Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1964 Gyða Árnadóttir frá Stóra Hrauni SVO undarleg eru örlög, að séra Árni Þórarinsson seigir móður xnína fyrstu fullvissu hafa gefið sér um að lífs myndi auðið ellefta barni hans, en ég er nú að stað- festa lát þess með fáum og fátæk- legum orðum. Einkennilegt má það einnig heita, ef ekki fer svo fyrir fleirum þeim en mér, sem lesa í ævisögunni frásögn af fyrirbærinu í Kolviðarnesi, að ekki þyki sem þar megi kenna nokkurn forboða þess, að þetta sama bam skyldi verða fyrst þeirra ellefu til að falla úr þeim hópi, sem séra Árni trúði alltaf réttilega, að lif-a myndi þau hjón fcæði tvö. Furðulega eru cxss örlög gerð. Vel má vera, að ýmsum hafi þótt sú skýring nægjanleg, enda nærtæk, að Gyða yrði frá önd- verðu eftirlætisbarn vegna þess eins, að hún var yngst í syst- kinahópnum frá Stóra-Hrauni, en ég held, að þessi röksmed hafi stundum reynzt mjöig blekkjandi vegna þess að hún skyggði á per- sónuleik hennar sjálfrar, sem við vitum nú, að var hin einfalda ersök þess, að Gyða varð alla tíð svo hugljúf þeim, sem hana þekktu. Hún varð eiginlega alltaf í vitund okkar yngsta og eitt elskulegasta barnið frá Stóra Hrauni — eftirlæti, allt frá því er hún hvíldi þar fyrst við brjóst móður sinnar miðvikudaigskvöld- ið 12. maí 1915 og unz saga henn- ar var orðin ölL Röð hennar í systkinahópnum olli því, að okkur fannst alltaf eðlilegast að tala við hana í þeim létta oig gamansama tón æsk- unnar ,sem við mundum frá því er við kynntumst henni fyrst á Stóra-Hrauni, og jafnvel þegar við ræddum við hana hin mestu alvörumál fengu þau annan svip en þann, sem þungi þeirra setti á aðra. Ef unnt var úr þeim að igreiða var lausnin henni ein- föld, en væru þau óumflýjanleg var sjálfsagt að taka þeim mann- lega og æðrulaust. Þar brá líka yfir þeirri birtu æskunnar, sem horfir til fjallsins í leit að leið- inni yfir það, fullviss þess, að hinum megin búi eitthvað, sem gaman verður að mega njóta. Hin ytri gerð samræmdist faig- urlega þeim eðliskostum, er innra bjuggu. Gyða varð snemma falleg ung stúlka, síðar aðlaðandi móðir og sköruleg húsfreyja. Á hinum mangbreytilegu æviskeið- um var öllum því gott í návist hennar. Ég veit ekki til þess, að hún hafi vísvitandi lagt nema gott eitt til allra þeirra mála, er hún lét sig varða. Hún var fá- skiptin um annað en það, sem hún taldi sig eiga um að dæma. Þar lagði hún sitt lið af miklum hyggindum, hófsemd og þeirri góðviljuðu bjartsýni, sem alltaf var svo einkennandi fyrir hana. Sennilega hafa það verið fleiri en ég, sem áttu örðugt með að verjast þeirri hugsun, þegar Gyða hóf búskap, tæplega tví- tug að lítil reisn myndi nú verða yfir húsmóðurstörfum þessa umga og lífsglaða eftirlætisbarns okk- ar. En þar kom hún okkur á óvart. Heimili hennar voru, allt frá því fyrsta til hins síðasta mikil fyrirmynd, smekkleg, tandurhrein, hlýleg og ljúf eins og hin glaða og gestrisna hús- móðir. Þess vegna var þar alltaf gott að koma. Og það voru marg- ir, sem sannreyndu það. Þegar öllum var augljóst, að hinn fyrri eiginmaður gekk ekki heill til skógar var það æsku- gleðin, sem fékk okkur til að ef- ast, og við spurðum: Geur hún Btaðizt þetta? Svörin eru nú löngu fengin, Hún gerði það aðdáanlega unz yfir lauk. Hennar stríð var að vísu lengra, en ef einhverju mætti hér helzt við líkja, þá væri það sú umönn- un, er síðari eiginmaðurinn auð- sýndi í veikindum hennar, sama þolinmæðin og fórnfýsin. Þar galt lífið henni aftur nokkuð af því sem hún hafði veitt. Og fyrir þá umbun þess var hún hjartan- l'ega þakklát. Þeir voru margir, er samglödd ust Gyðu er ástir tókust með þeim Birni sýslumauni. Bæði áttu þau að baki langt veikinda- stríð maka sinna. Enginn efaði, að Gyða yrði Birni góð kona, og valmennska hans var alkunn. Enn voru þau nógu ung til þess að geta lemgi notið hins mikla ásríkis, er með þeim var, ekkert annað fyrirsjáanlegt en löng og ljúf sambúð. Þess vegna var bjart í lofti, sól enn í suðrL Það dimmdi óhugnanlega yfir þegar það fór að fréttast, að áreið anlega væri Gyða orðin hættu- lega veik. Og menn spurðu: Æ, hversvegna endilega þetta? Mega þau nú ekki fá að lifa í friði, þó ekki væri nema einn áratug? Á nú enn að vega í sama kné- runninn? Þurfa örlögin áð vera svona óguðlega grimm? Enn treystu sumir ekki æsku- blikinu í auigum Gyðu, og pví spurðu þeir: Þolir hún líka þessa raun? Skyldi þessi kona eiga allt í senn, unaðsleik æskuáranna, sæmd eiginkonunnar, óþrotlegan kærleika og hugprýði Þóris jök- uls? Já, hún Gyða Árnadóttir átti þetta allt. Ég heimsótti hann eigi alls fyr- NÝLEGA kom á markaðinn ný tegund af færiböndum fyrir síld arsöltun. Færibönd þessi eru smíð uð í Alúminium & blikksmiðj- unni, Súðavogi 42. Færibönd þessi eru frábrugðin öðrum færiböndum að því leyti, að þau eru smíðuð í einingum, sem eru 2 metrar á lengd hver og er þess vegna hægt að lengja þau eða stytta eftir vild. Færi- böndin eru smíðuð úr alumin- inum og eru þau tiltölulega létt. Þau eru mjög þægileg í flutning um þar sem hægt er að taka þau sundur og setja þau saman á mjög einfaldan hátt. Utan á færibandinu eru kass- ir löngu, og sannfærðist þá um að það var alveg satt, sem mér bafði .verið sagt. Hún talaði um dauðann af sama æðruleysi og væntanlega ferð austur yfir fjall, að vísu óþægilega ferð, því að hana langaði til að mega vera lengur hjá Birni og öðrum ást- vinum, en óumflýjanleiga ferð, og þess vegna óskynsamlegt að æðr- ast. Hún var alveg áhyggjulaus um það, sem bíði hennar handan fjallanna miklu. Um það var hún bjartsýn, eins og fyrri dag- inn, sagðist bara verða að fara á undan til þess að tryggja sæmi legar móttökur þeim vinum sín- um, er síðar kæmu, og hló við mér, dálíið kankvís, svona til þess að minna á, að mér væri nú engin vanþörf á sæmilegri leið- sögn, svona til að byrja með. Nei, mér veitti áreiðanlega ekki af því. Og þannig slcigum við þessu öllu upp í grín, rétt eins og i gamla daga, þegar við vorum ung og iglöð frændsystkin vest- ur á Snæfejlsnesi. Hún hélt andlegri vöku sinni alla tíð. Nokkrum mínútum fyrir andlátið reis hún upp úr svefn- mókinu, kvaddi alla viðstadda ástvini sína og bað að heilsa hin- um með þökkum fyrir samver- una. Svo lagðist hún aftur á kodd ann sinn og dó. Þannig kvaddi hetja þennan heim. Þar fór mikil kona og góð. ★ Gyða var dóttir séra séra Árna Þórarinssonar og konu hans Elísabetar Sigurðardóttur. Hún giftist 23. júní 1934 Einari kaup- manni Eyjólfssyni. Hann dó 2. sept. 1959. Börn þeirra eru: Elsa, gift Ólafi fulltrúa Ólafssyni, Eyj- ólfur, við nám í _ listaháskóla í Kaupmannahöfn, Árni, verzlunar námsmaður í Edinborg og Hilm- ar, sem er í Skógarskóla. Hinn 8. sept. 1962 giftist Gyða Birni Fr. Björnssyni,, alþingis- manni og sýslumanni Rangæinga. Hún dó 19. þ.m. Utför hennar verður gerð í dag frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. ar fyrir síldina, en þá er hægt að taka af færibandinu á einfald an hátt og má nota þá til ann- arra hluta. Færibandið er einfalt í smíðum og er þess vegna mjög auðvelt að þvo það. Endarnir á færiböndum þeim, sem Aluminium & blikksmiðjan smíðar, eru sérstaklega smíðað ir með það fyrir augum að þar sé hægt að koma fyrir síldar- flokkunarvél. Blikksmiðjan fram leiðir einnig bjóðakassa, sem hægt er að hafa áfasta færi- bandinu. Áætlað verð á 30 metra löngu bandi eru 300.000 krónur, ef allt er innifalið. Nýjung NÚ þegar hinir ábyrgustu menn þjóðarinnar hafa fundið hvöt hjá sér til að stofna til athugunar- fundar um áfengismálið, og úr- bætur á því, ætti hverjum og ein- um að vera frjálst að leggja þar sitthvað til mála En það er ekki einvörðungu um ásókn vínsins, sem gert verður að íhugunarefni 'heldur einnig tóbaksnautn og ýmsar skemmtanir, sem vægast sagt ganga fram úr öllu hófi og krefjast mikilla fjármuna án hollustu eða mannbætandi á- hrifa. Það sem telja má undirrót að öllu þéssu lífernisönigþveiti, er skortur á þeim huglægu eigind- um sem lífinu eru nauðsynlegar, eigi það ekki að leiðas^ af vegi og glata þeu-ri fegurð, sem það raun verulega á að veröa oss mönnun- um. Vér þekkjum mætavel og viðurkennum þá stað- reýnd, þegar um íþróttir eða líkamsrækt er að ræða að þvi fyrr sem sérhver einstak- linigur hefst handa um þær iðkan ir, því betri árangur verður af þjálfun því hæfari verður hann í hlutverki því sem hann ætlar að leggja stund á. Sannast hér máltækið: „Hvað ungur nemur gamall temur". Um líkamsræktina er þarflaust að ræða. Hún hefir hlotið heiðurs sessinn um alhangt árabil. Rækt- un andans, eða hið geðræna og siðfágaða, hefir aftur á móti orð- ið hornreka. „Slíkt skeður oft á sæ“. Á hisminu er kjamsað, en kjarnanum kastað. Sú lífsstefnubreyting, sem nú þarf að opna augun fyrir, og iðka er innifalin í þessum fimm smá- orðum: Trú, siögæði, þjóðhollusta sjálfsagi og viiji. Vilji er alilt sem þarf, sagði spakur íslendingur. Vitanlega ef viljann skortir, er tómt mál að tala um umbætur á hvaða vettvangi sem er. Vér íslendinga: eigum til marg ar stofnanir, sem kendar eru við sjóði. Er þarflaus um þá að ræða því að þeir eru alþjóð kunnir. Þá eru og til staðir og málefni, sem heitið er á, vegna trúar eða trausts, sem við þá hefir bundizt. Tilgangur með áheitum er að vísu margs konar. Þó mun það sam- eiginlegt vera, að einstaklingur- inn sé með áheitum þessum að styrkja gott málefni. Hann trúir að áheitið færi hcnum uppfylling þeirrar óskar eög þrár sem hann þá og þá ber fyrir brjósti. Og honum verður að trú sinni. Aftur. á móti eru til sjóðir, sem skylda menn til að leggja af mörk Aðstaða Sovétleið- toga veik segir fastaráð NATO París, 21. okt. (NTB): — HAFT VAR eftir áreiðanlegum heimildum, að afloknum fundi fastaráðs Atlantshafsbandalags- ins í dag, að fulltrúar í ráðinu væru allir þeirrar skoðunar, að aðstaða hinna nýju leiðtoga Sov étríkjanna væri mjög veik. Full trúarnir vísuðu á bug hinni op- inberu skýringu á hvarfi Nikita Krúsjeffs úr embætti og kváðust þeirrar skoðunar, að breytinga tímar færu í hönd í Sovétríkjun um og þau myndu ekki hafa sig mikið í frammi í samskiptum við við aðrar þjóðir á næstunni. Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögmabui Klapparstíg 26 IV hæð Sími 24753 Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9. um nokikurn hluta launa sinna- Sitthvað er skylda og dyggð. Nú fer að líða að kjarna máls- ' ins. Vér ættum að fá lögfest nafn á stoínun, sem hefði það i; að markmiði að taka á móti ' hverjum spöruðum eyri sem ann ars yrði eytt fyrir t. d. eina flösku áfengis, 1 pakka vindlinga eina bíósýningu, eða hvaða nöfn- um sem það tjáir að nefna Þarna á enginn lögboðinn skyldu sparnaður að koma til greina. Þetta likist mjög að því leyti i áheitum á t. d. Strandaikirkju, að einstaklingurinn fær ekkert annað endurgjald, en sigurinn yfir sínum innra manni. Að ári hverju liðnu ætti síðan að gefa út skýrslu. Skemmtilegast væri j: að geta nafns sigurvegáfans og hvaða nautmr eða skemmtanir lutu í lægra haldi fyrir viðleitn- inni að fegra sitt eigið líferni, auka manngildi sitt að siðrænum þroska. Ségja má að þetta verði ekki framkvæmanlegt. Þetta þekkist hvergi innan hins siðmenntaða heims. Öðru máli væri að gegna ef þetta hefði komið utan úr menningunni. (Sbr. t d. sjón- varpið.) Við það verður að kannast, að margt sem vér höfum hlotið með menningunnL hefir orðið í vorum höndum að verulega ómenningar legum atriðum. Eins og allir sjá, er þetta lítils háttar viðleitni til að sporna við því óifremdarástandi, sem talið er að vofi yfir íslenzikri æsku, ef fram heldur sem horfir. Þeir, sem horfa hlýlega til æsikunnar, og byggja á henni bjartar vonir, trúa ekki öðru en -að hún vilji keppa að því miarki að verða taíjn mætasta æskan í öllum heiminum, og bera það nafn með réttu. Þótt hér hafi verið talað til æskunnar fer því fjarri að undan skilja beri þá fuilorðnu. Þeim ber 1 raun og veru að ganga á undan. Gefi þeir niðjun sínum dæmi til eftirbreytni, eru meiri vonir til að þessi gullvæga setn- ing beri fyilri árangur: „Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, þegar hann eldist, mun hann ekki af honum víkja“. Það sannar oss líka, að: „Smekk- urinn, sem kemst í ker, keim- inn lengi eftir ber.“ Þótt efni þetta sé borið í tal, er þess varli að vænta, að hér verði um stökkbreytingu að ræða. Hitt er mikilsvert að opin- bera hugsunina, ef ske kynni, að samskonar, eða svipaðar, væru einhversstaðar á sveimi óvitaðar. Þá mundi mega líkja því við á, sem við upptök sín, er sem lítil- fjörlegur lækur, en með öllum sínum þverám er orðinn að belj- andi fljóti, þegar það rennur saman við sæinn. Nei. „Sígandi lukka er bezt“. Það kostar enga fjármuni og litla fyrirhöfn að reyna þetta. Heit- strengingar geta enn átt fullan rétt á sér ti1 að ná settu markL Því fegurra markmið sem þær þjóna, því meiri lífsfyllingu og göfuigmensku tiieinka þær sér. Það er í frásögu fært, að mætur íslendingur á marga lund hafi átt að segja, þegar hann kom út úr brenandi húsi frá því að gera síðustu tilraun til að bjarga frá glötun árangri lífsstarfs síns. „Þessi blöð eru hvergi nokkura staðar til í Öllum heiminum“. Tökum upp ábenta lifsstefnu og segjum: Þessa lífsstefnu hefir engin önnur þjóð. Minnumst þess ef frá íslandi á að koma lýsandi viti inn í áttavillu þjóðanna, verður hana aðvera siðræns eðlis. iEinar Guttormsson Fiskverkunar- stöð á Suðvesturlandi til sölu. — Þeir sem áhuga hefðu á kaup- um leggi nafn og heimilisfang inn til afgr. Mbl. fyrir 1. nóv., merkt: „9112“. Sigurður Magnússon. Eitt af hinum nýju færiböndum Aluminium & blikksmiðjunnar. Þetta færiband er 14 metra langt, en hægt er að lengja það eða stytta eftir vild. Ný gerð færihands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.