Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmfu'dagur 22. okt. 1964 Jt -*v UTVARP REYKJAVÍK SUNNUDAGSKV ÖLDIÐ 11. októ ber, ílutti dr. Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, erindi sem hann nefndi: Frá Vestur-íslend- ingum. Greindi hann þar frá för sinni til íslendingabyggðanna vestan hafs í sumar. Ráðherra rakti fyrst orsakir þess, að íslenzkt fólk tók sig upp í stórum stíl og flutti frá fósturjörð sinni á síðari hluta 19. aldar. Auk fábreyttra bjargræðis vega áttu veðurfar og náttúru- hamfarir drjúgan hlut í því. Byrjunarörðugleikar voru mikl ir fyrir landnemana vestan hafs. Þeir töluðu t.d. mál, sem nær enjinn maður þar skildi. Þetta vdrð hinsvegar til þess, að þeir reyndu fremur að halda hópinn ag andæfði þeirri þróun, að þeir hyrfu í þjóðahafið. Fyrstu íslenzku landnemarnir vestan hafs eru nú komnir undir fgræna torfu og sömuleiðis flest börn þeirra. Þriðji og fjórði ættliður erja nú landið, og sá fimmti er að vaxa úr grasi. Forsætisráð- herra kvað það merkilegt, hve margir Vestur íslendingar hefðu enn ein- hver tengsl við ísland og hefðu áhuga á málefnum þess. Margir þeirra gwtu talað íslenzku, þótt þeir hefðu aldrei hingað komið. Hvarvetna þar vestra var hon- um tekið tveimur höndum og sýndue marigs konar sómi og vin- semd Ráðherra kom m.a. á bæ Stephans G. Stephanssonar og ræddi við ættingja hans og menn, sera mundu skáldið vel. þekkt, unz Þorvaldur Thorodd- sen gekk fram á það 5. ág. 1869 og ,gaf því nafn. Nú má á sumr- um komast á bílum að vatninu, en þó er enn fáförult þangað, enda leiðin löng og alltorsótt. En öræfafegurð er hvergi sögð meiri hérlendis. Agnar Guðnason flutti síðasta hvipps og hvapps þáttinn þetta kvöld. Voru það viðtöl við menn víðisvegar af landinu. Þættir Agn ars voru oftast skemmtilegir. Kannske hann komi aftur með vorinu. Þorsteinn ó. Thorarensen, fréttastjóri, talaði um daginn og veginn á mánudagskvöldið. Vék hann fyrst að handritamálinu, en nýlega var hann staddur í Kaupmannahöfn og skoðaði þar sum verðmætustu skinnhandrit- in, svo sem Sæmundar-Eddu, Flateyjarbók og Möðruvallabók. Ræddi hann og við ýmsa Dani um handritamálið, bæði menn hlynnta okxar málstað og aðra, sem eru andvígir afhendingu handritanna. Honum þóttu rök sunvra •ndófsmenna ekki sér- lega sannfærandi, svo sem er þeir halda „ þvi fram, að íslend- inga skorti þroska til að rannsaka og varð veita handritin. Taldi hann lík- lagt, að þessar fullyrðingar væru fram sett- ar, til að reyna Þorsteinn að fá íslendinga Ó. Thorarensen.til að svara full- um hálsi og vekja þannig andúð milli þjóð- anna. Þorsteinn varaði við því að falla í þessa gildru, enda væri það nálega það eina, sem leitt gæti til þess, að handritin fengj- ust ekki heim. Sem stæði virtist öruggur meirihluti styðja afhend ingu handritanna. Þorsteinn gagnrýndi málfræði- kennsluna í skólum hérlendis. Skólabörn væru kvalin með málfræðiítroðningi, en vanrækt væri að kenna þeim að túlka hugs anir sínar og bera þær fram eins og menn. Hið mikla listaverk Völuspá, væri t.d. lesið í skólum niestmegnis út frá sjónarmiði málfræðibeyginga, en listrænni túikun verksins oft lítil skil gerð. Þessu þurfum við að kippa í lag á þeim degi, sem við fáum handritin heim, sagði Þorsteinn. Erindi þetta var vekjandi. Hníf- ilyrði í garð Dana i samtoandi við handritamálið spilla vafa- laust fremur en bæta okkar mál- stað, eins og venja er hnífilýrða og þá ekki sízt þar sem málstað- ur okkar styðst fremur við sögu- leg og mórölsk rök en lagaleg. Þá er betra að vera skuldfærður fyrir nokkrum hnífilyrðum og fá hann ritin heim. Siðan jöfnum við reikninginn með því að sýna í verki þann þroska, sem við er- um vændir um að skorta. Á þá hvorugur lengur högg í annars garðL Þetta sama kvöld var minnzt á smekklegan hátt aldarafmælis tveiggja merkismanna, þeirra Guðmundar Björnssonar, land- læknis (d. 1937) og Sigurðar Sigurðssonar, búnaðarráðunautar (d. 1926). Veturinn er greinilega i nánd. „Sumarvökurnar“ eru að verða að „kvöldvökum". Sú þróun kom greinilega fram á miðvikudaigs- kvöldið, en vakan þá var óvenju- skemmtileg og vönduð. Fyrst flutti Magnús Magnússon ágætan þátt um Pál Eggert Ólason, sagn- fræðing (1883-1949). Var lýsing- in á manninum, jafnt í starfi sem að spilum og glasaglaumi, svo lifandi og vel orðuð, að nálgað- ist hinar beztu mannlýsingar í, bókmenntum okkar. Páll Eggert var í senn vand- virkur og mikilvirkur fræðimað- ur, þótt hann gæfi sér einnig tíma til að njóta þessa heims lysti semda og skemmta sér í góðra vina hópi. Næst flutti Jón Gíslason, póst- fulltrúi, erindi um Flóann. Voru þar á borð bornar ýmsar merki- lcviar upplýsingar, bæði land- fræðilegar og sagnfræðilegar um þetta byggðarlag, sem afmarkast af Þjórsá að austan og Ölfusá og Hvítá að vestan. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, las þessu næst 5 kvæði, valin af Helga Sæmundssyni. Voru kvæðin eftir Matthias Jochumsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson, Þorstein Gíslason, Guttorm J. Guttorms- son og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ágæt sumarvaka. Margrét R. Bjarnason fer ham- förum með kvöldsöguna „Patobi mamma og við“, Það er ekki hægt að segja, að þetta sé efnis- mikil saga, spenna ekki ýkja mik il né tilþrif stórfengleg. Ég mundi segja, að Margrét sjálf væri athyglisverðasta söguper- sónan, enda er flutningur henn- ar frábær. Á fimmtudagskvöld kynnti Jón R. Kjartansson söngplötur Einars Markan (f. 1902). Einar er fjölhæfur listamaður, hefur gefið sig við sönglist, tónsmíðum, ljóðagerð og málaralist. Alls hef ur hann sungið inn á 13 hljóm plötur. Góðar söngplötur eru með allra vinsælxsta útvarps efni, og ég er að vona, að þáttur Jóns lifi af árstíðaskiptin. En það er ekki að ófyrirsynju, að maður elur með sér nokkurn ótta um afdrif hinna mætustu manna þessa dagana. Sama Ævar R. Kvaran. kvöldið og fregn ir bárust um fall þeirra Krú- sjeffs og Dougl- asar Home flutti Ævar Kvaran sinn síðasta „tí- undu stundar* þátt. Slíka til— viljun veit ég, að Ævar sjálfur mundi telja mjög merkilega og dularfulla, en fyrst og fremst er hún hryggðar- efni þeim fjölmöngu hlustendum sem hafa haft ánægju og fróð- leik af þáttum hans í sumar, en þeir munu eigi allfáir. — En, sem sagt, það er vetur í nánd. Eins og minnzt var á í þessum þætti snemma í ágúst, gætti á tímabili talsverðar tilhneigingar hjá sumum útvarpsræðumönnum til að gera lítið úr Guði. Var fcann m.a. sakaður um slaka landafræðiþekkingu og að vera seinvirkur í störfum. Síðan þá hefur orðið greinileg breyting til hins betra í þessu efni. Ræðumenn, sem troðið hafa upp í útvarpinu og rætt heim- speki og trúmál síðustu vikurn- ar, hafa yfirleitt hallazt á sveif með skapara sínum. En eitt dæmi þess var erindi, sem Árni Óla, rithöfundur, flutti á föstu- dagskvöldið og nefndi „Vísindi og trú“. Taldi Árni, að þótt sum- ir vísindamenn héldu því fram, að visindin gætu leyst trúna af hólmi, þá hefði þó komið greini- lega fram í seinni tíð, að vísindin leiddu menn aftur, óhjákvæmi- lega til trúar. Nefndi hann ým- is dæmi þess. Var þetta hið ágæt asta erindi, og sama má segja um erlndi, sem Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, flutti þetta kvöld um félagslífið og áfengisvanda- mál æskunnar. Jónas Jónasson, ræddi lengl við Sigurð Magnússon, fulltrúa Loftleiða, á laugardaginn. Ræddu þeir um starfsemi félagsins frá stofnun þess og núverandi úti- stöður þess við S.A.S. Kom þar Framhald á bls. 19. íslenzku útflytjendurnir reynd ■ust hinir nýtustu borgarar i hin- um nýju heimkynnum sínum í Kanada og Bandaríkjunum, sagði forsætisráðherra. Um það mætti deila, hvort vesturför þeirra hefði verið þeim óhjákvæmileg- ur úrkostur og hverjum hefði vegnað betur Islendingum vest- an hafs eða austan. Hitt væri vert að þakka, hve vel hefði rætzt úr fyrir báðum. Erindi forsætisráðherra var hið athyglisverðasta og mikill fengur að því fyrir útvarpshlust endur. Jafnframt leiðir það huga manna að þeirri spurningu, hvort útvarpið igæti ekki lagt fram stærri skerf en það gerir nú til að efla menningartengslin milli íslendinga vestan hafs og austan Er þar ekki einmitt valinn vett- vangur til slíks? Dagskrár helg- aðar Vestur-íslendingum eru íremur fágætar í útvarpinu. Síðar um kvöldið talaði dr. Haraldur Matthíasson um Langa sjó, en það er sjöunda stærsta stöðuvatn landsins, 27 ferkíló- metrar að flatarmáli og hefur mælzt dýpst 75. metrar. Ekki er vitað til, að veiði sé í vatninu. Langisjór er mjö,g afskekktur, liggur inni á suðaustanverðum öræfum landsins, umlukinn fjöll- um og jöklum (Vatnajökull) á alla vegu. Vatnið mátti heita ó- Bjór-ostur Bretar borða mikið af ostum, en þeir drekka enn meiri bjór. Nú hafa þeir blandað þessu tvennu saman sé ég í brezku blaði, og eru byrjaðir að fram- leiða ost með bjórbragði. Þetta er fyrsta nýja ostategundin i Bretlandi í 100 ár, sem nær vinsældum. Þessi ostur er þeg- ar fluttur út til 19 landa og framleiðslan vex hröðum skref um, þótt aðeins séu tæplega tvö ár síðan ostur þessi kom á markaðinn. — Já, það getur oft borgað sig að láta sér detta eitt- hvað nýtt í hug. Þeir, sem mestan áhuga hafa á að fá sterkan bjór á mark- aðinn hér, gætu kannski farið þessar krókaleiðir: Láta búa til bjórost. Eða ættum við að kalla það ostabjór. Krúsjeff í sama blaði sá óg, að fyrir- tæki eitt í Ástralíu hefur boð- ið Krúsjeff 71,420 sterlingspund fyrir að fara í „gamansama“ fyrirlestraferð um Ástralíu og Bandaríkin. Enn hefur fyrir- tækið ekki fengið neitt svar frá Krúsjeff, enda er engin vissa fyrir því að hann hafi fengið skeytið. Blaðamaður spurði forstjóra umrædds fyrir- tækis, hvort hann meinti í raun inni nokkuð með þessu og fékk það svar, að auðvitað væri tilboðið sett fram í fullri alvöru, því Krúsjeff mundi jafnvel vekja meiri athygli en Bítlani- ir — og er þá mikið sagt. Það er greinilegt, að ekki hafa allir misst áhugann á Krúsjeff. þótt þeim i Kreml geðjist ekki að honum. Hvotsótt Hvotsóttin svonefnda mun vera í rénun sagði Björn L. Jónsson, læknir á skrifstofu borgarlækn is. Ekki taldi hann að hún hefði reynst nein stórplága, en senni leiga koma ekki öll tilfelli fram á skýrslum lækna, því margir átta sig á því hvaða veiki er um að ræða og liggja hana úr sér án þess að kalla á lækni. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessu nafni — HVOT- SÓTT (Myitis Epidemica). Björn sagði, að hvot þýddi stingur otg þess vegna er þetta fínt nafn á stingsótt. Hún var hér á ferð árið 1951, í fyrsta skipti að því er skýrslur herma. Við hvotsótt munu engin sér- stök lyf vera til landinu önnur en þau að skrópa i vinnunni og liggja pestina úr sér — og mí ætla, að meðal unglinga, sem haldnir eru námsleiða, gæti pestin náð vinsældum. Að kunna að tapa leik Og hér kemur bréf frá les- anda, sem ekki óskar að láta nafns síns getið: „Það hefir aldrei þótt öfunds- vert hlutskipti að vera beininga maður, en hortugur betlari hef- ir jafnan fremur vakið f/rir- litningu en meðaumkun, og af þeim sökum þykja íslendingum nú þau ummæli Karls Nilssons. sem birt voru hér í blöðunum í gær, einhver þau andstyggi- legustu, sem hatursmenn nor- rænnar samvinnu hafa látið sér um munn fara. Það er á allra vitorði að SAS er brjóstmylkingur þriggja nor rænna ríkisstjórna, sem fyrir löngu væri búinn að geispa golunni ef hann hefði ekki ver- ið nærður á fé þeirra, en hin* vegar hafa Loftleiðir jafnan staðið á eigin fótum og greitt ríflega skatta sína og skyldur til hins opinbera. Karl þessum Nielssyni væri nær að hyggja fyrst að því hversu SAS megi endurgreiða það fé, sem til þess hefir veiið lagt áður en hann hefir áhyggj- ur af því hversu styrkja mígi Loftleiðir, en vita má hann það, að Loftleiðir hafa komizt fram á þennan dag, þrátl fyrir tilvist þeirra stjórnarher.*a SAS, og áreiðanlega mun það félag fyrr ljúka sinni sögu en þiggja eyri úr betlilúku SAS. Bretar telja það réttilega til hinna mestu mannkosta að kunna að tapa leik, „to be a good loser“. Sá eiginleiki mun naumast nokkurn tíma prýða minnisvarða Karls þessa Níels- sonar.“ rnmrn KAUPFELOG Nú er rétti tíminn til >t panta. rafhlöður fyrir veturinn. klæðningar og hurðir. Vernd- Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.