Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 1
32 siður Kozlov vikið úr Æðsta ráðinu Nafn hans ekki á lista yrir meðlimi þess Moskvu, 22. okt. — AP-NTB. LJÓST þykir nú orðið, að Frol Kozlov, einum nánasta samstarfsmanni Krúsjeffs, hafi verið vikið úr Æðsta ráði Sovétríkjanna. Kom þetta fram í Pravda í dag, er birtur var listi yfir þá meðlimi Æðsta ráðsins, sem hyllt höfðu minningu Biryozovs, yfirmanns herforingjaráðs Sovétríkjanna, sem fórst í flugslysi í Júgóslavíu fyrr í vikunni. A listanum voru hirt nöfn allra meðlima Æðsta ráðsins nema Kozlovs, og þykir þetta órækur vitnisburð ur um að hann hafi verið lát- inn hætta. Kozlov var á sínum tíma einn helzti hugmyndafræðingur rúss- neskra kommúnista. Hann var oft nefndur sem einn líklegasti eftirmaður Krúsjeffs. í apríl í fyrra fékk Kozlov slag, og hefur búið við vanheilsu síðan. Krús- jeff sagði sjálfur á sínum tíma, að Kozlov mundi aldrei komast til starfa aftur heilsunnar vegna, en engu að síður hefur hann haldið sæti sínu í Æðsta ráðinu. Fyrr í vikunni var stór mynd af Kozlov meðal mynda þeirra af leiðtogum Sovétríkjanna, sem íettar voru meðfram vegum þeim, sem geimfararnir þrír óku um. Af listanum, sem birtist í SAS flutti 87,ooo farþega frá USA á 12 mán New York, 22. okt. — NTB: YFIKMAÐUR SAS í Banda- Pravda, þykir ljóst að ekki hafi orðið frekari breytingar á skip- un æðstu embætta í Sovétríkj- unum í bili, en vestrænir menn í Moskvu telja, að brottvikning Kozlovs kunni að vera fyrirboði meiri tíðinda. Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að frú Jekaterina Furt- seva, menntamálaráðherra, sem talið var að stæði nærri Krúsjeff, mundi fara til ftalíu á morgun til að vera þar viðstödd sýningu Bolshoi-ballettsins í Scala-óper- unni í Mílanó. Ekkert er enn vitað með vissu um dvalarstað Krúsjeffs, _ hins fallna forsætisráðherra. Ýmsir telja hann í sjúkrahúsi, en flestir eru þeirrar skoðunar, að hann sé í stofufangelsi. U Thant stingur upp a fimmvetdaráðstefnu kveðst vona að Krúsjeíf fái sjálfur að gera grein fyrir valdaskiptunum New Yórk, 22. ok. — NTB U THANT, að'alritari Sameinuðu þjóðanna, lagði til í dag að stór- veldin fimm, Bandarikin, Sovét- ríkin, Bretland, Frakkland og Kína efndu til ráðstefnu sin á meðal, til þess að reyna að kom- ast að samkomulagi um algjört bann igegn tilraunum með kjarn- orkuvopn. Sagðist hann mjög harma hina kinversku kjarn- orkusprengingu á dögunum, og kvaðst vera andvígur ölium kjarnorkusprengingum, einnig neðanjarðar. Stakk U Thant upp á því að umrædd ráðstefna yrði haldin á næsta ári. Þá kvað U Thant það von sína, að Nikita Krúsjeff yrði gefið tækifæri til að gefa sína skýr- ingu á tildrögum þess, að hann lét af embætti. U Thant lét og í ljósi þá skoð- un, að stefna Sovétríkjanna myndi ekki verða mjög frá- brugðin þeirri, sem Krúsjeff rak. Hann taldi og að engin hætta væri á því, að Sovétríkin hyrfu aftur til þeirrar stefnu, sem ríkti á dögum Stalíns. U Thant fór lofsamlegum orð- um um bæði Brezhnev og Kosygin, kvaðst hafa þekkt Brezhnev síðan 1955, og er þeii hefðu hitzt á ný í Moskvu í fyrra, hefði Brezhnev enn verið hinn sami vinsamlegi, innilegi oig eðlilegi maðurinn. Um Kosygin sagði Thapt að hann væri mað- ur hógvær. Jean-Pa.ul Sartre Sartre veitt Nóbeisverölaun en hann neitar að þiggja þau Hann tekur aldrei við verðlaunum, „hvort heldur þau eru kartöflupoki eða Nóbelsverðlaun" segja vinir hans SÆNSKA akademían á- kvað eftir tveggja klukku- stunda fund í dag að veita franska rithöfundinum og heimspekingnum Jean- Paul Sartre bókmennta- verðlaun Nóbels 1964 fyrir „hugmyndarík skrif, sem með frelsisanda sínum og sannleiksást hafa haft víð- tæk áhrif á samtíðina". — Jafnframt var það staðfest í Stokkhólmi í dag, að Sartre hefði í síðustu viku sent þangað hréf, þar sem hann kvaðst óska eftir því, að hann kæmi ekki til greina við úthlutun verð- launanna. Bréf þetta var sent persónulega til Nils Stahle, ritara akademíunn- ar. — Svo sem húizt hafði verið við, lýsti Sartre því yfir í dag að hann mundi ekki taka við Nóbelsverð- laununum „af persónuleg- um ástæðum“. — Vinir Sartres sögðu í dag, að hann mundi engin verð- laun þiggja, „hvort heldur það væri kartöflupoki eða Nóbelsverðlaun“. — (Sjá grein um Sartre á bls. 10). Sarte sat að snæðingi í litlu veitingahúsi á vinstri bakka Signu ásamt vinkonu sinni um langt árabil, Simone de Beauvoir rithöfundi, er fransk ur fréttamaður flutti honum tíðindin um verðlaunaveit- inguna. „Ég hefi ekkert að segja yður“, sagði Sartre við blaða- manninn. „Ég mun ekki þiggja verðlaunin. I>að er staðreynd. En ég ætla að geyma útskýr- ingar mínar handa sænsku blöðunum. Þér munið þá heyra um þær á sama tíma, líkt og öll blöð í heimi,“ sagði hann, og sneri sér síðan að de Beauvoir, og hélt áfram samræðum. Seini í gærkvöldi ræddi Sartre við sænska blaða- menn í París og kvaðst harma að ákvörðun sín um að veita Nóbeisverðlaununum ekki við töku, hefði fengið á sig hneykslisbiæ. Hann kenndi því um að hann hefði ekki fengið að vita nógu snemma að hann kæmi til greina við verðlaunaúthiutunina. Kvaðst hann fyrst hafa orðið þess vísari, er hann las grein í Figaro Litteraire 15. október sl. eftir fréttaritara blaðsins í Svíþjóð. í greininni hafi stað ið, að hann, Sartre, myndi að líkindum hljóta verðlaunin. Hann kvaðst þegar daginn eft ir hafa póstlagt bréf til sænsku akademíunnar, og í Framhald á bls. 2 37 Færeyingum bjargað af eyðieyju í gær Norskur skipstjóri sýndi mikla dirfsku ríkjunum, Svíinn Tore Nilert, skýrði frá því í dag að SAS hefði flutt 87 þús. farþega frá Bandaríkjunum til Skanding víu sL 12 mánuði. Nilert skýrði frá því á fundi ferða- málastjóra fjögurra Norður- lanla, að ferðamannastraum- urinn milli Bandaríkjanna og Norðurlanda hefði aukizt um 18,4% á reikningsárinu, en það miðast við 30. september. Johnson o^; Gold- water við minn- ingarathöfn New York, 22. okt. — NTB: JOHNSON forseti og Barry Glodwater, frambjóðandi repú- biíkóana, voru báðir viðstaddir mniningarguðþjónustu um Her- bert Hoover, fyrrum forseta, í New York í kvöld. Þar voru og varaforsetaefnin Hubert Hump- hrey og William Miller. — Eisen hower, fyrrum forseti, er nú veik ur, og gat ekki komið til New York, en búizt er við að hann muni verða viðstaddur athöfn í Washington á morgun. Einkaskeyti til Mbl. Þórshöfn 22. október. NORSKA fiskiskipið „Bordanes“ bjargaði í dag 37 Færeyingum, sem tepptir voru og í lífsháska á eynni Litla-Dímon, en hún er ób.vggð. Höfðu mennirnir farið útí eyna í gær, miðvikudag, til að huga að sauðfé, sem þar geng- ur. Er þeir voru þangað komnir, skall skyndilega á útsynnings- stormur. Sjö menn komust þó í háta og sluppu frá eynui, en 37 urðu eftir þar, og höfðu þar illa vist í nótt. í Litla-Bímon er ekk- ert hús eða skýli, en þar er hins vegar hellisskúti, sem rúmar um 15 menn i einu. í heliinum er geymt ýmislegt, svo sem lampi, eldfæri, olía og kol, en enginn fatnaður. Mennirnir höfðu ekki önnur föt, en þau, sem þeir stóðu í, og brauð höfðu þeir með sér til að- eins tveggja daga dvalar. 1 Þeir lágu síðan úti í alla nótt í stormi, regni og slydduhríð. Skitust þeir á að vera inni í hell- inum og úti fyrir. Danska varðskipið „Vædderen" gat ekki komið til hjálpar með þyrlu sína, því ekki þýddi að reyna að senda hana á loft í þessu ofsaveðri. Snemma í morgun sigldi Vædd eren þó alveg upp að eynni, og var línu skotið í land. Drógu mennirnir síðan til sín gúmbát, sem í voru niðursuðuvörur, rúg- brauð og brennivín. í snarpri vindhviðu lá við sjálft að bátur- inn glatáðist, og ef merni hefðu þá verið í honum, hefðu ein- hverjir þeirra ugglaust farizt. Töldu menn um borð í Vædder- ern að ekki væri ráðlegt að reyna björgun á þennan hátt, og var ákveðið að bíða betra veðurs, og reyna þá að koma þyrlunni við. __ Moskva, 22. okt. — NTB: MÁLGAGN miðstjórnar Komm únistaflokks Sovétrikjanna lét að því liggja í dag, að Krúsjeff, hinn fallni forsætisráðherra, hefði gerzt sckur um að gerast mið- En áður en titþess kæmi, bar að norska fiskiskipið Bordanes frá Álasundi. Sigldi norski skip- stjórinn alveg inn í brimgarðinn, skaut línu í land, og síðan voru mennirnir dregnir í gúmbáti um borð í skipið. Skipstjórinn á Vædderern, sem fylgdist með björguninni, sagði á eftir að hann undraðist hugrekki og dugnað norska skipstjórans. Vædderern hefði ekki komizt eins nærri eynni og Bordanes, þar eða varðskipið ristir allmiklu dýpra. Um 500 fjár eru á Litla-Dímon, sem er óbyggð eyja. — Arge. punktur persónudýrkunar. Þótt ekki nefni blaðið hann með nafni, en augijóst er við hvern er átt. Blaðið segir m.a.: „Sú virðing, Framhald á bls. 31. Krúsjeff enn sakaður um persónudýrkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.