Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. sept. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
13
r
BJarnason:
r r
ísafold 90 ára
ÞJODHATIÐARBARNIÐ, SEM VARÐ
AHRIFAMESTA BLAÐ LANDSINS
ÍSAFOLD, folað Björns Jóns-
sonar og Olafs Björnssonar, á
í dag 90 ára afmæli. Fyrsta
tölublað hennar kom út 19.
september árið 1874 undir rit-
stjórn Björns Jónssonar, hins
tilþrifamikla og málsnjalla
stjórnarskrá. Undir farsælli for-
ystu Jóns Sigurðssonar hefur
merkum áfanga verið náð. En
enn þarf að sækja á brattann.
Nú þarf á nýjum og hvassari
vopnum að halda. Umfram allt
þarf nýtt blað og snjallan penna
til þess að hvetja til nýrrar sókn-
ar.
hann þá úm tveggja áratuga skeið
verið aðalblað íslendinga undir
mikilhæfri ritstjórn Jóns Guð-
mundssonar. En hann lét af rit-
stjórn Þjóðólfs árið 1874.
Önnur blöð, sem komu út í
Reykjavík þjóðhátíðarárið, voru
Tíminn, sem hætti að koma út
skömmu síðar, og Víkverji. Það
varð að samkomulagi milli útgef-
enda Víkverja og Björns Jóns-
sonar að hann skyldi hætta að
koma út þegar ísafold hefði hafið
göngu sína.
Allt stuðlaði þetta að því að
bæta aðstöðu ísafoldar, sem varð
fljótlega vinsæl og útbreidd, bæði
í höfuðborginni og út um allt
land.
Ólafur Björnsson, ritstjórl lsafoldar 1909—1919.
fsafold varð þegar f upp-
hafi áhrifamesta folað þjóðar-
innar, og hélt forystuhlut-
verki sínu í hart nær fjóra
áratugi. Hún kom út sem
ejálfstætt blað til ársins 1919
og hefur síðan verið nær ó-
slitið vikuútgáfa Morgun-
biaðsins.
I»áttur ísafoldar í þróun ís-
Ienzkra blaðamennsku og
sjálfstæðisbaráttu ísiendinga
er svo ríkur og heilladrjúgur
að ástæða er til þess að rifja
í örfáum dráttum upp sögu
hennsfr á þessum tímamótum.
Þess ber þá einnig að minn-
ast, að hún er langelzta blað
fiem nú kemur út á landi hér.
I fagnaðarhug þjóðhátíðarársins
Árið 1874 minnast íslendingar
þúsund ára byggðar lands síns
með hátíðahöldum á Þingvöllum
©g víðsvegar um land. ísafold er
stofnuð í fagnaðarhug þessarár
þjóðhátíðar. Þá um sumarið er
það ákveðið á Þingvallafundi að
stofna skuli nýtt „þjóðblað", og
er Björn Jónsson fenginn til þess
að taka að sér ritstjórn þess.
Nýr vorhugur fer um þjóðina. ís-
land hefur fengið sína fyrstu
lendingar um 70 þúsund talsins
og íbúar Reykjavíkur tæplega
2000. í höfuðborginni koma þá út
þrjú viku- og hálfsmánaðarblöð.
Þjóðólfur, sem stofnaður var árið
1848, var elzt þessara blaða. Hafði
„— þrumir einmana við
heimskaut norður — “
í fyrsta tölublaði ísafoldar
markar ritstjórinn stefnu hins
nýja blaðs. í forystugrein á for-
síðu kemst hann m.a. að orði á
þessa leið:
„ — Ættjörð vor hefur í sumar
átt að fagna merkilegum við-
burði, svo merkilegum, að hans
finnst ekki getið í sögu nokkurs
lands eða nokkurrar þjóðar. Það
er því engin furða þótt þessum
viðburði, þúsund ára afmæli
þjóðar vorrar, hafi verið mikill
gaumur gefinn. Fjallkonan hvíta,
er þrumir einmana hér við heim-
skaut norður, flestum ókunn og
einskis virði, hefur í sumar verið
á hvers manns vörum, og skáld
og málskörungar um víða veröld
keppast hvor við annan að róma
orðlofstír hennar. Frændur vorir
og vinir hafa flykkzt að oss úr
öllum áttum til þess að tjá oss
samfögnuð sinn og bera fram
hamingjuóskir oss til handa um
þúsund ár þau, er í. hönd fara.
Svo sem að líkindum ræður höf-
úm vér íslendingar sjálfir fagnað
þessum viðburði. sem bezt vér
kunnum og höfum föng til, og
hvert mannsbarn vor á meðal
notið afmælisgleðinnar með fjöri
og áhuga“.
Óhamingja og eymdarhagur
í forystugreininni segir enn:
„En jafnframt gleðinni hefur í
Björn Jónsson, ritstjóri, með þremur barna sinna: Sveini Björns-
syni (standandi), Ólafi Björnssyni og Sigriði Björnsdóttur.
brjósti hvers góðs íslendings
hreyft sér harmur út af óham-
ingju og eymdarhag ættjarðar
hans, og margur, góður drengur
hefur pflaust strengt þess heit, að
verja öllum mætti sínum til að
vinna að viðreisn hennar úr á-
nauð örbirgðar og óstjórnar.
En, þótt andinn sé reiðubúinn,
er holdið veikt. Það fýsir jafnan
í hið gamla flet ómennsku og á-
hugaleysis, og ofurselur sig á-
nauðaroki, eigingirni, sundur-
lyndi og tortryggni.
Við slíkan óvin verður að beita
megnum særingum, og það að
staðaldri. Beztu menn landsins og
Gamla ísafoldarhúsið, séð frá Austurvelli.
máttarstólpar þjóðarinnar eigu
að láta hana heyra rödd sína,
hvetja lýðinn og örva til atorku
og manndáðar, og leggja á ráðin
til þess að framkvæmdirnar beri
sem bezta ávexti. Og þeir sem á
þessari þjóðhátíð hafa svarizt í
anda í fóstbræðralag til þess að
verja kröftum sínum fósturjörð
vorri til viðreisnar og framfara,
þurfa að geta talazt við og geta
borið saman ráð sín“.
Bréf frá þjóðinni til þjóðarinnar
Björn Jónsson lýkur þessari
fyrstu forystugrein sinni í ísafold
með þessum orðum:
„Á þessu strjálbyggða og tor-
færa landi eru bréfaskifti að kalla
eina ráðið til þess að geta talazt
við. Nú eru blöðin, sem svo eru
nefnd einkar góð og hentug bréfa
skipti. Þau eru einskonar opin
bréf, ekki frá kansellíinu, heldur
frá þjóðinni og til þjóðarinnar.
„Frá öllum til allra“.
„ísafold" á að verða þjóðblað í
þeim skilningi, er nú bentum vér
á. Ekki einungis blað fyrir þjóð-
ina, heldur og frá þjóðinni. Orð-
sending frá þeim mönnum meðal
hennar, sem bezt eru færir um
og finna hjá sér hvöt til að leggja
löndum sínum holl ráð og fræða
þá um það, sem þeim er þarflegt
að vita, einkum í þeim efr.um er
lúta að verklegum framförum
þjóðarinnar eða þá að skemmta
mönnum á fallegan hátt. Starf rit
stjórnarinnar ætti því ekki að
þurfa að vera annað en sjá um,
að blaðið færi lesendum sínum
sem minnst af því, er enginn fróð
leikur eða gagn eða skemmtun er
í. Leggi landsmenn slíka rækt við
þjóðhátíðarbarn þetta, er mikil
von að það dafni“.
Framhald á bls. 14.