Morgunblaðið - 03.10.1964, Page 6

Morgunblaðið - 03.10.1964, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Tækniskóli fslands settur í fyrsta sinn í gær HINN nýstofnaði Tækni- skóli íslands var settur í fyrsta sinni í gær. Helgi Gunnarsson, sem gegnir störfum skólastjóra, Ingvars Ingvarsonsar, setti skólann í hátíftasal Sjómannaskólans að viðstöddum forsætisráð- herra, Bjarna Benediktssyni, menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, fjölmörgum boðsgestum og væntanleg- um nemendum skólans. f upphafí setningarathafnar- innar skýrði Helgi Gunnarsson frá því, að Ingvar Ingvarsson iosnaði ekki frá því starfi, sem hann hefur gegnt í Bandaríkjun um, fyrr en á næsta ári. Þá tók Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra til máls. Sagði hann daginn marka tíma- mót í sögu íslenzkrar tækni og skólamála. Velmegun og fram- farir væri nú í ríkara mæli kom ið undir þekkingu mannsins en nokkru sinni fyrr. Mesti auður mannsins væri þekking hans. Síðan sagði ráðherra: „Komið hefur greinilega i ljós á undanförnum árum, að erfitt mundi reynast fyrir íslendinga að tryggja nægilega mörgum ís- lenzkum æskumönnum nægilega mikla og góða tæknimenntun án þess að starfrækja í landinu sjálfu fullkominn tækniskóla. Þetta var Alþingi ljóst. Þess vegna ^ samþykkti síðasta Al- þingi með samhljóða atkvæðum löggjöf um Tækniskóla íslands. Sú lagasetning hafði verið ræki- lega undirbúin. Árið 1961 skipaði menntamála ráðuneytið nefnd til þess að semja frumvarp um stofnun tækniskóla. Vann sú nefnd ágætt starf undir forystu Ásgeirs Pét- urssonar, sýslumanns, sem var deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, þegar nefndin hóf starf sitt. Vil ég nota þetta' tækifæri til þess að þakka nefndinni mik- ið og mikilvægt starf hennar. Onnur nefnd vann að samn- ingu reglugerðar fyrir skólann undir forystu Knúts Hallssonar, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu, og er mér einnig ljúft að þakka henni ágætt starf. Sam vinna sú, sem átt hefur sér stað við undirbúning málsins við Tæknifræðingafélag fslands, Verkfræðingafélag íslands og Verkfræðideild Háskólans hefur einnig verið mjög mikilvæg og þakkarverð. Ég vona þó, að engum þyki fram hjá sér gengið þótt ég við þetta tækifæri beini sérstökum þökkum til Gunnars Bjarnason- ar, skólastjóra, sem ekki aðeins hefur unnið að öllum undirbún- in,gi skólastofnunarinnar á öllum stigum, heldur hefur einnig stjórnað undirbúningsdeild að tækninámi um tveggja ára skeið, en án starfrækslu þeirrar deild- ar hefði varla verið hægt að hefja störf íslenzks tækniskóla r.ú í dag. Ég þakka honum sér- staklega ágætt starf hans og prýðilega samvinnu um langt skeið við undirbúning málsins. Að lokum óska ég Tækniskóla fslands allra heilla í starfi um öll ókomin ár. Ég óska skóla- stjóra hans, kennurum og nem- endum alls hins bezta í starfi þeirra að eflingu ísienzkrar tækniþekkingar og tæknimennt- unar. Það er bjargföst sannfær- ing mín, að aukin tækniþekking og aukin tækniþjálfun sé nú eitt brýnasta verkefni íslenzks þjóð- félags. Aukin hagsæld okkar er nú undir fáu komin í jafnríkum mæli og því, að Tækniskóla ís- lands takist að gegna mikilvægu starfi sínu með fyllsta árangri og sóma. Þess vegna fylgja honum hug- heilar hamingjuóskir, er hann nú stígur fyrstu sporin." Þá flutti Iielgi Gunnarsson setningarræðu sína. Sagði hann meðal annars: „Aðdragandi og undirbúningur að stofnun skólans er nokkuð langur. Raunhæfur undirbúning- ur hefst haustið 1981, er mennta málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skipaði nefnd þriggja manna til Frá setningu Tækniskóla fslands í gær. Á fremsta bekknum sjást frá vinstri: Ásgeir Pétursson, Bjarni Benediktsson, Gylfi Þ. Gíslason og Helgi Gunnarsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kettir Mér hefur borizt bréf um um ketti. Er það sennilega vegna þess, að á dögunum skrif aði ég smáklausu að ósk eins lesanda — og var sú klausa fremur fjandsamleg þessari dýrategund. Lesandinn vildi sem sagt gera ketti útlæga úr bænum. Þessi bréfritari er hins vegar mesti kattavinur — og það er gleðilegt, að fólk hef ur ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, hvort sem um er að ræða kjarnorkuvopn eða ketti. En hér kemur bréfið: Við hérna á heimilinu höfum átt fjöldamarga ketti, alveg frá því að ég man fyrst eftir mér; ekki af því að við vildum endi- lega hafa kött, heldur vegna þess að við gátum ekki fengið af okkur að úthýsa svöngum og illa meðförnum flækingum, sem leituðú á náðir okkar. Oft hafa það verið kettlingafullar læður, sem hvergi áttu höfði sínu að halla og stundum hrein villidýr, sem kunnu varla ann- að en hvæsa og urra. En alltaf hafa þeir orðið spakir og heima kærir með tímanum, bara af því að þeir fengu blíðu og góða meðferð. Dýrin eru svo ástrík í eðli sínu, að þau bráðna allt- af fyrir þeim sem þykir raun- verulega vænt um þau, hversu mikið sem þau kunna að hafa fengið af illri meðferð og hrekkjum áður. Enginn af kött- unum okkar hefur reynt að veiða fugla, eftir að hann var búinn að fá samastað. Ég á núna stóran fresskött, sem flækt ist til mín fyrir sex vikum, grindhöhaður og banhungraður blóðugur, rifinn og illa til reika, dauðhræddur við fólk og þó einkum börn, og það því mið- ur áreiðanlega ekki að ástæðu- lausu. Nú er hann búinn að ná sér, og blíðara, yndislegra og tryggara dýr væri erfitt að ímynda sér. Hann svarar nafn- inu sínu og gerir sig furðu vel skiljanlegan með alls kyns skrítnum hljóðum, og hann veit ekki, hvernig hann á að sýna nógu vel hvað honum þykir vænt um okkur öll. Einginn skyldi ætla, að hann væri alinn upp á flækingi. Og hann skiptir sér ekki vitund af fuglunum i garðinum. Þeir eru ekkert hræddir við hann, og ég hef oft séð hann labba alveg fram- hjá þeim, án þess að þeir reyndu neitt að forða sér. En það er alltof mikið af öðr um flækingsköttum bæði hérna í nágrenninu og annars stað- ar. Fólk kennir ekki börnun- um sínum að fara vel með dýr, og margir kettlingar og hálf- stálpaðir kettir hafa farið á flæking, af því að fólkið sem átti þá, gerði sér ekki ljóst, að þeir voru lifandi verur með sín ar tilfinningar ekki síður en mennirnir og þörfnuðust gæða og umönnunar alveg eins og börnin. Víða er heimilisköttum ekki gefið nærri nógu mikið að borða eða þá hent í þá einhverj um úrgangi, börnin læra ekki að vera góð við þá heldur stríða þeim, toga í skottið á þeim, klípa þá o.s.frv. Það er ekki undarlegt, þó að vesalings skepnurnar flýi að heiman. Og hvað eiga svo flækingskettir að gera, þegar þeir eru komnir út á gaddinn? Börnin kasta í þá grjóti, af því að þau hafa heyrt Laugar'dagur 3. okt. 1964 i Gunnar Bjarnason í ræðustólL þess að semja frumvarp til laga um stofnun Tækniskóla íslands. í nefndina voru skipaðir þeir. Ásgeir Pétursson, sýslumaður, sem jafnframt var skipaður for- maður nefndarinnar, skólastjóri Vélskólans í Reykjavík, Gunnar Bjarnason, og prófessor Finn- bogi Rútur Þorvaldsson. Hlutverk nefndarinnar var a3 gera tillögur um úrbætur á fræðslukerfinu, sem miðuðu að því að koma á fót tæknifræðslu, er bætti úr þörf þjóðfélagsina fyrir tæknimenntaða menn. Nefndin skilaði frumvarpi til laga um Tækniskóla íslands og fylgdi því allýtarleg greinargerð. 19. apríl 1963 eru svo samþykkt á Alþingi lög um Tækniskóla ís- iands. Lokaundirbúningur hefst síð- an, er menntamálaráðherra skip ar nefnd, sem semja skildi reglu gerð um starfsemi Tækniskóla Islands. Nefndin lauk störfum 18. aprfl 1964. í nefnd þessari voru Knút- Framh. á bls. 17 talað um þessa andstyggilegu ketti, sem ráðast á aumingja litlu fuglana etc. En enginn hugsar um líðan dýra, sem flækjast um köld og svöng og hrædd og vita ekki hvert þau eiga að leita. Kurteisi í síma Ég held, að þetta sé nóg um ketti í bili. Bezt finnst mér að fá allar orðsendingar í bréfi, þótt fólk geti líka hringt. En mér finnst það hins vegar alger ósiður að vekja mann upp á morgnana — heima í rúmi -Á. með tillögu um nafn á Klambra tún. í gærmorgun hamaðist sím- inn heima hjá mér á milli átta og níu og ég hélt að nú lægi mikið við. f símanum var kona, sem spurði: „Hvað finnst yður um að kalla Klambratún LUNDINN FAGRA?" Ég lagði litið til málanna, enda varla búinn að opna augun. Ég hefði fyrirgefið þetta og verið til með að rabba um heima og geima, ef hin árrisula kona hefði kunn að þá sjálfsögðu kurteisi að segja til nafns síns. Meirihluti þeirra sem hringja til Velvakanda viðhafa samt al menna kurteisi. En þó eru furðu margir, sem margt eiga ólært. Kaupið það hezta RAFHLÖÐUR fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3, sími 114*7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.