Morgunblaðið - 03.10.1964, Side 18

Morgunblaðið - 03.10.1964, Side 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. okt. 1964 Innileg þökk til allra þeirra, sem heiðruðu mig með heimsóknum, blómum og skeytum og öðrum gjöfum á fimmtugsafmæli mínu. Jón Einarsson. Maðurinn minn, faðir minn og sonur okkar, JÓN BERGÞÓRSSON Bólstaðarhlið 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. okt. kl. 1,30 eftir hádegi. Margrét Kristjánsdéttir, Kristbjörg Jónsdóttir^ TerfhiJdur Jónsdóttir, Bergþór Ólafsson. Eiginmaður minn og faðir okkar, VALUR HLÍÐBERG vélstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. október kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Sigriður Tómasdóttir og börn. Innilegar þakkir til allra fjær og nær; fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar JÓHÖNNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Viðvík. Kristín Sveinbjörnsdóttir, ! Guðjón Sveinbjörnsson, Hjartans þakklæti flytjum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför systur okkar, KRISTJÖNU GUÐMUNDSDÓTTUR ljósmóður frá Gerðum, Vestur-Landeyjum. Sérstaklega þökkum við ljósmæðrunum Jóhönnu Hrafnfjörð og Hildi Benediktsdóttur frá Hofteigi, um- önnun alla veitta hinni látnu. Þá er læknum, yfirhjúkr- : unarkonu og öðru starfsfólki Sjúkrahússins Sólheimar, færðar alúðar þakkir fyrir frábæra Biðjurn ykkur Guðs blessunar. Salome Guðmundsdóttir 9 Vagn Guðmundsson, Kristín Árnadóttir, Guðmundur Árnason. Kveðjuathöfn . JÓHANNS GESTSSONAR IIvoli, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju í dag, 3. október kl. 2 eh.. Jarðsett verður að Ihnra-Hólmi. — Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á sjúkrahús Akranes«. Börn bins látna. ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Oddsstöðum, sem andaðist þann 1. október sl. á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, verður jarðsungin frá Raufarhafnar- kirkju fimmtudaginn 8. október kl. 3 e.h. Pétur Siggeirsson, börn tengdabörn og bamaböm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins mins og föður okkar VALDIMARS BJARNASONAr’ Fjalli, skeiðum. Guðfinna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Guðmundur Valdimarsson, Bjami Ófeigur Valdimarsson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýnt hafa okkur vinarhug og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, TÓMASAR JÓNSSONAR borgarlögmanns. Sérstaklega viljum við þakka borgarstjóm Reykjavík- ur, sem heiðraði minningu hins látna og annaðist útför hans. Sigríður Thoroddsen, ' börn, tengdabörn og bamabörn. Gunnar Halldórsson F. 1«/10 1898 — ». 11/4 1964 IAÐ var um sumarmál. Við- fcvæmur gróður var að endur- nýjast í umhleypingasamri tíð, feörn og íullorðnir unnu að und- irbúningi hins fyrsta sumardags — þeim samgróna fögnuði þjóð- ar, sem um aldir þráði sumarið heitast vegna langra og myrkra vetra og miskunnarlausra kulda. í»á er það, mitt í þessum hátíð- ]eik árstíðaskiptanna að óhappið dynur yfir — slys — mistök í samstarfi. Ónákvæmni eins valda örlögum annars. Gunnar Halldórsson var fædd- ur að Ytri Húsum við Dýrafjörð þann 10/10 1898. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jónasdóttur og Halldórs Halldórssonar, sem þar bjuggu, en fluttu síðar til Hnífsdals ásamt sonum sínum þremur og dóttur, þeim Jónasi Guðmundi, Gunnari, Elíasi og Halldóru Ágústu. Eftir fráfall Halldórs Halldórssonar flutti Gunnar til Hálfdáns Hálfdánar- sonar í Búð og dvaidi hjá hon- um unz hann festi ráð sitt og hóf búskap á ísafirði Að ]oknu námi við héraðsskól- ann að Núpi í Dýrafirði fékkst Gunnar lítilsháttar við kennslu en til þess starfs virtist hann vel falhnn og sagði hann síðar, að hann hefði örugglega gert kennsiustörf að lífsstarfi sínu ef aðstæður hefðu ]eyft frekara nám. Eins og svo margir ungir menn á þeim árum er Gunnar og eftir- lifandi kona hans, Sigrúh Bene- diktsdóttir, stofnuðu heimili hóf hann brátt að stunda sjóróðra, fyrst frá ísafirði en siðar einnig frá Suðureyri við Súgandafjörð og enn síðar frá Akranesi, en þangað fluttu þau hjón með börn sín 1935. Til Reykjavíkur flytja þau svo árið 1942 og hafa búið þar síðan. Gunnar hafði starfað hjá Skipaútgerð ríkisins um tutt- ugu ára skeið, en er óhappið varð, var hann starfandi á vegum Eim- skipafélags íslands. Hið iðandi fjölbreytta líf hafn- arhverfisins, ýmist umvafið ferskri hafgolunni eða brennheit- um haddi sólar, regngráum hryðj um haustnepjunnar eða snjó- byljum og haglhríðum vetrar- garrans, var það leiksvið, sem hann geymdi margar stórbrotnar myndir frá. Segja má að Gunn- ari hafi vart fahið verk úr hendi öll þessi ár, því hvort tveggja var að hann var vinnusamur mað ur að eðlisfari og afburða heilsu- góður. feess vegna kom fregnin um andlát hans eins og reiðarslag. En sum slys eru þannig að mann- legur máttur, vísindaleg geta og hugarorka megna eigi að hindra framsókn hins eyðandi afls. Æðruleysi Gunnars á síðustu meðvituðu stundum ]ifs hans mun minnst, svo og hörku hans og viljakrafts fyrst eftir slysið. Þegar mannskaðar verða spyrja menn gjarna hverjir aðra: Hvernig má þetta ske? Hvernig getur miskunnsamur Guð látið slíkar hörmungar eiga sér stað? Þetta eru gamalheyrðar spurn- ingar en sígildar og sýna einlæga þrá mannsins til að fá rökrétt og sanngjarnt samhengi í atburða vef tilverunnar. Slys og aðrir mannskaðar virðast vera eitthvað sem óumflýjanlegt er, eins kon- ar ranghverfa lífsins en samt hluti þess raunheims sem við lif- um í. Heimurinn er fullur af hættum og maðurinn er sjálfur hættulegur. Hin sífellda þroska- viðleitni mannsins hefur ætíð stefnt í þá átt að sigrast á erfið- leikum andsnúnum lífi okkar, jafnframt því sem áherzla hefur verið lögð á ræktun mannkær- leikans. En þrátt fyrir velgengni vísindanna hangir friðurinn í heiminum eins og á bláþræði þeirrar vonar að mannvonzkan nái ekki yfirhöndinni, að henni takist ekki að valda enn fleirum, ungum og gömlum og saklausum dauða, kvöl eða kröm. Á slíkum tímum er þörf sannra mannvina og friðflytjenda, slíkra sem Gunnars. Frá uppeldislegu og þjóðíélags- legu sjónarroiði er ekkert þýð- ingarmeira en traust heimili þar sem börn sjá i foreldrum sínum lýsandi fordæmi þeirra dyggða, sem hverjum einum reynast nota drýgstar á lífsleiðinni — virðing Hugheilar þakkir til allra, sem minntust mín á sjö- tugs afmælinu með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum. — Lifið heiL Magnús Eiríksson, Skúfslæk. Kæru vinir nær og fjær. Innilegar þakkir flyt ég ykk- ur öJlum, fyrir hinn margháttaða heiður og sóma er þið sýnduð mér á 50 ára afmæli minu þann 19. sept. sl. Vinátta ykkar og rausn er mér ógleymanleg. Stefán Jasonarson, Vorsabæ. Nauðurtgaruppboð sem auglýst var í 36., 38. og 41. tbl. Lögbirtingablaðsins 1964 á vs. Farsæl RE 77, þinglesin eign Jóns Bernharðs- sonar, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands við skipið, þar sem það verður a Reykjavíkurhöfn fimrntu- daginn 8. október 1964, kl. 2,30 siðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 23. og 25. tbl. Lögbirtingablaðsins 1964 á mb. Pétri Ingjaldssyni, RE 378, þinglesin eign Ingjalds h.f., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Hafsteins Sigurðssonar við skipið, þar sem það verður á Reykjavíkurhöfn, fimmtudaginn 8. októ- ber 1964, kl. 3 siðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. fyrir öllu lífi, listum og annarrl mennt, regluserrii, einlægri trú, gestrisni og hvers kyns hjálp við náungann sé hana hægt að veita og þá ævinlega án tilhugsunar um endurgjald, annars en þess sem felst í sannri vináttu. Þessa eiginleika tel ég aðallega hafa einkennt heimili þeirra hjóna. Má segja að heimili þeirra hafi ætíð verið eins og „opið hús“ fyrir skylda og óskylda jafnt úr nálægum sem fjarlægum sveitum. Má undirritaður minn- ast margra slíkra stunda er hann þurfti á húsaskjóli að halda oft langt að kominn og gistihús borg- arinnar gátu eigi hýst einn í við- bót. Sigrún og Gunnar leystu þá allan vanda. Fyrir kom að næt- urgestir voru dreifðir um alla íbúðina í lengri eða skemmri tíma, en aldrei heyrðust hús- ráðendur kvarta um óþægindi, miklu fremur glöddust þau yfir veittum greiða. Þetta er sá heil- brigði mannkærieiksríki þáttur f samskiptum mannanna, sem ein- kennt hefur íslendinga eí til vill frekar en aðrar þjóðir. Gunnar var að eðlisfari rólynd- ur friðsemdarmaður, orðvar og umburðarlyndur svo að af bar. Ef hann heyrði á einhvern hall- að þá óskaði hann frekar eftir að heyra um hið jákvæða i fari viðkomandi en að þurfa að hlusta á fullyrðingar um neikvæði hans. Gunnar var meðaJmaður á vöxt, beinn og spengilegur, enda leikfimismaður góður á yngri ár- um. Hann var sériega verklaginn og lét sér annt um vandaða vinnu. Bindindismaður var hann alla tíð, hafði eins og kona hans líkt og meðfædda andúð á öllu því er skaðlegt gat talizt heil- brigði manns. Hann kaus fremur að lifa eins og hljóðlát en styrk fyrirmynd barna sinna en að pre- dika eða beita þvingunum. Hann vissi sem sé að fordæmið er ætið heihadrýgra en fyrirmælin. Gunnar var maður fróðleiksfúa og bókhneigður. Undi sér vel í einveru og kyrrð við ihugun ó- væntra hugmynda. Hann var dæmigerður fulltrúi þeirrar manngerðar sem getur einangrað sig' við áhugamál sín og unnið truflanalaust þrátt fyrir marg- visleg ytri áreiti, likt og listamað ur sem gæddur er mikilli ein- beitingarhæfni. Hrifnæmi sitt og upplifða gleði duldi hann frekar en að deila með öðrum — unz hann hafði eins og endurskoðað hinn list- og Ijóðræna kjarna sem að baki lá. Hann var einn þeirra fáu manna sem með einhverju dulmögnuðu afli kyrrðar og innra sálarjafnvægis gat skapað forsendur vellíðunar þeirra sem nærveru hans nutu. Þeir eigin- leikar gerðu hann að sérstæðum manni. Þau hjónin Sigrún Benedikts- dóttir og Gunnar Halldórsson eignuðust átta börn sem öll eru á lífi, uppkomin, en þau eru: Halldór Ágúst. Jóhanna, írú. Elí, málarameistarí. Steinþór Marinó, málara- meistari. Veturliði, ]istmá]ari. Guðbjartur, kennari. Benedikt G. Valgarður, list. málari. Gúnnar Kristinn, bankaritarL Á þeim degi er Gunnar var til moldar borinn sýndi náttúran okkur andlit tvéggja árstíða ■—■ um dagmál — snjór á ungu laufl og blómi — síðdegis — er menn stóðu yfir moldum hans hafði sól- in brotizt úr skýjum fram og af veikum gróðri féllu blikandi tár. Þannig er lífsins hringrás. Úr andstæðunum fær það kraft sinn — og flest bendir til að sá kraftur nái yfir stærra svið en það er sumir ætla að sé tak- markað við gröfina. Dugmikil hæfileikákona og mannkostaríkur barnahópur hef- ur nú kvatt hinstu kveðju ein- stakan eiginmann, föður og hljóð látt Ijúfmenni sem lengi mun minnst. Þeim flyt ég öllum einlægar samúðarkveðjur. T. L>. R. !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.