarið sem brenna
mun upp í geimnum eftir þrjá
daga, að því er talið er, en vís-
indamenn gera sér vonir um að
ná Xjóismyndatækjum sem fylgdu
Satúrnusi og Apollo á loft til að
skrá ferðir þeirra.
erlendum kafhátum á höfun-
um umhverfis ísland og sagði,
að íslendingar ætluðust ekki
til að varnirnar væru einung-
is í orði, heldur væru þær
einnig traustar og haldgóðar,
ef á þyrfti að halda.
GÓ® SAMBÚÐ.
Hér fer á eftir frásögn af því
sem fram kom á fundi fbrsœtis-
ráðherra með inrdendum og er-
lendum blaðamönnum í Ráðherra
bústaðnum í gær:
í upphafi blaðamannafundar-
ins ávarpaði forsætisráðherra,
Framhald á bls. 23.
Atðk 3
Tonkin
flóa
Washington, 18. septemlser (AP)
TVEIR bandarískir tundurspillar,
sem voru á eftirlitsferð um Ton-
kin-flóa, á alþjóðasiglingaleið,
eru sagðir hafa hafið skothríð í
kvöld á það sem þeir héldu vera
tundurskeytabáta kommúnista-
stjómarinnar í Norður-Viet-nam.
Sendu tundurspillarnir frétta-
skeyti um atvik þetta til Was-
hington, en gátu bess ekki hvort
skotið hefði verið á þá sjálfa. —
Nánari fregnir hafa ekki borizt
af því sem skeði austur þar, en
bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið er að grennslast fyrir um öll
málsatvik. Verst ráðuneytið, sem
og skrifstofa forseta og forsætis
ráðuneytið allra frétta, en Mc
Namara, varnarmálaráðherra gaf
síðdegis í dag út yfirlýsingu um
atvik þetta, og sagði að ekki væri
að vænta frekari upplýsinga fyrr
en lokið. væri rannsókn málsins.
Orðrómur komst á kreik ran
það í Pentagon fyrr um daginn
að eitthvað alvarlegt væri á
seyði, er McNamara hætti snögg
leiga við að fara til Chicago, en
þar átti hann að halda ræðu síð
degis og er Dean Rusk, utanríkis
ráðherra, afturkallaði fund sinn
með ' sendiherra Hollands um
sama leyti, þóttust menn vissir
í sinni sök.
Lét McNamara svo út ganga
þau boð síðdegis að borizt hefðu
óljósar og sundurlausar fregnir
um viðureign að næturþeli á
Tonkinflóa, á alþjóðlegri siglinga
leið en ekki hefði verið tilkynnt
Framhald á bls. 23.
Ísafold 90 ára
Björn Jónsson, ritstjóri og ráðherra, stofnandi Ísafoldar — 90 ár
eru liðin í dag frá því að ísafold hóf göngu sina. Er þessa merk-
isatburðar minnzt í grein á bls. 13,14 og 15.