Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 22. okt. 1964 MORGUNBLADID 17 nniiiuiiiuuiiiikiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiJiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimtmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimn ts <1 HVAÐA leiklistarheima á Natalie Wöod eftir að sigra? Hún hefur nú náð hinum háa aldri, tuttugu og sex árum, og komizt í kynni við hvers kyns storma í tilfinningalífinu. Hvað eftir annað hefur hún komið að krossgötum gleymsk unnar og þegar neyðin var stærst hefur járnvilji hennar bjargað henni. Barátta hennar við miðlungshandrit og ódýr- ar „annars flokks“ myndir hefðu deyft áhuga og fjör leikkvenna með minni skap- festu. Hún heimtar aðeins eitt af örlagadísum sínum og það er að verða ein af hinum miklu leikkonum hvíta tjalds- ins. Sífelld barátta hennar við að ná þessu takmarki hef- ur blásið nýju lífi í stjörnu- kerfið. Nú á tímabili vinnu- samra leikkvenna, sem fengn- ar eru frá hinu hófsama leik- sviði til að leika í kvikmynd- um, skín hin leiftrandi fegurð ungfrú Wood eins og voldugur ljósgeisli, sem kveikir elda ímyndunaraflsins hjá börnum hversdagsleikans. til að bjarga hjónabandi sínu. Bæði Natalie og Bob Wagner tóku myndina „All the Fine Young Cannibals", og léku í henni. Aðsóknin að myndinni varð nær engin og ádrepan sem þau bæði fengu frá gagn- rýnendunum batt enda á hjónaband þeirra. Leiðir þeirra skildu í júlí 1961 og þau eru nýlega skilin að lög- um. Meðan á hugarvíli hennar sökum hjónabandsvandræð- anna stóð, birtist gæfan henni aftur í gervi Jerome Robbins, hinum fræga danshöfundi frá Broadway, sem var að vinna að kvikmyndun á „West Side Story.“ Aðstoðarleikstjórarnir Robert Wise og Jerome Robb- ins hittu Kazan að máli og spurðu hvort hann hefði auga stað á einhverri í hlutverk Maríu í „West Side Story.“ Þegar bæði Robbins og Wise andmæltu því að Natalie fengi hlutverk Maríu, stakk Kazan upp á að þeir/kæmu báðir til Hollywood og sæju „Splendor in the Grass“ og töluðu við Natalie Wood. Robbins og Wise flugu til Hollywood, en ófúsir og svartsýnir. Ungfi'ú Wood var boðið að hitta Robb- ins og Wise við einkasýningu á ofannefndri kvikmynd. Áð- ur en myndinni lauk kváðu Robbins og Wise upp einum rómi þann dóm, að Natalie Nathalie Wood Sagan um Eftir Albert K. Gans frétta- ritara IVforgunblaðsin í Los Angeles Hún eygði fyrst möguleik- ann til að verða ódauðleg í kvikmyndum, er hún lék á- samt James Dean í „Rebel Without Cause“. Natalie lék ungling, jafnvægis- og stað- festulausan, með slíkum til- finningahita að The Academy of Arts and Science heiðraði hana með því að útnefna hana beztu leikkonu ársins 1954. Natalie varð að sjá af hinum eftirsótta gullna Óskari í hend ur önnu Magnani sökum leiks hinnar síðarnefndu í „Rose Tattoo.“ „Rebel Without Cause* gaf henni dýpri inn- sýn í hegðun fyrir framan kvikmyndavél. Þá vann hún einnig sigur á gagnrýnendum og tók af allan vafa um að hún hefði hæfileika til að leika til- finningahlutverk. Það var hinn frægi leik- stjóri og rithöfundur frá Broadway, Elia Kazan, sem í rauninni slöngvaði henni upp í hásæti þeirra sem alltaf tryggja aðsókn, með kvik- myndinni „Splendor in the Grass“, sem hlaut Akademi- verðlaun. Sökum örlaga- glettni fékk hún hið góða hlutverk Wilma Loomis í „Splendor". „Þegar Bill Inge ritaði Splendor in the Grass,“ hefur Kazan sagt, „vorum við bún- ir að ákveða að Lee Remick skyldi fá aðalhlutverkið, hhxt- verk Wilmu. Við heimsóttum Lee í íbúð hennar í New York og sannfærðumst um að hún hefði orðið óhæf í hlutverk Wilmu sökum þess að hún er með barni. Þegar við vorum búnir að tala við marga um- sækjendur, fór ég allt í einu að hugsa um Natalie Wood og við tókum fyrstu flugvél til Hollywood. í viðtalinu sem við áttum við hana heima hjá henni uppi á hæðinni, leizt okkur vel á þroska hennar og hæfileika til að skila hinu margslungna hlutverki Wilmu. Hinn hlýlegi persónuleiki hennar og það örlæti, sem skaparinn hafði sýnt í útliti hennar, sanfærði okkur um að hún væri hin rétta Wilma. Meðan á kvikmyndatökunni stóð vann hún sem einn af þrælum Faraós og allir sem unnu með henni smituðust af ákrafa hennar og hinn ágæti leikur hennar í „Splendor of the Grass“ markaði spor í sögu leiklistarinnar.“ Meðan á töku myndarinnar stóð kynntist Natalie hinum sléttmála og laglega heims- manni Robert Wagner. Natalie Wood og Robert Wagner gift- ust eftir viðburðarík ástar- ævintýri, sem urðu heldur en ekki vatn á myllu slúðurfréttá ritara.. Þetta var kallað hið fullkomna hjónaband þessa áratugar, en hin fullkomna ást þeirra átti sér skamman ald- ur. Þau lifðu eins og í gull- fiskabúri í þrjú ár en það var of mikið fyrir tvær eðli- legar ungar manneskjur, sem þótti vænt hvorri um aðra. Þegar brestirryr í samlífi þeirra fór að koma í ljós, gripu þau síðasta hálmstráið væri hin rétta María. Engin önnur kæmi til greina. Þegar var gerður við hana samning- ur um að leika Maríu í „West Side Story.“ Margra ára kostgæfni við list hennar bar nú árangur. Hinar löngu og erfiðu stundir í ballettskólanum, þegar hún var yngri, höfðu gefið henni hinar kattmjúku hreyfingar, svo að hún virtist líða áfram. Hið góða vald hennar á mál- inu gaf henni virðuleika í samræðum. Natalie Wood var reiðubúin að sýna hvað hún gæti í kjarnmesta og skemmti legasta hlutverki okkar kyn- slóðar, Maríu í „West Side Story.“ Og allur kvikmynda- heimurinn vildi horfa á. Hún sneri sér að hlutverk- inu með allri þeirri festu og fjöri, sem hún átti til. Rita Moreno kenndi henni að tala með Puerto Rico hreim. Árin í ballettskólanum tóku að borga sig, hún var fljót að læra hina flóknu dansa af danskennaranum Jerome Robbins. Áður en ákveðið var að bæta annarri söngrödd inn á myndina, heimtaði Natalie af leikstjóranum að fá að reyna rödd sína. Árangurinn gerði alla þá sem heyrðu 3 farðu lostna. Blaðayfirlýs- = ingar kvikmyndafélagsins §§ sögðu að söngrödd Natalie 3 Wood hefði öll einkenni = hreinnar, ljóðrænnar sópran- s raddar, sem nálgaðist að vera 3 hæf til óperusöngs. Eftir deilu 3 fund með þeim, sem lögðu til §§ féð til að kostá myndina, var §§ rödd Natalie skorin burt og S rödd Mariu Nixon sett í stað- = inn. Þrátt fyrir vonbrigði sín = sneri Natalie sér að vinnunni = með auknu kappi. Leik henn- = ar í lokaatriðinu hafa gagn- ^ rýnendur talið einhvern þann = bezta, sem sézt hefur á kvik- || myndatjaldi. En Natalie Wood missti af 3 Óskarverðlaununum fyrir 3 bezta leik ársins 1961 í þriðja 3 sinn, í þetta skipti f ékk Sophia = Loren þau. Þegar hún var 3 spurð hvernig henni fyndist 3 að missa af verðlaununum, 3 svaraði hún: „Ekki er 'kopið 3 kálið þó í ausuna sé kom- 3 ið. ... Engum finnst gott að = missa af verðlaunum á borð 3 við Óskar,“ hélt hún áfram, 3 „en ég má kallast heppin. Það 3 eru ekki allir sem komast svo 3 langt að koma til greina.“ Hafi fréttamenn búizt við að §§ sjá niðurbrotna og hægláta §§ Natalie Wood urðu þeir fyrir 3 vonbrigðum. Það sem þeir sáu, . 1 er þeir töluðu við hana eftir 3 að verðlaununum var úthlut- = að, var kappsöm, ung leik- 3 kona, sem var full af áhuga 3 á að halda áfram vinnu sinni 3 sem önnur aðalstjarnan í 3 hinni dýni mynd Warner 3 Bros, „Gipsy.“ Natalie Wood finnur til mik 3 illar ábyrgðar á því, hvernig 5 hún sýnir hina sögufrægu 3 Gypsy Rose Lee. Það er ekki 3 lítið afrek af stúlku, sem 3 margoft hefur verið að því 3 komin að gleymast í kvik- 3 myndaheiminum, að missa af 3 Óskarsverðlaunum. = En hvað ber framtíðin í = skauti sér fyrir Natalie Wood? 3 Robert Wise segir: „Það er enginn vafi á því = að hún á eftir að ná langt í 3 starfi sínu, ef henni tekst að = forðast þá hættu sem léleg 5 handrit eru. Um einkalíf = hennar veit ég ekkert.“ Það er óhætt að segja að = Natalie veit það ekki heldur. 3 Mest allur tími hennar er 3 helgaður starfi í kvikmynda- 3 iðnaðiinum en annars lifir 3 hún rólegu lífi. í sínum frí- §§ stundum les hún bækur og 3 málar. Af öllum eignum sín- 3 um þykir henni vænst um §§ mynd af sjálfri sér í fullri §§ líkamsstærð, þar sem hún er §§ klædd eins og töfradísir kvik- = myndanna frá þriðja tug ald- 3 arinnar. Á henni geislar hún 3 af sjálfsöryggi, heimsmennsku, 3 uppreisnaranda og hinni eilífu 3 vizku kvennanna. Allt voru 3 þetta eiginleikar gömlu stjarn 3 anna og Natalie Wood hefur 3 erft þá. 3 ..............................................................................................................................................................................................................................................................................................11111......."1'IIIIIIIHIIIiHIIHIIlllllllllllllllllll'jf — Utan úr heimi Framhald af 14. geng. Að útgáfu hennar stend ur Flóttamannahjá'lp Sam- einuðu þjóðanna. Eins og var um fyrri flóttamannaplötuna „All-Star Festival“, sem kom út fyrir taepum tveimur árum, ganga laun listamannanna oig tekjur framleiðendanna ti'l starfsemi Flóttamannahjálpar innar. Hluta af fénu verður verði til að þjálfa unga ara- biska flóttamenn frá Pale- stínu í ýmsum iðngreinum. Fyrstu eintökin af „Inter- national Piano Festival" verða afhent framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, U. Thant, 15. október, og þau verða jafnframt send áhrifa- mönnum um heim allan, sem sýnt hafa áhuga á flótta- mannastarfseminni. Síðan verður plötunni dreift á al- mennum markaði, og er bú- izt við að hún verði komin til flestra landa heims í tæka tíð fyrir jólamarkaðinn. Víða verður hún seld í hljómplötu verzlunum. Fyrri plata Sameinuðgu þjóðanna, „All-Star Festival“, sem flutti léttari tónlist, færði Flóttamannahjálpinni nettó- tekjur sem námu um 41 mill- jón íslenzkra króna. Hún var einhver vinsælasta hæggenga hljómplata sem komið hefur á markaðinn. Benedikt Blöndal heraðsdomslóg maö ur Austurstræti 3. — Sími 10233 Bruni í Moskvu Moskvu, 10. okt. — (NTB) — VERULEGAR skemtndir urðu af eldi í brezka sendi- ráðinu í Moskvu í gærkveldi. Tass-fréttastofan sovézka hermir, að um leið og eldur- inn hafi brotizt út, hafi kveð- ið við sprenging og allar rúð- ur í húsinu brotnað. Að sögn AFP-fréttastofunnar frönsku hefur starfslið sendiráðs- ins ekkert viljað um það segja, hvort bruninn hafi stafað af sprengingu. PtANOFLUTNINGAR ÞUNGAFLUTNINGAR Hilmar Bjarnason Stmi 24674 LÓAM tilkyrnir NÝKOMNAR eftirtaldar vörur: Barnaúlpurnar margeftirspurðu, loðnar og hvítloð- fóðraðar nr. 1—4. Einnig nælor.fóðraðar úlpur nr. 3—7. Kjólar í miklu úrvali 1—12 ára. Náttföt fyrir telpur og drengi 1—12 ára. Pólóbolir 1—6 ára. Athugið seljuin nokkra kjóla á niðursettu verði og fleiri vörur. BARNAFATAVERZLUNIN LÓAN Laugavegj 20 B (gengið inn frá Klapparstíg).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.