Morgunblaðið - 19.09.1964, Síða 20

Morgunblaðið - 19.09.1964, Síða 20
MOHGUNBLAÐIÐ f Laugardagur 19. sept. 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást — Við verðum að bíða þangað til hann verður svangur. Hann stóð upp, brosti til henn- ar, hjálpaði henni í kápuna, og studdi svo hendinni stutta stund á hálsinn á henni. Hún fann enn þessa sertingu meðan hún var frammi til þess að méla nefið og binda trefil- inn um hárið. En á meðan borg- aði Blake reikninginn og fékk meira benzín. Hann vafði skjólvoðinni um Corinnu eftir að hún var sest í bíiinn, og sagði: — Mundirðu verða mjög angistarfull ef við strönduðum úti í miðri eyði- mörkinni? Hún hló. — Hugsaðu þér hvað sagt yrði um stúlkugarminn! —Já, ég verð líklega að giftast þér strax til þess að koma þér hjá hneyksli. — Þér eruð mjög gamaldags, Ferguson pasja, svaraði hún. — Við hefðum eiginlega átt að hafa Josephine frænku með okkur, til þess að allt liti betur út. — Nei, það mundi spilla, sagði hann. Svo settist hann við stýr- ið. — Nú förum við af stað. Þetta er fyrsti þáttur konuráns- ins. En meðal annarra orða! Held urðu að þú hefðir fallizt á að strjúka með mér, ef það hefði verið nauðsynlegt? — Ég get ekki svarað því án þess að hugsa mig um, sagði Cor- inna og hló. Hún hallaði sér aftur í sætinu og var innilega glöð. Henni fannst unun af snertingunni við öxlina á Blake, hafði gaman af hraðanum á '■bílnum og vind- strekkingnum, sem togaði í hár- ið á henni. 29 Það væri dásamlegt, hugsaði hún með sér, ef við værum að strjúka núna. Gaman ef við þyrft um ekki að fara heim núna og segja öðrum frá leyndarmálinu, áður en við giftumst. Þó að hana langaði til að segja öðrum frá því, að hún og Blake væru trú- lofuð, fannst henni jafnframt lokkandi, að þegja yfir leyndar- málinu dálítið lengur. Josephine frænka varð vitanlega að fá að heyra það. En þó að prófessor- inn mundi gleðjast yfir þessu, hennar vegna, mundi honum vafalaust þykja leitt, að þurfa að missa hana svona fljótt. Og Corinna kveið fyrir að heyra það, sem Sandra myndi segja um þetta. Sandra mundi eflaust halda — og gefa í skyn — að Corinna hefði lagt snörur fyrir Blake. Jæja, en hvorki Sandra né nokkuð annað skipti máli í þessu sambandi. Það eina sem nokkru varðaði var það, að inni! Hún færði ósjálfrátt höfuð- ið nær honum og hann leit á hana. — Ertu syfjuð, elskan mín? — Nei, það er öðru nær. — Hvað ertu að hugsa um núna? Nú hafði hann augun á veginum. — Um þig, svaraði Corinna um hæl. — Hefurðu ekkert þarfara að hugsa um? — Nei, hvað ætti það að vera? — Það má ekki tala svona við mann, sem situr við stýri á bíl, sagði hann, og eftir augnablik stöðvaði hann bílinn. Tunglið var í austri, og svo lágt að það sýnd- ist snerta ásana í fjarska. Svarta flauelsskugga lagði yfir sand- inn, sem var með silfurgljáa í tunglsljósinu. Corinna leit upp, dreymandi. — Það eru margir heimar til, aðrir en þessi. Heldurðu að við komum þangað nokkurntíma? — Það getur vel hugsazt, en í svipinn er þessi meir en nógu góður handa mér, sagði hann. Hann faðmaði hana að sér og hún tók um hálsinn á honum', og stjörnurnar og nóttin og kyrrð in sveipuðust um þau meðan hann var að kyssa hana. — Elsku, yndislega Corinna, sagði hann. — Að hugsa sér að ég skuli hafa eytt æfinni í það, að þykjast vera að gera eitthvað til gagns. En í raun réttri hef ég líkast til alltaf verið að leita að þér. — Og nú hefurðu fundið mig, sagði hún og neri kinninni upp að kinninni á honum. — Eða kannske er réttara að segja, að ég hafi fundið þig. Heldurðu ekki að það hafi verið skráð í stjörn- unum þarna uppi? — Auðvitað var það skráð, svaraði hann. — Eigi má sköpum renna, stendur einhversstaðar. Ég tilbið þig, elskan mín. Hann lyfti hökunni á henni með ann- ari hendinni. — Hvað ætlarðu að gefa mér fyrir frelsið sem ég hef misst, og sem ég mat svo mikils? Það eina sem þú getur boðið er nokkurra mánaða kvalafull bið, meðan þú ert að hjálpa leiðin- legri bók til að fæðast. — Hún er alls ekki leiðinleg. Hún fjallar um fólk eins og þig og mig, um manneskjur sem hafa lifað og elskað. Þær munu hafa gengið sína leið, eins og þú og ég göngum okkar. Munur- inn er aðeins sá, að enginn gerir smurlinga úr okkur né reisir stór fengleg minnismerki okkur til heiðurs. Við rotnum og verðum að dusti — og kannske dreifri einhver því hérna yfir eyðimörk ina, þar sem við lærðum að elskast. . . . — Þú mátt ekki tala svona, sagði hann hlæjandi og kyssti hana enn. Svo rétti hann úr sér og tók upp vindlingahylkið. — Ætli við verðum ekki að fara að komast ofan úr stjörnun- um, elskan mín. Ég á að vera kominn á heimleið eftir tíu mín- útur. . . . Höndin sem tók upp vindlinginn var ekki laus við skjálfta, en augun brostu til hennar. — Ég hef ýft á þér hárið, sagði hann. Hann hjálpaði henni til að ná í silkitrefilinn, sem hafði færzt niður á axlirnar á henni, og lagði hann yfir höfuðið á henni. Hann tók líka upp töskuna hennar, sem hafði dottið. En hann kyssti hana ekki fleiri kossa. Corinna reykti vindlinginn sinn og varð smámsaman með sjálfri sér. Hún var dálítið hrædd við tilfinningarnar sínar, og fór allt í einu hjá sér. — Og nú, elskan mín, sagði Blake, — verðum við að tala um annað, sem ekki er alveg eins skemmtilegt. — Blake! sagði hún og kvíðinn skein úr augunum. — Hvað er það? — Ekki annað en það, að ég verð að fara á morgun. — Æ, nei! Ekki svona fljótt! En svo mundi hún að hann hafði búið hana undir þetta, og hún spurði hikandi: — Þú kemur vonandi aftur? — Já, þér þýðir ekki að reýna að aftra því. — En hve lengi býst þú við að verða í ferðinni? spurði hún. Það er hræðileg tilhugsun að þurfa að verða svona hrædd hvenær sem hann færi að heim- an — það var líkast og hún væri svipt hluta af sjálfri sér. Enda var hann orðinn hluti af henni sjálfri. Og honum fannst hérumbil það sama, þó hann reyndi að leyna því bak við sitt venjulega, rólega fas. — Kannske eina viku. Kannske tíu daga. Ég kem að minnsta kosti eins fljótt og ég get. — Og hve lengi verður þú hérna þá? — Ekki nema fáeina daga. Og síðan — ja, það er bezt að horfast í augu við það, Corinna — síðan verð ég að vera í Kairo. Og hver veit nema ég verði að fara enn lengra. Svo að mér finnst að þú ættir að hugsa þig um betur, og koma með mér. Hún studdi hendinni á öxlina á honum. — Mig óraði ekki fyrir að þú yrðir að fara svona fljótt, elskan mín. — Þó að ég þyrfti ekki að fara frá þér fyrr en eftir heilt ár, mundi mér finnast að það væri of fljótt“, sagði hann rólega. — Hugsaði nú betur um málið, elsk an mín. Hún varp öndinni. — Verst þykir mér að ég verð alltaf sí- hrædd. Ég get ekki haft nokkra nasasjón af, hvað fyrir þig kann að koma. Heyrðu, Blake, ég hélt að ég væri hugrökk, en ég duga líklega ekki til þess að vera kona manns, sem er í sífeldri hættú — ég er hrædd um að ég verði að aumingja fyrr eða síðar. . . . — Vertu ekki að bulla, gullið mitt, sagði hann og kyssti hana á hárlokkana, sem stóðu fram- undan hettunni. — Það er engu líklegra að nokkuð komi fyrir mig í Cairo, en þó ég gengi á götu í London og yrði fyrir stræt isvagni. BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: 'ÍC Sörlaskjól — Lnyghagi — Hagamel — Fálkagata. ★ Barónsstígur — Skeggjagata. ★ Sjafnargata — Langholtsvegur 1—108. Suðurlandsbraut. Ít Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. KALLI KUREKI IF JOkEB GíT HERE S6FOBE ME FETCK-UM REP.YOU BETTEB SHOOT-UM FIBSTAH' eXPLAIM-UM WHY AFTEBf Teiknari; J. MORA V' .— Ef Brandur kemur hingað áður en ég næ í Kalla þá ættir þú að skjóta hann áður en þú byrjar að útskýra nokkuð fyrir honum. — Ég ætla að vígbúast uppi í hlöðunni og halda honum í góðri fjar- ilægð þangað til Kalli kemur. — Það er tekið að rökkva, þegar hinn þreytti hestur Litla-Bjórs kemur með hann til búgarðs Smiths, þar sem JCall' er í heimsókn. — Kalli kúreki. — Æ, nei segðu mér ekki að Skrögg ux sé í vandræðum. Hann er það venjulega þegar svona stendur á. — Hann segir, segðu honum það vera neyðartilfelli. Hvað er neyðar- tilfelii? — Segðu mér það seinna. Ég tek einn ai hestum Smiths og hef hraðan .4 Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins íi 1 Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,^1 I sími 40748. Garðahreppur /, Afgreiðsla Morgunblaðsins {i I fyrir Garðahrepp er að Hof l túni við( Vífilsstaðaveg, sími [51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins | fyrir Hafnarf jarðarkaupstað i er að Arnarhrauni 14, sími [ 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsins | fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.