Morgunblaðið - 03.10.1964, Page 17
f
Laugardagur 3. okt. 1964
MORCU NBLAÐiÐ
17
— Tækniskólinn
1 Framihald af bls, 16.
nr Hallsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, formað
ur, Axel Kristjánsson, forstjóri,
Gunnar Bjarnason, skólastjóri,
Jakob Gíslason, raforkumála-
stjóri og Loftur Þorsteinsson,
prófessor. Aðalstarf nefndarinn-
ar var eins og til stóð að semja
reglugerðir bæði fyrir undirbún-
ingsdeild að tækninámi og fyrir
Tækniskóla íslands. Menntamála
ráðherra fól nefndinni ennfrem-
ur að gera áætlun um húsnæðis-
þörf gkólans með tilliti til þess,
að Tækniskóli íslands tæki til
starfa haustið 1964.
í beinu framhaldi af þessu und
irbúningsstarfi verður á þessu
skólaári starfrækt í fyrsta sinn
íyrrihlutadeild tæknifræðináms,
sem þýðir um leið stofnun Tækni
skólans. Undirbúningádeild verð-
ur einnig starfrækt við skólann,
en þetta er þriðja árið í röð, sem
alík deild er starfrækt. Tvö sið-
astliðin ár hefur þessi deild starf
að undir stjórn skólastjóra Vél-
skólans.
Margt ber að hafa í huga við
uppbygigingu tækniskóla. Þvi er
eðlilegt og rétt að byggja slíkan
skóla upp stig af stigi, eins og
verið er að gera hér. Fámenni
©kkar fslendina kemur sennilega
til með að verða nokkur fjötur
um fót áður en viðunandi tak-
marki er náð. Mikilvægt er að
rasa ekki um ráð fram, en vanda
því meir til þess áfanga í upp-
byggingunni, sem hverju sinni
er unnið að.
Tækniskólar erlendis þróast úr
iðnskólum í vélskóla og fjögurra
missira húsagerðarskóla og
éfram til dagsins í dag, að þeir
eru orðnir sex missira skólar víð
ast hvar. Menntun sú, sem veitt
er í sex missira skólum og kall-
ast hér á landi lögum samkvæmt
tæknifræðimenntun, telst til æðri
menntunar hjá nágrannaþjóðum
okkar. Því mætti ætla, að Tækni
skóli íslands yrði frá upphafi
staðsettur í skólakerfi okkar með
al æðri skóla. Nemendafjöldi í
skólum þessum miðað við íbúa-
fjölda í löndum eins og Dan-
mörku og Þýzkalandi er svipað-
ur og- lætur nærri, að einn af
hverjum þúsund til fimmtán
hundruð íbúum stundi að jafn-
aði tæknifræðinám. Þetta þýðir,
að í dag stunda um 50.000 nám í
tæknifræði í Þýzkalandi og um
3.500 í Danmörku.
Þegar þetta hlutfall hér á landi
er athugað kemur í ljós, að eitt
hundrað tæknifræðingar hafa
korrvið frá námf erlendis síðustu
30-40 árin.
Hlutfallið hérlendis milli fjölda
tæknifræðinga og verkfræðinga
er öfugt við hlutfallið eins og
það er hjá flestum þeirra iðn-
tðarþjóða, sem við skoðum sem
fyrirmyndarþj óðfélög.
Af þessum viðmiðunum er þó
ef til vill ekki hægt að draga
xieinar ályktanir því að iðnaður
okkar er nokkuð frábrugðinn iðn
aði þessara þjóða, því að segja
verður, að íslenzkur iðnaður hafi
verið all einhliða og frumstæður
fram á síðustu ár.
Hver eru svo störf og verkefni
tæknifræðinga að námi loknu?
Aðalverksvið þeirra er að
vinna að lausn raunhæfra verk-
efna, svo sem tæknileg umsjón
og stjórn fyrirtækja, rannsóknar
störf, kennsla, undirstöðuathug-
anir og útreikningar, teikning,
uppsetning véla og verksmiðja.
Á öllum starfssviðum á tækni-
xræðingurinn að geta starfað
sjálfstætt og skapandi. Með öðr-
um orðum tæknifræðingurinn
skipar mikilvægan sess í iðnað-
arþjóðfélögum vegna nauðsynjar
á sífellt meiri og fjölbreyttri
tækni.
Þá vil ég ræða nokkuð starf-
semi skólans á þessu fyrsta starfs
ári hans, sem er að hefjast.
Vegna þess, að próf frá undir-
búningsdeild og fyrrihluta mið
ast fyrst og fremst við það, að
seinni hluti námsins fari fram
í Danmörku eða Noregi verður
námsefni sem næst hið sama og
það er nú hjá þessum þjóðum,
Sveinn Guðmundsson (tJi.)
frá Yélsniiðjunni Héð'ni.
afhendir Helga Gunnarssyni gjöf
enda er gert ráð fyrir, að próf-
verkefni vej’ði valin í samráði
við þá aðila, sem þar ráða þess-
um málum. Við skólann verða
tarfandi þessir kennarar:
raungeinum: Stærðfræði, eðlis
fræði, efnafræði, teikn. og fl.
Bjarni Kristjánsson, vélaverk-
fræðingur, Bjarni Steingrímsson,
efnafræðingur, Ottó Valdimars-
son, rafmagnsverkfræðingur, Sig
urður Kristjánsson, bygginga-
tæknifræðingur, Sveinbjörn
Björnsson, eðlisfræðingur og
Þórður Runólfsson, öryggismála-
tjóri.
Við málakennslu:
Bjarni Einarsson, cand. mag., og
dr. Þorgeir Einarsson.
Nemendur hér í skólanum
verða 61, þar af 48 í undirbún-
ngsdeild, sem verður tvískipt,
13 nemendur verða í 1. missiri
fyrri hluta. Af þessum nemenda
hóp eru 43 iðnlærðir og 18 óiðn-
ærðir.
Á Akureyri verða 12 nemend-
ur í undirbúningsdeild, en hún
verður starfrækt þar í annað
sinn. Heildarnemendafjöldi hér
og á Akureyri er því 73. Vegna
þess hve takmarkað húsnæði
skólans er hér í Reykjavík má
segja, að skólinn sé fullsetinn.
Ég vil leyfa mér að bjóða kenn
ara og nemendur velkomna til
skólans og vona, að samstarfið
verði ánægjulegt og starfið árang
ursríkt. Húsnæði Tækniskólans
yerður hér í Sjómannaskólanum.
í aðalbyggingunni fær skólinn
þrjár kennslustofur til umráða.
Skólinn fær einnig til afnota
teiknistofu og eðlisfræðistofu,
em byggðar hafa verið við véla
sal Vélskólans vegna tilkomu
Tækniskólans. Ennfremur er
unnið að nýbyggingu við véla-
salinn. Þar verður stofa fyrir
verklega eðlis- og efnafræði-
kennslu og einnig fyrirlestrar-
salur."
Að lokum sagði Helgi Gunn-
arsson:
„Möguleikar fyrir tæknifræð-
nga ættu að geta orðið miklir
hér á landi haldi tækniþróunin
áfram eins og verið hefur og
hún verður að halda áfram með
meiri hraða en nokkru sinni áð
ur. Hjá iðnaðarþjóðum, sem
angt eru komnar tæknilega séð
er sífellt verið að" endurskoða og
endurskipulegg j a tæknifræði-
menntunina. Ekki er hægt að
egja, að iðnaður okkar *sé
óplægður akur hvað tækniþróun
snertir, en plægja þarf betur og
til að halda velli út á við til
þess að geta verið samkeppnis
færir við aðrar menningarþjóðir
er stórt verkefni framundan.
verkefni, sem aldrei verður full-
unnið, — aðeins bætt við stig af
stigi. Eitt af þeim skilyrðum, að
svo megi takast er vel menntað
lið tæknifræðinga. Því ber að
hlúa vel að þessari nýju stofn-
un þannig, að hún geti orðið þjóð
mni að tilætluðu gagni. Með þess
ar óskir í huga leyfi ég mér að
segja Tækniskóla íslands settan
fyrsta sinn.“
Næstur tók til máls Ásgeir
Pétursson, sýslumaður í Mýra og
Borgarfjarðarsýslu, en hann var
formaður nefndar þeirrar, sem
samdi lagafrumvarpið um Tækni
kóla íslands, eins og fram hef-
ur komið hér að framan.
Flutti hann stofnuninni, skóla
stjóra, kennurum og nemendum
árnaðaróskir fyrir hönd laga
nefndarinnar. Síðan sagði hann:
„Islenzka þjóðin hefur á þess-
ari öld einbeitt sér að því að
byggja hér nýtt, frjálst þjóðfélag
með bættum lífsbrag og aukna
menningu að takmarki. Miklu
hefur verið áorkað á skammri
stund. Þó hefur reynsluleysi og
e.t.v. skortur á yfirsýn stundum
tafið eða torveldað framþróun
eða valdið því, að framfarir yrðu
ekki nægilega jafnar Stundum
hafa orðið stórstígar framfarir á
tilteknum sviðum þjóðlífsins, en
þess eigi ávallt gætt að fylgja
þeim eftir með hliðstæðri þróun
á öðrum sviðum þjóðfélagsmála.
Þetta hefur einmitt átt sér stað
á sviði tækni og tækniþekkingar,
og er í rauninni ekki annað en
eðlilegt einkenni í þjóðlífi fólks,
sem hefur fyrst og fremst arf-
gengt húmanistiskt viðhorf
bænda- og bókmenntaþjóðar.
En blómlegt menningarlíf al-
mennings þróast bezt á grund-
velli góðrar efnalegrar afkomu,
og varanlega góður efnahagur
fæst ekki , nema atvinnu- og
framleiðsluhættir séu byggðir á
traustri þekkingu á efni og að-
ferðum. Takmarkinu um almennt
bættan lífsbrag og aukna menn-
ingu verður öruggast náð með
því að taka tækni og vísindi
í þjónustu framleiðslu atvinnu-
veganna, þ.e. byggja víðtækari,
fjölbreyttari, aukna og" bætta
framleiðslu á þekkingu, ekki sizt
tækniþekkingu. Þannig verður
dregið úr því, að við eigum allt
undir veðri og afla.
Landstjórn okkar og alþingi
hafa nú að nokkru fyllt upp í
þá alvarlegu eyðu, sem verið
befur í fræðslukerfi okkar, með
því að koma á fót tækniskóla, og
hefur með því staðfest þá stefnu
í íslenzkum fræðslumálum að
veita beri þá almennu menntun
í landinu sjálfu, sem kostur er á,
og hæfir aðstæðum. Ekki er til
lengdar unnt að treysta á að
nægilegur fjöldi æskumanna fá-
ist til þess að sækja tæknimennt-
un til útlanda, enda réttlætir sá
tjöldi tæknifræðinga, sem at
vinnuvegir okkar þarfnast al-
gerlega, að hér sé komið á fót
tækniskóla, sem miðist við ís-
ienzkar aðstæður, þjóðfélags-
háttu og atvinnuvegi.
Æskunni er og almennt þörf
meiri fjölbreyttni í námsvali, og
mun' starfsemi þessa skóla því,
án efa, draga úr þeirri þennslu,
sem er á menntaskólastiginu og
þannig gera fræðslukerfinu í
heild nokkurt gagn.
• Hér er í dag stigið framfara-
spor til eflingar íslenzku mennta-
og atvinnulífi — spor, sem mið-
ar að því að efla sjálfstæði okk-
ar í þessu landi og er til sönn-
unar um þann fasta ásetning
þessarar þjóðar að treysta fyrst
og fremst á sjálfa sig; ,en hafa
gott samstarf við aðra. Megi
þetta spor reynast gæfuspor.“
Þá tók til máls Gunnar Bjarna
son, skólastjóri Vélskólans í
Reykjavík. Áranði hann skólan-
um allra heilla og sagði það trú
sína og von, að skólinn ætti eftir
að marka drjúg spor í tækniþró-
un íslands. Ýmsir erfiðleikar
blöstu við forystumönnum skól-
ans, en ef þeir hefðu til að bera
hugkvæmni og hagsýni, þraut-
seigju og bjartsýni, væri engu
&ð kvíða. Hann kvað það spá
sína, að skólinn mundi sérhæfa
sig íslenzku atvinnulífi, yrði mót
aður af islenzkum fræðimönnum
við íslenzkar aðstæður, og þá
Axel Kristjánsson, formaður
Tæknifræðingafélags íslands^
flutti kveðjur frá félagi sínu.
Einar B. Pálsson, formaður
Verkfræðingafélags íslands,
flutti árnaðaróskir íslenzkra verk
fræðinga.
Sveinn Guðmundsson, forstjóri
Vélsmiðjunnar Héðins, færði
skólanum stóran bikar að gjöf
í minningu um stofnendur Héð-
ins, þá Bjarna Þorsteinsson og
Markús ívarsson. Á bikarinn er
ietrað: „1964. Tækniskóli íslands.
Mennt er máttur. Vélsmiðjan
Héðinn.“
Guðmundur Halldórsson, húsa
smíðameistari, forseti Landssam-
bands iðnaðarmanna, kvað
tækni- og iðnmenntun ekki allt
af hafa verið sýndur nægúr skiln
ingur hér á landi. Sá skilningur
hefði þá aldrei verið meiri en á
síðustu árum. Nú væri meiri
þörf á slíkri menntun en nokkru
sinni fyrr. Þessi skóli fyllti í
eyðuna, sem væri milli háskóla-
genginna verkfræðinga annars-
vegar og iðnaðarmanna hins veg
ar. Færði hann skólanum beztu
heillaóskir.
Að setningarathöfn lokinni var
boðið til gestaboðs. Heillaskeyti
bárust frá rektor Háskóla ís-
lands, skólastjóra Kennaraskóla
fslands og forstöðumanni undir-
mundu menn erlendis frá sækja búningsdeildar undir tækninám
þekkingu í skólann. á Akureyri.
Ábyggilegur sölumaður
á íslandi
óskast fyrir þekktar danskar gaseldavélar ásamt
nýrri gerð af skipseldavélum með innbyggðum jafn
vægisútbúnaði fyrir fiskiskip og smábáta.
JENNI GASKOMFUR - VESTER AABY - DANMARK.
Sölustióri
Eitt af stærri bifreiða innflutningsfyrir-
tækjuni landsins óskar að ráða sem fyrst
ungan, áhugasaman mann til að taka við
starfi sölustjóra. Enskukunnátta ásamt
almennri verzlunarkunnáttu nauðsynleg.
Umsóknir. sem greini menntun og fyrri
störf leggist á afgr, Mbl., merkt: „Fram-
tíðarstarf — Trúnaðarmál — 4027“.
KEXVERKSMIÐJAN 1 Trón SÚKKULAÐI CS?3
I ságSSlB