Morgunblaðið - 04.11.1964, Side 16

Morgunblaðið - 04.11.1964, Side 16
ie MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. nóv. 1964 JMtagtntMftfrifr Útgefandi: Framk væmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AÐ AFLOKNU VERK- FALLI Lágkúrulegur málflutn- ingur og óheiðarlegur Frétlainiaður Mbl. á handritaíundinum i tfléfn Fréttaritari Mbl. í Kaup- mannahöfn, Ásgeir Ingótfsson, sat fund Stúdentafélagsins um handritamálið og lýsir honum á þann veg: Kaupmannahöfn, 28. okt. í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í „Studenterforeningen i Kpbeniha vn“ um handrita- málið. Fundurinn, sem hófst kl, 21:45, og stóð langt fram á nótt, var sjónvarpað. Mun hér hafa verið um að ræða eina lengstu, samfelldu sjón- varpssendingu í Danmörku um alllangt skeið. Meirihluti ræ'ðumanna var mjög á móti afhendingu hand ritanna íslenzku, og gætti oft furðulegrar afstöðu í garð ís- lendinga. Á köflum var fram- koma fundarmanna, sem flest ir virtust gegn afhendingu ritanna, í garð þeirra firum- mælenda, sem fylgja islenzka málstaðnum, mjög vítaverð, ag lá á köflum við, að þær væru yfirgnæfðar af hrópum og stappi. Fram kom af hálfu þeirra, sem andvígir eru málstað ís- lendinga, að heima á íslandi skorti allt, sem til þarf til að veita handritunum mótböku, í senn þekkingu, fé, rannsókn- artæki og aðstö'ðu. f>á bar það við, að handrit- in voru metin til þess fjár, sem hugsanlega vœri hægt að fá fyrir þau í Bandaríkjun- um; og að því vikið, hve miklu hver íbúi Danmerkur afsalaði sér, væri upphæðinni jafnað niður. Tveir fjögurra frummæl- enda, talsmaður dönsku stjórn arinnar, Wiihelm Dupont, og Jörgen Jörgensén, fyrrverandi menntamálaráðherra, mæltu fyrir munn þeirra, sem styðja málstað íslands. Dupönt ræddi sérstaklega um starf Árna Magnússonar. Kvað hann það fullvíst, að Árni, sá mikli áhugamaður, sem hann var um islenzk fræði, hefði valið handritun* úm stað í Kaupmannahöfn, vegna þess, að hún hefði á - þeim tíma verið raunveruleg- ur höfuðstáður fslands, og sá staður, sem bezt var fallinn til geymslu þeirra. „Er Árni Magnússon var uppi,“ sagði Dupout, „var handritunum ekki annað búið en eyðilegg- ing á íslaodi. Hefði hann átt að velja þeim stað á okkar tímum, hefði hann valið Reykjavík.“ Jörgen Jörgensen sagði í framsöguræðu sinni, a’ð réttur íslendinga væri ótvíræður réttur til menningararfs. Taldi hann Dönum ekki annað sam- boðið nú á tímum aukins al- þjóðlegs skilnings og aukinn- ar norrænnar samvinnu, en viðurkenna þann rétt, og haga sér samkvæmt því. Þegar, á meðan stóð fram- söguræðum Dupout og Jörgen sen, tók að bera á hrópum fundarmanna, og ágerðust þau, er þeir tóku aftur til máls, í lok fundarins. Athyglisverðastar voru þó framsöguræ'ður prófessoranna Westergárd Nielsen og J. Brönduni Nielsen, sem mæltu fyrir munn þeinra vísinda- manna hér í Danmörku, og annarra, sem greinilega telja, að afhending handritanna muni byggjast á hráskinna- leik óiábyrgra stjórnmála- manna, er í engu vilji hafa ráð sérfróðra manna. Westergárd Nielsen leiddi í framsögu sinni að mestu hjá sér að ræða málið á málefna- legum grundvelli, en greip í þess stað til nokkurs konar sýningarbragða. Lét hann stafla upp allmörgum bókum, sem hann lagði mikla áherzlu á, að gefnar hefðu verið út í Danmörku á grundvelli hand- ritarannsókna, en ræddi jafn- framt um, að áhugi íslendinga væri ekki slíkur á handrita- rannsóknum, að hann mætti mæla við slíkan stafla. Tók hann síðan sem dæmi eitt ár, er 5 handritaúbgáfur hefðu átt sér stað í Danmörku, en engin á íslandi. Verður vart annað sagt, en málflutningur West- ergárd, sem var allur á þessa leið, hafi frekar Líkzt áróðúrs- fundi illa haldins frambjóð- anda, en þess vísindamanns, sem raunverulega lætur sér annt um þær gersemar, sem svo margir hér í Danmörku telja nú handritin vera. Framsöguræðu sinni Iauk Westergárd Nielsen með því að segja, a'ð afihending hand- ritanna væri dauðasynd, þar sem betri aðstæður væri tii rannsókna á þeim í Kaup- mannahöfn en nokkurs staðar annars staðar. „Þetta má nú kalla norræna samvinnu“, sagði prófessorinn. „Mig hryll- ir við þeirri samvinnu, sem mun eiga sér stað, verði hand- ritin aflhent." Bröndum Nielsen ræddi mikið afsböðu stjórnméla- manna hér í handritamálinu, og var á öllu hans máli að heyra, áð þeir, með afstöðu sinni í danska þinginu 1981, og síðan, hefðu vísvitandi leitt hjá sér ráð fróðra manna. Taldi hann pólitískar þving- anir flokksforystunnar hafa ráðið úrslitum á þingi fyrir 314 ári, og hefði raunveruleg- ur vilji þingmanna ekki kom- ið fram. Kvað Bröndum afihendingu handritanna menningariLl- virki, og íefði sér lærzt af íslendingum og danska þinig- inu, að hann hefði uppruna- lega haft á röngu áð standa, er hann vildi gefa íslending- um einstök handritanna. Skoraði hann á danska þing- menn að breyta afstöðu sinni, eins og hann hefði gert. Allt annað væri fiölsk norræn sam vinna. Það var sameiginlegt með ræðum Westergárd og Brönd um, að þeir töldu málflutning Framhald á bls. 31. P’nn hefur útgáfa blaðanna ■ stöðvazt vegna verkfalls, og er mönnum að vonum far- ið að finnást nóg um hin tíðu verkföll í prentiðninni. Sannleikurinn er líka sá, að þetta síðásta verkfall prent- ára hefur ekki orðið félagi þeirra til álitsauka, en rétt er að undirstrika að fjoldi prentara greiddi atkvæði gegn því að leggja út í þessa vinnudeilu, sem nánast byggð ist á misskilningi og var knú- in fram af mönnum, sem ann- að höfðu í huga en hag félags síns. Verkföllum á að beita í nauðvörn. Þau eru vopn, sem verkalýðsfélögunum er feng- ið í hendur, en ekki er ætlazt til að þau noti nema engra annarra kosta sé völ. Því mið- ur verður að segja þá sögu eins og hún er, að nú var þessu vopni misbeitt. Þess er og að gæta, að í sum ar náðust víðtækar sættir í vinnudeilum og allsherjar- samkomulag, sem gilda skyldi til eins árs. Fyrirfram mátti því vera ljóst, að engu félagi mundi takast að knýja fram samninga, þar sem farið væri út fyrir ramma þann, sem gerður var með þessu sam- komulagi. Einnig af þeirri á- stæðu hefði Hið íslenzka prentarafélag átt að sam- þykkja samkomulag það, sem trúnaðarmenn þess höfðu þeg ar gert við gaðnaðilann. En segja má að ekki tjói að fást um orðinn hlut. Vonandi hafa þau öfl í prentarafélag- inu, sem ábyrgð báru á verk- fallinu, lært af reynslunni, þannig að ekki verði í náinni framtíð enn lagt út í tilgangs- laust verkfall. HLUTVERK BLAÐANNA eir sem við blaðamennsku fást, heyra það oft, að blöðin séu héldur ómerkileg og þeir kippa sér raunar ekk- ert upp við það, því að satt bezt að segja vita þeir vel, að Jjeir eru ekki að gefa út blað, sem neinn getur verið full- komlega ánægður með, held- ur ekki þeir sjálfir, af þeirri einföldu ástæðu að þeir verða að ná til manna með ólík á- hugamál. Reynt er að gera blað, sem á érindi til heildar- innar, en ekki aðeins ein- stakra hópa og þar af leið- andi hlýtur sitt að sýnast hverjum um éinstaka þætti blaðsins. En óneitanlega gleðjast blaðamenn yfir því að heyra hvaðanæva kvartanir, þegar blöðin koma ekki út. Öllum fjöldanum finnst eitthvað meira en lítið vanta, þegar menn ekki fá blaðið sitt, og er það raunar engin furða. Þrátt fyrir annmarka ís- lenzkra blaða er það samt svo, að í blöðum fá menn fréttirnar; þeir fá efni bæði til fróðleiks og skenjmtunar. Þar sjást auglýsingar, sem ekki einungis auðvelda þeim viðskipti þeirra, heldur flytja oft veruleg tíðindi og loks er svo í blöðunum að finna margháttaðar upplýsingar, sem menn daglega þurfa á að halda. Megingildi blaðanna er sjálfsagt enn sem fyrr það, að þar eru skoðanir myndaðar og þar setja menn fram sjón- armið sín og kynnast ann- arra áliti. Blöðin eru með öðr- um orðum vettvangur þeirra skoðanaskipta, sem lýðræðis- legt stjórnarfar verður að grundvallast á. En þau hafa miklu meira og víðtækara gildi. Þau eru ómissandi þátt- ur í daglegu lífi hvers manns. Þess vegna saknaði allur al- menningur blaðanna og fagn- ar því að þau koma nú út að nýju. FORSÆTISRÁÐ- HERRA í ÍSRAEL Djarni Benediktsson, for- ** sætisráðherra, dvelst nú í ísrael og endurgeldur hann með heimsókn sinni þangað opinbera heimsókn Bens Gurions hingað til lands. Heimsóknir þessar eru einn þáttur í hinni marghátt- uðu samvinnu þjóðartna og auknum kynnum þeirra. Það eru ekki lengur forustumenn stórþjóðanna einna sem leggja land undir fót og heim- sækja fjarlæg ríki, heldur hafa smáþjóðirnar einnig sannfærzt um nauðsyn þess að leiðtogar þeirra færu til annarra landa til að kynna þar sjónarmið þjóða sinna og kynnast högum annarra. ísrael og ísland eiga margt sameiginlegt. Þetta eru hvort- tveggja smáríki, sem brjótast fram til bættra lífskjara með miklum hraða. í báðum lönd- unum er mikið unnið og báð- ar þjóðirnar eru ráðnar í að treysta sjálfstæði sitt með öflugu efnahagslífi og atorku, en þessar þjóðir eins og aðrar rneðal hinna smæstu gera sér grein fyrir því, að því aðeins verður frelsi og sjálfstæði tryggt, að unnt sé að afla skilnings og velvilja meðal annarra þjóða. För eins og sú, sem forsætis ráðherra nú hefur farið til ísraels, er sjálfsögð, enda ein af embættisskyldum forsætis- ráðherra í þjóðfélagi nútím- ans. EINAR BENEDIKTSSON CJl. laugardag var afhjúpað k-' minnismerki það, sem út- gáfufélagið Bragi hefur látið Ásmund Sveinsson, mynd- höggvara, gera af höfuðskáld- inu og ' fullhuganum Einari Benediktssyni. Á 100 ára afmæli Einars Benediktssonar hefur hans verið minnzt, þótt ekki væri sem skyldi, vegna prentara- verkfallsins, sem hindraði út- gáfu blaðanna. Menn hafa ékki einungis minnzt skáldsnillingsins mikla heldur líka athafna- mannsins, sem hugðist hefja þjóð sína til vegs og auðsæld- ar. Hann var þó of stórhuga fyrir samtíð sína og fyrirætl- anir hans urðu að engu — og þó. Draumar háns eru nú að raetast, þótt hann fengi ekki að lifa það að sjá þá í fram- kvæmd. Enn er það að vísu svo, að tií eru menn, sem letja, en engu að síður sjáum við nú á næsta leiti stórbrotna beizlun fallvatnanna. Við vitum nú að meiriháttar orkuver og stóriðja mun rísa hér í nán- ustu framtíð. Ef til vill er það helduc ekki alveg fjarstætt að halda því fram, að Einar Benedikts- son muni þrátt fyrir allt koma fram áformum sinum, því að 100 ára afmæli hans ber að einmitt nú, þegar verið er að taka endanlegar ákvarð anir um stórframkvæmdir, og ef til vill mun stórhugur hans, sem menn nú kynnast á ný, verða það lóð á vogarskálina, sem ríður baggamuninn, þannig að svartsýnismenn þori ekki að andæfa og verk- efnunum verði hrundið í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.