Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1964 Skjót hjálp— minni skaði AF þeim rúmlega eitt hundrað þúsund mönnum, sem árlega láta lífið í umferðarslysum um heim •llan, mundu tuttugu þúsund geta haldið lífi, ef fyrir hendi væri betri hjálp og aðhlynning meðan hinir slösuðu bíða á slys- stað eða við flutning í sjúkra- hús, segir í grein í tímariti Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn ar „WHO Cronicle“. Bent er á að æ fleiri látist í umferðarslysum, þrátt fyrir ýmsar varúðarráðstaf- anir, svo sem bætta vegi, öryggis- búnað í bílum og látlausan áróð- ur gegn gálausum akstri. Menn verða að gera sér ljóst, að tala þeirra , sem farast í umferðar- slysum, mundi lækka um 20 af hundraði, ef þeir sem slasast fengju skjóta og<J-étta hjálp. Þar sem að jafnaði eru ekki neinir læknar lálægir þegar slys ber að höndum, er nauðsynlegt að kenna almenningi hjálp í viðlög- um. Meiðsli á höfði eru algengust í umferðarslysúm, nema 50—80 af hundraði og meiðsli á brjóst holi eru algeng, 10—40 af hundr- aði. Slík meiðsli geta haft áhrif á öndun og öndunarfærin, og rannsóknir, sem gerðar hafa ver- ið í mörgum Evrópulöndum leiða í ljós að stíflun öndunarfæra er oft banameinið. Við kafnaða eru lifgunartilraunir með blástursað- ferð taldar vera líklegastar til árangurs, að því er sérfróðir menn segja. Meðal ráðstafana, sem mundu geta bjargað mörgu mannslífinu, væru þær gerðar í tæka tíð, eru lífgunartilraunir, stöðvun útvortis blæðinga og ráðstafanir til að hindra lost. Greinin, sem hér um ræðir, er byggð á niðurstöðum ráðstefnu sérfræðinga, sem Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin beitti sér fyrir í Kaupmannahöfn. Á þeirri ráðstefnu var m. a. mætt með því, að allir sem tækju próf í akstri umferðartækja, yrðu fyrst látnir ganga undir próf í hjálp í viðlögum. „Drottnircgin“ hættir Is- landsferðum 3. apríl r.k. Kronprins Olav í fyrstu ferðina 8. apríl — Aukinn hraði og þægindi Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 20. okt. SAMEINAÐA Gufuskipafélagið tilkynnti í dag að frá og með laugardeginum 3. apríl nk. mundi „Dronning Alexandrine" hætta ferðum milli Kaupmannahafnar, Færeyja og íslands. Skipið hefur siglt á þessari leið síðan 1927. 8. apríl nk. verður tekið í notkun á leiðinni skipið „Kronprins OIav“, sem til þessa hefur verið í ferðum milli Kaupmannahafn- ai og Osló. Með þessum breytingum eykst farþagarýmið á þessari leið úr 130 rúmum í 220 rúm jafnframt því að þægindi fyrir farþega aukast til muna. Auk þess getur „Kronprins Olav" flutt allveru- legan fjölda bíla, og skipið sigl- ir 18 hnúta, en „Drottningin" komst aðeins 12'/2 hnút. Þannig opnast möguleikar til þess að brottför frá Kaupmannahöfn getur átt sér stað á 10 daga fresti, og skipið getur engu að síður numið staðar í tvo sólarhringa í Reykjavík. Sameinaða gufuskipiafélagið seigir, að með þessu sé verið að koma til móts við óskir ferða- manna, um lengri dvalir á ís- landi. Segir félagið að áhuginn fyrir íslandsferðum sé hvað mestur í Þýzkalandi. Fargjöld með „Kronprins Olav" verða nokkru hærri en þau voru með „Drottningunni“. Dýrasta fargjald á 1. farrými á leiðinni Kaupmannahöfn- Reykjavík mun kosta 675 kr. danskar, en ódýrast í 1. farrými 525 kr. danskar. Á öðru farrými verða tvenn fargjöld, 400 kr. oig 350 kr. Flutningsgjöld fyrir bíla haldast óbreytt. — Rytgaard. “—--;• ... - 1 — - - ' 1 Sjóbíll til sýnis hér í FYRRADAG var ljósmynd- ari blaðsins niður við bryggju Ekki vissi hann af neinni kon- ungskomu eða þjóðhöfðingja- móttöku og skyldi því ekki hvað bíllinn var að vilja fram á bryggjuna. En bifreiðin lét ekki staðar numið á bryggj- unni heldur ók viðstöðulaust á sjó fram og ráku menn, er á horfðu, upp stór augu. Bíll- inn virtist fara liðlega um höfnina, enda lítil ágjöf. Ekki er okkur kunnugt um sjó- hæfni bíisins, en talið er að hann geti farið með um 12 km. hraða á sléttu vatni, en með 120 km. hraða á vegum. Bíllinn er búinn skrúfum sem knýja hann á vatni. Það er Þjóðverji Friedrich Bresch, sem sýnir þennan bíl hér á landi og býður hann til sölu fyrir um 230 þús krónur. Bíllinn kallast Amphicar. Fréttamönnum Mbl. hefir enn ekki gefizt kostur aÁ skoða bílinn. (Ljósm. Sv. Þ.) Farah Diba kveður Ahmed litia eftir uppskurðinn. Drottningin tók sér frí og var viðstödd uppskurð ÍRANSKA keisaradrottn- ingin, Farah Diba, heim- sækir oft sjúkrahús í höf- uðborginni, Teheran, og ræðir við sjúklingana. — Mestum tíma ver hún í barnadeildununi, en þar eru margir sjúklingar úr sveitunum, sein foreldr- arnir geta ekki heimsótt. Fyrir skömmu kom drottn- ingin í slíka heismókn i stærsta sjúkrahúsið í Teheran og í barnadeildinni hitti 'hún m.a. lítinn dréng, Ahmed Ab- dulzadem, frá þorpi skammt fyrir utan höfuðborgina. Ah- med litli grét, þegar drottn- ingin ætlaði að kveðja hann og sagðist vera hræddur vegna þess að hann ætti að gangast undir uppskurð næsta dag. „En ef þú verður hjá mér, er allt í lagi“, sagði drengurinn með tárin í augunum. Keisaradrottningunni rann umkomuleysi Ahmeds litla til rifja og hún ákvað að vera viðstödd uppskurðinn. Hún bað læknana um leyfi og það var fúslega veitt. Síðan full- vissaði hún Ahmed um að hún myndi vera hjá honum. Farah drottning hefur mjög mörgum opinberum skyldum að gegna og hver dagur er fyrirfram skipulagður, en dag inn, áem Ahmed var skorinn upp lét hún öll skyldustörf lönd og leið og dvaldist í sjúkrahúsiuu rnostan hluta dagsins. Hún talaði við dreng- inn áður en hann var svæfð- ur, fylgdist af áhuga með upp- skurðinum og þegar hann vaknaði, sat hún við rúm hans. Ahmed á skurðborðinu. Farah í miðið. Barnaheimili í Stykkishólmi Stykkishólmi, 15. sept. EINS og áður hefir verið getið í blaðinu hefir Sjúkrahúsið í Stykkishólmi rekið barnaheim- ili á sumrin í mörg undanfarin ár og hefir aðsókn að þessu heimili vaxið með hverju ári sem líður. Barnaheimili systranna er sumarmánuðina júní, júlí og ágúst og er skipt um hópa einu sinni eða tvisvar á sumri. í gær tjáðu systurnar mér að búið væri að panta upp öll pláss á heimilinu fyrir sumarið 1965. Berast enn margar umsóknir í pósti og síma en því miður hefir orðið að neita þeim ðllurrw Ekki er enn ákveðið hvernig heimilið starfar næsta sumar og verður ekki ákveðið fyrr en í marz n.k. En þá verða allir foreldrar sem hafa loforð fyrir plássi fyrir börn sín að tilkynna hvort þau noti það eða ekki svo þeir sem eru á biðlista geti þá fengið ákveðið svar. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.