Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FSmmtudagur 22. okt. 1964 lElífi Jónsdóttir - Minning F. 24. júlí 1891. D. 1«. jan. 1964. ELÍN var af skaftfellsku bergi brotin að ætt og uppruna. Fædd að Brunnum í Suðursveit, næst yngst í hópi margra systkina. Fluttist ung að árum austur í Lón. Hennar fyrsta umsvifamikla starf mun vera húsmóðurstaða í Krossaiandi og þó hún aldrei giftist, þá mun hún upp frá því hafa verið stoð og stytta fjöl- skyldunar, ásamt Sigríðí systur sinni. Síðar fluttist fjölskyldan að Höfn í Hornafirði og þar átti Elín sitt lögheimili yfir 30 ára skeið, þó hún vegna heilsubrests yrði að dveljast langtímum fjar- verandi, eins og nú skal að vikið. Með fáeinum fátæklegum orð- um langar mig að minnast frænku minnar. sem einnig var fóstra mín. | Ég man vel alla hennar um- hyggjusemi. Hún vildi mér aldrei annað en gott og bar um- hyggju fyrir öllum, sem hún vissi að þurftu þess með og gat svo margt gert öðrum til hjálpar, framan á ævi meðan heilsan leyfði það. En heilsúleysið sótti hana heim fyrir aldur fram og tók sér ból- festu hjá henni æ síðan um margra ára skeið. GÆÐI SKAPA LT ] * j n i U ( ») ( J|f / 1 J Það yrði of langt mál að rekja alla þá þrálátnu sjúkdómssögu, en það mætti kannski segja að sú saga væri lærdómsrík, fyrir þá sem kynntust henni. Fyrst liðu vikur, mánuðir og ár, síðan hélt tíminn áfram að líða hátt í þrjá áratugi. Heilsufarinu var að vísu mis- jafnlega háttað, en batinn kom ekki, hvernig sem vonað var, leitað og beðið. Hann vildi ekki koma, þrátt fyrir alla viðleitni læknamáttar vorra tíma. Og því reikar sál mín nú um lönd hins liðna og fram í hugann streyma ótal myndir, en mynd sjúklingsins er þó hæst. Mér finnst ég hafa fengið ein- hverja ríka reynslu af þessum kynnum. Erum vér mennirnir alltaf nógu þakklátir guði fyrir góða heilsu? Erum yér annars ekki alltaf mörg of eigingjörn til að kunna að meta og njóta hans náðargjafa, sem streyma til vor úr öllum áttum. Það er stundum of seint, sem vér tökum eftir öllu því sólskini, sem vér erum umkringd af og oft ekki fyrr en nóttin nálgast. Ég átti þess kost oft er ég heimsótti frænku mína á sjúkra- húsinu, að sjá misjafnar hliðar lífsins. Samt fannst mér stemning öll samstillt innan þeirra veggja. Sjúklingarnir reyna eftir fremsta megni að taka þátt í kjörum hvers annars. gleði og þrautum. Fórnfúsar hendur lækna og hjúkrunarliðs er ætíð vakandi á verðinum, ásamt hlýju brosi og mildri framkomu, sem framkall- ar birtu, til að breiða yfir húm- ið, sem stundum er farið að setjast að í þreyttum og vonlitl- um sálum . Það er vægast sagt háleitt starfssvið, sem þetta fólk hefur valið sér og vér erum svo mörg, sem stöndum í mikilli þakkar- skuld við það. Nú á þessu síðsumars ágúst- kveldi kemur þetta allt ósjálf- rátt fram í huga mér. Mér finiist einmitt nú áður en I sumarið kveður og fltyur sólskin- ið burt til suðlægari landa, að ég hafi fulla ástæðu til að staldra við og senda þessu góða fólki kveðjur og þakkir fyrir veitta hjálp og umhyggjusemi og dreng skap í löngu veikindastríði Elín- ar sálugu. Nú er þessu langa stríði lokið og er ekki of mælt að það var bæði háð með dreng- skap og hetjudáð. Hún kunni svo vel að meta allt sem fyrir hana var gert. Þol- gæðið var líka mikið að umbera allar andvökunæturnar og þrautastundirnar. Meðal hjúkrunarfólksins eign- aðist hún vini sem aldrei brugð- ust henni. Hún brást heldur aldrei neinum sjálf, var bæði traust, orðheldín, og trygglynd, svo gagnkvæmt vinátta batzt með henni og sumum af þeím konum, sem með henni lágu. Það sýna bezt góð og elskuleg bréf, sem móta þáttaskil á milli áfanga ým- ist heima eða á sjúkrahúsum, eftir hvernig tíminn skiptist milli þeirra staða. Síðustu æviárin dvaldi Elín á hressingarhælinu að Vífilsstöðum og þar andaðist hún 10. jan. sl. Naut hún þar sem annars staðar góðrar hjúkrunar og er mér ljúft að færa yfirlækninum þar, Helga Ingvarssyni, alveg sérstakar þakkir fyrir einlægt traust og ( hjálp henni veitta. Enda fann hún sig í öruggu skjóli í hans umsjá, sem bezt kom í ljós, þeg- ar mest á reyndi. Fjarlægðin gerði það að verk- um að ég gat allt of sjaldan heim- sótt frænku mína. En þrátt fyrir þessa strjálu endurfundi í seinni tíð, hafði hún ajltaf jafn ná- kvæman skilning á hlutunum og var jafnan fyrri til að kveðja svo ég missti ekki af vagnin- um hennar vegna. Svona var tillitssemin ætið rík til annarra. Ég man er hún fylgdi mér síð- ast út á gangstíginn til að kveðja mig. Leið mín lá í bæinn en leið Elínar að nýju í sjúkrahúsið. Vagninn rann af stað. Ég leit enn einu sinni til baka og sá hvernig septembersólin sveipaði hraunið. Svo rann upp nýr dag- ur. Ég steig upp í flugvél, og fékk enn á ný glögga svipmynd af þinni ört vaxandi höfuðborg með sitt glaða og heilbrigða líf, en einnig hið gagnstæða. Bilið breikkaði og fjarlægðin jókst. Nú lifðu aðeins eftir í hug- anum myndir. Ég sá hvernig tíminn leið á- fram í sjúkrahúsunum. — Fastir liðir eins og venjulega dag hvern. Tilbreýtingin næsta lítil. Hjá sumum alger einangrun frá um- heiminum. Langir dagar og ennþá lengri nætur, oft vikur þar til næsta heimsókn kom. Svona leið tíminn, en sólin hélt áfram að krýna hraunið geislum sínum og ávallt eru það ein- hverjir sólargeislár, sem brjót- ast alla leið inn að hjörtum hinna hrjáðu. Naésta heimsókn mín til Elín-; ar var svo aftur á jólunum og var mér þá þegar ljóst, að hún myndi jafnframt vera sú síðasta. Þessi kona, sem svo lengi var búin að líða, var nú að ferð- búast. Nýtt ár rann upp með hækk- andi sól. Hún kvaddi skammdeg- ið hér á jörð og fluttist með því inn á land hiris ókomna, sem allra bíður að leiðarlokum. Já, nú að leiðarlokum er svo margs að minnast, sem ekki verð- ur rakið hér. Hins vegar veit ég að það væri samkvæmt vilja þínum sem var, að senda þakkir til sam- ferðafólksins og þá sér í lagi þeirra, sem heimsóttu þig í veik- indunurri, svo og þeirra, sem aldrei gleymdu þér á jólunum. Það voru einlægif vinir, sem glöddu þig þá, svo oft að ár- um skipti. Nú er þetta allt liðið og vér vinir þínir samfögnum þér af heilum huga á landinu helga og ég þakka þér, elsku Elín mín allt, sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Hvíl í guðs eilífa friði. Blessuð sé þín minning. Höfn í Hornafirði, 27. ágúst 1964. Jónína Brunnan. að auglýsing í útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. Málflutningsskrifstoia JON N. SIGURÐiSSON Sími 14934 — Laugavegj 10 Önnuírist a^llar myndatölcur, --j hvar og hvenær rií sem óslcad er. UÓSMYNDASTOFA' ÞÓRIS LAUCAVK. 70 B SlMi 15 RAGNAR JUNSSON hæ jgmauur Hverfisgata 14 — Sími 17752 Logíræðistön og eignaumsysia GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund Sími 1-11-71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.