Morgunblaðið - 03.10.1964, Page 21

Morgunblaðið - 03.10.1964, Page 21
í Laugardagur 3. okt. 1964 MORGUNBLAÐID 21 Nauðungaruppboð sem'auglýst var í 55., 57. og 60. tbl. Lögbirtingablaðsins 1964 á hluta í húseigninni nr. 107 við Bústaðaveg, hér í borg, talinn eign Þórðar Arasonar, fer fram eftir kröfu Einars Viðar hrl. og Tómasar Árnasonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. október 1964, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Lögtök Að undangengnum úrskurði 25. þ. m. verða lögtök látin fram fara,.án frekari fyrirvara að 8 dögum liðn um frá biitingu þessarar auglýsingar fyrir eftir- töldum gjöldum: Ógreiddum tryggingagjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í jan úar og júní sl., framlögum sveitarsjóða til Trygg- ingastofnunar ríkisins og atvinnuleysistrygginga- sjóðs á árinu 1963, söluskatti 1. og 2. ársfjórðungs 1964, svo og öllum ógreiddum þinggjöldum og trygg ingagjöldum ársins 1964 tekjuskatti, eignaskatti^ hundaskatti, sýsluvegasjóðsgjaldi, námsbókagjaldi, slysatryggingaiðgj aldi, atvinnuleysistrygginga- sjóðsiðgjaldi, iðnlánasjóðsgjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem gjaldfallin eru hér í umdæm inu. Ennfremur bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bif reiða og vátryggingagjaldi ökumanns, gjaldföllnum á þessu ári svo og áföllnum og ógreiddum skemmt- anaskatti^ gjaldi af innlendum tollvörutegundum, út flutningssjóðsgjaldi, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, skipaskoðunargjaldi, vélaeftirlitsgjaildi, raf- stöðvagjaldi, gjöldum til fjallskilasjóðs, svo og ó- greiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Sýslumaðurinn í Gullbringu-. og Kjósarsýslu, 29. september 1964. Björn Sveinbjörnsson, settur. Vfirverkfræöingur Stórt fyrirtæki óskar að ráða yfirverkfræðing. — Þeir, sem áhuga hefðu á starfinu, leggi vinsamlegast nöfn sín ásamt upplýsingum á afgr. Mbl., merkt: „Yfirverkfræðingur — 9203“. Bikarkeppni K.S.Í. MELAVÖLLUR f dag, laugardaginn 3. oktober kl. 4 e.h. k'1—\ Akureyringur — k.B.a Nú verður það fyrst spennandi! Hvað skeður nú ? MÓTANEFND Allt frá hatti oní skó HERR4DEILD — Þingmeirihluti Framh. af bls. 1. sögðu ekki að afhenda handritin sem gjöf heldur vegna þess, að það sé rétt og skylt. Eru grein- arhöfundar þeirrar skoðunar, að þá fyrst sé unnt að ákveða í þjóðþinginu að gefa íslendingum handritin, þegar með vissu hafi verið úr því skorið, að þau séu dönsk eign. Sömu skilyrði telja þeir fyrir því, að danskuí dóm- stóll geti — við málaferli þau, sem stjórn Árna Magnússonar stofnunarinnar hefur boðað — skorið úr um það, hvort um eign- arnám sé að ræða — og hvort það er réttlætanlegt eða ekki. UMMÆLI DANSKRA BLAÐA Mikið er nú fjallað um af- hendingu handritanna í dönskum blöðum. í ritstjórnargrein í „Poli- tiken“, blaði Radikala, segir í dag: „Enginn vafi getur leikið á framkvæmd málsins. Danir munu afhenda íslendingum, sem gjöf, þau handrit og skjöl, sem samkvæmt hljóðan laganna má telja íslenzkan menningararf. — Sjálfsagt er, að K. B. Andersen, fræðslumálaráðherra, leggi fram, þegar daginn eftir setningu þings ins, lög þau, sem frestað var að staðfesta, að kröfu 61 þingmanns. Augljóst er, að þingmenn flokka Sósíaldemókrata, Radikala og Sósíalíska þjóðarflokksins munu halda fast við þá fyrri afstöðu sína að mæla með afhendingunni en atkvæðagreiðslan féll 110 gegn 39 — enda þótt einstöku nýir þingmenn kunni að taka sér afstöðu í málinu. Meirihluti þing manna Vinstri flokksins, undir forystu Eriks Eriksens, sem höfðu sömu afstöðu hljóta að styðja afhendinguna og sama hlýtur að vera um stuðnings- menn afhendingarinnar meðal íhaldsþingmanna, þeirra Hanne Budtz, Niels Ravn — og vara- formanns þingflokksins, Knud Thestrup, dómara. Þótt allir þing menn Óháðra greiði atkvæði gegn afhendingunni ásamt flest- um þingmönnum íhaldsflokksins, er í fullu gildi sú staðhæfing Pouls MÖllers, að möguleikar þingmanna til að hindra afhend- inguna séu nú fullnýttir. Það er vel skiljanlegt, að vís- indamenn, sem starfa daglega við þessa fornu dýrgripi skuli líta með sorg og biturleik á þá á kvörðun að færa Islendingum þessa gjöf. En það réttlætir ekki, að þeir leiti nú á vit dómstól- anna — sem sennilega verður árangurslaust — til þess að hamla gegn vilja meirihluta þjóðarinn- ar, eins og hann kemur fram á þjóðþinginu. Þeir hafa haft þrjú ár til þess að ljósmynda handritin — sem áfram verður aðgangur að í Rvík. Þessu máli verður nú að ljúka á virðulegan hátt — og vísinda- menn og aðrir geta haft úrslita- áhrif um það. „Álborg Amtstidende", blað Vinstri flokksins, skrifar: „Hand- ritamálið hefur nú verið dregið skammarlega á langinn og væri nú ekki nema sanngjarnt að and- stæðingar afhendingarinar, burt séð frá því hversu göfugar hvat- ir þeirra eru, láti nú af andstöð- unni og beygi sig fyrir ákvörð- un þjóðþingsins. Lögin frá 1961 voru sanngjörn og réttlát lausn, hvað sem líður öllum þeim gagn- rökum, sefn koma má á fram- færi með lagakrókum. Því miður komu fhaldsmenn í veg fyrir afhendinguna, með stuðningi Óháðra og einstöku þingmanna Vinstri flokksins. Þegar lögin nú verða lögð fram á ný og sam- þykkt ber andstæðingunum að beygja sig fyrir þeirri sam- þykkt.“ „Sjællands-Tidende“, sem einn ig er Vinstri blað mælir hins vegar harðlega gegn afhendingu handritanna. Blaðið vísar til meðferðar málsins 1961 og seg- ir: „Án stuðnings Vinstri manna (og vissulega voru nokkrir Vinstri menn meðmæltir afhend- ingunni árið 1961 — en við skul- um vona, að þeir hafi legið eftir á kosningavígvellinum á Jót- landi) geta þeir Krag, K. B. And- ersen og nýi menningarmálaráð- herrann — (við fáum nú að sjá, hvað menning er — hvort það er menning að ráðstafa dýrgripum þjóðarinnar eftir eigin geðþótta — handritunum í dag — sólar- vagninum á morgun — hvoru tveggja er okkur jafn mikils virði) — ekki afhent handritin, þar sem Krag hefir svarið þess eið, að þröngva engu máli gegn- um þingið með stuðningi Aksels Larsens. Þarna stendur hann tæpt„ ásamt hinum vængstýfðu Radí- kölum stuðningsmönnum sínum og dirfist vænta þess, að Vinstri flokkurinn byrji nýtt kjörtíma- bil með því að koma honum til aðstoðar. Látum hann verða sér þar til minnkunnar." Með hinni vonglöðu athuga semd ritstjóra „Sjællands Tid ende“ um að þeir Vinstri-þing menn, sem árið 1961 voru hlynnt ir afhendingu handritanna, hafi legið eftir á kosningavígvellin um á Jótlandi, vísar til hins mikla taps Vinstri-flokksins á Jótlandi við þingkosningarnar f síðasta mánuði, og sigurs flokks- ins í Kaupmannahöfn. En vart mun raunveruleg ástæða til að óttazt að þetta hafi mikil áhrif á afstöðuna til handritamálsins. Dagblaðið „Börsen“ — aðal- ritstjóri þess er hinn nýkjörni þingmaður J. P. Jensen — segir, að ýmislegt mæli með því, að handritamálið sé skoðað í öðru ljósi en til þessa hafi verið gert. „Væri því ekki rétt“, segir blað ið, „að koma á ráðstefnu fulltrúa íslands og annarra norðurlanda- þjóða, sem fengi málið til úr- iausnar. Ef menn gætu fellt sig við þessa hugmynd mætti losna við deilur um eignarétt — sem hafa jaðrað við að vera þras- kenndar. Jafnframt væri með þessu hægt að skapa einstaklega góðan grundvöll fyrir" vísinda- starf í staðinn fyrir að gera þátt vísindanna í þessu máli svo fló’k- ínn. Samnorræn stofnun er hefði með höndum handritasöfn virð- ist vera varanlegri lausn þessa máls en sú er ríkisstjórnin stefn ír augljóslega að. Væri ekki eðli- legt að heyra sjónarmið þeirra, sem til þekkja, á þessum grund- velli og ræða síðan málið á fundi Norðurlandaráðs, áður en þjóð- þingið grípur til hinnar augljós- ustu útgönguleiðar málsins.“ — Rytgaard — Lítil íbúð eða rúmgóð stofa með eldunarplássi óskast, sem fyrst fyrir barnlaus, ung hjón. — Upplýsingar í síma 35900. — Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Framtak Eigendaskipti eru fyrirhugúð á tveirn 3ja herb. íbúðum að Sólheimum 25. Félagsmenn, er vildu neyta forkaupsréttar síns; eru beðnir að senda skrif leg tilboð sín til Jóns Hallssonar, Snorrabraut 30, fyrir 7. október. Byggingasamvinnufélagið Framtak. IKOIKOIKOIKOIKOIKOIKOIKO Starfsmaður óskast til hagræðingarstarfa Fyrir etmt af viðskiptavinum okkar, sem starfar í timburiðnaði í nÁgreni Keyícjavíkur, leitum við eftir staröt- manni. Verksviðið verður áætla-nagerðir, skipulagnin-g, tímaathuganir og ón>nur hagræðingaratarfarfsemi. Til grein* koma menn með trésm íða réttwvdi, verzluna r skól a menntun, st údervtspróf stærðfræðideildar eða mentn me9 hliðstæða eða meiri menntun. Starfið krefst að auki: Hæfini til að vin-na sjálfstætt. Haefná tii samatarfs. Ánægju af meðferð talna. Starfið býður: Nauðeynlega bjálfun í starfinu, bæCH verklega og með námskeiðum, á ftuAL- um launum. Þroskandi verkefni við góð starAe- skilyrði. Gróð laun. Góðir franvtíðar- möguleikar fyrir rétta manninn. Nánari upplýsingar 1 sima 2-44-Tl. Skrifilegar umsóknir sendwt: INDUSTRIKONSUL.ENT A. S. Kaplaskjólsvegi 53 — Reykjavík. Merkantil o.g teknisk rasjonalisering. Bygningsteknisik rádgiving. IKOIKOIKOIKOIKOIKOIKOIKO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.