Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. okt. 1964
MORGUNBLAÐID
Þetta er reyndar ekki sami bíll og synti í höfninni á dögunum, en þeir ciginleikar hefðu vissulega komið sér vel á Granda- g
gtarði í gærkvöldi, eins og glöggt má sjá. (Stveinn Þormáðsson tók myndirnar).
Sinfónía vií) sæinn
SENN gengur vetur
garð. Það var líka sann
kallað vetrarveður
Reykjavík í gær, það var
þungur sjór og þrútið loft.
Þeir, sem áttu til dæmis
leið um Skúlagötuna, urðu
Óþyrmilega fyrir barðinu
á sjávarlöðrinu. Bifreiðar-
stjórar voru all-óhressir yf
ir - seltunni, sem gerði sig
beimakomna á ökutækjun
unum, en ungviðið undi
sínum hag hið bezta.
Úti í Örfirisey var sannköll
uð vetrarstemning. Þar sungu
simaivírarnir í fuliu kappi við
brimhljóðið — að visu í ann-
arri tóntegund, en samhljóm-
urinn lét vel í eyrum eigi að
síður, og sem undirspil í þess
ari dýrðlegu sinfóniu náttúr-
unnar var marrið í káetu-
hurðum óihrjálegra smábáta,
sem ráðið hafði verið til
hlunns þarna í eyjunni.
Þeir máttu muna sinn fífil
fegri, margir þessara báta.
Þetta var nokkurs konar
kirkj ugárður, en þrátt fyrir
allt var yfir öllu gumsinu ein
hver frumstæður sjarmi, sem
erfitt er að skilgreina. Það
er nefniletga hægt að fixma
fegurðina aUs siaðar, ef vel
er að gáð. Spaugilegu hlið-
ina lika, því að allt í einu
tókum við eftr því, að Surts-
ey var komin upp í Örfiris-
ey! Snyrtilegur bátur, sem
' stakk í stúf við útlit félaga
sinna. Þarna var líka Sigur-
sæll, sem eflaust hefur hrós-
að mörgum sigri úti á mið-
unuim.
Við sáum Svein Ijósmynd-
ara gera ýmsar frumiegar
leikfimisæfingar til þess að
festa stemninguna í Örfirisey
á filmuna sína, Hann sagðist
bara vera hræddur um, að
þetta yrði allt hreyft hjá sér
og blaðamaðurinn sagðist
vera hræddur um það lika,
því að hann sá' ekki betur en
að myndavélin hringsnerist í
9W5SÍ
og Grandagarð og bar með
sér grjóthnullunga, spýtna-
rusl og þang. Varð gatan af
þessu fremur ‘ókræsileg, enda
var bifreiðastjórum um og ó
að hætta bílum sínum út í
Þrir kátir karlar — Sigurður
bergsson, 10 ára.
höndunum á karlanganum.
Einhver undarlegur þefur
lá í loftinu. Hann reyndist
vera af þanginu, sem undir-
aldan reif upp með sér og
kastaði út á götu. Þetta var
vond lykt.
Svo sáum við allt í einu
þrjá unga menn, sem ærsluð-
ust i flæðarmálinu. Við geng-
um til þeirra og spurðum:
— Þykir ykkur vænt um
sjóinn, strákar?
— Ekki alltaf, sagði Björn
Björnsson, 9 ára, og saug upp
í nefið. Bara þegar öldur eru,
bætti hann við og saug enn
meira upp í nefið.
— Hvað er svona skemmti-
legt við öldurnar?
— Það er svo gaman að
láta þær elta sig. Svo benti
hann út á sjóinn og sagði:
Sérðu þessa!
—Er ykkur ekki kalt?
— Nei, nei, maður. Okkur
Lárus Gislason, 11 ára, Björn Björnsson, 9 ára, og Davíð Vil- =
er alveg sjóðandi heitt, sagði
Davíð, vinur hans. Hinn vin-
urinn, Sigurður, tók í sama
streng:
— Við erum alveg að
stikna, sagði hann. Vesældar-
dropinn á nefinu stækkaði
óðum.
—- Hvað eruð þið með í
höndunum?
— Bolta. Við erum í bolta-
leik.
— Þetta eru skrítnir bolt-
ar.
— Já, þetta eru svona frí-
holt, sem eru sett utan á hlið-
ina á skipunum.
— Ætliði að eiga þetta?
— Við vitum ekki, hvort
við megum það. Annars er
alveg hægt að nota þá í fót-
bolta.
★
Þegar skyggja tók, færðist
sjávargangurinn í aukana.
Sjórinn flæddi yfir Ánanaust
slíka ófærð. Á Grandagarði
var vatnsflaumurinn feiknar-
legur. Þegar við Sveinn átt-
um þar leið fram hjá, náði
vatnið upp að hné á miðri
götunni. Smábílar sátu fastir,
en vörubifreiðir geystust á-
fram með boðaföllum.
Mörgum bifreiðastjórum,
sem óku Skúlagötuna, brá í
brún er þeir fengu gusur yf-
ir bíla snia. Og það voru
engar smáræðis gusur. Þeir,
sem hjólríðandi voru, sluppu
varla með þurran þráð á föt-
um sínum. Þær voru ekki að
hafa fyrir því að gera boð á
undan sér, þessar gusur. Þær
komu i hviðum og teygðu sig
hvítfyssandi uppi í loftið og
dembdu sér yfir Skúlagötuna.
Nokkrir ungir menn stóðu á
gangstéttinni við sjóinn og
fylgdust með öldunum. Þeg-
ar þær genrðu sig líklegar til
að skella yfir, hlupu þeir
undan — en sluppu sjaldnast
við steypibað. Var þetta leik-
ur þeirra.
Ferðalag okkar Sveins um
ofanta.ldar götur borgarinnar
endaði fremur hrapahega.
Það kom sumsé í ljós,
að allur vindur var horf
inn úr einu dekki þeirr
ar ágætu bifreiðar, sem
hafði borið okkur yfir allar
torfærurnarl
3
| Grjóthnullungar, spýtnarusl, þang, sjór og bifreiðir. Allt þetta máttt líta við Grandagarð í
| eær.
uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiirH íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiKimttiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniuiiiiuF
STAKSTEM
Viðtal v.m
samvinnumál
t nýútkomnu hefti af Búnað-
arblaðinu er viðtal við Einar
bónda Eiríksson í Miklaholts-
».'i helli í llraun-
gerðishreppi,
sem A g n a r
Guðnason, ráðu-
nautur, befur
átt við hann nm
samvinnumál i
Árnessýslu. Ein-
ar er stjórnar-
maður í hinu
nýstofnaða kaupfélagi Höfn á
á Selfossi. Hér vérða teknir
nokkrir kaflar úr viðtalinu, en
margt«annað, en hér hirtist, er
einnig athyglisvert. Fyrirsögn
viðtalsins er: Nú harðnar sam-
keppnin.
Þarf samvinnufélag endilega á
samkeppni að halda?
Það má vel vera, að það séu
einhverjar annarlegar ástæður,
sem valda því, að það þarf sam-
keppni. En það virðist ekki vera
neinn vafi á því, að K.Á. þurfi
nokkurt aðhald. Samkeppni í
verzlun hefur alltaf verið til
bóta.
Byggist ekki samkeppni verzl-
ana á því, að hvor um sig reynir
að ná sem mestum viðskiptum?
Þegar önnur hefur sigrað í sam-
keppninni, getur hún þá ekki
ráðið verðlaginu að nokkru?
Finnst þér að slík samkeppni
eigi að vera milli tveggja sam-
vinnnfélaga?
Það getur verið að það eigi
ekki að þurfa, en við vitum það
að reynslan hefur sýnt, að það
þarf bæði hér og annars staðar.
Heldur þú að það séu eingöngn
sjálfstæðismenn í héraðinu, sem
ern óánægðir með K.Á.?
Það held ég ekki, ég held að
það sé mjög almennt.
Þá hljóta þeir óánægðn að
vera i meirihluta?
Ég hefi ekki kynnt mér það
persónulega, en ég reikna með
að þeir séu nokkuð margir.
Nú er það ekki eingöngu léleg
þjónusta K.Á., sem þið eruð
óánægðir með. Er það ekki einn-
ig önnur starfsemi innan kaup-
félagsins, sem þið sættið ykkur
ekki við?
Já! Við teljum það, sjálfstæðis-
menn, að það hafi gengið álltof
langt hjá K.Á. í þeim efnum. í
því sambandi má geta þess, að í
salarkynnum K.Á. hefur hreiðr-
að um sig eitt ágætt blað, er
Þjóðólfur nefnist, sem hefur það
hlutverk að senda okkur sjálf-
stæðismönnum tóninn.
Er það hreint Framsóknarhlað?
Borga þeir ekki húsaleigu?
Hvergi hefur maður séð þess
getið í reikningum Kaupfélags-
ins.
Heldur þú að K.Á. haldi úti
einhverri starfsemi til að auka
veg Framsóknarflokksins í hér-
aðinu?
Þessari spurningu vildi ég leiða
hjá mér að svara, en ég hygg þó
að það sé ýmsra manna mál, að
K.Á. gangi erinda Framsóknar-
flokksins.
Það verður þá útilokað í ykk-
ar nýstofnaða kaupfélagi að vera
með pólitískan áróður!
Þar sem við lítum á þessa starf
semi sem mjög óæskilega, þá
munum við varast að blanda
slíkum hlutum saman. Því að
þarna er fyrst og fremst verið að
stofna verzlunarfyrirtæki.