Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 2
MOP.GU N BLAÐIÐ
Fimmtudaffur 22. okt. 1964
•■""IV. 'I 'fVMp-'V " • VJTOJ
3 nýjar bækur frá AB:
Smdsögur eftir Guðmund Frímann, Spán-
arbók og Þættir um íslenzkt mál
Jón Kjartansson efstur með 44.663 máU
Tvö síldarskipanna með
yfir 40 þús. mála afla
TVÖ síldarskip hafa aflað yfir
40 þúsund mál samkvæmt
síldarskýrslu L.Í.Ú., sem nær
til miðnættis aðfaranótt
sunnudags sl. Það eru Jón
Kjartansson frá Eskifirði með
44.663 þús. mál og SnæfeU
frá Akureyri með 42.668 mál.
Næsta skip af þeim, sem enn
halda áfram er Sigurður
Bjarnason frá Akureyri með
38.800 mál. En 9 skip eru með
yfir 30 þús. mála afla á skýrsl
unni, auk hinna tveggja, sem
komin eru yfir 40 þús. Sildar
skýrslan er birt í heild á biað
siðu 21.
Skortur á ísfiski veldur
verðhækkun á freðfiski
Afli togaranna lítill - en markaðsveið
hátt vegna lítils framboðr
GÓÐUR markaður er nú í Bret-
landi og Þýzkalandi fyrir isfisk,
enda hefur afli togkra verið lítill
að undanförnu og framboð á fiski
eftir því. Þessi skortur á ísuðum
fiski mun hafa þau áhrif, að verð
á freðfiski fari hækkándi og er
Morgunblaðinu kunnugt um að
svo er í Bretlandi.
Afli íslenzku togaranna hefur
verið lítill, en þeir hafa fengið
fyrir hann gott verð, sem m.a.
'stafar af því, að þeir hafa haft
hlutfallslega nieira af ýsu en
aðrir.
í gærmorgun seldu fjórir ís-
lenzkir togarar erlendis. Marz
seldi í Huil 117 tonn fyrir 8.922
sterlingspund, Júpiter seldi í
Bremerhaven 127 tonn fyrir 105.-
500 mörk, Karlsefni seldi í Cux-
haven 89 tonn fyrir rúm 74 þús-
und mörk og Egill Skallagríms-
son seldi í Bremerhaven, en síð-
degis í gær var ekki vitað um
hversu, sala hans fór. í fyrradag
seldi Þormóður goði 117 tonn í
Bremerhaven fyrir 105.800 mörk.
Nær allir íslenzku togararnir
hafa verið á heimamiðum að
undanförnu. Undantekning hefur
verið að þeir hafi leitað fjarlæg-
ari miða, en þó er Víkingur nú
á Grænlandsmiðum.
Flugfélagið byrjar
þjélfun á Fokker
FLUGFÉI.AG fsland er nú að
hefja þjálfun starfsliðs síns
vegna kaupa á Fokker Friend-
ship (F-27) flugvélinni, sem
félagið tekur í notkun í vor. Ný-
lega eru tveir menn farnir utan
til þriggja vikna námskeiðs hjá
verksmiðjunum í Hollandi. Þeir
eru Brandur Tómasson, yfirflug-
virki, og Viggó Einarsson úr
skoðunardeild.
Síðar fer Gunnar Árnason,
yfir-rafvélavirki félagsins, en
eftir áramót fara þrír hópar véla-
manna, samtals ,12, og sitja þeir
námskeið Fokker verksmiðjanna
á Schiphol flugvellinum í Amster
dam. Námskeiðið verður styttra
en ella þar eð Fokker-vélarnar
hafa sams konar hreyfla og
Viscount-vélarnar og þá hreyfla
þekkja Flugfélagsmennirnir vel.
í febrúarmánuði hefjast svö
námskeið fyrir flugmenn, 12
talsins. Verða þau haldin hér
heima. Koma hingað tveir kenn-
arar frá Fokker-verksmiðjunum
og sjá þeir um námskeiðið, sem
mun standa einn mánuð. Á
Fokker-vélarnar verða þjálfaðir
flugmenn, sem áður hafa flogið;
Viscount og við það sparast j
mikill tími o,g fé vegna þess að I
hreýflarnir eru þeir sömu, eins
og áður greinir.
Með vórinu fara flugmennirnir
svo út til flugþjálfunar á Fokker j
Frindship. Verður flugvélin af-j
hent í aprílmánuði og búizt er
við að hún verði' tekin í notkun j
i innanlandflugi 1. maí í vor.
Væntanlega mun önnur Fokker-|
vél bætast Flu.gfélaginu ári síðar. j
ALMENNA bókafélagið hefur
sent frá sér þrjár fyrstu bækur
haustsins. Allt eru þetta bækur,
sem eiga eftir að vekja athygli
á bókamarkaðnum. Fýrsta er að
nefna Þætti um íslenzkt mál,
undir ritstjórn próf. Halldórs
Halldórssonar, því næst bókina
Spánn eftir Hugh Thomas, úr
bókaflokknum Lönd og þjóðir,
og fyrstu smásögur ljóðskálds-
ins Guðmundar Frímanns. Bókin
heitir Svartárdalssólin, og er tíu
ástarsögur.
Þættir um islenzkt mál er eftir
nokkra íslenzka málfræðinga. Dr.
Halldór Halldórsson prófessor
hefur annazt ritstjórn bókarinn-
ar. Þættir þeir, sem i þessari bók
birtast, eru af hendi höfunda
hugsaðir sem alþýðleg fræðsla
ura íslenzka tungu og þróun henn
ar. Efninu er skipt 1 átta þætti:
1. Upptök islenzks máls, eftir
dr. Hrein Benediktsson.
2. íslenzkt mál að fornu og
nýju, eftir sama.
3. íslenzkar mállýzkur, eftir
Jón Aðalstein Jónsson cand.
mag.
4. Þættir úr sögu íslenzks orða
forða, eftir dr. Jakob Bene-
diktsson.
5. Nýgervingar í fornmáli, eft-
ir dr. Halldór Halldórsson.
6. Nýgervingar frá síðari öld-
um, eftir sama.
7. Um geymd íslenzkra orða,
eftir Ásgeir Bl. Magnússon
cand. mag.
8. Viðhorf íslendinga til móð-
urmálsins, eftir Árna Böðv-
arsson cand. mag.
Bókin er prentuð í Prentsmiðj-
unni Leiftri, en Félagsbókbandið
annaðist bókband.
Spánn er eftir enska sagnfræð-
inginn Hug'h Thomas í þýðingu
Andrésar Kristjánssonar rit-
stjóræ Þetta er tíunda bókin í
hinum vinsæla bókaflokki Lönd
og þjóðir. Hér er fjallað um
Spán í máli og myndum. Land-
inu er lýst, þjóðinni og menningu
hennar, lífi hennar og starfi.
Þetta er í senn falleg og fróðleg
bók.
Sumar af fyrri bókum í þess-
um bókaflokki eru þegar upp-
seidar, en aðrar eru á þrotum.
Myndaarkir í bókina um Spán
eru prentaðar í Verona á Ítalíu
en setning og prentun texta ann-
áðist Prentsmiðjan Oddi. Sveina-
bókbandið sá um bókband.
Svartárdalssólin eftir Guð-
mund Frímann. Þetta er fyrstá
smásagnasafnið frá hendi Guð-'
mundar Frímanns, en.hann er
löngu landskunnur fyrir ljóða-
gerð sína. Hafa áður komið út
eftir hann fimm ljóðabækur, sið-
ast „Söngvar frá sumarengjum“
árið 1957 og loks ljóðaiþýðingar
árin 1958 og 1959. Á síðari árurn
hefur Guðmundur Frímann |núi9
Guðmundur Frín»ann
sér að smásagnagerð og birtisl
hér úrval fyrstu sagna hans.
í þessu safni eru tíu sögur, setn
allar fjalla um ástina, fjölbreytt-
ar að uppruna og efni. Bókin er
prentuð og bundin af Prent-
smiðju Hafnarfjarðar.
iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiHiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiit
I Mörg Norður- J
I lundublöð |
( hringdu ti! |
1 Loltieiðu ]
EE 3
HKRISTJÁN Guðlaugsson, hrl.|
f§ stjórnarforrnaður Loftieiða.i
H tjáði Morgunblaðinu í gær, að|
i allt væri nú með kyrrum kjör|
|um í deilunni við SAS eftir|
isamningagerðina í Reykjavik.S
H Ýmis blöð á Norðurlöndumi
i hafa hringt til okkar, sagðii
iKristján, til að spyrjast fyriri
= um álit okkar á lausn málsins|
i og höfum við sagt þeim það,|
H enda ekki nema sjálfsagt, þari
| sem við höfum notið mikilsi
istuðnings blaða á Norður-i
ilöndum, ékki sízt í Sviþjóð.i
= eins og hér heima. Það hefur|
= verið okkur mikill stýrkur. f
nTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiimiiriiiimiiiiiiiml
Síldarbátarnir áttu
jón Krabbe íátinn erfitt inn en náou landi réC,í
JÓN KRABBE, fyrrverandi « \ V' *.• . > ■'/cA
.... »T r- * t ttmi rr-i \ t-> rv 1 . l_t PAA O : „_v_ T» 1_ or n MUP \ ‘ «
JÓN KRABBE, fyrrverandi
skrifstofustjóri íslenzku stjórnar-
skrifstofunnar í Kaupmanna-
böfn og sendiráðsritari eftir að
jendiráð var stofnað þar, er
íátinn, níræður að aldri.
Jón Krabbe var sonur Haralds
Krabbe, prófessors við dýralækn-
ingaskólann í Kaupmannahöfn
og Kristínar dóttur Jóns Guð-
mundssonar, ritstjóra. Hann lauk
námi í lögfræði og hagfræði og
tók siðan til starfa í deild danska
stjórnarráðsins, sem fór með
íslandsmál og varð skrifstofu-
stjóri íslenzku stjórnarskrifstof-
unnar árið 1909. Eftir að íslenzkt
stjórnarráð var stofnað, var
hann skipaður sendiráðsritari og
gegndi þeim störfum þar til hann
var áttræður, en oft hafðí hann
gegnt störfum sem sendifulltrúi
í fjarveru sendiherranna. Fyrir
nokkrum árum ritaði Jón
Krabbe bók um starfsferil sinn
,JFrá Hafnarstjórn til lýðveldis”.
Jón Krabbe var kvæntur
Morjrathe Casse Krabbe og áttu
þau 5 börn.
NESKAUPSTAÐ, - 21. okt. —
Mjög góð síldveiði var í nótt á
sömu slóðum og áður eða á
Rauða torginu, eins og sjómenn-
irnir kalla það, þ. e. um 60 sjó-
mílur suðaustur af Norðfjarðar-
horni. Til Neskaupstaðar hafa
komið í dag þessir bátar: Þórður
Jónasson með 1850 mál, Rifsnes
1000, Héðinn 1000, Akraborg
1300, Hafþór 1100, Eldey 900,
Ingvar Guðjónsson 1000, Guðrún
600, Sigurður Bjarnason 650,
GuIIfaxi 1000, Þráinn 300,
Margrét 500, Ásbjörn 800, Ólafur
Friðbertsson 500.
Margir bátar lentu í nokkrum
erfiðleikum að ná landi í dag, því
suðvestan rok skall á þá og urðu
sumir sem með dekklest voru að
ryðja síldinni af dekkinu í sjó-
inn. Að öðru leyti gekk þeim vel
í land. Munu nú flestir eða allir
vera komnir. — Ásgeir.
*■ z'-U '' _
/z%W
Húsavíkurbát rak upp
HÚSAVÍK 21. okt. — Seinni
hluta sl. nætur gerði hér af-
spyrnu rok af suðvestri, én sjór-
var ekki mikill. Allir stærri bát-
arnir sem héðan eru gerðir úr
reru í gærkvöldi og hafa allir
náð landi.
Einn dekkbátur sem var hér
í höfn, Mb. Hrönn, um 15 tonna
bátur, sem lá við múrningu, slitn
aði upp í rokinu uin kl. 7 í morg-
I un og rak upp í fjöru inni í
j höfninni. Báturinn er talinn
I óskemmdur enda er þarna sand-
| botn. Mestar líkur eru taldar til
að báturinn náist út á kvöld-
flóðinu.
Kindurnar sem sagt var að
hefðu verið tepptar í Kinnaskál-
inni, eru allar komnar í burtu.
Komust þær úr sjálfheldunni
i þegar fór að sverfa að þeim.
70 mm rigning I Kvígindisdal
LÆGÐIN mikla á milli Græn
lands og Vestfjarða olli SV-
hvassviðri um allt land, og
sums staðar roki, 10 vindstig-
um. í fyrrinótt var rigningin
70 mm í Kvígindisdal, en 43
mm á Þingvöllum. Heitast var
kl. 12 í Vopnafirði, 14 stig, en
annars víða 8—10 stig.
VEBURHORFUR í gærkvöldi:
Suðvésturland til Breiðafjarð-
ar og miðin: Hvass vestan og
síðar NV eða N víðast úr-
komulaust. Vestfirðir og Norð
urland og miðin: Hvass vestan
eða norðvestan og snjókoma í
dag. Norðvesturland og miðin:
Hvass NV og slydda í dag,
Austfirðir og Suðausturland
og miðin: Allhvass eða hvass
vestan og norðvestan, skýjað.
Austurdjúp: Hvass V og NV,
skúrir.
Veðurhorfur á föstudag:
NV-læg átt, sumsstaðar smáél
á annnesjum Norðanlands,
annars staðar bjart veður.