Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 21
Föstudagur 23. okt. 1964 MORCU NBLAÐIÐ 21 Herranótt siglir upp mei gamanleik eftir Holberg Blómlegt félagslíf mentaskólanema: FÉLAGSHEIMILI menntaskóla- nema heitir íþaka. Sérkennilegt bvítmálað' steinhús við hlið CTÖmlu skólabyggingarinnar. Þetta hús á sér merkilega sögu, cem ekki verður rakin hér, en þess má geta, að á neðri hæð bússins er tafla með latneskri áletrun þar sem segir, að húsið bafi gefið skólanum maður að nafni William Fiske. I Fyrir nokkrum árum voru gerðar miklar endurbætur á fé- lagsheimilinu — bókaskápar i Guðmundur Björnsson, formaður leiknefndar. •alnum voru fjarlæ.gðir og saiur- inn þannig úr garði gerður, að balda má þar dansæfingar og tnálfundi. Inn af salnum er eld- hús og þar kaupa nemendur í frímínútum mjólk og brauð við vægu verði .Á efri hæðinni var Innréttuð einkar vistleg setustofa i fornum íslenzkum baðstofustíl •g hefur sú vstarvera reynst mjög vinsæl. Inn af setustofunni er bókasafn nemenda. Félagsstarfsemi menntaskóla- nema er mjög fjölþætt. Þar eru gömul og rótgróin félög, eins ag t.d. málfundafélagið Framtíðin, sem minntist áttræðisafmælis sins, ekki alls fyrir löngu. Merki- legust þykir þó leikstarfsemin, en leiksýningar menntaskóla- nema eru beint framhald af Herranæturhaldi skólasveina í Skálholti fyrir 200 árum, en þangað er rakið upphaf íslenzkr- ar leiklistar. Þá má nefna Lista- félagið, sem hefur starfað með miklum blóma undanfarin ár og beitt sér fyrir listkynningum af ýmsu tagi. Ýmsir valinkunnir fyrirlesarar, listamenn og skáld hafa komið fram í skólanum á vegum félagsins. Skólablað menntaskólanema, sem heitir ein faldlega Skólablaðið, hefur kom ið út í 40 ár. í þeim andans Eden garði kenhir jafnan margra grasa, en blekiðjumenn eru marg ir í skólanum meira að segja skáld. Er sjaldan þröngt í búi hjá þeim smáfuglum, sem að blaSinu standa. íþróttafélagið er hið sprækasta; en innan veggja skólans eru margir kunnir íþróttagarpar. Hafa lið skólans jafnan getið sér góðan orðstír í boltaleikjum. MEST kveður þó að íþróttafé- laginu í ganghildum. Slíkar orust ur eru yfirleitt háðar tvisvar á vetri, en þetta er sú tradisjón, sem menntaskólanemum er einna kærust. Ganghildir fara þannig fram, að neðri bekkingar (4. og 5. bekkur fyrir hádagi) varna inspector platearum, klukk ara, aðgangs að bjöllu á neðra gangi. Klukkarinn, — eða bjöllu sauðurinn — sem er ætíð úr 6. bekk, fær þá allan karlpening 6. bekkjar í lið með sér til þess að geta hringt bjöllunni. Vígvöllur- inn er neðri gangur og stiginn upp á efra gang. Þar sem bjall- an er nálægt stiganum, hoppa 6. bekkingar af stigahandriðinu og láta sig fljúga í áttina til bjöll- unnar. Neðri bekkingar mynda varnargarð umhverfis bjölluna og góma 6. bekkinga á fluginu, og reyna síðan að bera þá út og læsa þá úti. Ef það tekst, reyna 6. bekkingar óðara að ráð ast til inngöngu á ný — og er þá farið inn um næsta glugga, sem er opinn. Yfirleitt tekst ein- hverjum 6. bekkinga um síðir að hringja bjöllunni, og má þá heyra fagnaðarópin alla leið niður á torg. Önnur vinsæl tradisjón eru tolleringarnar. Allir vita, hvern ig þær fara fram — og enginn busi kemst undan því að vera tolleraður. Áður fyrr var frem- ur róstusamt, þegar tolleringar fóru fram og þess voru dæmi, að táragasi var varpað í kennslu stofu, þegar busar höfðu læst sig þar inni. Nú fara tolleringar hins vagar mjög skipulega fram, Eftir skólatima þykir þeim gott a3 hreiðra um sig á íþökulofti og spila bridge. tolleringarnar muni fara fram — til þess að meybusar geti mætt til leiks í viðeigandi fatn- aðL INSPECTOR scholae hefur yfirumsjón með allri félagsstarf- seminni, en miðstöð hennar er í íþöku, eins og að ofan getur. Þangað lögðum við leið okkar á ingar Oig þeir dispúteruðu uaa matematik og físik. Á næsta leyti sátu tvær stúlkur og glugguðu í lærdómsbækurnar. Þær reyndu að láta umræður piltanna ekki raska ró sinni, en þó var sýnt, að það var nokkr- um erfiðleikum bundið. Latneska málfræðin lá opin fyrr framan þær og þar blasti við sú óhaggan Rætt um námsefni morgundagsins. busarnir eru leiddir út hver á fætur öðrum, undir umsjón kennara og stympingar sjást varla. Eitt sinn var það siðvenja, að engin busi fékk skólapassa nema hann hefði verið tolleraður og líklegt má telja, að svo sé enn. Yfirumsjón með framkvæmd verksins hefur inspector scholae, en því embætti gegnir í vetur Markús Örn Antonsson. Toller- ingar fara alltaf fram á önd- verðu skólaárinu, en að þessu sinni hefur athöfnin dregist á langinn vegna viðgerðar á skóla- lóðinni. En einhvern næstu daga mun Markús tilkynna, hvenær dögunum í því skyni að hitta að máli einhverja framlega menn i félagslífinu. Á baðstofuloftinu var margt um manninn, þegar okkur bar þar að garði. í einu horninu sátu fjörlegir piltar og iðkuðu spilamennsku. Þeir sögð- ust vera að spila bridge. Á næsta bás var rætt um námsefni morgundagsins af mikilli alvöru. Þetta voru spekingslegir ungl- lega staðreynd, að fleirtalan af mos er mores skv. reglunni um beygingu nafnorða eftir s-stofnL Inn gekk nú ungur maður og bar með sér greinilegan em- bættismannasvip. Okkur var tjáð, að hér færi Guðmundur Björnsson, formaður leiknefndar. Við inntum. Guðmund tíðinda Framhald á bls. 31. Tvær broshýrar menntaskóladömur með latneska byeygingaírædi fyrir framan sig — Kristjana Kristjánsdóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir. (Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M.) OSTA* OG SMJORSALAN s.f. smior * A BRAUÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.