Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIÐ I Laugardagur 19. sept. 1964 Ásgeir Eiríksson, sveitarstjóri í DAG fer fram frá Stokkseyrar- kirkju útför Ásgeirs Eiríkssonar, sveitarstjóra og fyrrverandi kaup manns á Stokkseyri. Hann lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi hinn 11. þ. m., þar sem hann hafði legið um nokkurn tíma. í byrjun þessa árs gekkst hann undir mikla skurðaðgeíð í Landakotsspítala og náði eigi heilsu eftir það. En sækir einstakrar karlmennsku og sérhlífni sinnti hann um nokk- urn tíma störfurh sínum þó að sárþjáður væri og samferða- mönnum gæti eigi dulizt að þar var unnið meira af vilja en mætti. Hann stóð sannarlega meðan stætt var, og enginn mun hafa heyrt hann mæla æðru orð um heilsu sína, enda var Ásgeir hógvær um hvern hlut og flíkaði ekki tilfinningum sínum eða skoðunum. Með Ásgeiri Eiríkssyni er fall- inn í valinn svipmikill persónu- leiki og sannur þjónn alls þess góða, sem byggist á trúmennsku og vandvirkni. Ekkert starf var svo lítið, er hann sinnti um ævina að hann ekki leggði fylstu rækt við að skila því vel og samvizku- samlega af hendi. Honum voru enda falin fleiri og margvíslegri störf en almennt gerist í sveitar- félögum, og ég ætla að fullyrða megi, að enginn var svikinn af störfum hans. Ásgeir var fæddur 27. apríl 1892 á Djúpavogi. Foreldrar hans voru Katrín Björnsdóttir og Ei- ríkur Eiríksson, bóndi og sjómað- ur úr Hornafirði. Á Djúpavogi var Ásgeir til 10 ára aldurs að hann fluttist til systur sinnar, Jónínu, er búsett var á Borg í Skriðdal. Þar var hann til fermingaraldurs við ein og önnur sveitastörf, svo sem smalamennsku og fleira, er að bar í þá tíð. Hefir Ásgeir sjálfur sagt í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, að smalamennskurnar hafi fallið sér vel og margar yndis- stundir veitt. M.a. kvaðst hann þá hafa haft tækifæri til þess að lesa Njálu, tvisvar fremur en einu sinni, og „var hún þó erfið, prentuð með gamla letrinu". Arið 1907 fluttist hann til Stokkseyrar og vann fyrstu sex árin í brauðgerðarhúsi, er kaup- félagið Ingólfur rak þá þar á staðnum. Við það starf felldihann sig þó ekki til lengdar, enda stóð hugur hans til frekari skóla- menntunar. Hann fór í Flensborg arskóla árið 1917, en 1923 stofn- setti hann eigin verzlun á Stokks- eyri, er almenningur í héraðinu jafnan kallaði Ásgeirsbúð en hét Verzlun Ásgeirs Eiríkssonar. Verzlunina rak hann samfleytt í 35 ár eða til ársins 1958 að hann seldi hana Pöntunarfélagi verka- manna á Stokkseyri. Ásgeir verzl aði lengst af með algengustu vörur, og keypti lengi framan af hverskyns landbúnaðarvörur, er bændur höfðu þá að selja, og var jafnan látið vel af verzlunarmáta. hans. Hann varð því snemma víð- þekktur um Árnesþing og að góðu einu. Ásgeir tók snemma þátt í fé- lagsmálastörfum á Stokkseyri og var árið 1908 meðal stofnenda UMF Stokkseyrar, hvar hann mun hafa verið félagi allt til dauðadags. Hann var íþróttamað- ur ágætur og tók á yngri árum oft þátt í íþróttamótum á vegum félags síns. Sérstaklega var hann þó snarpur glímumaður og hlaut árum saman fyrstu verðlaun á íþróttamótum fyrir fegurðar- glímu. Liðtækur var hann og á öðrum sviðum félagslífsins, söng- maður ágætur og leikari, ef svo bar undir. Það var og jafnan auð- heyrt að Ásgeir efaðist aldrei um gildi ungmennafélagsskaparins fyrir hvern þann er af einlægni og innri þörf tæki þátt í honum. Má lesa staðfestu þeirra skoðana hans í grein, er hann reit í 50 ára afmælisrit UMF Stokkseyrar, en þar eru þessi niðurlagsorð hans: „Sú er ósk mín að góða, gamla félagið okkar hefji sig brátt upp úr þeim öldudal, sem það virðist nú statt í, og það eigi ennþá eftir að vinna göfugt starf, sem eins og áður er byggt á hinni þjóðlegu sveitamenningu, unnið úr fjár- sjóði þjóðtrúar og sagna“. .JiÉÉllllÍ' Ife- / Svo sem áður segir hlóðust fljótlega á Ásgeir hin margvísleg- ustu störf fyrir sveitarfélag hans og hérað. í hreppsnefnd Stokks- eyrarhrepps var hann kjörinn ár- ið 1928 og átti þar sæti í fjölda- mörg ár. Nokkurn hluta þess tíma var hann oddviti hrepps- ins, en sveitarstjóri var hann ráð- inn árið 1962, er hann gegndi til dauðadags. Sýslunefndarmaður Stokkseyrarhrepps var hann kjör inn 1932 og átti upp frá því ó- slitið sæti í sýslunefnd, oft kjör- inn án þess að nokkur biði sig til þess starfs á móti honum. Hann var í sýslunefnd vel virtur og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um, þannig var hann um fjölda síðustu ára formaður fjárhags- nefndar sýslufundarins. Var hann þar sem í öðrum störfum sínum hinn gætni og samvinnuþýði öðl- ingur, er alltaf mátti treysta að ekki rasaði um ráð fram eða fyki hátt í loft þótt augnabliks meiningamunur kynni að verða um útdeilingu á hinu nauma fjár- mála-brauði sýslunnar. Hann var endurskoðandi hreppsreikninga og sýslusjóðs, átti frá því er Þor- lákshafnarnefnd var stofnuð sæti í henni, var í yfirkjörstjórn með- an hún starfaði og síðar kjörinn af Alþingi í yfirkjörstjórn Suður- landskjördæmis, og árum saman var hann ritari sýslunefndarinn- ar, sem hvergi nærri er vanda- lau^t verk, en hann rækti svo að í engu skeikaði. Stjórnmál lét Ásgeir löngum til sín taka, en kunni þar að ganga hægt um gleðinnar dyr svo sem víða annars staðar þar sem hann háði starf sitt, en var engu að síður góður liðsmaður þar sem annars staðar. Hann var lengi trúnaðarmaður síns flokks — Sjálfstæðisflokksins — í sinni sveit og sótti flesta landsfundi hans frá því er sá flokkur var myndaður. Umbbðsmaður Morg- unblaðsins var hann um áratugi og nú síðast fréttaritari á Stokks- eyri. Af því sem ég nú hefi sagt, má vel greina að Ásgeir Eiríks- son hefir mörgu sinnt um ævina og alls staðar skilað hlutverki sínu vel af hendi. Eðlilega er þó margt vantalið hér, en mestu skiptir persónan sjálf, sem var heilsteypt og sönn og vildi aldrei níðast á neinu, er honum var trú- að. Þannig var Ásgeir í öllu sínu lífi og þess vegna skapaðist vit- undin í samferðamennina um það, að öllu væri borgið í hönd- um Ásgeirs. Hann var vinmarg- ur og alls staðar auðfúsugestur, stiltur vel en hafði gamanyrði á hraðbergi og átti gott með að lífga upp vinahóp með hnittnum setningum og tilsvörum. Hann var ræðumaður ágætur á mann- fundum og grundaði vel mál sitt, skýr í frásögn og minnugur á tölur og viðburði svo að í meira lagi var. Enginn þurfti að ætla sér stóran hlut úr orðasennu við hann og var hann þó allra laus- astur við áreitni en mat jafnan málefnið meira heldur en for- dóma um menn eða málefni. Ég sem þessi fátæklegu kveðju orð rita á honum þökk að gjalda fyrir margháttaða vináttu og traust, er hann sýndi mér. Veit ég þó vel að framanskráð orð mín greiða ekki þá skuld. Vilji minn er þó sá að þakka honum á þehnan hátt fyrir allt það sem hann var í vináttu okkar. Þar skipti ekki máli hvort við unn- um saman í félagsmálum smærri heilda eða að málum er hérað okkar varðaði, ætíð var Ásgeir hinn sanni og einlægi vinur, hinn trausti og lífsreyndi félagi, er hafði ráð á að miðla þeim yngri og fáfróðari og upplýsa svo að til velfarnaðar mætti ætla að yrði. Hann bjó yfir ótrúlegum fróðleik og lífsreynslu. Ég kveð hann með þökk og virðingu og óska sveitinni hans þess að hún mætti marga sonu fóstra, er svo vel reynast sem minn látni- vin- ur gjörði. Far þú í Guðs friði, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Gunnar Sigurðsson. f DAG fer fram frá Stokkseyrar kirkju útför Ásgeirs Eirikssónar sveitarstjóra á Stokkseyri, en hann andaðist á sjúkrahúsi Sel- foss þann 11. þessa mánaðar eftir þungbær veikindi. Vil ég leyfa mér að minnast þessa gagnmerka heiðursmanns son fætddist að Hlíðarhúsum við Djúpavog 27. apríl 1892 og voru foreldrar han>s hjónin Katrín Björnsdóttir og Eiríkur Eiríks- son. Ásigeir fluttist ásamt foreldr um sínum til Stokkseyrar árið 1907, og átti þar heimili ætíð síðan. Fyrstu ár sín á Stokks- eyri starfaði Ásgeir að bakaraiðn en hætti þeim störfuim nokkru eftir tvítugsaldur og snéri sér þá að verzlunar- og skrifstofu- störfum, sem hann gerði að aðal ævistarfi sínu. Vann hann á ýms um stöðum næstu árin en þó lengst hjá Kaupfélaginu Ingólfi á Stokkseyri sem verzlonar- og skrifstofumaður, auk þess var hann við nám í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði veturinn 1917 -18. Árið 1923 stofnaði han-n eig- in verzlun á Stokkseyri sem hann rak til ársins 1958 eða um 35 ára skeið. Verzlun hans var ekki stór í sniðum né umfangs- mikil en einkenndi sem önnur verk hans af heiðarleika og traustum viðskiftum. Verzlun hans varð eins Og önnur verzlun- arfyrirtæki á Stokkseyri fyrir barðinu á þeirri þróun viðskifta lífs í Árnessýslu á fyrri helm- ingi þessarar a’dar er viðskifti héraðsbúa færðust fyrir breytta þjóðfélagahætti frá verzlunar- stöðunum á Stokkseyri og Eyr- arbakka, til Selfoss og Reykja- víkur. En þótt verzlunar- og skrif- stofustörfin væru atvinna Ás- geirs Eiríkssonar var hann þó miklu kunnari fyrir stönf sín að margháttuðum félagsmálum. Störf hans á því sviði voru svo víðtæk, að hann mun hafa verið viðriðinn flest opinber mál og fé- lagsmál byggðarlags síns um margra áratugaskeið. Hann var fyrst kjörinn í hreppsnefnd á Stokkseyri árið 1928 og átti þar sæti lengs’t af til ársins 1962. Oddviti hreppsnefndar var hann þrl/egis samtals í þrettán ár, og sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps var hann frá 1962 og tií dauða- dags. Hann átti lengi sæti í skóla nefnd og var formaður hennar í tíu ár, og skattanefndarmaður í Stokkseyrarhreppi í meira en 30 ár. Hann átti sæti í sýslunefnd Ár nessýslu sem fulltrúi Stokks- eyrarhrepps, samfleitt frá árinu 1932 eða í 32 ár. Var hann, lengst af þeim tíma ritari sýslunefndar, endurskoðandi sýslureikninga og endurskoðandi sveitarsjóðsreikn inga í Árnessýsiu. Hann átti og sæti í yifirkj örstjórn Árnessýslu um áratugaskeið og allt þar til kjördæmaskiftum var breytt, og í hafnarnefnd Þorlákghafnar nú mörg hin síðustu árin. Þessi upp tailning er alls ekki tæmandi um þau möngu trúnaðarstörf, sem Ásgeiri Eiríkssyni voru falin um dagana, en sýna þó glöiggt hví- líks trausts hann na-ut meðal samiferðarmanna sinna í lífinu. Það traust var ekki að ástæðu- lausu, því hann hafði marga þá kosti til að þera sem forystu- mann mega prýða. Ásgeir var hinn skörulegasti maður í fram með fáum orðum. Ásgeir Eiríks- ■ göngu, og sórni sveitar sinnar bæði heima og heiman, ágætlega máli farinn og ritfær vel. Hann skrifaði afburða fagra og stíl- hreina rithönd, og var bæði vel fær og vandvirkur við öll skrif- stofustörf. í framkvæmd lagði hann mesta áherzlu á trausta og gætna fjármálastjórn. Ásgeir leit aldrei á störf sín í almennings- þágu sem atvinnu til að hagnast á, heldur sem þjónustu fyrst og fremst er sér bæri að vinna í þágu samborgara sinna, án nokkurs tillits til eigin hags- muna og afkomu. Var framkoma hans á þessu sviði einstök og öðrum er vinna í almannaþágu til fyrirmyndar. Af öllu þessu má sjá að það var ekki að ástæðulausu að Ás- geir Eiríksson var kvaddur til trúnaðarstarfa, má raunar full- yrða að hann hafði hæfileika til að ná miklu lengra ef hann hefði sjálfur keppt að því. Svo sem vænta mátti um mann er starfaði jafn mikið að opinber- um málum, þá hafði Ásgeir mikinn áhuga á þjóðmálum, og var þeim vel kunnugur. Að öllu leyti fylgdi hann jafnan Sjá fstæðisflokknum að málurn, og tók virkan þátt í starfsemi hans um margra áratuga skeið. Hann var og umboðsmaðuir og fréttaritari Morgunblaðsins á Stokkseyri mjög lengi. Að mörgu fleiru starfaði Ásgeir á lífsileið- inni, þótt það verði ekki hér til- greint verður þó ekki hjá því komizt, að minnast á ungmenna- félagsihreyfinguna, en þar var hann ötull liðsmaður frá upphafi hennar á StokkseyrL Stóð hann á ungra aldri framar- lega sem glímumaður en þá var íslenzka glíman kunnust íþrótta og miklu almennar stunduð af ungum mönnum um land allt en nú er. Var Ásgei-r um margra ára skeið meðal alfremstu glímumanna hér sunnanlanda og þótt víðar væri leitað. Vanu hann oftar enn einu sinni verð- laun í fegurðargiímu á íþrótta- mótum, og lagði þannig mesta áherzlu á glímuna sem listræna íþrótt, og var það í samræmi við drenglundaða skapgerð hans. Asgeir var góður félagsmaður, og átti auðvelt með að starfa með öðrum. Hann var hið mesta Ijúfmenni í öllu da,gfari, en hrók ur alls fagnaðar í góðra vina hópk Átti hann því mikinn fjölda góð- ra vina og kunningja, mátti i þeim hópi telja hvert manns- barn í heimabyggð hans á Stokkseyri, og mikinn fjölda manna víðsvegar annarsstaðar sem hann hafði kynnzt vegna fjölbreyttra starfa á lamgri ævi, en góðvild hans og mannkostir öfluðu honum vina hvar sem hann fór. Ásgeir Eiriksson, kvæntist ekki og lætur ekki eftir sig neina afkomendur en heimasveit sinni Stokkseyri og íbúum hennar unni hann af alihug. Þangað kom hann ungur að aldri, þar vanit hann sitt ævistarf og í raun réttri var allt hans líf ein ósilitin þjónusta við samborgara hans, þjónusta er eigi lauk fyrr en en kraftar hans voru algerlega þrotnir. Af mörgum góðum guðs gjöf- um, er sú ein hin dýrmætasta, að eiga góða og göfuga menn að samferðamönnum í lífinu. Fyrir því munu þeir vera marg ir, er nú að leiðarlokuim minnast Asgeirs Eiríkssonar með virðingu og þakka alit hans líf sem fyrst og fi'emst mótaðist. af trú- mennsku í starfi og góðvild til allra þeirra, sem hann hafði kynni af á lífsleiðinni. Helgi Ivarason. * ÁSGEIR Eiríksson starfaði um 40 ára bil við útbreiðslu Morg- unblaðsins í byggðarlagi sínu og fjölda ára einnig sem fréttaritari blaðsins á Stokkseyri. Áhugi hans í starfi var til fyrirmyndar, enda var hann traustur maður og áreiðanlegur svo að af bar, dagfarsprúður og prúðmenni hið mesta. Allan þann tíma sem hann starfaði í þágu Morgunblaðsina bar hann hag þess mjög fyrir brjósti og var það blaðinu mik- ill fengur að njóta samstarfs jafn trausts fnanns og Ásgeir var. Fréttamaður Morgunblaðsins hitti Ásgeir austur á Stokkseyri, Framhald á bls. 17. Dóra Þórhalls* dóttir forsetafrú m i n 3 3 Cfl Harmfregn heillar þjóðar Hvar sem leiðir lágu hjörtu í svipan sló, landið vítt um kring, þegar íslands æðsta á sálargullið gjöful elskuð kona dó. gladdi hún almenning. Mörg í hi jóði hrundu En með öðrum þjóðum höfg um vanga tár. af öllum reisn hún bar, Jafnt í höll sem hreysi vakti traust og virðing harmurinn var sár. valdhafanna þar. Hlý í hugardjúpi Nú varð sjónarsviptir hennar minning rís: svipull. Bliku dró Hún var okkar allra yfir haf og hauður. íslands gæfudís, Himinninn brosir þó. þjóðar sinnar sómi, Einlæg einu hljóði sviptign göfga bar, alþjóð bænir sig: Fjallkonunnar frónsku „íslands dýra drottning, fögur ímynd var. Drottinn blessi þig!“ Árni Óla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.