Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ r Fðstudagur 23. okt. 1964 r JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni V. — Ég á ekki við að þér séuð beinlínis líkur honum, flýtti Gail sér að segja. — En það er eitthvað í skapgerð ykkar, sem er eins. Þér eruð líka innhverfur og þurfið ekki á öðrum að halda, að því er mér sýnist. — Mér þykir leitt að þér lítið þessum augum á mig, sagði hann stutt. Og hún fann að hann tók sér þetta nærri, sem hún hafði sagt. Grant lét færa sér hádegisverð inn, en Bobby fór með Gail upp í matstofu starfsfólksins. Þau sátu hvort á móti öðru og horfðu út á höfnina. Svo leit Bobby íhugandi á hana og sagði: — Þú ert ekki sama stúlkan sem ég skildi við í London, Gail. Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því, en þú lítur öðruvísi út og hagar þér öðru- vísi líka. Áður varstu eins og viðfeldin stelpa, en þú ert áreið- anlega orðin þroskaðri núna. — Finnst þér það? Það kemur kannske af því, að mér finnst ég vera orðin þroskaðri? — Heldurðu að það stafi af flugslysinu? — Að vissu leyti er það lík- lega rétt, sagði hún. Svo hélt hún áfram og brosti: — Það er ekki tíminn sem þroskar okkur, Bobby. Ekki andlega. Þetta get- ur komið á einni einustu nóttu. Bobby tók í aðra höndina á henni undir borðinu og þrýsti hana. — Þú mátt ekki breytast of fljótt, Gail. Þú varst ágæt eins og þú varst. Þú mátt aldrei verða svo þroskuð, að þú viljir ekki vera vinur minn! Hún sá hlýtt brosið á honum og gat ekki annað en roðnað. — Nei, ég lofa þér því, Bobby, sagði hún. — Það vona ég. Annars mundi mér finnast að ég hefði misst eitthvað mjög dýrmætt. — Góði, væni Bobby, muldr- aði hún og hann hló. — Ég vildi óska að þú talaðir ekki eins og þú værir eldri syst- ir mín, sagði hann. — Lítur þú þannig á mig Er ég ekki annað en hann litli bróðir þinn — Þú er einn af allra beztu vinum mínum. — Bara einn af þeim? Röddin var öðruvísi en vant var. Hún var áköf og alvarleg. Gail komst í vandræði. — Góði Bobby.......... — Ég er sjálfsagt flón að vera að þreyta þig svona, sagði hann og roðnaði. — Fyrirgefðu mér Gail. Ég lofa bót og betrun. Áhrifin sem Gail varð fyrir voru bæði töfrandi og hryllileg. Gail vissi að í Hong Kong var miklu fleira fólk en hægt var að hýsa, og að þar var um þrem milljónum fleira en rúm var fyrir. En hana hafði ekki órað fyrir, að ástandið væri svona slæmt í sjúkrahúsunum. Gail J fór með Grant í sjúkravitjan- irnar. Hún var grönn og falleg í hvíta einkennisbúningnum, en þó að hún hefði séð mikið af mannlegri eymd áður, fór hroll- ur um hana núna. Hún dáðist að leikni Grants, eins og hún var vön. Hann fljótur, vingjarn- legur og snar í snúningum. Hann var aldrei hikandi, eins og marg- ir læknar eru, þegar um erfið sjúkdómstilfelli er að ræða. Bið stofan var troðfull, og Gail kenndi sárt í brjósti um veslings sjúklingana. 12 — Þegar þau óku til baka í stofnunina spurði hann: — Jæja, systir Gail, segið mér nú svolítið frá áhrifunum, sem þér hafið orðið fyrir í dag. — Mér fannst þetta hræðilegt — en ég dáðist að öllu því, sem gert var þarna, sagði hún lágt. — Sama finnst mér, sagði hann. — Og þegar ég hugsa til þess hvernig læknarnir þræla þarna og hve miklu þeir koma af, þá finnst mér ég verða eymd- arlega smár. Grant gat ekki minnzt á neitt á, að hann hafði boðið Gail með sér út um kvöldið, og hún hélt að hann hefði líklega gleymt því. En hann var aldrei vanur að gleyma neinu. Hún vildi ekki minnast á það, en hinsvegar hafði hann ekki minnzt neitt á hvar þau ættu að hittast. Ef til vill ætlaði hann að síma til hennar. Þau voru að fara úr stofnuninni þegar hann studdi laust á handlegginn á henni og sagði: — Ég kem og sæki yður klukkan hálfátta, sagði hann. — Er það ekki hæfilegur tími? Hún brosti og sagði að það væri ágætt. Mildred sat reykjandi á rúm- stokknum meðan Gail var að hafa kjólaskipti. — Hvað gengur eiginlega að þér? sagði hún. — Varla þarftu að skipta um föt til þess að borða héma? Þó að ég játi að fólkið hérna í húsinu sé fríður hópur, — hér eru unglingar, sem eru innan við sextugt! Kína-trú boðar á eftirlaunum, sem eru orðnir að hérvillum og hafa ekki hugmynd um hvar þeir eiga heima. Og afdankaðir forstjórar. Allt dótið á eftirlaunum! . Gail hafði farið í kaffibrúnan kjól, sem hún hafði keypt á út- sölu. Hún hefði helst viljað strauja hann, en vannst ekki tími tími til þess. Og hún heafði ekki ennþá vanist að rétta ú.t fingurinn og hringja á þjón, sem hefði getað gert þetta á svip- stundu. Þetta var fallegasti kjóllinn sem hún átti, og Milred góndi á hana. — Þú munt ekki ætla út? sagði hún. ©PIB COPENNAGEH ■ Hvenær ætli við höfum ráð á að halda upp á demantsbrúðkaupið okkar? — Jú, það er einmitt það sem ég ætla. Gail hafði ekki ætlað sér að vera stutt í spuna, en svarið var þó dálítið út í hött. Mildred hristi öskuna af vindlingnum. — Leyfist mér að vera svo forvitin að spyrja, hverjum þú ætlar að fara út með? — Það er velkomið, svaraði Gail og fór með greiðuna gegn- um hárið. — Raeburn læknir bauð mér að koma út með sér í kvöld. Hann ætlar að sýna mér eitthvað af borginni. Nú varð þögn og Mildred slökkti í vindlingnum. — Jæja, þú ætlar út með Grant, sagði hún meinlega, og Gail sneri sér að henni og varð kafrjóð. — Er það kannske óvðieig- andi? — Nei öðru nær, sagði Milred þurrlega. — En hann hefur aldiei spurt mig, hvort ég vildi koma út með sér og sjá bæinn. Gail svaraði ékki, af því að hún vissi blátt áfram ekki hvað hún ætti að segja. — En hann hefur oft ekið mér um borgina að degi til, og mundi eflaust hafa boðið mér út eitt- hvert kvöldið, ef ég hefði verið nógu áleitin við hann. En ég kann ekki við það. Ég býð þang- að til herrann kemur að sjálfs- dáðum. Nokkur atriði úr Warren-skýrslunni Tilgátur: Sovétyfirvöld til- kynntu Oswald með hálfs annars mánaðar fyrirvara, að þau hefðu gefið honum brottfararleyfi, og slíkt var einsdæmi hjá sovét- stjórninni. Nefndin: Oswaldhjónunum var tilkynnt 25. desember 1961, að umsókn þeirra um brottfarar- leyfi hafi verið' veitt af sovézk- um yfirvöldum. Marina Oswald hirti ekki sitt leyfi, sem gilti til desember 1962 eða 17 dögum eftir að það var fáanlegt. Oswald hirti ekki sitt fyrr en 22. maí. Sovétyfírvöldin gáfu ekki Oswaldhjónunum neiha fyrirfram-tilkynningu: leyfin hefði mátt hirða samstundis hefði Oswaldhjónunum svo þókn azt. Þar eð leyfi Lee Oswalds var ógilt eftir 45 daga frá út- gáfudegi, dró hann að sækja það þangað til hann vissi, hvenær hann gæti farið. Og brottfarar- daginn gat hann ekki ákveðið fyrr en hann fékk leyfi frá ráðu neytinu í maí, til að flytjast aftur til Bandaríkjanna. För Oswalds til Mexico City. För Oswalds til Mexico City seint í september og snemma í október 1963, tæpum tveim mán- uðum áður en hann myrti Kennedy forseta, hefur valdið vangaveltum um það, að förin hafi staðið í einhverju sambandi við samsæri til að myrða for- setann. í kviksögum er það full- yrt, að hann hafi flogið á laun til Kúbu frá Mexico og til baka og að hann hafi tekið við mik- illi fjárupphæð — venjulega talið $5000 — sem hann hafi haft með sér til Dallas. Nefndin hefur engar trúanlegar upplýs- ingar um, að Oswald hafi farið til Mexico, í sambandi við neina fyrirætlun um að myrða 12 Kennedy forseta, eða að hann hafi fengið fyrirmæli um nema slíka athöfn meðan hann var þar, eða hafi tekið við neinum fjárupphæðum neinsstaðar frá í Mexico. Tilgátur: Oswald hefði ekki getað fengið Bandaríkja-vega- bréf í júni 1963, nema gengið hefði verið sérstaklega í málið fyrir hann. Nefndin: Umsókn Oswalds um vegabréf gekk sinn venjulega gang gegnum ráðuneytið. Eng- inn maður eða stofnun gekk sér- staklega í málið hans vegna, til þess að hraða útgáfu vega- bréfsis. Vegabréf 24 annarra manna, í sömu skrá, send frá New Orleans til Washington, voru samþykkt samtímis. Vega- bréfaskrifstofa ráðuneytisins hafði engin fyrirmæli um að draga á langinn eða neita sam- þykki vegabréfs handa Oswald. Tilgátur: Walter-McCarran- lögin fyrirskipa sérstaklega hverjum þeim, sem reynt hefur að afsala sér borgararétti í Bandaríkjunum að láta fylgja yfirlýsingu um, hversvegna hann þurfi að fá Bandaríkja- vegabréf. Því hefði Oswald þurft að gefa slíka yfirlýsingu áður en hann fékk vegabréf sitt í júní 1963. Nefndin: Ríkislögin frá 1950 (Walter-McCarran-lögin) nefna ekki neina yfirlýsingu, sem Bandaríkjaborgari þurfi að gefa, sem hefur reynt að afsala sér borgararétti. Tilgátur: Oswald hafði ekkert fé til Mexíkóferðar sinnar í sept ember 1963. Nefndin: Rannsókn á efnahag Oswalds, framin af nefndinni, Sýnir, að hann átti nægt fé til ferðarinnar til Mexco City og heim aftur. Engar upplýsingar liggja fyrir um það, að hann hafi hlotið neinn fjárstyrk til Mexíkóferðarinnar. Heildar- kosnaðurinn við þessa 7 daga ferð hefur verið trúverðuglega metinn innan við $85. Tilgátur: í þessari ferð voru í för með Oswald einn karlmað- ur og tvær konur. KALLI KUREKI —->f— — -K— — *■ Teiknari; J. MORA FRAMKIETOLPYA, NOW i’LLTELLYA' YOU TAW&LE WITH ONEOF.US, AW’ YOU &OTUSBOTM T’ " 1. I eitt skipti fyrir öll segi ég ykkur, fíflin ykkar ........ 3. Frikki sagði þér það og nú segi ég þér það .... ráðstu á annan okkar og þú þarft að eiga við báða. Nefndin: Rannsókn hefur leitt í Ijós, að Oswald var einn á ferð í almenningsvagni. Sam- ferðamenn hans frá Houston til Mexico City hafa borið það, að hann virtist einn á ferð og að þeir hafi ekki þekkt hann áður. Tilgátur: Meðan Oswald var 1 Mexíkó, flaug hann á laun til Havana og til baka. Nefndin: Nefndin hefur ekki getað orðið þess vísari, að Os- wald hafi farið neina flugferð til Kúbu meðan hann var í Mexíkó. Hann fékk aldrei leyfi hjá yfir- völdum Kúbu til að koma til landsins né heldur frá yfirvö,d- um Mexíkó til að fara þaðan til Kúbu. Trúnaðarrannsókn hjá Kúbu-flugfélaginu í Mexico City bendir til þess, að Oswald hafi aldrei komið þar í afgreiðsl- una. Tilgátur: Oswald kom aftur frá Kúbu með 5000 dali í fórum sínum. Nefndin: Ekkert hefur enn fram komið til að styðja þessa fullyrðingu. Athafnir Oswalds í Mexico City og eftir heimkom- una til Dallas renna engum stoð- um undir þessa tilgátu. Tilgátur: Hinn 27. nóvember 1963, flutti Fidel Castro ræðu i háskólanum í Havana, undir áhrifum áfengis, og sagði: „í fyrsta sinn sem Oswald var á Kúbu. . . .“. Þessvegna hefur Castro vitað, að Oswald hafði farið leyniferðir til Kúbu. ,1 Kópavogur Afgreiösla Morgunblaösins Kópavogi er aö HlíÖarvegi 61,4 sími 40748. Garðahreppur | AfgreiÖsla MorgunblaÖsins fyrir GarÖahrepp er að Hof- ) túni við Vífilsstaðaveg, sími l 51247. Hafnarfjörður 1 Afgreiðsla Morgunblaðsinsl I fyrir Hafnarfjarðarkaupstað \ er að Arnarhrauni 14, símij 50374. Keflavík : Afgreiðsla Morgunblaðsins ' fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.