Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 25
Föstudagur 23. okt. 1964 MORCU NBLAÐIB 25 — Wynne Frahald af bls. 13 þurfa ekki að dúsa of lengi í fangelsinu, og ef um ein- hverja linkind væri að ræða, hvort þeir vildu þá muna, að í daig væri afmælisdagur son ar míns — daginn sem dóm- urinn var upp kveðinn. Þetta var allt eins og hvert annað þýðingarlaust kjaftæði. Nú varð þriggja til fjög- urra klukkustunda bið, og þá, að áliðnum degi, komum við aftur inn í opna réttarsalinn til að heyra dóminn. Akærand inn hafði krafizt 10 ára, dag- inn áður, og ég hafði hugsað með mér, að hvort heldur það yrði 10 eða 20, þá gæti það komið út á eitt. Ég vissi vitanlega, að rúss- neskur maður var í fangelsi í Englandi, en mér datt ekki í hug, að fangaskipti gætu orð- ið mjög snemma, enda þótt ég vissi, að konan mín og land ar mínir mundu fá mig lausan, áður en fangelsisvistinni væri lokið. Samt fann ég með sjálf um mér, að sökum þess, hve réttarhöldin voru alvarlega tekin, þætti þeim málið mikils vert oig ég var við því búinn að verða þarna í fimm ár, eða svo. Þegar dómurinn var kveð- inn upp, einbeitti ég mér að þýðingunni á honum, og þá held ég ekki, að ég hafi svo mikið sem deplað auga. Það hafði engin áhrif á mig, að dómurinn hljóðaði ekki upp á nema átta ár þó að ákærand- inn hefði krafizt tíu. Þetta eru ekki nein hetjulæti hjá mér núna, en sannleikurinn er sá, að eftir sex mánaða yfir heyrslur, var þetta í mínum augum ekkert annað en ann- Vynne hittir konu sína Sheilu í réttarhúsi.ro. ar þáttur málsins að hefjast. Ég horfði með athygli á Penkovsky, þegar hans dómur var upp kveðinn. Hendurnar skulfu og hann var sveittur, hann var allur rakur í fram- an, hann var fölur og augun vot. Og þegar dómurinn kom, var eins og allur líkaminn slappaðist, hendurnar stirðn- uðu upp og urðu rauðar og votar — hann var sýnilega í ógurlegri geðshræringu. En ég held ekki, að þeir sem lengra voru frá honum hafi tekið svo mjög eftir þessu. Vissulega féll hann ekki sam- an né í yfirlið — hann tók þessu eins og maður. Hann var hugrakkur maður, þrátt fyrir allt. En þá gerðist það, sem mér fannst allra viðbjóðslegast kringum allt þetta réttarhald. Þó maðurinn væri dæmdur til dauða voru Rússarnir, sem þarna voru viðstaddir, ekki ánægðir. Þeir stóðu upp úr sætum sínum, gengu fast að Penkovsky og klöppuðu fram- an í hann, æptu og hlóu að honum. Svona hagar sér engin siðuð þjóð. Þetta sýnir þessa þjóð eins og hún er í raun og veru. Allar þessar pyntingar og skelfing er það, sem hún nær- ist á; þarna er kommúnism- inn grímulaus í framkvæmd. Þetta var hræðilegt. Sovét- þjóðfélagið að reyna af ÖU- um mætti að sýna sig vera þroskaðan og menntan kyn- þátt — og klappar svo fyrir manni, sem nýbúið er að dæma til dauða. Þetta fólk, sem klappaði og æpti, hafði auðsjáanlaga enga hugmynd um vestrænar lífs- venjur. Þetta var gjörsamlega menntunarlaus hópur, sem hafði lifað frá vöggu til full- orðinsára á kommúnistaáróðri; þetta var þeirra tilvera og þeir höfðu ekkert annað til samanburðar. En Penkovsky hafði kynnzt öðrum lifnaðarháttum; hann vissi hvers hinn vestræni heimur var megnugur, með fólk frjálst að vinna eins og það sjálft óskaði, frjálst að fá þá menntun, sem það ósk- aði, frjálst að grípa tækifæri, sem því buðust, frjálst að tjá sig í list, hugsun og trúmál- um. Hann var sjálfur sann- færður um, og sagði sífellt, að margir aðrir væru það einn ið, að rússneska kerfið væri skakkt og að hann lahgaði til að koma á breytingum í „frjálslegri tegund sósíal- isma“. Hann sagði aldrei við mig, að hann þráði hóglífi, né heldur að eiga heima í yestur- löndum. Hann sagði: „Ég er Rússi og þar er mitt föður- land — þessvegna vil ég hjálpa föðurlandi mínu til að breyta stjórnarkerfi sínu.“ Penkovsky sannaði, að hann var hugrakkur maður. Hann hafði aðgang að iftildum leyndarmálum — sumpart fyr ir milligöngu háttsettra vina sinna, sumpart vegna stöðu sinnar sem njósnastarfsmaður. Hann varð að halda fyrirlest- ur eða birta ritgerð tvisvar á ári — hann var enn ofursti, félagi í kommúnistaflokknum Oig starfsliði hernjósna. Það var játað fyrir réttinum, að miklar upplýsingar um eld- flaugar voru sendar til Eng- lands. Rússarnir viðurkenndu aldrei fyrir mér, hversu mik- ið af mikilvægu efni hefði ver- ið sent út — þeir sögðu mér lítið af starfsemi Penkovskys. en reyndu að gera hann að bjálfa í mínum augum. En ég veit betur. Ég er nú orðið sannfærður um að Rússar hafa haft veð- ur af því, að einhver ókyrrð var á seiði á hærri stöðum. Strax eftir réttarhöldin var Varentsov marskálkur — eld- flaugafræðingur — leystur frá embætti. Og meir en 300 starfsmenn utanríkisþjónust- unnar voru kallaðir heim fra útlöndum. En þó að þeir kunni að vita um suma, sem við málin voru riðnir, þá er það jafnvíst, að þeir vita ekki um þá alla. Valdamenn Rússa eru ef til vill að bíða átekta; þeir kunna að geyma Penkovsky „á ís“ í einhverju einangr- uðu fangelsi, vinnubúðúm eða afskekktu þorpi. í nokkur ár til að sjá til, hvort eitthvað kemur meira í ljós — og þeir geti þá spurt hann betur út úr. Það er þetta, sem mig grunar, að hafi átt sér stað. Að mínu viti væri það heimskulegt af þeim að skjóta Penkovsky, nema þá hafa af- töku að viðstöddum sjónar- vottum. Ég mundi vilja haida því fram, að þeir hafi ekki skotið hann ,og að hann sé enn á lí'fi. Fleiri stoðir renna undir þessa sannfæringu mína. Hon um hafði verið lofað, að lífi hans skyldi þrymt, og svo var þetta sem hann sagði við mig, að líf sitt væri í minni hendi. Og loks hitt, hvernig hann tók dóm sínum. Vitan- lega var hann í afskaplegri geðshræringu. En hann féll ekki sáman, heldur stóð hann eins og stirnaður og horfðist í augu við þessa menn i dóms salnum, sem voru að klanpa beint framan í honum. Ég sá hann ekki eftir þetta. Ég fór aftur í Lubyanka. Hvert farið var með hann, veit ég ekkL Eiður Sigurjónsson — í dag er til moldar borinn Eiður Sigurjónsson, þingvörður, fyrr- verandi bóndi og hreppstjóri að Skálá í Sléttuhlíð. Um leið og ég votta ekkju hans og börnum mína innilegutu hlut- tekningu, langar mig til að fara um þennan nær því ævilanga vin *ninn og sveitunga nokkrum fá- tæklegum orðum, þó ég viti áð aðrir mér færari muni þar betur um fjalla. Eiður var fæddur 10. sept. 1893 á Þorleifsstöðum í Biönáu- hlíð og voru foreldrar hans Sigurjón Jónsson, er síðar tók sér ættarnafnið Ósland, og kona hans Sigurjóna Magnúsdóttir. Er Eiður var í bernsku flutt- ust foreldrar hans að Óslandi í Óslandshlíð, og þar ólst Eiður upp til fullorðinsára í stórum systkinahópL Sigurjón, faðir hans, var um langt árabil einn umsvifamesti búhöldur síns ná- grennis, ræktunarmaður mikill og um margt á undan sinni sam- tið. Hlaut því Eiður hið bezta veganesi úr foreldrahúsum og átti það eftir að sýna sig að þar hafði góðu fræi verið sáð í réttan jarðveg. Er hann hafði aldur til, tóik hann að leita sér menntunar og fór fyrst í Gagnfræ'ðaskólann á Akureyri og stundaði þar nám 1 vetur, en hugur hans mun enemma hafa hneigzt til búskap- ar og innritaðist hann því í bændaskólann að Hólum í Hjalta dal og lauk þaðan prófi árið 1914. Fljótlega að námi loknu réð- Ist hann að verzlun Ólafs Jens- 6onar á Hofsósi og stundaði þar aflgreiðslu og skrifstofustörf, þar til hann kvæntist og hóf búskap. Árið 1918 verða örlagarík og glftudrjúg þáttaskil í lífi Eiðs. Þá um vori'ð gengur hann að eiga eftirlifandi konu sína, Veroniku Franzdóttur-, bónda og kennara að Skálá og síðar í Málmey. Hóf hann þá þegar búskap á hálfri jörðinni, móti tengdafor- eldrum sínum, og tók við að öllu árið eftir, er Franz fluttist til Málmeyjar. Það kom fljótt í ljós að Eiður var gæddur flestum þeim eiginleikum er íslenzkan bónda mega prýða. Ekki leið á löngu þar til á Eið hlóðust flest þau trúnaðar- störf, er til falla í einu sveitar félaigi. í hreppsnefnd var hann kosinn 1923 og oddviti 1923 — og var það óslitið þar til hann fluttist burt úr sveit sinni, sýslu nefndarmaður frá 1925, nær því óslitið, til 1954 og í stjórn Kf. Austur-Skagfirðinga frá 1928 til 1952. Hreppstjóri var hann síkip- aður 1935. Fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi Eiður um lengri og skemmri tíma. Öll opinber störf Eiðs einkenndust af gætni og rólegri ihugun. Hann var íhaldsmaður í beztu m.erk- ingu þess or'ðs og gleypti ekki við nýjungum að órannsökuðu máli. Frágangur á öllum embætt isplöggum hans var með sérstök um snyrtibrag, og það hefi ég fyrir satt, að ætíð væru hrepps- reikningar frá honum samþykktir athugasemdalaust, enda var hann frábær reglumaður á öll fjármál. Hann var samvinnuþý'ður og fús til málamiðlunar, þegar um á- greiningsmál var að ræða, og var þó maðurinn skapstór og ge'ðríkur, en skap sitt hafði hann tamið svo vel, að sjaldan brá út af. En kæmi það fyrir, og þá að ærnu tilefni, var enginn öf- undsverður af að verða fyrir til- svörum hans, sérstak'lega þegar honum fannst visvitandi hallað réttu máli: „Þegar leyndan lygastaf leysti úr villirúnum, þá stóð heimótt uiggur af augum hans og brúnum.“ En þó eitthvað bæri á mi'lli Minning var hönd hans alltaf útrétt til sátta. Barnakennari var Eiður í sinni sveit í 35 ár. Tók hann við kennslunni af Franz tengdaföð- ur sínum og var sess Franz á því svi'ði vandfylltur. Eiður sló ekki mikið um sig sem kennari og hann braut ekki upp á nein- um nýungum, en það hafa gaml- ir nemendur hans sagt mér, að þá er þeir komu í æðri skóda, hafi þeir fyrst fundið hve traust- an grundvöll Eiður hafi lagt að menntun þeirra. Sérstaka rækt mun hann hafa lagt við íslenzku kennslu, enda var hann mikill smekkmaður á íslezkt máL Hafa ber þó í huga að í kennslu starfinu var Eiður ekki einn að verki. Þar, sem og á flestum öðrum svíðum, naut hann að- stoðar sinnar fjölhæfu og ágætu konu, er tíðum annaðist kennsl- una í fjarvistum háns, vegna fé- lagsmálastarfsemi í þágu sveitar og héraðs. Hef ég fyrir satt að lítt muni börnin hafa tapað á þeim skiptum. Eins og að líkum lætur var Skálárheimilið miðstöð menning ar og félagsmála í sveitinni. Gest risni þeirra var meir en héraðs- fræg, svo blátt áfram og eðlileg a'ð enginn fann fyrir því að hann væri þar gestur. Mun margur vinnudagurinn hafa orðið þeim hjónum ódrjúgur af þessum sök- um, en um slikt var ekki fengizt og veit ég að mörgum muni vera ógleymanlegar þær stundir, er þeir nutu gistivináttu þeirra hjóna. Nokkru fyrir sextugsaldur tók Eiður að kenna þess sjúkdóms, er að lokum varð honum að ald- urtila. Gerðist þá erfitt fyrir um búskapinn, börnin burtflutt og erfitt um fólkshald. Þeim hjón- um mun þó báðum hafa verið jafn óljúft að yfirgefa sveitina var þó setið me'ðan sætt var. Árið 1954 selja þau jörð sína og bú og flytjast hingað til Rvíkur. Hér stofnsettu þau fag- urt heimili að Hagamel 28 og var þar allt m.eð sömu menning- areinkennum og verið hafði í sveitinni og sömu risnu uppi hald ið. Ekiki kunni Eiður við iðju- leysi, þó efnahagur hans hefði leyft slíkt. Gerðist hann þingvörð ur og stundaði það starf til loka síðasta alþingis. Var þó heilsan oft á völtum fæti og alltaf ann- að slagið varð hann að liggja á sjúkrahúsum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Einn son, Baldur, misstu þau 12 ára gamlan, hið mesta efnisbarn. Hin börnin, sem lifa eru: Sigrún, var gift Heiðdal Jóns- syni, pípulagningameistara, Auð ur, gift Hilmari Ásgrímsyyni, iögregluþjóni, bá'ðar búsettar hér i bæ og Hjálmar, bankaritari í Vestmannaeyjum, kvæntur Guð- rúnu Óskarsdóttur. Öll eru börn- in vel gerð og myndarfólk. Eiður var glæsimenni í sjón, þéttur á velli og höfðinglegur. Framkoman hispurslaus en hátt- vís. Hann vakti eftirtekt hvar sem hann fór og menn löðuðust að honum strax við fyrstu kynni. Hann hafði til að bera ríka og hárfína kímnigáfu, sem ætíð gladdi en aldrei særði. Samræðu snillingur var hann slíkur a'ð ég hef fáa þekkt eins, enda var maðurinn fróður og víða heima. Sérstaklega var hann vel að sér í persónusögu og ættfræði, enda stálminnugur. En ógleymanleg- astur verður hann mér, og sjálf- sagt fleirum, á glaðri stund í góðra vina hópi yfir glasi af víni. Þá sindraði af honum fjör- ið og fyndnin svo jafnvel þeir þungiamalegustu hrifust með. Eiður var mikill gæfuma'ður. Hann eignaðist glæsilega og gáf- aða konu, sem hvarvetna stóð honum jafnfætis, greind og mynd arleg börn og mannhylli slíka að fágætt er. Hann hélt óskertum sálarkröftum fram til hins síð- asta og sjúkdóm sinn bar hann með þeirri æðrulausu ró, sem einkennir karlmennL Nú, þegar hann er allur, hóp- ast að mér minningar frá nær því 40 ára samstarfi og kynnum. Þegar samtíma og starfsmenn mínir hverfa burt, finnst mér sem hluti af sjálfum mér þurrk- ist út. Sérstaklega á það við 1 þessu tilfelli. irEr Hel í fangi minn hoilvin ber, þá sakna ég einhvers af sjáifum mér.“ Pétur Bjömssoo. Kannast nokkur við Karitas Sæmundsdóttur? Stykkishólmi 22. október. í DAG var jarðsungin frá Stykkishólmskirkju Karitas Sæm undsdóttir. Hún var 81 árs að aldri er hún lézt og hafði dvalið hér í sjúkrahúsinu frá árinu 1943. Þá kom hún sem sjúklingur frá sjúkrahúsinu á Kleppi. Hún andaðist 16. þ. m. Enginn hér veit hvaðan Karitas er af landinu né hvort hún á ættingja á lífi. Spurzt hefur ver- ið fyrir um hana á Kleppsspít- alanum, en þar var engar upp- lýsingar að fá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.