Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 19. sept. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 17 Sfefán Jasonarson, Vorsabæ 50 ára ENN hvað straumur tímans fell- ur fram þungur og óstöðvandi. Árin líða eitt af öðru og þegar litið er til baka finnst manni hvert þeirra svo stutt og gerir sér ekki nærri grein fyrir, að safnast þegar saman kemur. Þannig er þetta líka um aldur kunningjanna. Svo ótbúlega stutt «r síðan þeir voru ungir æsku- tnenn, en allt í einu orðnir hólfr- «r aldar gamlir. f>ann veg leita hugsanir mínar, «r ég verð að viðurkenna þá etaðreynd, að einn kunningja »ninna og nágranni alla mína tíð, Stefán bóndi í Yorsabæ, er fimmtíu ára í dag. Að sjálfsögðu er þetta ekki hér aldur, en engu eð síður merkisafmœli, sem ég vil leyfa mér að nota til þess að senda honum eftir leiðum pressunnar hamingjuóskir og þökk fyrir ágæta vináttu og eink- er heiðarlegt og áfallalaust nó- grenni. Stefán er fæddur í Vorsabæ 39. september árið 1914, sonur Jasonar bónda þar Steinþórsson- er og konu hans Helgu fvars- dóttur. Stefán missti kornungur móður sína, en síðari kona Jason ar, ICristín Helgadóttir frá Súlu- holti, gekk honum í móðurstað. Hefi ég og lengst af heyrt og síð- ar reynt að sú ágæta kona hefur aetíð litið á börn Jasonar af fyrra hjónabandi sem sín eigin börn, og í því hlutverki farnast jafn giftusamléga sem þeirri góðu konu var von og vísa. Jason og Kristin í Vorsabæ voru alla tíð mikils virt og velmegandi full- trúar í sinni stétt enda nutu þau, og njóta trausts og virðingar allra, er þeim hafa kynnzt. Jason lézt fyrir nokkrum árum, en Kristín er við háan aldur búsett á Selfossi, hress og glæsileg svo sem jafnan hefir verið hennar aðalsmerki. Stefán í Vorsabæ sat ungur skólabekk að Laugarvatni og Haukadal og ekki efast ég um að þar hafi hann treyst undirstöðu að þeirri félagshyggju, er hann í flestu tilfelli er rikari af en margur annar samtíðarmaður. Ekki svo að ég haldi að slíkt verði lært á skólabekk fremur en svo margt annað mannlegt og þarft, heldur veit ég að þar hefir hans meðfædda félagshyggja fengið aukinn styrk, sem síðar kom honum að góðu gagni. Hann hafði á þessari tíð verið um nokkur ár félagsmaður ung- mennafélags okkar sveitar og þar strax hinn virki þátttakandi, er lét sér svo margt detta í bug, máske margt sem við fyrstu at- hugun var óralangt frá raunveru leikanum, en hann hafði þrótt ©g seiglu til þess að halda hug- dettunum við og þær urðu við nánari yfirvegun að veruleika. Á því leikur og enginn vafi að það hefir verið fyrir slíka hæfi- leika, sem félagssystkini hans kusu hann sem formann félags- ins um áramótin 1936-37 og þar var sannarlega tjaldað lengur en til einnar nætur, þvi ekki er að ©rðlengja það, að formaður fé- lagsins var hann samfleytt að kalla til sl. áramóta, að hann ekki gaf lengur kost á sér til starfs- ins. Eitt ár má hér undan skilja, er hann ekki var kjörinn formað- ur og þá vegna þess að hann var ekki á félagssvæðinu, en er hann fluttist aftur í sveitina tók hann við félaginu og stýrði svo sem eð framan segir óslitið. Auðvitað yrði það miklu lengra mál en hér hent.ar, ef ég ætlaði að segja sögu Stefáns sem leið- andi manns í ungmennafélaginu Samhygð, og það fyrst og fremst af því, að þar vann hann óvenju- legt starf. í öðru lagi er það persónulegt álit mitt, að fyrir þetta starf sitt hafi hann skapað sér ódauðlega minningu í hugum okkar, sem yngri erum og töjtum með hon- um í félagsstarfinu, stundum vel, stundum illa, en alla vega hríf- umst af hans fórnfýsi og enda- lausa vilja til þess að láta félags- skap æskunnar gott af sér leiða. Allt, nema deilur stjórnmálanna, lét hann ungmennafélagið sig varða. Hann hefir lengst af talið að því bæri að vaka og vinna, og hann gekk á undan. Félag okkar hefur undir hans forustu átt því láni að fagna, að vera eitt virk- asta ungmennafélag á landi hér. Vel má vera að einhverjum finnist hér mikið sagt, en hér er samt sannleikurinn einn sagður og það munu vafalaust margir vilja taka undir þetta álit mitt, margir af þeim mikla fjölda, er hefir sem ungmennafélagar átt Stefán að forustumanni. Hann hefir við ýmis önnur félagsstörf unnið, en allt það er hjóm eitt í samanburði við starf það, er hann hefir ynnt af hendi fyrir ungmennafélagið Sam.hygð, og vinnur hann þó hvarvetna vel að því er honum er til trúað. Stefán er í félagsmálum meira en viljinn einn, hann er veruleikans maður, sem gerir hlutina eftir því sem samvizka hans býður honum rétt ast. Ég myndi aldrei enda, ef ég ætlaði að nefna öll þau störf, er hann hefur unnið fyrir einn eða annan félagsskap í sveit og hér- aði, og reyni það þess vegna ekki. En læt nægja að segja, að ofan á allt það margbreytilega, er hann beinir kröftum sínum að, er hann fórmaður Framsóknarfélags Árnessýslu og rækir það starf að ég held — mér liggur við að segja — því miður alveg jafn vel og önnur félagsmálastörf, er hon- um hafa verið falin. En hér kem- ur nú að þeim kapítulum, sem erfiðastur er milli ókkar Stefáns, og er rétt að hafa þar ekki fleiri orð um. Eitt er víst, að hann mun þurfa langan umlþóftunar- tíma til þess að færast yfir í mína landhelgi að því er stjórnmálin snertir. En hvað sem öllu gríni líður, má í fullri alvöru afmæliskveðj- unnar reka einn stóran punkt: Fátt einn af félagsmá 1 asta rf i Stefáns í Vorsabæ væri nú á þess um tímamótum minnistætt, ef að hann ætti ekki að lífsförunaut þvílíka persónu, sem eiginkona hans, Guðfinna Guðmundsdóttir frá Túni, er. Guðfinna er einstök ágætiskona, hógvær, glettin og stjórnsöm. Með einstakri séntil- mennsku og skilningi hefur hún staðið við hlið bónda síns i hans margháttaða starfi heima og að heiman. Hlutverk slíkra kvenna er meira en oft er umtalað. >au hjón eiga fimm efnileg börn, Helgu, Ragnheiði, Kristínu, Unni og Sveinbjörgu, er öll eru enn í föðurgarði og að viðkynn- ingu hafa erft kosti foreldra sinna. óska ég þeim öllum ham ingju á framtíðarvegi. Og svo er þá Stefán I Vorsa- bæ orðinn fimmtugur, þessi sí- ungi maður, er enn í dag stekkur útá iþróttavöll, ef æskufólkið fer til íþróttaæfinga, hefur forustu um að ungmennafélagarnir mæti til gróðursetningar í skógrækt, bregður sér á leiðsvið, ef ætlunin er, að ,,prógrammið“ sé flutt af heimamönnum og sýnir yfirleitt á sér snið æskumannsins. En hann ræður ekki við tímans straum. Ég ílyt honum heilla- óskir fjölskyldu minnar og þakk læti fyrir ágæta vináttu og sam- starf á löngum tíma, samstarf, sem er hrukkulaust þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum svið- um. En fyrst og síðast þakka ég honum fyrir forustu í ungmenna félagi okkar, er ég tel að hafi orðið sveitarfélagi okkar til mik illa heilla og öllum þeim til nokk urs lærdóms, er hans forustu í því félagi hafa notið. Og sú er mín einlæga ósk á þessum merkisdegi hans, að hann megi í hvívetna starfa svo að félagsmálum sem við höf um notið sem yngri erum og vorum hans undirsátar í ung- mennafélaginu. Megi heill og vel ferð fylgja fjölskyldu þinni. Gunnar Sigurðsson. Seljatungu. — ísafold 90 ára Framh. af bls. 15 í barnaskólahúsið við Pósthús- stræti, er síðar varð landssíma- hús en er í dag lögreglustöð höf- uðborgarinnar. Síðar á árinu flytur ísafold í nýtt hús við Austurstræti 8, er Björn Jónsson lét byggja. Þar er ísafold síðan prentuð, þar til Morgunblaðið flytur í hin nýju húsakynni sín við Aðalstræti 6. Árvakur og ísafold Eins og áður er sagt hefur Ár- vakur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins, gefið ísafold út síðan 1919. Núverandi stjórn Árvakurs skipa þeir Haraldur Sveinsson, for- stjóri, sem gegnt hefur for- mennsku í félaginu síðan árið 1955, Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Bergur G. Gíslason, forstjóri, og Gunnar Hansson, arkitekt. f varastjórn eru nú þeir Björn Thors, blaðamaður, Ólafur Ó. Johnsen, forstjóri, og Hjörtur Hjartarson, forstjórL Framkvæmdastjóri félagsins er Sigfús Jónsson, sem starfað hefur við blaðið í rúm 40 ár, fyrst sem gjaldkeri en sl.v 22 ár sem fram- kvæmdastjóri. BrautrySjendum þakkað ísafold kemur nú út vikulega, að jafnaði 16—24 síður að stærð. Henni er fyrst og fremst ætlað að ná til þeirra landshluta, sem ekki hafa full not af dagblaði, sökum erfiðra samgangna á einstökum árstíðum. Þótt margt hafi breytzt í ís- lenzku þjóðlífi og blaðaútgáfu er þó stefna ísafoldar í höfuðdrátt- um hin sama og þegar hún var stofnuð fyrir 90 árum, í fögnuði þúsund ára þjóðhátíðar. Mörg baráttumál hennar og Björns Jónssonar eru þó komin í höfn. Hin mikla stjórnarbót er fengin. fsland er frjálst og sjálfstætt lýð- veldi. Hinum verklegu umbótum hefur verið hrint í framkvæmd. fslenzk tunga og menning lifir blómaskeið. Morgunblaðið og fsafold eru „þjóðblöð" eins og Björn Jónsson vildi að blað hans yrði, „opin bréf frá þjóðinni til þióðarinnar". Okkur Morgunblaðsmönnum er það minnisstætt, hve oft Valtýr Stefánsson minntist ísafoldar Björns og brautryðjendastarfs hans í íslenzkri blaðamennsku. Hann ráðlagði úngum blaðamönn um gjarnan að lesa kjarnagrein- ar hans í ísafold. Það er holl ráð- legging, sem engan svíkur. Morgunblaðið og ísafold þakka sínum horfnu brautryðjendum. Minning þeirra mun lifa, ekki aðeins í sógu íslenzkrar blaða- mennsku og blaðaútgáfu, heldur og í sögu þeirrar þjóðar, sem þau voru fengin að vopni fyrir frelsi einstaklirvgs og þjóðarheildar. S. Bj. — Umsögn Framh. af bls. 6 ir upp á 17 milljónir enn til þess). Þá er þarna í kostnaður við að koma á fullnýtingu soð- kjarna í öllum verksmiðjum S.R. nýtt suðukerfi á Siglufirði o.fl., endurbætur á gömlu verksmiðj- unum, sem lífsnauðsynlegar voru eftir síldarleysisárin. S.R. tók við 13 milljónum kr. áhvílandi skuldum með gömlu Seyðisfjarðarverksmiðjunni og hefur því orðið að leggja út ná- lægt 92 milljónir til þessara fram kvæmda. Þrátt fýrir ítrekaðar málaleit- anir til ríkisstjórnarinnar um að útvega lánsfé til þessara fram- kvæmda, hafa ekki fengizt nema tæpar 20 milljónir alls að láni til þeirra. S.R. hafa því orðið að festa í þeim af sinu fé á 3 árum um 72 milljónir króna og hefur það leitt til verulegrar lausa- skuldasöfnunar. Afleiðingarnar af þessu eru þær, að ekki hefur einu sinni verið hægt að ljúka verksmiðj- unum á Seyðisfirði og Reyðar- firði og frekari framkvæmdir til að auka bræðsluafköst með öllu útilokaðar. Ennfremur að þrátt fyrir góða rekstrarafkomu eru verksmiðjurnar stöðugt í fjár- hraki og hafa ekki getað komið í framkvæmd nauðsynlegum tæknilegum endurbótum, hvað þá aukið afköst sín eða hráefnis- geymslur eins og þurft hefði til að þjóna stækkun síldagflotans. Framangreindar framkvæmd- ir tel ég nauðsynlegar til þess að hægt sé að nýta síldaraflann fyr ir Austur- og Norðurlandi og horfast verður í augu við þá stað reynd, að til þessara fram- kvæmda verður að útvega láns- fé.“ Þóroddur Guðmundsson sagði já, og gerði grein fyrir atkvæði sínu á þessa leið: „að hann telji brýna nauðsyn bera til að auka allverulega afköst síldarverk- smiðja á Austur- og Norðurlandi og að margir kostir væru við það að slíkar framkvæmdir færu fram á vegum S.R. Hinsvegar hafi S.R. gengið mjög illa að fá lánsfé til þeirra stækkana, sem framkvæmdar hafa verið undan farið og allt í óvissu um hvort fé fæst til þeirra endurbóta og stækkana, sem stjórn S.R. hefur nú samþykkt, þessvegna segi hann já.“ Nei sagði Jóhann G. Möller og óskar eftirfarandi bókað: „Eg tel nauðsynlegt að auka afköst síldarverksmiðjanna á Austur- og Norðurlandi (Rauf- arhöfn), ásamt þróarrými þeirra og löndunarafköstum, til þess að auka afskipunarmöguleika hins stækkandi síl-dveiðiflota yfir síld veiðitímann og koma þannig í veg fyrir löndunarbið. Einnig þarf að auka afskipun- armöguleika sildveiðiflotans með því að nýta betur þær verksmiðj ur, sem fyrir eru Norðanlands með aukinni tækni við síldar- flutninga. Á fundi í verksmiðjustjórn I gær (10. sept.) var samþykkt með öllum atkvæðum að stækka verksmiðjuna á Raufarhöfn úr 5.000 málum í 8.000 mál og er á- ætlað að sumarvinnsla verksmiðj unnar verði við það 450 þús. mál í stað 300 þús. mál eða um 150 þús mála afkastáaukning yfir síldveiðitímann og reyndar meiri, miðað við 60 daga vinnslu og aukið þróarrými. Þá var samþykkt að auka þró- arrými verksmiðjunnar úr 62.500 málum í 87.500 mál eða um 25.000 mál. Löndunarafköst verksmiðjunn ar eiga að aukast úr 900 málum á kl.st. í 1500 mál á kl.st. eða um 600 mál á kl.st., þ.e. 14400 mála löndunaraukning á sólarhring. Varðandi Seyðisfjörð var sam- þykkt að stækka verksmiðjuna úr 5.000 málum í 7.500 mál og er áætlað að sumarvinnsla verk- smiðjunnar verði 400 þús. mál í stað 300 þús. mál, eða um 100 þús. mála afkastaaukningu. >á var einnig samþykkt að auka þróarrými verksmiðjunnar úr 22.500 málum í 60.000 mál eða um 37.500 mál. Löndunarafköstin eiga að auk- ast úr 1.000 málum á kl.st. í 1.500 mál á kl.st. þ.e. 12.000 mála lönd unaraukning á sólarhring. Þessar framkvæmdir og bætt aðstaða til síldarflutninga munu stórauka afskipunarmöguleika síldveiðiflotans næsta sumar og eru því bráðnauðsynlegar. Þar sem ég tel eðlilegt, að Síld arverksmiðjur ríkisins hafi einar með höndum alla síldarbræðslu á Raufarhöfn, eins og verið hefur og stækkun Raufarhafnarverk- smiðjunnar fyrirhuguð sam- kvæmt framangreindu- og frek* ari stækkun framkvæmist síðar af S.R., mæli ég gegn því að um- beðin ríkisábyrgð fyrir láni til Jóns Gunnarssonar verði veitt. og segi ég því nei.“ Tillaga Eyþórs Hallssonar sam þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 4 atkvæðum gegn 1. Jónas Rafnar óskar bókað: „I tilefni af greinargerð Ey- steins Jónssonar vil ég taka fram að ég tel mjöig knýjandi að komið verði sem fyrst upp síldar- bræðslu á Þórshöfn, án þess að gera um það tillögu á þessum fundi, þar sem málið þarfnast nánari undirbúnings.11 Hætt veiðum Si.glufirði 18. sept. VÉLSKIPIÐ Æskan hætti sildveiðum og var nótin tekin upp úr skipinu hér í dag. Skipið verður sennilega gert út á línu- veiðar síðar í vetur. Síldar- bræðslu lýkur hér í kvöld, en brætt er nú í Rauðku og SR 46. S. K. — íbröttaþing Framhald af bls. 22. hreyfingarinnar komin í æskilegt og viðunandi horf og kvaðst for- setinn vona að þarna yrðu oft ráðið þeim málum er til góðs breyttu þjóðarhag. Forseti ÍSÍ sýndi fréttamönn- um hæð ÍSÍ en þar er fundar- herbergi, skrifstofa framkvæmda stjóra, almenn skrifstofa og 4 herbergi fyrir sérsambönd ÍSÍ. A neðri hæð er almenn skrifstofa IBR, ásamt fundarherbergi og skrifstofum fyrir sérráð íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjavík og neðsta hæðin verður leigð út fyrst um sinn, en síðar tekin I þágu íþróttahreyfingarinnar. Benedikt G. Waage, heiðurs- forseti ISf, flutti ræðu og þakk- aði stjórn ÍSÍ, stjórn ÍBR og sér- staklega Gísla Halldórssyni fyrir gott starf að þeim málum. Árn- aði Benedikt íþróttahreyfingunni til heilla með þetta nýja mann- virki sem yrði án efa til góðs. Einnig tók til máls Stefán Kristjánsson, stjórnarmaður t Skíðasambandinu og lýsti ánægju allra sambandanna yfir tilkom* hinna nýju bækistöðva og sagðl að sersamböndin gerðu sér mjög miklar vonir um aukið starf ! sambandi við hina ný^u bygg* ingu. Þarna sameinast kraftarnii til aukinna átaka, sagði Stefán. — Minning Framh. af bls. 8 þegar vígt var hið nýja orgel Stokkseyrarkirkju í sumar. Enda þótt hann þá væri merktur þeim sjúkdómi sem leiddi han'n til bana, var hann áhugasemur um það sem fram fór og vildi veg sinnar gömlu, góðu kirkju sem allra mestan í rækilegri frásögn í Morgunblaðinu. Mátti þó aug- ljóst vera, að hann gekk ekki heill til skógar og gat ekki unn- ið verkið sjálfur, en það skyggði ekki á gleði dagsins. Um leið og Morgunblaðið þakkar Ásgeiri langt og heilla- ríkt starf í þágu blaðsins, sendir það ástvinum hans og byggðar- lagi innilegar samúðarkveðjur, nú þegar hann er borinn til graf- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.