Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 23
Föstudagur 23. okt. 1964 MORGUNBLAÐID 23 Guðrún Joitsdóttir IVI inming HÚN andaðist 9. ágúst síðastl. á Elliheimilipu Grund. Minning- arathöfn um hana fór fram frá Fossvogskapellu 14. s.m. Guðrún Jónsdóttir var fædd 8. ágúst 1882, að Lónkoti, Fells- hreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jón Þorláksson bóndi í Málmey og kona hans Guðrún Baldvinsdóttir. Guðrún átti tvö systkini, Guðmund og Baldvinu og var Baldvina aðeins tíu ára er þau misstu móður *ína og hugsaði hún um Guð- rúnu, sem var aðeins eins árs, ásamt föður sínum, enda minnt- jst Guðrún hennar ætíð sem móð »ir sinnar. Jón, faðir Guðrúnar fluttist í land úr Málmey og ólst Guðrún iipp hjá honum og systur sinni. Þegar Guðrún fór að vinna fyrir sér, starfaði hún í nokkur ár á Hólum í Hjaltadal og síðar hjá Bjarna Þorsteinssyni, presti á Siglufirði, og minntist alltaf með ánægju söngs og tónlistar er hún var þar aðnjótandi. Sökum veikinda fluttist Guð- TÚn til Akureyrar, en er hún hafði náð sér aftur fór hún að ítarfa í Gróðrarstöðinni hjá Sig- urði, síðar búnaðarmálastjóra og konu hans. Þar kynntist hún Siglþóri Jóhannssyni, búfræðing og giftu þau sig 8. maí 1909. Þau byrjuðu búskap í Dæli í Þing- eyjarsýslu en fluttust síðar að Litlagerði í sömu sýslu. Síðar gerðist Sigþór ráðsmað- ur á Svalbarða hjá Birni Lín- dal og voru þau þar í nokkur ár en fluttust til Akureyrar árið 1921. Þau hjónin byggðu sér ný- býli, rétt fyrir ofan Akureyri árið 1924 og nefndú það Skarð. Sigþór maður Guðrúnar gerð- ist starfsmaður Rafveitunnar á Akureyri árið 1922, eða strax í upphafi og svo síðar við Laxár- virkjun í Þingeyjarsýslu er hún tók til starfa og fluttust þau þangað búferlum. Yfirmaður Sigþórs, Hans Knud Ottested, reyndist þeim hjónúm afburðavel alla tíð og sýndi hann Guðrúnu mikla umhyggju er hún missti mann sinn af slysförum við starf sitt árið 1940. Guðrún og Sigþór eignuðust 3 börn: Þóru, er bjó með móður sinni; Skafta, hljómlistarmasn, giftur Elínu Elíasdóttur, og Vil- borgu, gifta Þorsteini Þórðarsyni bólstrara. Enn fremur ólu þau upp Árdísi Þorvaldsdóttur, en hún kom til þeirra er hún var aðeins á 1. ári og var hún hjá Guðrúnu allt þar til hún giftist og er nú búsett í Bandaríkjunum. Ég er þessar línur rita, kynntist Guðrúnu og fjölskyldu hennar, er mér var komið í fóstur til þeirra, að Skarði, aðeins fjögurra ára gamalli. Reyndust þau hjón- in mér eins og beztu foreldrar, var ég þar oft síðan um lengri og skemmri tíma á heimilinu. Ég á ánægjulegar minningar frá dvöl minni á þessu myndarheim ili, þar sem húsbændur voru svo hjartahlýir og börn þeirra tóku mér svo vel, eins og ég væri eitt af þeirra systkinum. Guðrún var hæg, prúð og falleg kona og vann störf sín í kyrrþey, vildi öllum gott gera og hafa bætandi á'hrif á allt er hún mátti. Ég kveð þessa velgerðarkonu mína og votta börnum hennar og öðrum ættingjum samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Iðunn Heiðberg. 75 ára i dag: Bjarni Bjarnason Bóndi — Laugarvatni Afmæliskveðja frá gömlum nemanda. Átján ára gamall kom ég í Plensbongarskóla haustið 1915 og dvaldist þar víð nám þann vetur og þann næsta. Ég lærði óhemju mikið bæði til líkama og sálar þessa tvo vetur, sem óg bý að enn þann dag í dag. — Skólinn hafði þá á að skipa úr- valskennurum í hverri grein. Einn þeirra úrvalsmanna var leikfimi- og glímukennarinn Bjarni Bjarnason frá Auðsholti, þá nýbakaður kandidat frá „Statens“ í Kaupmannahöfn. Bjarni varð síðar landskunnur sem íþróttamaður, menningar- fi'ömuður og skólastjóri. Hann á 75 ára afmæli í dag. — Bjarni var snillings-kennari, enda hafði hann til áð bera allt j það, sem „prýða má einn mann“ til slíks starfs. Hann varð lærð- ur vel, þrautiþjálfaður leikfimi- og glímumaður, hið mesta glæsi- menn í sjón — og er það enn þrátt fyrir háan aldur —, hár og herðabreiður, rammur að afli og í framkomu garpslegur og tigin- mannlegur í senn. Bjarni var í ríkum mæli gæddur þeim mikil væga kennarahæfileika, að fá nemendur sína til að leggja sig alla fram. Honum heppnaðist því að koma öllum sínum nemendum til nokkurs þroska, jafnvel þeim áhugaminnstu og aftanþyngstu. Reglufesta Bjarna sem kennara var frábær, enda þoldi hann ekki neina vanrækslu af nemenda hálfu. En réttsýni hans, réttdæmi og drengskapur var hinsvegar óbrigðull, ef í odda skarst í sam bandi við starf hans og samskipti við okkur nemendur, sem henti afar sjaldan. — Öll var leikfimi- og glímukennsla Bjarna á þess- um árum — og ætið meðan hann sinnti því stai'fi — til hreinnar fyrirmyndar. Árangurinn var þá og eftir því. Til gamans vil ég aðeins minnast hér á örfáa skóla bræður mína, sem undir hand- leiðslu Bjarna urðu úrvals leik- fimi- og glímumenn og sumir enda þjóðkunnir menn á íþrótta- sviðinu sfðar. Ég nefni: Stefán Diðriksson frá Minni-Borg, Siig- urð Greipsson frá Haukadal, Þórð Bjarnason frá Bíldudal, Eggert Kristjánsson frá Dals- mynni, Magnús Ágústsson. frá Birtingaholti og Ólaí Ófeigsson frá Keflavík. — Allir þessir skóia bræður minir og raunar margir fleiri lofuðu f verki meistara sinn, Bjarna Bjarnason. Bjarni Bjarnason var okkur nemendunum til fyrirmyndar á margan hátt. Hann lagði á það ríkia áherzlu að við temdum okk ur fágaða fraiwkomu og umfram allt, að við værum drengilegir í öllum skiptum við samstarfs- menn. Kom þar fram sálaraðall Hjarna, sem mun hafa verið honum höfuðstyrkur i margþættu og umfanigsmiklu uppeldisstarfi um áratuga skeið. Ég hef þessi kveðjuorð ekki öllu fleiri að sinni. Því vil ég þó bæta við, að um margra ára skeið eftir Flensborgarveru mína áttum við Bjarni mikil sam skipti og samvinnu að ýmsum framfara og menningarmálum í byggðarlagi okkar, HafnarfirðL Á það samstarf bar aldrei neinn skuigga frá Bjarna hendi. Einni.g þar komu eðliskostir hans fram í hvívetna, þar bar æ hæzt, sem I kennarastarfinu, vorhugi hans, menningarhollusta og drengskap ur. Ég vil að lokum færa mínum gamla og góða kennara og vini beztu þakkir og hugheilar ham- ingjuóskir á þessum tíimamólum í lífi hans. — Lifðu ætíð heill og sæll, gamli garpur. Þorleifur Jónsson. frá Skálateigi. Kuldaskór kvenna, karla og barna, háir og lágir. Margar gerðir Klæðum bólstruð húsgögn Svefnbekkir með gúmísvamp. Verð aðeins kr. 3.950.— Bólsturverkstæðið Höfðavík við Borgartún. Sími 16984. (i húsi Netagerðarinnar). SIM I 24113 Send ibí lastöðin Borgartúni 21. VDNDUÐ II FALLEG II ÖDYR U Siqurþórjónsson&cö JJdfnatytmii 4 KARLMANNASKÓR FRÁ SAXONE OF SCOTLAND J* £ *lrry NÝKOMNIR f MIKLU ÚRVALI. H E RRÁDEILD Austurstræti 14 — Sími 12345 Laugavegi 95 — Sími 23862. Tannlæknirinn einn hreinsar tennur yðor betur en Kolynos ■l— og auk þess er ágactt og ferskt bragS af ‘Kolynos’ Super White, sem gerir tennurnar hvítari, ferska lykt úr munninum og bjartara bros. Leitið að • túpunni með rauða f ánanum. I I C C I l I L I l l I l l Hörplötur - Spónaplötur Vöruafgreiðslan v/Shellveg. Sími: 2-44-59. Vöruafgreiðslan v/Áifhólsveg 1, Kópav. Sími: 40-400. Nýkomið: Hörplötur: 8, 12, 16, 18, 20 og 22 m/m. Novopan: 8, 13, 16, 19 22 m/m. Gaboon: 16, 19, og 22 m/m. Stærðir: 4x8’ og 5x10’. Bipan: 22 m/m. Birkikrossviður: 4, 5 og 6 m/m. FurukroSsviður: 4,6 og 8 m/m. Gatað harðtex: 1/8” og 4x8*. Trétex: Vz” — 4x8’ og 4x9*. Teakspónn. Eikarspónn. Hljóðeinangrunarplötur. Lím f. do. Pattex-lim. Teakolia. Plastiakk — glært). Plastplötur (vinyl) á gólf. Harðplast á borð og veggi. 10880 FLUGKENNSLA j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.