Morgunblaðið - 04.11.1964, Síða 21

Morgunblaðið - 04.11.1964, Síða 21
Miðvikudagur 4. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 'r Undanfama daga hafa stúd- entar barizt við löigreglu og her í höfuðborg Bólivíu La Paz, en í gær tókst að koma á vopnahiéi. INokkur skothríð varð í dag, en tókst að stöðva hana áður en í óefni var komið á ný. Esoenssoro, forseti Bólivíu sagðb í útvarpsræðu í dag, að uppreisnarmönnum í landinu myndi ekki takast að steypa stjórninni. Hann sagði, að stjórn- málaöfl hefðu æst stúdenta og ikennara geign yfirvöldunum. SMÍÐI CONCORDE FRESTAÐ? París, 30. okt. (NTB) Að afloknum viðræðum full- trúa brezku og frönsku stjórn- anna í París í dag, hermdu áreiðanlegar heimildir, að frest- að yrði um óákveðinn tíma Bmíði Concorde-farþegaflugvélar Innar, sem fljúga á hraðar en hljóðið. Bretar og Frakkar hafa nnnið að smíðinni sameiginlega undanfarin ár. Frestunin er sögð liður í sparnaðaráætlun brezku stjórnarinnar, en þar er tekið fram, að endurskoðuð verði af- Staðan til Concorde. BRETAR GAGNRÝNDIR í GATT Genf, 30. okt. (NTB) _ Ákvörðun brezku stjómarinn- »r um tollahækkun, sætti harðri gagnrýni á fundi Tollabandalags- ins (GATT) í Genf í dag. Hins vegar benti ekkert til þess að sðrar þjóðir, sem aðild eiga að GATT hygðust grípa til mót- aðgerða gegn Bretum. Að loknum fundi fastaráðs GATT í dag, var frá því skýrt, &ð kosin hefði verið nefnd til þess að rannska vandamálin, sem skapast vegna ákvörðunar Breta um að hækka toll á flest- um innflutningsvörum um 15%. En hækkunin er einn liður í að- gerðunum, sem stjórnin ætlar að grípa til til þess að draga úr halla á viðskiptajöfnuðinum. DE GAULLE SENDIR KÍNVERJUM BOÐSKAP I París, 31. okt. De Gaulle Frakklandsforseti hefur sent Chou En-Lai, for- sætisráðherra Kína, boðskap þess efnis að Frakkland sé reiðubúið að taka þátt í öllum ráðstefnum um kjarnorkuafvopnun. ENN EINN BROTTREKSTUR , Moskva, 31. okt. 1 Mikhail Kharmalov, yfir maður útvarps og sjónvarps Rússlandi, hefur verið látinn hætta störfum. Þetta var tilkynnt af opinberri hálfu, en vestræn- um fréttariturum hafði verið kunnugt um brottreksturinn, sem mun standa í sambandi við fall Krúsjeffs. Nikolai Mesjatsjev hefur verið skipaður útvarps- og sjónvarpsstjóri í staðinn. |) Moskva, 31. okt.ber NTB-AP 1 Nikita Krúsjeff, fyrrum for- eætisráðherra, hefur nú verið vikið úr tveimur síðustu opin- Petta er fyrsta opinbera myndin af Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta. Hann situr sér viðskrifborð sitt. hafði á hendi eftir að honum var velt úr sessi. Hann hefur nú lát- ið af störfum sem meðlimur í miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og ennfremur sem meðlimur Æðsta Sovétsins, þings Sovétríkjanna, að því er áreiðanlegar heimildir í Moskvu herma. Þetta hefur það að segja, að Krúsjeff er nú maður gjör- samlaga valdalaus í sovézkum stjórnmálum og heillum horfinn með öllu. Góðar heimildir í Moskvu herma einnig, að hinir nýju valdhafar í Kreml hafi sent frá sér umfangsmikla skýrslu um tildrög þess að Krúsjeff var vik- ið úr embætti. Ákæruskjal þetta er sagt í 29 liðum, og er það kröftugasta árás á nokkurn Sovétleiðtoga, sem gerð hefur verið síðan 1956, er Krúsjeff flutti hina fræigu ræðu sína um Stalín og opinberaði heiminum það, sem hann hafði raunar löngum vitað, að Stalín hafi verið stórglæpamaður. Meðal mikilvægustu ákæru- liðanna í skýrslunni er sá, að Krúsjeff hafi tekið hreint „alræðisvald“ í algjöru trássi við hugmyndirnar um sameigin- lega stjórn flokksins í þjóðmál- um, að hann hafi otað vinum og ættimgjum í háar stöður, sem þeir ekki voru hæfir að gegna, að hann hafi gert fjöldamargar skyssur á sviði utanríkismála er Súez-deilan stóð sem hæst, svo og Kúbumálið og deilan við Kín- verja, og að hann beri ábyrgð á hinu alvarlega ástandi í land- búnaðarmálum Sovétrikjanna. Þessi larngi og ítarlegi listi yfir mistök Krúsjeffs gefur til kynna að hann hafi verið settur af vegna harðrar gagnrýni á ýmS' um höfuðpunktum stefnu þeirr' ai, sem hann hefur fylgt síðan hann settist á valdastól fyrir nær sjö árum. í skýrslunni, sem talið er, að send hafi verið öllum deildum kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, er Krúsjeff þannig gagn- beru stöðunum, sem hann enn rýndur fyrir að hafa sent eld- f fyrrl viku vorn mlkll flðð i J úgóslavíu eftlr langvarandi rign- Ingar og fór allt á flot í mörgum borgum og bæjum. Eignatjón varð mikið en manntjón hinsv egar litið. — Hér sjást stúdentar fleyta sér á götum Zagreb. flaugar til Kúbu, en sfðan orðið að sækja þær aftur. Deilt er á hann fyrir að hafa framkvæmt ýmisleigt í utanríkismálum að vanhugsuðu máli, og fyrir að hafa hagað sér ósæmilega bæði heima fyrir og erlendis! Skýrsla þessi er sögð 40 síður, og er talið að hún sé að mestu útdráttur úr gagnrýni þeirri, sem Krúsjeff varð fyrir á fund miðstjórnar kommúnistaflokksins fyrir tveimur vikum, er hann var sett- ur rf. stofnanir og þannig komið ringul- reið á stjórn landsins. Þá hafi Krúsjeff reynt að gera forsætis- ráðherraembætti sitt sem líkast embætti forseta Bandaríkjanna! Ennfremur er hann sakaður fyrir hroka gagnvart ýmsum erlend- um þjóðhöfðingjum. m.a. Gheor- ghiu-Dei, forsætisráðherra Rúm- eníu. Loks er Krúsjeff gefið að sök að troða konu sinni, Nínu í stöðu formanns sovézku kvennasam- takanna, að hafa veitt syni sín- um, Sergei, stöðu sem verkfræð- ingi, sem hann hefði verið alls óhæfur að gegna, og að hafa komið • dóttuf sinni, Rödu, í stöðu við vísindalegt tímarit. Ekkert hefur verið uppi lát- ið í Moskvu um tilveru ákæru- skjals þessa, en í dag, 31. okt., lýstu málgögn kommúnista- flokka Ítalíu og Fr.akklands því yfir, að þau drægu mjög í efa að skýrsla þessi væri til, og væri hér vafalaust um að ræða ýkjur og uppspuna vestrænna blaða Bæði málgögnin kváðust hafa það eftir áreiðanlegum heimild- um í Moskvu, að skýrslan væri tiL KONUNGSSKIPTI í SUÐUR-ARABÍU Beirut, 2. nóv. (NTB) Saud konungur Saudi-Arabíu hefur lagt niður völd, en við þeim tekið bróðir hans, Feisal, sem verið hefur forsætisráðherra sjúkdómi, sem skemmdi tauga- kerfið (sclerosis) og, að nýju valdhafarnir drægju enga dul á, að mörg mistök Krúsjeffs hefðu átt rætur að rekja til sjúkdóms- ins. Ekki vildi Jespersen segja hvort sjúkdómurinn væri á háu stiigi, en sagði Krúsjeff á hress- ingarhæli fyrir utan Moskvu. Eftirfarandi atriði kvaðst Jespersen hafa fengið upplýsing- ar um í Moskvu: 1. Að deilan við Kína hefði ekki haft áhrif á valdhafaskiptin. 2. Nýju ieiðtogarnir bæru lof á Krúsjeff fyrir hlut hans í for- dæmingu Stalíns, en gagnrýndu hann fyrir að hafa tekið ákvarð- anir án þess að ráðigazt við aðra leiðtoga. 3. Vinsældir Krúsjeffs innan- lands hefðu farið minnkandi undanfarin ár. 4. Helztu mistök Krúsjeffs hefðu verið í landbúnaðinum. 5. Stefna Krúsjeffs um frið- samlega sambúð við vestræn ríki yrði óbreytt. 6. Nýju leiðtogarnir hygðust hvorki gagnrýna Krúsjeff opin- berlega með nafni né bera lof á hann. 7. Að fregnir um ákæruskjal á hendur Krúsjeff í 29 liðum væri uppspuni. 39 FARAST í JÁRNBRAUTARSLYSI Berlín, 2. nóv. (AP) Tvær járnbrautarlestar rákust á á leiðinni frá Berlín til Rostok í gær. 39 menn létu lífið í árekstrinum, en um 100 særðust. Onnur lestin var farþegalest, en hin flutningalest. NORRÆNA HÚSIÐ KOSTAR RÚMAR 20 MILLJ. Kaupmannahöfn, 2. nóv. (NTB) I umsókn til danska þingsins um aukna fjárveitingu til Norr- æna hússins í Reykjavík, segir Hans Sölvhöj, menningarmála- ráðherra, að húsið verði helm- ingi dýrara, -en áætlað var 1962. Stafi það af verðhækkunum almennt og því, að húsið verði stærra en ráðgert hafi verið 1962. Húsið mun, samkvæmt nýju áætl ununum, kosta rúmar 20 millj. ísl. kr. Norðurlöndin greiða hvert einn sjötta kostnaðarins nema Svíar, þeir greiða tvo sjöttu. Hér bera hinir nýju valdhafar Sovétríkjanna hinn fallna „félaga“ Sergei Biryuzov, yfirm ann herforipgjaráðsins, til graf- ar. Fremstir sjást Kosigyn, Brczhnev og Mikojan. f sambandi við hutgmynda- fræðideiluna’við Kína er Krúsjeff sakaður um að hafa hellt olíu á eldinn með því að ausa Mao Tse-Tung persónulegum móðg- unum, og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum ráðgjafa sinna um betri framkomu. Hann er og sakaður um að hafa spillt fyrir áliti Sovétrikjanna útávið með dæmalausri framkomu sinni, m.a. vegna hins fræga atburðar er hann notaði skó sinn sem fund- arhamar í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna fyrir fjórum ár- um, og þess, að hann hafi verið ósvífinn oig ruddalegur í fram- komu við kínverska sendinefnd í veizlu í Moskvu í fyrra. Varðandi hið alvarlega ástand í landbúnaðarmálum segir, að Krúsjeff beri höfuðábyrgð á því, að landbúnaðarmálastefna hans og kenningar í þessum efnum hafi breytzt frá ári til árs, og jafnvel frá einum mánuði til þess næsta. Því er einnig haldið fram í skýrslunni, að álíka lítið sam- ræmi hafi verið í efnahagsmála- stefnu Krúsjeffs. Þá er Krúsjeff harðlega gagn- rýndur fyrir að hafa sent tengda- son sinn Alexei Adsjubei í ýmsar vandasamar sendiferðir til Bonn og Páfagarðs án þess að utan- ríkisráðuneytið samþykkti það. Þá er hann sakaður um að hafa skipað menn í ýmsar stöður eftir eigin geðþótta og smekk, sett á lagigirnar ýmsar nýjar sjórnar- landsins. Það var rikisstjórn landsins, sem ákvað, að skipt skyldi um konung. Feisal er mjög hlynntur Vesturveldunum og hefur ferðazt víða sem full- trúi lands síns. Hinn nýi konungur Saudi- Arabíu er 59 ára, þremur ,órum yngri en Saud, fyrrv. konungur. 1956 varð Feisal forsætisráðherra og bar mesta ábyrgð á stefnu lands síns í innan- og utanríkis- málum. Saud konungur tók við þessu embætti af bróður sínum 1960, en tveimur árum síðar varð Feisal forsætisráðherra á ný. Ekki er vitað hvort hann hyiggst gegna embættinu áfram eftir að hann er orðinn konung- ur. Saud konungur hefur verið við völd í Saudi-Arabíu frá 1953, °n þá tók hann við konungsdómi að föður sínum látnum. Hann hefur verið heilsuveill síðustu ár m.a. þjáist af of háum blóð- þrýstingi og hjartasjúkdómi. DEILAN VIÐ KRÚSJEFF ÁTTI EKKI ÞÁTT í FALLI KRÚSJEFF Kaupmannahöfn, 2. nóv. (AP) Formaður danska kommúnista- flokksins, Kund Jespersen, hélt fund með fréttamönnum í dag og skýrði frá ýmsum upplýsingum um fall Krúsjeffs, sem hann hafði fengið i Moskvu. Hann sagði, að Krúsjeff þjáðist af Myndin sýnir prófessor Dorothy Crawfoot-Hodgkin, 54 ára, en hún starfar við Oxfordháskóla i Bretlandi. Henni voru veitt efna- fræðiverðlaun Nóbels í ár, og er hún þriðja konan, sem Nóbels- verðlaun hlýtur fyrr og síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.