Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID Föstudagur 23. okt. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. Hvers vegna stóriðju? Oaunar ætti að vera óþarft að eyða mörgum orðum að nauðsyn þess, að við ís- lendingar komum upp stór- iðju, svo augljóst er að það hljótum við að gera ínnan tíð- íir. Hér skulu þó rakin helztu rökin fyrir því að við leggjum inn á þessa braut Þegar um stóriðju er að ræða er það fyrst og fremst fjármagnið og tæknin sem vinnur verkin. Þá stjórna fá- ir menn vélum, sem framleiða gífurleg auðæfi. Þessarar auðlegðar nýtur síðan allur almenningur með batnandi lífskjörum. Hér á landi er nú vinnuaflsskortur og þess vegna er ekki unnt að bæta lífskjörin með því einu að auka atvinnu í þeim starfs- grelnum, sem fyrir eru. Ástæðan til þess að kjör manna batna er sú, að stöð- ugt er komið við aukinni vinnuhagræðingu og tæknin betur hagnýtt, og að sjálf- sögðu höldum við áfram að féta þessa braut í öllum at- vinnuvegum landsins, en stór fellda lífskjarabót er því að- eins hægt að öðlast, að hýjar og stórvirkar atvinnugreinar komi til, og er þá átt við stór- iðjuna. Stunndum er því haldið fram að einhver ógnarleg hætta sé samfara því að hafa samstarf við erlenda fjár- magnseigendur, án þess þó að rök séu færð fyrir þeim full- yrðingum. Sannleikurinn er sá, að það væri miklu áhættu- samara fyrir íslendinga að ráðast einir í framkvæmd, eins og t.d. byggingu alúminí- umverksmiðju, heldur en að hafa um hana samstarf við erlenda menn. Ef við sjálfir byggðum alúminíumverksmiðju, sem kostaði t.d. 1100 millj. kr., stæði þjóðin öll ábyrg fyrir endurgreiðslu vaxta og af- borgana. Ef rekstur fyrirtæk- isins gengi erfiðlega, t.d. vegna þess að tæknibylting yrði á þessu sviði iðnaðar, mundi þessi framkvæmd ekki bæta lífskjörin eins og til var ætlazt, heldur jafnvel skerða þau, en ef erlendir menn byggja þetta fyrirtæki með samningum við íslendinga, * verða þeir að greiða gjöld sín, þ.á.m.' áð borga fyrir orku samkvæmt samningi, hvernig svo sem reksturinn gengi. Við fyrstu stóriðjufram- kvæmdirnar virðist sjálfsagt að hafa samstarf við erlenda aðila eins og nú er ráðgert. Síðar meir geta íslendingar sjálfir og einir eignast stór- iðjufyrirtækin, þegar þeir hafa öðlazt reynslu og fjár- magn vex hér á landi. Fáir menn í~^ert er ráð fyrir að tæplega ^ 300 manns starfi við væntanlega alúminiumverk- smiðju og innan 100 menn þurfi til að starfrækja olíu- hreinsunarstöð þá, sem fyrir- hugað er að reisa. Því heyrist hreyft, að við höfum ekki mannafla til þess að ráðast í þessar framkvæmdir. Árlega bætast við á vinnumarkaðn- um hér á landi yfir 1000 karl- menn. Á þriggja ára tímabili mundi aukning vinnuaflsins verða nær 4000 manns. Nú er gert ráð fyrir að framannefndar framkvæmdir taki um 3 ár og að þeim tíma liðnum yrðu þá tæplega 400 manns starfandi við þessi fyr- irtæki, sem hvort um sig skapa mikla auðlegð. Þessi mannafli er aðeins um 10% vinnuaflsaukningarinnar á því tímabili, sem tæki að hefja starfrækslu þessara fyr- irtækja. Á þessu sést að það er frá- leitt að halda því fram að við getum ekki ráðist í stóriðju vegna þess að okkur skorti vinnuafl. Þvert á móti þurf- um við einmitt að hefja slík- ar framkvæmdir, vegna þess að okkur skortir fleiri hendur til þess að auka auðlegð þjóð- arinnar. Það verðum við að gera með því að láta f jármagn og vélar vinna. „MóðuharðincJin" /\fstækisáróður Framsókn- ^ arforingjanna eftir að þeir ultu úr ráðherrastólum mun aldrei gleymast. Há- marki náði ofstæki þeirra, þegar þeir ræddu um að hér væru „móðuharðindi af manna völdum“. íslenzka þjóðin hefur aldrei búið við betri lífskjör en einmitt í dag og þaU fara stöðugt batnandi. En Framsóknarforkólfarnir trúa ekki sínum eigin augum. Þeir halda beinlínis að þeir sjái ofsjónir, þegar þeir horfa á gróandi þjóðlíf. Góður maður hafði orð á því þegar minnzt var á móðu- harðindatal Framsóknarfor- ingjanna, að „móðuharðind- in“ nú á dögum skildu að minnsta kosti eftir sig um- merki. Voru það orð að sönnu. Foringi uppreisnarmanna Kabýlfjöllum handtekinn i FYRIR skömntu var hand- tekinn í Alsír einn helzti leiðtogi andstæðinga stjórn ar Ben Bella, Hocine Ait Ahmed. Hann hefur farið huldu höfði í Kabýlafjöll- um í rúmt úr, en í október fyrir ári, gerði hann mis- heppnaða uppreisnartil- raun gegn stjórninni með aðstoð nokkurra deilda úr her landsins. Einnig er staðhæft, að hann hafi skipulagt morðtilræði við Ben Bella í sumar. Ahmed er síðasti leiðtogi andstæðinga Ben Bella, sem enn er í Alsír. Hinir eru flúnir til Frakklands. Einn þeirra, Mohammed Boudiaf, sagðist óttast um líf Ahmeds, er hann fregnaði handtöku hans. Fyrir skömmu var Chabanni ofursti, einn af frelsis'hetjunum í bar- áttunni við Frakka, handtek- inn, dreginn fyrir dóm og dæmdur til dauða, sakaður um tilraun til uppreisnar gegn Ben Bella. Blað stjórnarinnar i Alsír, sagði um handtöku Ahmeds, að hún væri rothögg í andlit Hocine Ait Ahmed gagnbyltingarsinna og Ben Bella hefur oft lýst því yfir, að'Stjórnin hyggist ekki sýna gagnbyltingarmönnum neina miskunn. Ahmed og Ben Bella sátu fimm ár í sama fangaklefan- um áður en Alsír fékk sjálf- stæði, og voru samherjar. Eft- ir að sjálfstæði var fengið, gerðist Ahmed æ andvígari stjórninni og um leið og Ben Bella var kjörinn forseti stofn aði hann sósíalískan stjórnar- andstöðuflokk, sem var bann- aður. Flokkurinn var um tíma tal- inn hættulðgtxr stjórninni, en að undanförnu hefur hann að- eins átt fylgismenn í Kabýlíu og hefur herinn haft nákvæm- ar gætur á þeim helztu. Samdráttur ■ iðnaðar- framleiðslu Sovétríkjanna Moskvu 21. okit. (NTB-AP) Efnahagsskýrsla, sem birt var I Moskvu í dag sýnir, að það, sem af er þessu ári hefur dreg- ið úr aukningu iðnaðarfram- leiðslu í landinu. Fyrstu níu mán uði ársins 1963 jókst iðnaðarfram leiðslan um 8,7%, en á sama tíma á þessu ári um 7%. Mest hefur dregið úr framleiðslu mat- vaölaiðnaðarinis. Talið er, að hinir nýju vald- hafar Sovétríkjanna séu mjög á- hyggjufuílir vegna þessarar þró- unar, og einnig bentu erlendir hafi sennilega átt töluverðan fréttamenn í Moskvu á, að hún þátt í því, að Krúsjeff var vik- ið úr embætti. í efnaiðnaðinum hefur fram- Rússar borga ekki SÞ New York, 21. okt. (AP) Aðalfulitrúi Sovétrikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikolai Fedorenko, sagði i dag, að þrátt fyrir breytingarnar á Sovétstjóm inni, myndu Sovétríkin ekki faltast á að greiða skuldir sínar við SÞ vegna friðargæzlu sam- takanna i Kongó og Mið-Austur- löndum. Áreiðanlegar heimildir í Bandaríkjunum herma, að Banda ríkjastjórn sé staðráðin í því að krefjast þess að Rússar missi at- kvæðisrétt sinn á Al'tóherjarþing inu, ef þeir byrji ekki að greiða skuld sína áður en þáð kemur saman í haust. leiðsla á Ulbúnum áburði og gerfiefnum aukizt, en allt ann- að staðið í stað. Óveruleg aukninig varð á framleiðslu stáls og annarra málma, en stálröraframleiðsla virðist á eftir áætlun. Af matvælaframleiðslu var það aðeins mjólkurframleiðslan, sem stóð í stað frá fyrra ári. Á fyrstu níu mánuðum þess árs voru t.d. framleidd 3,1 milljón tonna af kjöti, en á sama tima í ár aðeins 2,5 millj. tonn. Dómssátt í „kjúkl- ingamálinu44 NÝL.EGA lauk „kjúklingamál- inu“ svonefnda með dórnsátt í Sakadómi Reykjavíkur. Málsat- vik voru þau að í verzlun einni í Reykjavík fundust 56 kassar af erlendum kjúklingum. Verzlun- arstjórinn kvaðst geyma þá fyrir Washington 21. okt. (NTB). JOHNSON, Bandaríkjaforseta, hefur borizt fréf frá forsætisráð- herra Kínverska Alþýðulýðveldis ins, Chou En-lai, þar sem lagt er til að haldin verði ráðstefna æðstu manna allra ríkja heims til þess að ræða algera eyðilegg- ingu ailra kjarnorkuvopna. Það var utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skýrði frá þessu í dag. Sagði talsmaður ráðuneytisins tillöguna sam- hljóða tillögum, sem stjórn Al- þrja farmenn. — Verzlunarstjói anum hefur verið gert að greiða kr. 20.000 í sekt, tveim farmann anna kr. 6.000 hvorum, og einum þeirra kr. 10.000, eða samtals kr. 42.000,00. Þá voru kjúklingarnir gerðir upptækir, en tollmat þeirra var kr. 27.000,00. Æskulýðsstarf í Hafnarfirði INNRITUN í tómstundanámskeið Æskulýðsráðs Hafnarfjarðar og Tómstundaheimilis templara verð ur nk. föstudagskvöld kl. 8 tU 10 og laugardag kl. 5—8 e.h. Innritað verður í eftirtalin nám skeið: Sjóvinnu, ljósmyndun, skák, þjóðdansa, leðurvinnu, frímerki, Skartgripasmíði og flugvéla- módelsmíði fyrir 10—12 ára og 13 ára og eldri. Auk þess, sem að framan getue er fyrirhugað, að hafa sérstök kynningarkvöld um sjóvinnu, þjóðdansa og kvikmyndir. Þá verður reynt að koma á dans- skemmtikvöldum fyrir ungtinga og ýmsu fleiru. iþýðulýðveldisins hefði sent æðstu mönnum fleiri ríkja, eftir að það sprengdi kjarnorku- sprengju sína. Talsmaður sagði, að Banda- ríkin hefðu ekki breytt afstöðu sinni til tillögunnar frá því á sunnudag, en þá sagði Dean Rusk, utanríkisráðherra, að hún væri aðeins lögð fram í áróðurs- tilgangi til þess að róa þær þjófih ir, sem fyllzt hefðu skelfingu iþegar kínverska sprengjan sprakk. Kínverjar vilja ráðstefna am eyðileggingu kjarnorkuvopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.