Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1964, Blaðsíða 3
r Föstudagur 23. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 ☆ MiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiMiiiiiiimiiiimiHimiiimuiiimmi' | | VIÐ heimsóttum Hjúkrun- I arskóla íslands í gær. Það Ikom í ljós, að stúlkurnar í hinum svokallaða „for- I skóla“ voru í prófum, Þann 1 ig að viðdvöl okkar í skól- | anum varð vonum styttri. | Forskólinn hafði staðið yf- | ir síðan. 4. ágúst, en nú var | komið að skuldaskilum. — | Þorbjörg Jónsdóttir, skóla- | stýra, hleypti okkur þó fus Hjúkrunarnemar fylgjast af áhuga meff útskýringum Karls Bjarnasonar, sem sýnir þeim i hvern- | lega inn í skólann og við ig umbúðir fisknum er pakkað. María Pétursdóttir, hjúkrunarkona, sem kennir þeim heilsu- I tókum tali nokkrar náms- fræffi, er lerigst til vinstri. I Lifandi starf, göfugt starf og gott starf meyjar, sem gáfu sér tíma til að líta upp úr lærdóms- bókunum. Þær sögðust vera nýsloppn- ar úr prófi í hjúkrunarsið- fræði, og við báðum þær að skilgreina þá námsgrein. — Við lærum, hvernig á að umgangas.t sjúklinga. Hlýlegt viðmót og almennar kurteisis- venjur. — Fleiri námsgreinar? — Líffæra- og lífeðlisfræði, efna- og eðlisfræði, heilsu- fræði, hjúkrunarfræði og hjúkrunarsaga, sýlflafræði og sálarfræði. — Hvenær lýkur prófun- um? — Síðasta prófið er á mánu- daginn. — Hvað tekur þá við? — Þá förum við að vinna í sjúkrahúsum, annaðhvort hér í Reykjavík eða úti á landi. Tvær okkar fara út á land, Guðrún verður á Blönduósi og Unnur Sigtryggsdóttir á Akranesi. — Hafið þið kynnzt sjúkra- hússtörfum áður. — Ekki allar, en sumar hafa unnið sem gangastúlkur. — En hvað gerist, ef það kemur í ljós, að einhver hefur ekki náð prófi? — Þá fær hún tækifæri til að endurtaka prófið með næsta námskeiði. Það hefst í desember. — Hvað eruð þið margar í forskólanum? — Við erum tuttugu og þrjár. í öllum deildum skólans munu vera um 120 nemendur. — Eru engir ungir menn við hjúkrunarnám? — Nei, því miður! Hins veg ar er útlit fyrir, að einhverjir verði á næsta námskeiði. — Fá þeir að búa hér í heimavistinni? — Aldeilis ekki. __ Hvaða menntun er sett að skilyrði til inngöngu í Hj úkrunarákólann? — Gagnfræðapróf eða lands próf. Auk þess vissar lág- markseinkunnir í íslenzku, dönsku og reikningi. — Hvers vegna dönsku? — Allar kennslubækur eru á dönsku að tveimur undan- skildum. Kennslubókin í sið- fræði er á norsku. — Og hvernig fer kennslan fram? — Aðallega í fyrirlestra- formi, en í sambandi við heilsufræði, sálarfræði og hjúkrunarfræðina er töluverð skriffinnska. Við höfum líka heimsótt vinnustaði, en það er liður í heilsufræðináminu, sém lýtur að hreinlæti. í Mjólkurstöðinni var okkur sýnt, hvernig mjólkin er gerilsneydd og steriliseruð — eða sótthreinsuð, og í frysti- húsinu ísbirninum fengum við að kynnast gangi mála frá því fiskurinn kemur í frysti- húsið og þar til hann er til- búinn í hendur neytandans. Þar voru líka fluttir stuttir fyrirlestrar, Guðmundur H. Garðarsson talaði um „fiskút- flutning og Karl Bjarnason um hreinlæti. — Getur skólinn tekið við öllum nemendum, sem sækja j um skólavist? — Nei, því miður ekki, vegna þess hve þröngt er um kennslurými. Kennslustofur eru aðeins tvær, en skóla- byggingin er ekki enn full- | gerð. — Er það skilyrði, að náms- meyjar búi á heimavistinni? — Áður fyrr var það svo, en ekki lengur. Aftur á móti er það æskilegast að nemend- ur búi í skólanum, því að með því skapast nánara samstarf milli nemenda og kennara. — Hvað merkja bólurnar, sem kallað er og fáum eina bólu í kappann — eftir sex mánaða reynslutíma. í byrj- un annars árs námsskeiðs fá- urti við aðra bólu til viðbót- ar og í byrjun þess þriðja fá- um við þriðju bóluna. — Segið okkur að lokum, stúlkur, hvers vegna hafið þið valið ykkur það starf að Áhugasamar yngismeyjar — Unnur Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Sigurffardóttir og Hrefna Proppé. sem hjúkrunarnemar ^bera í köppum sínum? — Þær gefa til kynna, hve náminu er langt komið. Þeg- ar við ljúkum forskólapróf- inu, verðum við blánemar, verða hjúkrunarkonur? Svarið kom fljótt: — Vegna þess, að það er lif- andi starf, göfugt starf og gott starf. „Hérna er hann, þessi elska“, sögðu stúlkurnar í Hjúkrunarskólanum og drógu út úr skáp þenn- an heiðursmann, sem þær fullyrtu, aff væri ósvikinn, enskur lord, — „já, svona erum viff öll inn viff beiniff!“ — Á myndinni eru, taliff frá vinstri: Auður Angantýsdóttir, Unnur Sigtryggsdóttir, lordinn, Guðrún Sverrisdóttir og Valgerður Jónsdóttir. lUHHIIilllUMMMIHI SIAKSTHHIAR Lízt ekki á blikuna Á forsíðu málgagns Sovét- ríkjanna er í gær rekið upp mik- ið ramakvein út af því, að ung- lingum í gagnfræffæskólum skuli hafa verið gefnar bækur með upplýsingum um Bandaríkin, og er helzt á Sovétblaðinu aff skilja að þetta muni stórspilla íslénzk- um unglingum. Morgunblaöið heldur að þarnæ geti ekki verið um stórhættu aff ræða, og hefur mönnum jafnvel dottið í hug, aff við íslendingar ættum að endur- gjalda þessa gjöf, jafnvel þótt nokkuff kostnaðarsamt yrði. Þannig hefur þeirri hugmynd | verið hreyft,.aff við létum semja i á ensku lítinn bækling um Ueif i Eiríksson og sögu hans, sem síð- i an yrði dreift í bandarískum gagn I fræðaskólum. Sjálfsagt yrffi 1 þessi bæklingur vel þeginn og [ þar mundu áreiðanlega ekki [ heyrast um það raddir, að banda [ rískir unglingar væru í hættu i fyrir þaff að fá réttar upplýsing- i ar. Aff visu er þaff mikilvægt i að bandaríska utanríkisráðu- 1 neytið hefur viffurkennt, að Leif i ur heppni var íslendingur, svo [ að ef til vill er ekki þörf á út- [ gáfu slíks bæklings, því að [ treysta verffur, aff í bandarísk- [ um námsbókum verði rétt farið [ með þessar staðreyndir sem aff- : rar. Annir Brezhnevs Félagi Einar Olgeirsson bíður enn eftir svari frá félaga Brez- Imev, sem lofaði honum því aff kaupa síld héðan frá íslandi, svona hér um bil eins mikið og félagi Einar gæti selt. Eitthvað virðist félagi Brezhnev þó hafa verið annars hugar í viðræffun- um við félaga Einar. Líklega # hefur hann ekki allan tímann veriff aff hugsa um síldina held- ur huguririn dvaliff viff aðferðir þær, sem beita skyldi til aff ’koma Krúsjeff á kné og hrifsa til sín völd hans. Þannig virðast orð félaga Einars hafa farið inn um annað eyrað á Brezhnev og út um hitt, og verður að segja þá sögu eins og hún er, að" þetta er alit ofurskiljanlegt, jafn gjör- hugsaff og valdaránið var. Ekki var viff því að búast, að miklum tíma væri hægt að eyffa í umhugs un um síldarbisniss. \ Orð Hannibals í ritstjórnargrein Alþýffublaðs- ins í gær segir m.a.: „Hannibal Valdimarsson flutti athyglisverffa ræffu í umræðum um visitölubindingu kaupgjalds. Sagði hann aff verkalýffshreyf- ingin hefði að vísu slakaff á kröf um sínum um beina kauphækk- un, en gert þaff af því aff svo margt hefffi fengizt í samningun- um í vor til stöðvunar verffbólg- unni. Þaff er skoffun Hannibals, að tímakaup verkamanna þurfi að hækka um 12 kr. á tima til aff unnt sé aff lifa sæmilegu lífi á 8 stunda vinnudegi. Hinsvegar sagði Hannibal aff engin rikis- stjórn, hvaða flokkar sem aff henni stæffu, mundu treysta sér til þess aff veita þá hækkun í einu lagL Þaff mundi valda of mikilli röskun í efnahagslífi þjóðarinnar. Þess vegna yrffi aff vinna þetta mál með samningum og í áföngum. Önnur leiff væri ekki fær.“ Síffan segir Alþýffublaffiff, aff forseti Alþýðusambands tslands sýni meff þessum orðúm ábyrgff- artilfinningu og er sjálfsagt aff viðurkenna þaff, ekki sízt þegar orff hans eru borin saman viff fullyrðingar Framsóknarforingj- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.