Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 23. okt. 1964 — Sartre Framh. af bls. 1 því hafi hann gert grein fyrir afstöðu sinni. „Á þessu stigi máisins var mér ekki kunn- ugt um, að verðlaunaúthlutun in fer fram án þess að nokkurt samráð sé haft við þann, sem fyrir valinu verður“, sagði Sartre. í viðtalinu við sænsku blaðamenhina, sem fram fór í sænska sendiráðinu í París kvaðst Sartre skilja það mæta vel, að úr því að sænska akademían hafi tekið ákvörðun, gæti hún að sjálfsögðu ekki hreytt henni „Synjun mín hefur ekkert með akademiuna eða Nóbels- verðlaunin sjálf að gera“, sagði Sartre. „Þetta tók ég einnig fram í bréfi mínu,“ bætti hann við. Sartre kvaðst aldrei taka við opinberum viðurkenning- um. „1945 hafnaði ég t.d. frönsku heiðursfylkingunni“, sagði hann. „Þetta stendur einnig í sambandi við stöðu rithöfunda. Rithöfundur, sem fylgir ákveðinni stjómmála- legri, félagslegri eða bók- menntalegri stefnu, á aðeins að notfæra sér þau tæki, sem eru hans sjálfs þæ.a-S. hið ritaða orð. Sér- hver viðurkenning, sem rit- höfundur hiýtur, setur lesend ur hans í ákveðna þvingu, og það tel ég óæskilegt. Það er ekki sama hvort ég skrifa mig Jean-Paul Sartre eða Jean- Paul Sartre, Nóbelsverðlauna hafi“, sagði hann. Sartre sagði, að ef rithöfund- ur veitti viðtöku viðurkenn- ingu á borð við þessa, mundi hann jafnframt hagnýta sér sfcofnunina, sem hefði heiðrað hann. Hann vitnaði sem dæmi til stuðnimgs síns við málstað uppreisnarmanna í Venezuela og sagði, að stuðningur sinn við skæruliða þar kynni að varpa skugga efasemda á Nobelsverð- launin sem slík ef hann veitti þeim viðtöku. „Rithöfundur ætti þannig ekki að leyfa sér að breytast í stofnun, jafnvel' þó það gerðist á hinn virðulegasta hátt, líkt er um þetta mál,“ sagði hann. Sartre sagði, að hlutleysisá- stæður sínar fyrir því, að ta.ka ekki við verðlaununum væru þær að sú eina menningarbar- átta, sem heitið gæti að stæði í heiminum í dag væri fyrir frið- samlega sambúð menninga aust- urs og vesturs. „Þessi baratta ætti að éiga sér stað miili manna og menninga, án íhlutunar stofn- ana.“ „Samúð mín er óneitanlega með sósíalismanum og því, sem nefnt hefur verið „austurblokk- in“. En ég er fæddur og uppal- inn í efnaðri millistéttarfjöl- skyldu. Þetta gerir mér kleift að leitast við að starfa með þeim, sem vinna að því að færa menningarnar saman. Að sjálf- sögðu vona ég, að „sú betri“ verði ofan á. Það er sósíaiism- inn.“ „f»að er vegna þessa, sem ég get ekki veitt viðtöku nokkurri viðurkenningu frá æðri mennta- stofnunum, hvort heldur sem er í austri eða vestri, jafnvel þó svo að ég skilji tilveru þeirra mæta vel“, sagði Sartre. Hann bætti því við, að af þessum á- stæðum mundi hann heldur ekki gefca tekið við Lenínorðunni, ef hún yrði veitt sér. Fréttaritari brezka útvarps ins í París sagði í gær, að skýr ingar manna þar á viðbrögð- um Sartre við verðlaunaveit- ingunni séu allt frá þeim, að hann vilji ekki, vegna vinstri sinnaðra skoðanna sinna, þiggja vedðlaun úr sjóði stofn uðum af sprengiefnaframleið- anda, til þeirra að Sartre, sem nú er 59 ára gamall, vilji ekki að honum verði þrengt í þá stöðu að verða „grand old man“ bókmenntaheimsins. Úr því Sartre tekur ekki á móti verðlaununum, mun peningaupphæðin renna aftur í Nóbelssjóðinn. Bókmennta- verðlaun Nóbels nema í ár iVfaría IVfaack heiðruð SAMSÆTI var haldið í Sjálf- stæðishúsinu í fyrrakvöld til að hylla Maríu Maack, sém varð 75 ára þann dag. Hvert sæti í húsinu var skipað og komust miklu færri en vildu \il samsætisins. Fjölmargir urðu frá að hverfa. Margar ræður voru fluttar til að þakka afmælisbarninu störf liennar og stuðning við hin ýmsu félagasamtök, sem hún hefur borið fyrir brjósti, m.a. þakka'ði Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, Maríu ötult starf í þágu Sjálf stæðisflokksins. Myndin er frá háborðinu í heiðurssamsætinu og eru á henni, talið frá vinstri: Sig- ríður Björnsdóttir, forsætís- ráðherrafrú, Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra, fröken María Maack, frú Auður Auð uns, frú Vala Thoroddsen, og Gunnar Thoroddsen, fjármála ráðherra. ‘273,000 sænskum krónum eða nær 2,3 millj. íslenzkra króna. Hjá forlaginu Gallimard, sem gefur út bækur Sartre, var sagt a'ð útgefandinn sjálf- ur, Claude Gallimard, hafi fyrr í dag gert allt, sem í valdi hans stóð til að reyna að telja Sartre á að veita verð laununum viðtöku. Einn meðlima akademíunn- ar, Jean Rostand, var um- kringdur af blaðamönnum er hann kom í dag að húsi fyrr- greinds forlags. „Ég dáist að þeim stórhug, sem birtist í því að hafna verðlaunum, sem svo mi'kils eru virði“, sagði hann við blaðamenn, en bætti við: „Ég get hinsvegar ekki sagt að mér geðjist pær- sónulega að Sartre. Ég get ekki fyrirgefið honum bókina „Saint-Genet“. Rithöfundurinn Francois Mauriac, sem einnig er Nóbels skáld og meðlimur í frönsku akademíunni, hafði eftirfar- andi að segja um ákvörðun sænska akademíunnar: „Að minni hyggju er Jean- Paul Sartre e.t.v. sá rithöf- undur þessarar kynslóðar, sem mesta þýðingu hefur, og i sem rithöfundur hefur hann haft mikil áhrif. Hann átti þessi verðlaun öllum ö’ðrum fremur skilið“. André Maurois, sem einnig er meðlimur frönsku akademí unnar, sagði í dag að hann væri sammála verðlaunaveit- ingunni. „Jean-Paul Sartre hefur unnið mi'kið starf,” sar’ði hann m.a. Juies Romain, einnig aka- demíumeðlimur, taldi að veit ing Nóbelsverðlauna í bók- menntun hefði áður verið krýningarhátíð bókmenntanna en nú væri þetta nokkuð breytt. Um Sartre sagði Rom- ain að hann væri einn af 20 rithöfundum, sem hefðu getað fengið verðlaunin. Hinn íhaldissami rithöfundur Henri Massis taldi að það væri óvinsamlegt í garð sænsku akademíunnar að neita að taka við verðlaunun- um. Jean Rostand, sem áður er minnst á, kvaðst ekki hissa: „Mér er ekki ókunnugt um að hann er maður örlátur. Auk þess er hann ekki í peninga- vandræðum.“ Ríthöíundurinn Marcel Jou- handeau sagði, að hið fegursta af öllu væri að hafna. „Það er með því að ha.fna, sem menn þroskast“, sagði hann. „Ég er Sartre aLgjörlega sammála. Ég er sjátfur vanur að hafna. Þess vegna held ég að hvorki sænska sendiráðið né sænska akademían geti tekið ákvörð- un Sartre iLla upp. Upphæðin sjálf getur runnið til einlhvers sem þarfnast hennar.“ Gabriel Marcel, lefðbogi hins kristilega arms existensi- alista sagði að hann ætti erf- itt með að tjá sig um ákvörð un Sartre. „Verk hans hafa að sj'álfsögðu mikið að segja. Þau eru meira „central“ en mörg verk fyrri Nóbelsritlhöf unda“, sagði hann. „En jafn- framt er hægt að deila á val Sartre frá aimennari sjónar- mi'ðum, sem eiga ekkert skyit við bókmenntaleig sjónarmið. Sartre hefur um nokkurt skei'ð farið algjörlega villtur vegar, og hefur æ meira dregist inn í stjórnmál. En eins og leik- dómendurnir, vil ég segja að hann hefur skapað merkileg verk fyrir leikhúsin“, saigði Marcel. Sartre er 11. Frakkinn, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Hinir eru Sully Prud homime 1901, Fredric Mistral 1904, Romain Rollond 1905. Anatole France 1921, Hepri Bergson 1927, Martin du Gard 1937, André Gide 1947, Francois Mauriac 1952, Al- bert Camus 1957, og 1960 Saint-John Perse. Nóbelsverðlaunahafar í bók- menntum sl. 10 ár hafa verið þessir: 1963 Giorgos Seferiades, Grikklandi. 1962 John Steinbeck, USA. 1961 Ivo Andric, Júgóslavíu. 1960 Saint-John Perse, Frakkl 1959 Salvatore Quasimodo, Ítalíu. 1958 Boris Pasternak, Sovét- ríkjunum (látinn). 1957 Albert Camus, Frakkl. 1956 Juan Ramon Jimenez, spánskfæddur, frá Puerto Rico. 1955 Halldór Kiljan Laxness, Islandi. 1954 Ernest Hemingway, USA Dcatgur S. Þ. á laugardag FÉLAG Sameinuðu þjóðanna á íslandi kallaði saman blaðamenn á Hótel Borg í gærdag í tilefni af degi SÞ, sem verður á morgun, 24. okt. og vegna komu Mr. Hugh Williams frá Nýja-Sjálandi, en hann veitir forstöðu upplýsinga- skrifstofu SÞ í Kaupmannahöfn. Formaður Félags SÞ á íslandi, háskólarektor Ármann Snævarr kynnti Mr. Williams fyrir blaða- mönnum. Gat hann þess m. a., að þetta væri í fjórða skipti, sem Mr. Williams kæmi til íslands, til skrafs og ráðagerða vjg Félag SÞ og til að hafa samband við blöð, útvarp og fleiri aðila. Mr. Williams hefur um 19 ára skeið verið. starfsmaður SÞ og starfað þar við upplýsingaþjón- ustuna. M. a. hefur hann verið senaur í erindagjörðum SÞ til Kongó, þar sem hann dvaldist í 2 mánuði og Kýpur, þar sem hann starfaði um 6 mánaða skeið. Prófessor Ármann Snævarr gat þess, að hlutverk Félags SÞ væri það helzt að vera tengiliður milli upplýsingadeilda SÞ annars veg- ar, blaða, útvarps og skóla o. fl. aðila hins vegar. Einnig að sjá um dag SÞ hér á landi. Formað- urinn gat þess, að Jón Magnús- son, lögfræðingur, léti nú af störf um sem ritari Félags SÞ, en hann hefur gengt þvi frá 1957. Við starfi Jóns tekur nú frú Guðrún Erlendsdóttir, lögfræðingur. Mr. H. Williams ræddi um upp Armann Snævarr, haskolarektor kynnir Mr. H. Williams fyrir blaðamönnum. lýsingastarfsemi SÞ og um þá áherzlu, sem SÞ legðu á hana, m. a. með því að komast í sam- band við yngri kynslóðirnar. Blaðamenn spurðu Mr. Willi- ams mjög um Kongó og Kýpur- málin og leysti hann úr spurn- ingum þeirra eftir getu. Síðari hluta dags í gær áttu þeir Mr. Williams og Jón Magnús son fund með fræðslustjóra Jón- asi B. Jónssynl ásamt öllum skóla stjórum barna- og gagnfræðaskól anna í Reykjavík. Skólastjórarnir fögnuðu því sérstaklega, að ísland skuli nú vera þátttakandi í UNBSCO. Mr. Hugh Williams mun í dag flytja ávarp í Menntaskólanum í Reykjavík og Kennaraskólan- um og einnig verður dags S>f» minnzt í öðrum skólum. EINS og blaðið hefnr áður skýrt frá mun Dronning Alexandrine hætta íslands- ferðum 3. apríl n.k. pg Sam- einaða Gufuskipaféiagið þá taka í notkup á leiðinni til Reykjavíkur Kronprins Olav. Mun skipið fara í fyrstu ferð- ina 8. apríL n.k. Kronprins Olav var áður í förum milli Óslóar og Kaup- mannahafnar og tekur nærri helmingi fleiri farþega en Drottningin, sem verið hefur i íslandsferðum frá 1927, — og bíla að auki. Hér birtist svo mynd af Kronprins Olav, sem er 3119 tonn og genigur 18 hnúta, en Drottningin tgengur 12>/4 hnút og er 1870 tonn að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.