Morgunblaðið - 04.11.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 04.11.1964, Síða 13
Miðvikudagur 4. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 ^fllllllllllllllllllllllllllllllilllUllllllilUllítlllllllllllllllltlSililllllllilllllllHllllllllllllllllliiUlUIilllil llHlllilllllllllllllll!lilllill)UIS!llli!llllllllllllllllllllIH2[[IHIIII!tl!i!i!l!!!lilMIIl!llllllll!l!llllllll!l!imillllllllllllllllliillllll]iíinillllllMlUI!llIll!SllI!Il!llli!lllllllllll!lilillllUl!i!llllilti{iliilili{|IIIU2)!Ií| Frá umræðum um handríta málið í danska þinginu Fyrsta umræða um af- | hendingu handritanna fór H fram í danska þinginu í H s.l. viku. Sósíaldemókrat- Éí ar, Sósíalíski þjóðarflokk- = urinn og Bóttækir kváðu s sig hlynnta afhendingu, og g talsmaður Sósíaldemó- g krata, Wilhelm Dupont, H sagfti samkomulag vift vís- g indamenn um liana óhugs- | andi. K.B. Andersen, H menntamálaráftherra sagði i að málið yrði tekið til §jj gaumgæfilegrar meftferð- | ar í þinginu og rætt yrfti | við vísindamennina, sem | málið væri skylt. Helzti andstæðingur af- | hendingar handritanna | var sem fyrr íhaldsmaður- | inn Poul Möller. Hann tók = það fram í upphafi ræðu € sinnar, að hann mælti ekki la fyrir munn allra þing- manna flokks sins, nokkrir þeirra væru hlynntir af- hendingu. Vinstri flokkur- inn er einiiig klofinn í af- stöðunni og einnig þing- menn Grænlands, sem eru tveir. Að loknum umræðunum í þinginu var frumvarpig sent til nefndar og er nú þar til afgreiðsiu. Mörg dönsku blaðanna segja umræðurnar í þinginu sýna, að afhendinig handrit- anna eigi minnkandi fylgi að fagna, 1961 var hún samþykkt með 110 atkvæðum gegn 39 ■—, þó séu fylgismenn hennar í þinginu enn mun fleiri en andstæðingarnir. • Samkomulag við vísinda- menn vonlaust. Við umræðurnar tók fyrstur til máis Wilheim Dup- ont, talsmaður Sósialdemó- krata. Hann ræddi fyrst áróð- urinn, sem vísindamenn hafa xekið gegn afhendingu hand- ritanna og kvað hann ekki samboðinn háskólamönnum. Hann gagnrýndi harðlega bækling „Handritanefndar 1934“, sem nefnist „Stað- reyndir um handritin“ og kvað efni hans fyrst og frernst miða að því að villa um fyrir námsmönnum. Höf- undar bæklingsins hefðu látið • undir höfuð leggjast að geta sögulegra staðreynda, og kvaðst Dupont í þvi sam- bandi vilja benda á, að hand- ritin væru ekki í Kaupmanna- höfn nú, hefði íslenzkur há- skóli verið starfandi þegar Árni Magnússon gerði erfða- skrá sína. Dupont kvað Ib Xhyrcgod flytur ræðu sina um handritin. p hvaðst vilja sýna lesindum um hvað væri deilt og birti þýðingu á köflum úr Egils- g sögu og Njálssögu. Myndin sýnir Gunnar á Hliðarenda verjast, en birtur er kaflinn, sem S segir írá falli hans. óhiagsandi, að samkoinulag næðist milli þingsins og vis- indamannanna um afhending- una, eins og málum væri nú háttað. Handritanefndin hefði gengið of langt til þess að samkomulag væri möigulegt og við það bættist, að frum- varpið, sem nú væri verið að ræða fæli í sér einu lausnina. Dupont sagði síðan, að flutningur handritanna til íslands þyrfti ekki að koma í veg fyrir rannsóknirnar á þeim, og rannsóknirnar yrðu ekki eins erfiðar og haldið hefði verið fram. Dupont hvatti menn til þess að líta á málið frá sögulegu sjónarmiði, afhenda fslending um menningararf þeirra og efla jafnframt norræna sam- vinnu. Hann sagði engan geta kvartað undan því, að nægur tími væri ekki fyrir hendi til að afigreiða frumvarpið. Það hefði verið lagt fram skömmu eftir aS þing kom saman til þess að unnt væri að fjalla um það eins lengi og nauðsyn krefði. Dupont sagðist að lokum mæla með, að frum- varpið yrði tekið til vinsam- legrar afgreiðslu. • Óeðlileg málsmeðferS Næstur tók til máls Vinstrimaðurinn Ih Thyregod. Hann kvaðst viija benda á, að við fyrri afhendingar hand- rita, hefði alltaf ríkt sam- komulag milli stjórnmála- manna og vísindamannanna í handritanefndinni. Frá þessari grundvallarreglu hefði verið vikið 1961 og kvaðst hann harma það. Einnig kvaðst hann harma, að I'9'Sl hefðu farið fram samn- ingaviðræður við íslendinga, en ekkert hefði verið rætt við vísindamennina. Thyre- god sagði, að þingmennirnir 61, sem komu í veg fyrir að lögin gengju í gildi 1961, hefðu fyrst og fremst viljað mótmæla hinni óeðlilegu af- greiðslu málsins, en einnig skapa tækifæri til viðræðna við vísindamennina. Það tækifæri hefði hins vegar ekki verið notað ennþá. Thyregod kvað nauðsyn- legt, að þingnefndin, sem tæki málið til umræðu, ræddi hin einstöku atriði frumvarpsins nákvæmlega, því að mörg þeirra hefðu verið gagnrýnd harðlega. Hann kvað ástæðu að kynna sér listann yfir hand ritin 1800, sem afhenda ætti, en til þessa hefðu aðeins þing- menn fengið að fjalla um efni hans. Bæri að harma, að handritanefndin hefði ekki verið með í ráðum, þegar list- inn var gerður. „Ýmis atriði í frumvarpinu sjálfu eru mjöig óljós“,. hélt Thyregod áfram, „og þau verður þingnefndin einnig að ræða vandlega ........ Allir hljóta að viðurkenna, að æskilegast sé, að komizt verði hjá málshöfðun vegna hand- ritanna og henni má afstýra með samkomulagi við vís- indamennina. Ég get ekki hugsað mér, að vonlaust sé að ræða um málamiðlun. Það er þingið, sem á að gera út Framhald á bls. 19. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiinHiiiiiiifiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiitiifiiiiiuiiHiiiiiiiiiiiiiumiimiitniiiiifmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittiimiiiitflnitiiniiiiitiiuiiiiiimniiiiiiiiKiiiiiiHiiiiiiiHiiiPi'iitiiiiiiiiiftniii 6tjórnarinnar um lokunartíma Bölubúða, sem staðfest er af ráð- berra. í öðru lagi úrskurðaði Félags- dómur, að VR sé heimilt að banna meðlimum sínum að vinna á öðr- «m timum en þeim, sem Kjara- dómur hljóðaði um, þ.e. til kl. 6 • lla daga nema föstudaga, þá til kL 7, og kl. 1 á laugardögum yfir veturinn og kl. 12 á laugar- döguim að sumrinu. Skólasjónvarp á Akureyri? 29. október. Bæjarstjórn Akureyrar hefur falið bæjarstjóra og fræðsluráði bæjarins að kanna möguieika á t>ví hið fyrsta að koma upp skóla sjónvarpi á Akureyri. 6 slasast á Kef la- víkurvegi 2. nóvember. í gæxkvöldi varö harður érekstur á Keflavíkurvegi. Tvaer bifreiðar, R-5724 og R-16500, rák- ust saman og slösuðust 6 manns, sern voru í R-16500, sumt alvar- lega. Tveir menn, sem voru í R-5724, sluppu ómeiddix. Lézt af völdum meiðsla sinna 2. nóvember. INGVAR Þorsteinn Ólafsson, til heimilis að Áiftatnýri 40, sem slasaðist við uppsk ipun úr Bakka fossi þann 21. október »1., lézt af völdum meiðslanna er hann blaut við að lenda undir vöru- bretti, sem féli niður í lest skips- ins. Fullt í fyrstu vetrarferð Cullfoss 29. október. Gullfoss fer kl. 8 annaðkvöld í fyrstu vetrarferð sina til Haift- borgar, Kaupmannahafnar og Leitfh. Farþegar eru alls 170 og var uppselt í ferðina og varð að vísa mörgum frá. Svo til upp- selt er i næstu ferð skipsins. . Ross Karthoum tekinn út af Barða 29. oíktólber. VARDSKIPIÐ Þór tók brezka togarann Ross Kartfhoum GY 47 að ólöglegum veiðum 1.3 mílur innan fiskveiðitakmarkanna út af Barða sl. nótt. Farið var með togarann til ísafjarðar, þar sem mál skipstjórans var tekið fyrir. Þann 30. október var skipstjór- inn, Fred Power, dærmdur, í 260 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skip- stjórinn áfrýja'ði dóminum tii Hæstaréttar. Togarinn Ross Kartboum var tekinn að ólöglegum veiðuon fyrir um það bil 2 mánuðum út af Langanesi. Þá var annar skip- stjóri með togarann, Speck að nafnL Tveir menn lentu undir stórum olíugeymi á Vopnafirði 31. október. Tveir menn slösuðust austur á Vopnafirði í gærmorgun, þegar tómur 2.500 litra olíugeymir féll ofan á þá. Verið var að lyfta olíugeymum á bílpall með krana, þegar krókur réttist í festingu, svo að geymir, sem verið var a'ð lyfta, féll ofan á tvo menn. Geymirinn mun þá hafa verið að komast í bílpallsbæð. Menn- irnir, sem undir geyminum urðu, Sigurður Björnsson og Sveinn Sveinsson, voru fluttir í sjúkra- hús á Akureyri með flugvél, sem kom til Vopnafjarðar fyrir há- degL Var talið, að þeir væru mjög alvarlega slasaðir, en skv. upplýsingum frá sjúkrahúsinu munu þeir minna skaddaðir en á horfðist. Báðir handleggstoanotn úðu og Sigurður skarst mikið á læri. Sveinn slasaðist minna; marðist á lærum og skarst 1 nára. Varðskipið Al'bert tók togarana Þorkel mána og SvaJbak að veiðum innan landhelgi á Faxa- flóa. Hér liggja togararnir við bryggju í Reykjavik, bíðandi ðóms yfir skipstjórum sinnm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.