Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 23. okt. 1964 Réttnrhöld mín „sett á svið“ ASferðin viS réttarhöldin Þegar ég gekk inn í salinn, starði Penkovsky á mig, dauð skelfdur. Það var sýnilegt, að þetta var mikið áfall á hann. Hann vissi ekki, að ég hafði verið handtekinn, og ekki einu sinni, að ég mundi nokk- urn tima koma til Austur- Evrópu aftur, þar eð ég hafði fengið aðvörun. Og ég átti brátt að komast að því, að hann hafði hagað framburði sínum við yfirheyrslurnar út. frá þeirri forsendu, að ég væri óralangt í burtu. Penkovsky var orðinn fyrir- genginn. Hann var órakaður, hræðilega fölur og tærður — hann hlaut að hafa sætt illri meðferð. Ég hafði þekkt hann svo vel, þegar hann var eins Og hann átti að sér, kátur og fjörugur, og það var hryllilegt að sjá þennan mann svona tek inn, fölan og óhreinan. Þeir hófu nú sameiginlegar yfirheyrslu og sögðu: — Við höfum fært þig hingað til þess að hitta glæpafélaga þinn, og til að sýna þér, að við vitum allt. En það, sem við nú viljum, er að þú segir okkur alla söguna. Svo lásu þeir upp skýrslu, sýndu mér nokkur skjöl, og nú kom það: Pen- kovsky hafði verið handtek- inn með filmur og skjöl á sér og hafði þegar verið píndur II til að segja þeim frá ýmsu. Þeir lásu upp framburð hans, þess efnis, að ég væri njósnameistari, að ég væri að- al-njósnastjóri, o.s.frv. Síðan sneru þeir sér að Penkovsky: — Jæja, hérna er glæpafélagi þinn. Hvað viltu nú segja? Þú heldur þig hafa verið snið- ugan. Við höfum náð í hann, og ef einhverjir fleiri eru í þessu, þá náum við þeim líka. Þú veizt ekki hverja fleiri við höfum í klefunum hérna, og þér gæti komið ýmíslegt á óvart áður langt um líður. Penkovsky vissi ekki, hverju hann ætti að trúa. Hann var auttikunarverð hryggðarmynd. En svo sagði hann við mig, fyrir milli- göngu túlksins: — Æ, Gre- ville, mér datt ekki í hug, að ég ætti eftir að sjá þig undir þessum kringumstæðum. Fyr- irgefðu mér. Ég sagði: — Þú hefur verið að segja þeim, að ég sé njósn- ari. Þú veizt ósköp vel, að ég er kaupsýslumaður. Hvað á þetta að þýða? Þá sagði Penkovsky við hershöfðingjann: — Ég sagði ykkur um Wynne. Jú, hann hjálpaði mér, en þar voru aðrir menn mikilvægari. Síð- an var farið með Penkovsky í klefann. — Gott og vel, sögðu beir við mig. — Jæja, hvernig hjápaðir þú honum? Þú veizt, hvað um ykkur báða verður Þið verðið skotnir ef þið seg- ið okkur ekki sannleikann. Ég sagði: — Þið að skjóta mig? Það gerið þið bara ald- reL — Skjótið þið mig þá bara strax! Þetta var svo sem ekkert hugrekki hjá mér, held ur var ég bara bálvondur. Svona var haldið áfram, dögum og vikum saman. Þeir töluðu, þeir spurðu, þeir nót- uðu og þeir færðu mig aftur í klefann minn. Ég var kallað- ur fyrir á nóttu og degL Ég var farinn að sofa, og var þá allt í einu vakinn aftur. Þeir létu mig standa beint á móti sterku ljósi. En allt þetta missti allan kraft, svo var túlknum fyrir að þakka. Hann varð mér að miklu gagni. Ég kann ekki nema örfá orð í rússnesku, og því hafði ég umhugsunartíma. Um það leyti sem túlkurinn var búinn að þýða, og auk þess skildi hann ekki til fulls það sem ég sagði, höfðu allar skammir og ógnanir misst all- an mátt og áhrif. Þeir komu meira að segja með bækur með myndum í og sögðu: — Segðu okkur, hvern þú þekkir á þessum myndum. Þetta var safn mynda af kaupsýslumönnum, sem höfðu komið til Moskvu. Sumar voru vegabréfsmynd- ir, og sumt var af mönnum, sem voru að koma út úr sendi ráðinu. Ég sagði: — Þetta er eins og hver önnur heimska .... þetta eru kaupsýslumenn. Þið vitið, að ég þekki þennan mann.... og þennan mann.. Þá sýndu þeir mér heilan helling af öðrum myndum. Sannast að segja rámaði mig í sum andlitin, en ég kvaðst engan þeirra þekkja. Ef ég hefði játað mig þekkja eina þeirra, hefði það haft í för með sér óendanlegar spurmng ar. Á segulbandi Þeir sýndu mér mynd, sem hafði verið tekin af mér, þar sem ég hitti Penkovsky skammt frá Bolshoi-leikhús- inu. Þeir léku fyrir mig af se^gulbandi samtal, sem við Penkovsky áttum í Ukraine- hótelinu þar sem ég sýndi honum bréf frá mínum mönn um, og auðvitað hafði ég þrætt fyrir þetta. Ég sagði þarna: „Er þá allt í lagi?“ Og hann sagðiu „Já já, það er um flóttann minn.... þeir eru með góðar ráðagerðir fyrir mína hönd“. Og ég sagði: „Er gagn í þeim?“ Og hann svaraði: „Mjög svo. Ein hugmyndin er að fara með kafbáti." Allt þetta var á seg- ulbandinu. Ég mundi eftir herberginu. þar sem þetta samtal fór fram. Við höfðum opnað sjónvarp- ið og auk þess var þarna út- varps-hátalari og hann opn- uðum við lika. Og þrátt fyrir þetta gátum við heyrt alveg greinilega það sem við sögð- um, enda þótt tónlistin bak við heyrðist einnig. Nú, þetta var sönnunar- gagn, sem mér þýddi ekkert að þræta fyrir. Ég sat bara kyrr og svaraði engu. — Þú sérð, Wynne, að við vitum allt um þig og þú sleppur aldrei aftur út úr Sovétríkjunum. Hverjir eru vinir þínir? Hverj ir fleiri vinna með þér? Hvaða Rússa þekkir þú? Og vitan- lega höfðu þeir myndir af mér úti á götur, þar sem ég var að tala við Rússa. Sumir þessara manna voru námsmenn, sem höfðu komið til mín, þar sem ég var á gangi á götunni. Flestir vest- rænir ferðamenn verða fyrir þessu, ef þeir eru einir á gangi í Moskvu. Stundum sækj ast námsmennirnir eftir minjagripum. Stundum vilja þeir fá upplýsingar, og stund um vilja þeir einhver smá- vegis svartamarkaðsviðskipti. Einn hershöfðinginn sagði: — Þú heldur að þínir líkar geti komið til míns lands, til Sovétríkjanna, og platað okk- ur? Þú heldur að þú getir hitt Rússa og kennt þeim ykkar asnalegu kapítalista- siði? Maður eins og þú getur komið hingað og hitt sama manninn einu sinni, jafnvel tvisvar, en aldrei þrisvar. Hér var í fáum orðum lýst afstöðu Sovétmanna. Ef kaup- sýslumaður fer til Sovétríkj- anna hittir hann sjaldan einn og sama mann oftar en tvisv- ar. f næsta sinn — þegar hann heldur, að nú séu samningar alveg að því komnir að takast — getur hann farið aftur til fyrirtækisins og spurt sama manninn, en hann fær aidrei að tala við hann. Það er ekki annað að sjá, en ef einhver maður kemst í samband við Dómurinn Iesinn upp 3. grein Greville Wynne um njósnamálið44 ■ Sovétríkjunum 99 sovézkt fyrirtæki, sé hann strax settur undir eftirlit. Dag o.g nótt Yfirheyrslunum var haldið áfram að degi og nóttu, í um það bil fimm mánuði. Ekkert gekk né-rak. En á þessu tíma- bili breytti Penkovsky fram- burði sínum allverulega. Eftir að hafa spurt mig, var farið inn til Penkovsky og hann spurður og svo ég á eftir. Þeir höfðu miklar áhyggjur af Kulikov, sovétembættis- manni í London. Þeir urðu býsna ruddalegir í einni yfir- heyrslunni; og þrumuðu um svikin, sem ég væri að fremja gegn Sovétríkjunum, og það hvernig þeirra eigin þjóð ætti sér ekki önnur áhugamál en menningu og frið. — Frið og menningu, þó, / þó. Bull og kjaftæði. Ef mig langaði að komást í samband við njósnahring, væri mér það innan handar, hvenær sem vera vildi, því auk þess að snúizt hafði verið til mín í öðrum löndum, höfðu Rússarn ir í London reynt að hafa út úr mér brezk leyndarmál. — Hvað segir þú? Hvernig dirfistu.... ? Hver hefur kotn izt^ í samband við þig? Ég sagði þeim af Kuli- kov, sagði, að við hefðum oft ar en einu sinni farið til Sovét viðskiptanefndarinnar í High- gate, og ég sagði þeim af fundi okkar í garðinum í Chelsea. — Þetta er ekki annað en lygaþvæla, öskruðu þeir. — Hvernig dirfistu að segja svona? Hvernig gætir þú svo sem hjálpcð okkur? Venjuleg ur sölusnápur. — Jæja, er ég þá orðinn sölumaður og ekki njósnari? Ég þakka. — Ja, við eigum við það. að sem sölumaður hefur þú að stöðu til að njósna. Hvemig gætirðu hjálpað Kulikov? Það er hlægilegt að vera að halda því fram, að hann hafi leitað til þín. Og svo þurfti ég vitanlega að haga mér eins og bjáni því að ég sagði: — Jæja, þetta voru nú hans orð samt. Og svo fór ég að segja þeim, hvað hann hafði sagt. Eitthvað ári seinna léku þeir þá ræðu af segulbandi — klippta. En það er önnur saga. Nú voru liðnir um sex mán uðir síðan ég var tekinn fast- ur, og enn var ekki minnzt á réttarhöld. Ég lét ekki veiða neitt upp úr mér. Ég hótaði að gera þá hlægilega fyrir rétt- inum, auglýsa aðferðir þeirra, segja frá öllu, sem Kulikov hafði beðið mig um í London og fleira og fleira. Þessi viðbrögð mín æstu upp reiði þeirra jafnt og þétt, en gerðu mér hins vegar mikið gagn við að halda uppi hugrekki mínu. En smám sam an varð mér það ljóst, að ef þeir tækju þann kostinn að hafa réttarhöldin fyrir lokuð- um dyrum, eins og þeir hót- uðu að gera, gæti ég ekkert við því gert. Og þá gætu þeir ekki einasta beitt hverjum þeim aðferðum, sem þeir sjálf ir vildu, heldur og gefið út skýrslur um hvaða „játning- ar“, sem vera skyldi, en ég mundi missa af ómetanlegu tækifæri til að koma sönnum fregnum af því til minnar þjóð ar. Þetta hafði ég í huga þeg- ar ég fór smám saman að sam þykkja opinber réttarhöld. Skömmu síðar var Penkov- sky færður inn í yfirheyrslu- salinn til að tala við mig, í viðurvist hermanna. Túlkur- inn sagði, að Penkovsky talaði ensku, af því að Penkovsky vildi tala við mig eihslega. Mér þótti auðsætt, að þarna mundu vera hljóðnemar í saln um, en þarna voru annars að- eins tveir dátar viðstaddir. Það var þá sem Penkovsky sagði við mig: — Greville, þú skilur að ef þú ferð að gera einhverja uppsteit í réttinum — ef ekki verða opinber rétt- arhöld — þá geta þeir gert hvað sem er. Þú skilur, að líf mitt er nú raunverulega í þinni hendi; að ef þú heidur áfram þessum hótunum þín- um að gera uppsteit í réttin- um og segja hitt og þetta. sem Sovétríkjunum kæmi illa, þá verða þeir neyddir til að hafa lokað réttarhald, eins og þeir sögðu þér. — Ég bið þig, Greville, að láta réttarhaldið verða opin- bert, því annars veit ég, að ég verð skotinn. — Þeir hafa lofað mér, að ég skuli halda lífi, skilurðu. Ég var með öll sönnunargögn- in á mér þegar ég var hand- tekinn — og gat því ekkert sagt, ég gat ekki sagt þeim það allra minnsta, því að þa mundu þeir vita, að ég væri að ljúga. Að því er tekur til Breta og Ameríkumanna, er málinu lokið...... þeir tapa engu og græða heldur ekki neitt í þessu máli. Það er heimskulegt af þér að vera þver og segja, að þú ætlir að æpa opinberlega við opnu rétt arhöldin, og vera fjandsam- legur við Sovétríkin. Ég sagði: — Ég vorkenni þér og harma, að svona skuli vera komið, en þú getur ekki ætlast til að ég komi fram fyrir réttinn og segi: „Ég harma hitt og þetta.... og þetta....“, því að það ætla ég mér ekki að gera. Ég hef mitt eigið land og mínar eig- in lífsreglur að verja. Ég er engin hetja, en ég'ætla aldrei að svíkja mitt eigið þjóðskipu lag, af því að ég hef séð, hvern ig kommúnismmn er í fram- kvæmdinni, og er ekki hrif- inn af. Tilgangur hans Sökum þess að honum hafði verið lofað lífinu og ef til vill jafnframt af sömu ástæðum og fyrir mér vöktu, samþykkti Penkovsky að tala ekki neitt gegn Sovétríkjunum, heldur halda áfram að vera skrípa- mynd sækjandans af mannL sem hefði látið spillast af þæg- indum og velsæld Vestur- landa. En hann gerði ljóst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.