Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 23
MORGU NBLAÐIÐ 22 Laugardagur 19- sept. 1964 iiiiiiiiiHiiiimituiuismiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiitKiHHiiiHHiiiiiiiiiiiiiiiiUiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimiiiimHiiiiiiuitiiiitiiiiiiiitiiiiiiiiitimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Skýrt var svo frá í blað- inu í gær, að síðastliðinn mið vikudag setti Hilmar Krist- jánsson íslandsmet í hækkun ar- ag hæðarflugi á svifflugu: Náði hann 6,300 metra hæð, eða um 21 þús. fetum, án þess að hafa súretfni. í>ess má geta, að Viscount-fcélamar fljúga yfirleitt talsvert neðar. Morg unblaðið átti í gær samtal við Hilmar og spurði hann um flug þetta. „Er ekki glæfralegt að fara súrefnislaus í svona mikla hæð?“ „Jú, það er dálítið glæfra- legt. I>að er talið að nota eigi súrefni í yfir 3000 metra hæS. Ástæðan fyrir því, að ég tók ekki með súretfni var sú, a* Hiittur Kristjánsson i einni af svifflugum SVFl. S1 Náði 21 þús. feta hœð í sviffíugu án súrefnis Rætt vib Hilmar Kristjánsson strákamir voru búnir að fara nokkur flug og tókst ekki að komast upp fyrir 2,500. Að- eins ein sviffluga etr með súr efnistæki, svo að mér fannst ekki ástæða til að fara á henni. “ „En lenturðu svo I sérstak- lega mikiu uppstreymi?“ „Já, ég notaði bylgjuupp- streymi, sem þama var, og flaug fram og til baka milli Sandskeiðs og Vífilsfells, þar tii ég hafði náð 4000 m hæð f»á fiaug ég út yfir Þingvalla- vatn og tók síðan stefnu á Esjuna. Er að Esju kom var ég í 2500 m, en þá komst ég inn í bylgjuuppstreymið aftur. Mælirinn, sem sýnir hækkun- ina er ekki gerður fyrir meira en 5 m á sekúndu. Hann var í botni alveg þangað tii ég Hilmar Kristjánsson. Var kominn í 6300 m, þorði ekki hærra og filauig vestur úr bylgjunni. Vindillaga ský, sem eru merki um bylgjuupp streymi, voru í 5000 til 7000m, svo að ég hefði sennilega kom izt upp í 8000-9000 hefði ég haft súrefni meðferðis." „Varstu ekki orðinn hrædd ur við súrefn isskort ? “ „Jú, ég var það nú. Ég hef aldrei reykt og ég vissi, að ég gat synt lengur í kafi en flest ir aðrir, svo að ég lét mig haf a þetta. Annars var éig stöðugt á verði og reyndi að finna á sjáifum mér merki um súr- efnisskort. f>að er svo hætt við, að menn sofní fyrirvara- laust undir sLíkum kringum- stæðum og þá er ekki að sok- um að spyrja. Ég horfði sí fellt á negiumar á mér, því að þær eiga að verða fjólufedá ar, ef súrefini vantar. Annað einkenni þekkti ég. Það er, þ /e menn verða sljóir og sein ir að hugsa. Ég margfaldaði því í gríð og erg hvert reikn ingsdæmið á fiætur öðru, til þess að komast að, hvort ég væri að sljóvg.ast.“ „Var ekki kalt þarna uppi?“ „Það var yfir 30 stiga frost, en ég var mjög vel búinn. Þó var mér kalt á fótunum og týndi alveg támuim. Þær ætl- aði ég aldrei að finna aftur. Mæiaborðið varð allt hrímað og þegar ég lenti kx>m héla á vængina.“ „Hvert fórstu, þegar þú komst út úr uppstreyminu í 21,000 feta hæð?“ „Þá flaug óg yfir skýjum til Reykjavíkiur, en sá hvergi niður, nerna í gagnum smá gat að Gufunesi. Þar gat ég áttað mig á því, hvar ég var og tók steifnuna í austur. Það fyrsta, sem ég sá eftir þetta, var ÖIÆuisá. Þá hef ég líklega verið yfir Hveragerði í 5,500 m hæð. Ég sá þá autt svæði til að komast niður fyrir ský- in og fór í sturtufluig á 140 km hraða með íullum brems um á 5 mínútum yfir Hafnar- fjörð og var þá feominn niður í 1300m. Síðan flaug ég að Sandskeiði undir skýjum og Ienti. Það var synd að eyða þessari miklu hæð í sivo stutt flug, því hún hefiði nægt til 200km, flugs í stiiltu veðri. „Hvað hefurðu komizt hátt áður?“ „Ég náði 4,300m hæð, þeg- ar ég tók siifúr-C fyrir ein- um mánuði.“ „Hvað er næsta próf?“ „Það er guil-C og síðan eru til 1, 2 og 3 demantar. í gull-C þarf að fljúga 450 km vegalengd og hækka sig um 3000m.“ „Hvað hækkaðir þú þig mik ið?“ „Um 6000m. 1 damiantspróf er 5000m hækkun, svo að ef ég næ gull-C, þá fæ ég dem- antinn sjálfkra.fa.“ ummuiiimiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiitmiuiiiiiiimiiiiiii uiiiiimiiimmmiiiiimimmmiiiiiiiiiiuimiiimimiiiiimiiiiiicmmimiiifmiiiiiiiitt — Forsætisráðherra Framh. af bls. 1. Ihina erlendu blaðamenm og Eagði að ánægjulegt vséri, að iþeir hefðu heimsótt ísland og það væri von íslendinga, að þeir eettu hér góða drvöl þann stutta tíma sem þeir yrðu hér á landi. Fyrsta spurningin, sem forsæt- isráðherra var spurður að, var á þá leið, hver væri ásteeða þess eð sambúðin milli varnarliðs- manna og íslendinga hefði ver- ið, betri imdamfarin þrjú ár, eins og fullyrt hefði verið, en oft áður. Forsætisráðherra svaraði epurningunni á þessa leið: „Ég held að það sé orðum aukið að ástandið hafi verið svo elæmt áður fyrr sem sagt hefux verið. Ég mundi segja, að sam- búðin sé góð þegar á alit er lit- ið og áigætur skilningur riki milli varnarliðsins og íslendinga. Hitt er rétt,“ hélt fiorsætisráðlherra á- fram, „að samlbúðin hefur verið bebri síðustu árin en nokkru einni fyrr. Sumir segja að betra eé að hafa flotamn hér á landi en flugherinn af því að flotinn hefir víðar farið um heiminn og því vanari. að umgangast erlend- ar þjóððir. En það er sannfær- ing mín að auðvelt verði að íinna iausn á þeim vandamálum eem upp koma hverju sinni ef ekilningur ríkir á báða bóga, bætti hann við. Þá var forsætisnáðherra spurð- ur að því hvort algengara væri nú en áður að vamarliðstnenn giftust íslenzkum konum. Hann evaraði því til, að nokkrir varnar liðsmenn hefðu kvænzt ísl. konum, en hitt væri sönnu næar að slíkum giftingum færi fækk- andi heldur en hitt. F.NGIN ÁSTÆÐA AB BREYTA TIL. ' Síðan minntist fiorsætisráðlherra 6 þær hömlur, sem lagðar hafa verið á ferðir vamarliðsmaruna utan Keflavíkurstöðvarinnar og sagöi, að það væri álit flestra ísiendinga, að nauðsynlegt væri *ð hafa þær reglur sem gilt hefðu. „Éig tel óráðlegt að breyta þeim regium, sem settar hafá verið um ferðir vamarliðs- *nanna“, sagði hann. „Við búum í litlu landi og áhrifin af dvöl erlends hers eru þvi meiri hér en annars staðar. Þær reglur sem nú er farið eftir hafa komið í veg fyrir árekstra, sem ella hefði mátt vænta,“ sagði hann enn- frernur, „og því er skynsamlegt fið breyta þeim.“ „Hver er ástæðan til þess, að varnarliðsmönnum hefur ekki verið heimiH að ganga í borg- eralegum fötum?“ var nú fior- sætisráðlherra spurður. Hann sagði að áður hefðu her- mennirnir haft leyfi til að klæð- est borgaralagum fötum, en reynslan af því hefði ekki verið góð. Sumir hefðu haldið fram, að í skjóli sinna borgaralegu klæða hefðu hermenn reynt að koma sér inn á staði, þar sem þeir áttu ekki að vera og slíkt . gæti orðið orsök að misklíð og misskiinmgi mrili varnarliðs- manna og íslendiinga. „Aftur á móti finnst mér rétt að taka fram,“ bætti forsætisráð herra við, „að ég skil veL, að þeim mönnum sem hingað eru komnir frá erlendu landi til að veirja okkur, komi það spánskt fyrir sjónir að þurfa að hlita þessum reglum, en ég held að það sé í þágu beggja aðila og komi í veg fyrir ýmiss konar miskiíð og tortryglgni, sem ann- ers gæti komið upp.“ Síðan benti fiorsætisráðherra á, að enda þótt flestir íslending- ar væru fylgjaindi aðild íslands eð Atlandshafsbandalaginu, væru ýrnsir íslendingar á móti slíkri aðild og KeflaivíkurstöðinnL Nofckrum myndi það jafnvei verða fagnaðarefni, ef árekstrar yrðu mith íslendiniga og varnar- liðsmanna. Hann benti og á, að baki þeirra stjórnarfiokka sem væru fylgjandi aðild íslendinga að Atiantishafábandalaginu stæðu röskir þrir fjórðu hlutar ailrar þjóðarinnar, en þó vaeri rétt að taka fnam, að ýmsir í flokkum. þessum gætu iiia unað því að hafa vamarstöðina í Keflavík. Þó að efcki hefði það verið kannað til hilítar, mætti aetla, að um 70% af atkvæðisbærum mönn- um á Xslandi væru fylgjandi að- ild íslendinga að NATO og varn- arstöðinni, eins og ástandið hef- ur verið í heimsmálunum undan- farið. NÚ MINNI ANDSTAOA. Þá var forsætisráðherra spurð- ur að því, hvort andstaða gegn NATO og varnarhðinu væri meiri eða minni en áður. Hann svaraði því til, að hún væri ör- ugglega minni. Síðan minntist hann á, að í sumar hefðu and- stæðingar varnarliðsins reynt að endurreisa mótstöðu sína, ef svo mætti segja, tU dæmis með fundahöldum. Þó hygði hann að hernámsandstæðingar litu stærri auigum á starfsemi sína en allur þorri íslendinga. Flestir íslendingar sæju nauðsyn þess að hafa varnarUðið í Keflavík og vUdu leggja fram skerf sinn til Atlantshafsbanda- laigsins. Þá benti dr. Bjarni á, að fs- lendingax hefðu engan her af augljósum ástæðum, því þjóðin væri mjög fámenn, og þó þeir hefðu her mundi lítið sem ekkert muna um hann. Aftur á móti. hefðu íslendingar veitt Atlants- hafsbandalaginu aðstöðu hér á landi og væri sú aðstaða fram- lag þeirra til bandalagsins. Minntist hann síðan á þá íslend- inga, sem vinna á Keflavíkur- flugvelli, en gat þess jafnframt, að enginn sérstakur efnahaigsleg- ur ávinningur væri að þvi að hafa þetta fólk í starfi þar suður frá þar sem það gæti fengið at- vinnu. hvar sem væri, við ýmiss önnur störf í landinu. „En hvað sem um það má segja bætti hann við, „er okkur nauðsynlegt að eiga aðild að Atlantshafs- bandalaginu og vera heilir í af- stöðu okkar til bandalagsins." Þá var fiorsætisráðherra spurð ur að því, hvort íbúum hefði fjölgað í nágrenni við Keflavik- urflugvöll vegna meiri velmeg- unar þar en ajmars staðar. Hann svaraði því ti-i, að í Keflavík væri vaxandi útgerð og blóm- legt atvinnulíf, sem ekkert ætti skylt við náubýlið við varnarliðið. i.andiiffgisiviAlid — GÓÖ SAMBÚÐ VID BRETA. Enn var forsætisráðherra spurð u-r um iandheligismálið og hvort íslendingar vaeru ánægðir með það, hvernig málið hefði verið til lykta leitt. Hann svaraði því til, að enda þótit allir íslending- ar væru ekki jafn ánægðir með lausn málsins, þá væri ríkisstjórn in og fiokkar hennar ánægðir með hana og eitt vaeri vist, að sambúðin við Rretland væri nú mjög góð. Aðepurður sagði forsætisráð- herra að hér á landi væru engin atémvopn og Bandaríkja- menn hefðu aldrei farið þess á leit að þau yrðu sett hér. Komm- únistar hefðu að vísu haldið því fram, að bandaríska ríkisstjórn- in hefði farið þess á leit, að hér yrðu atómvopnaibirigðir, en þær fullyrðingar væru úr lausu lofti gripnar. Hann benti ennfremur á, að ísland væri einkum mikii- vægt fyrir A11 a n tshafsb a nda i ag i ð vegna kaflbáta á Norður-Atlants hafi. Það væri nauðsynlegt að geta fyigzt með erlendum kaf- bátum á höfunum við ísland, og ef til tíðinda drægi, væri nauð- synlegt að koma í veg fyrir að kafbátar kæmust leiðar sinnar um þessi höf. Hann sagði enn- fremur, að íslendingar vildu ekki að hér væru aðeins varnir til málamynda, helidur væru þær einhvers megnugar, ef nauðsyn væri á. Þá gat hann þess vegna fyrir- spurnar, að samnáð væri um það milli ríkisstjórnar íslands og Bandaríkjastjónnar, hversu marg ir erienidir hermenn væru hér staðsottir hiverju sinni, hér væru nú álika margir varnarliðsmenn og hefðu verið undanfarin ár. Efcki taldi hann að tölu varnar- liðsmanna yrði breytt að neinu ráði, eins og nú horfir. VERZLUN OG VIBSKIPTI. Að lokum var dr. Bjarai Bene- diktsson, forsætisráðherra, spurð ur um verzlun íslendinga við aðrar þjóðir og þá einkum þær þjóðir sem stæðu utan NATO, og ennfremur hvort hann teldi, að Atiantshafsbandalagið væri nú sterkara eða veikara en áður. Harm svaraði okkur á þá leið, að 20—30% af verzlun okkar væri við járntjaldslöndin. Þessi viðskipti hefðu að vísu minnkað undanfarið og væru minni nú en oft áður, en þau gætu aukizt. Hann benti á, að þessi viðskipti mættu teljast okkur hagstæð á margan hétt. Hann skýrði frá því að að íslendingar ættu mest við- skipti við Vestur-Evrópuiþjóð- irnir (eða um 60%). Við viljuim ekki einskorða viðskipti okkar, bætti hann við. Spurningunni um styrkleika NATO svaraði forsætisráðherra á þá leið, að augljóst væri að Atlantshafsbandalagið hefði átt við ýmsa erfiðleika að stríða undanfarið, „en ekki heid ég að nein þjóð vilji segja sig úr bandalaginu," bætti hann við. Hann benti að lokum á, að mikið hefði verið talað um nauðsyn þess að sityrkja og efla Atlants- hafsbandalagið og allir væru sam mála um, að hver þjóð um sig mundi hafa veikari aðstöðu, ef einhver hiekkuxinn brysti. A Það mótti sjá á þessum fjöl- menna blaðamannafundi, sem forsætisráðherra átti með hinum erlendu blaðamönnum, að þeir höfðu mikinn áhuga á að fræð- ast um ástandið á íslandi, og þó einkum og sér í lagi sambúð vamarLiðsins við íslendinga og aðild íslands að Atlantshafsbanda Iginu. Að blaðmannafundinutn ioknum vr hinum erlendu gest- um sýnt ýmislegt markvert í Reykjavík og nágrenni, en tími var naumur. Áætlað er að blað- mennirnir fari aftur frá Kefla- vík kl. 8:30 á laugardaigsmorgun. í hópi biaðmannanna eru marg- ir þekktir erlendir biaðamenn. Þeir eru alls 43 talsins, þar af 12 firá Bandaríkjunum. Aðrir þátt takendu-r eru frá Noregi, Hol- landi, Bretlandi og fréttaþjón- ustunni í aðalstöðvum Atlants- hafsbandalagisins í París. Þegar fréttamermirnir fara frá Kefla- vík í dag, verða þá í fylgd með þeim fjórir íslenzkir blaðamenn, sem fýlgjast munu með heræfingum Atianfcshafsfiot ans næsfcu þrjá daga. Er hér um að ræða umfangsmiklar æfingar á NörðiU'r-Atlantshafi, en að þeirn loknum verður flogið með btaða- mennina til Oslóar og þaðan tii Lundúna. Heim munu þeir koma að rúmri viku iiðiiuú. ísienz'ku blaðamemii'mir, seni þátt taka I förinni eru: Benedikt Gröndal, Björigvin Guðmundsson, Björn Thors og Tómas Karlsson. — Tonkinflái Framhald af bls. 1. um neitt tjón tjón á bandarísk- um skipum né mannfall í liði Bandaríkjanna. Kvað ráðherr- ann málið nú vera í athugun og myndi ekki rætt frekar unz fyrri lægju niðurstöður athuganna. Aðspurður um atvik þetta, vildi Nils Lennartson, aðstoðar- varnarmálaráðherra, sem las fréttamönnum yfirlýsingu Mc Namara, ekki segja hvort slegið hefði í bardaga, en gaf þó í skyn, að einhverjum skotum myndi hafa verið hieypt af. Athugasemd Af) gefnu tilefni skal það fram tekið varðandi frétt sem birtist í blaðinu í gær um strok fanga, að gæzlumaðurinn, sem fanginn hljóp frá var ekki fangavörður, heldur Iögreglumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.