Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. nóv. 1964 íbúð óskast 2—3 herb. íbúð óskast til leigu sem allra fyrst. Má þarfnast lagfæringar. Upp- lýsingar í síma 35867. Keflvíkingar Keflavíkurkirkja óskar eft ir söngfólki. Gjörið svo vel að hafa samband við organ istans í síma 1315. Stjórnin. Barnavöggur Barnavöggur, margar gerð- ir. Bréfakörfur, margar stærðir. Körfugerðin, Ing- ólfsstræti 16. f; Bílasprautun Alsprautun og blettingar. — Einnig sprautuð stök stykki. Bílamálarinn Bjargi við Nesveg. Sími 23470. Stúlka óskast við iðnað í Kópavogi. — Uppl. í síma 40157. Sængur Æðardúnssængur Gæsadúnssængur Dralonsængur. / Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3. — Sími 18740 Púsningasandur Góður, ódýr, til sölu. Kr. 18,00 tunnan. Upplýsingar í síma 12915. Kassagerð Reykjavíkur óskar eftir 3—4 herb. íbúð frá og með mánaðamótum janúar og febrúar 1965. — Uppl. veittar í síma 38383. Barngóð kona óskast til heimilisgæzlu, þar sem húsmóðirin vinnur úti. Upplýsingar í síma 33950. Til leigu ný, mjög vel standsett ibúð., Tilboð merkt: „Góð íbúð — 9487“, sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag. Til sölu Amerískur sófi, einnig tví- breiður svefnsófi. Sími 17339. Óska eftir lítilli íbúð utan Reykjavíkur, við strætisvagnaleið. Tilb. send ist afgr. Mbl., merkt :;íbúð — 9481“. Peningar Vil lána kr. 40 þús. kr. í 6—12 mánuði. Skilyrði: Fasteignatrygging. Tilboð merkt: „Hagstætt lán — 9480“ sendist blaðinu fyrir 14. nóvember. Pedegree barnavagn, nýlegur, til sölu. Uppl. í síma 50524. « Takið eftir! Tvær ungar, reglusamar stúlkur óska eftir herbergi nú þegar. Lítil íbúð kemur til greina. — Upplýsingar í síma 32799. Til blindu bnrnnnna Og enn safnast til bUndu barnanna á Akureyri. Til okkar korou tvær 11 ára stúlkur úr 11 ára A í Æfingadeild Kennaraskólans. Þær áttu frumkvæðið að því, að bekkurinn þeirra byrjaði að safna til blindu barnanna. Þær hafa afhent blaðinu fyrir hönd bekkjarins 800 krónur. Stúlkurnar heita frá vinstri Sigríður Bílddal. Mávahlíð 42 og Áslaug J. Bafnar, Háteigsveg 46. bá'ðar prúðar og laglegar stúlkur, 11 ára að aldri. Aðalkennari þeirra er Sigurður Gunnarsson, en á fimmtudögum og föstudngum koma svo hinir og þessir kennarar inn. sem eru að læra að kenna, og kenna undir umsjón aðalkennarans. Það er alltaf svolítið spennandi. Sigriði íinnst mest gaman að reikningi og skrift, en Ásdísi að reikningi og kristinfræði. Báðar hafa þær garaan að Bítlamúsik, og finnst það geysiflott, að sjá stráka með bítilhár, þó ekki allt of sítt, en þá verða þeir helzt að vera í Bítla jakka og Bítlaskóm. til að furðuverkið verði fullkomnað. Við þökkum þeim fyrir komuna og biðjum þær að skila þakklæti til bekkjarsystkina sinna vegna blindu barnanna. FRETTIR Borgfirðingafélagið heldur spila- kvöld í Tjamai'kaffi fimmtudags- kvökiið 12. þ.m. kl. 8. Ameríska sendiráðið, bókasafnið og Upplýsingaþjónusta Bandaríikjanna er lokað í dag vegna almenns frídags Bandaríkjanna (Veterans day). Bræðrafélag Langholtssafnaðar held ur fund miðvikudagskvöldið 11. þ.m. kl. 8:30. Séra Jóhann Hannesson flyt- ur erindi Stjómin. Kvenfélagið Aldan heldur fund mið vikudaginn 11. nóvember kl. 8.30 að Bárugötu 11. Spiluð verður félagsvist. Kvenfélag Neskirkju heldur fund miðvikudaginn 11. nóvember kl. 8:30 í Félagsheimilinu. Fundarefni: Vetrar starfið. Kaffi. Stjórnin. Kvenstúdentafélag íslands heldur fund miðvikudaginn 11. nóv. kl. 8:30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Erindi flytur Alma I>órarinsson læknir um varnir gegn legkrabbameini. Reykvíkingafélagið heldur spila- kvöld og happdrætti að Hótel Borg miðvikudaginn 11. nóv. kl. 8:30. Fjöl- mennið stundvíslega. Stjórnin. Verkakvennafélagið FRAMSÓKN minnir félagskonur sínar á basarinn 11. nóvember 1 Góðtemplarahúsinu. Komið gjöfum til skrifsrtofunnar sem allra fyrst. Athugið, skrifstofan opin n.k. laugardag kl. 2—6 e.h. Hlutavelta Húnvetningafélagsins til styrktar byggasafninu verður 15. nóvember. Þeir sem ætla að gefa muni komi þeim til eftirtalinna: Þórhildar, Nökkvavog 11, Ólafar, Nesveg 59, Jósefínu, Amtmannsstíg 1 og Guðrúnar, Skeiðarvog 81. Málshœttir Líkur sækir líkan heim. Langi; seilast latir tveir. Litlu verður Vöggrur feginn. Þú rœður, hvort þú trúir því Happdrœtti Leikfangahappdrætti Thorvaldsens- félagsins. Eftirtaldir vinningar hafa ekki verið sóttir: Upplýsingar á Thor- valdsensbasar, Austurstræti 4. Nr. 9983 — 16727 — 13701 -- 20325 — 1582 4583 — 23367 — 27213 — 26951 — 7024 15085 — 28796 — 3340 — 20111 — 1106 10339 — 3815 — 4873 — 5936 — 2002 24459 — 17105 — 6180 — 18336. •f * Aheit og gjafir Til BLINDU barnanna á Akureyri: Anna 7 ára og Ásgerður 3ja ára 100; Sigríður Jónsdóttir 75; B.J. 200; 3. bekkur H.Þ. 1200; Kvenfélag Grinda vlkur 5000; N*N. 50; S.J. 100; Siggi 100; J.E. 200; M.J. 100; N.N. 125; 6. bekkur barnaskóla Keflavíkur 2.413; Guðrún Guðmundsdóttir 100; 6 syst- kini 300; Böm í Langholtsskóla 1.200; Guðfinna P. 100; Jóh. H. 100; 6. D. Melaskóla 1.300; 11 ára A í Æfinga- skóla Kennaraskóians 800; Guðrún 100; Ó.E.Ó. og S.F.O 400; S.T. 100; 6. E. Melaskólanum 915; 6. C i Melaskólanum Z.185.35; Kvenfélag Einingln Holtahreppi 1.905.00. Lamaði íþróttámaðurinn afh. Mbl. áheit NN 200. Sólheimadrengurinn afh. Mbl — BK 200. Til Háteígskirkju (áheit) S.S. 1.000; í ábyrgðarbréfí 1.000; Ágústa Jóhanns dóttir 500. Beztu þakkir J. Þ. Hinn réttláti grær sem pálminh, vex sem sedrustréð á Líbanon (Sálm. 92,13.) í dag er miðvikudagur 11. nóvember og er það 316. dagur ársins 1964. Eftir lifa 50 dagar. Marteinsmessa. Árdegisháflæði kl. 9.41 Síðdegishá- flæði kl. 23.19. Bilanalilkynninpar Rafraagns- veitu Keykjavíkur. Simi 24361 Vakt allan sólarhringinn. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólir- hringinn — simi 2-12-30. Næturvörður er i Reykjavíkur apóteki vikuna 7. nóv. — 14. nóv. Neyðarlæknir — sími 11510 frá 9—12 og 1—5 alla virka daga og lau'ardaga frá 9—12. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 taugardaga frá kl. 9,15-4., nclgidaga fra kl. 1 — 4. Holtsapótek, Garðsapótok og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga ft'á kl. 9-4 og heigldaga 1-4 e.h. Simi 49101. Nætur- og helgidagavarzla lækna í Hafnarfirði í nóvember Helgarvarzla laugardag til mánu dagsmorguns 7. — 9. Kristján Jóhannesson s. 50056. Aðfaranótt 10. Ólafur Einarsson s. 50952. Aðfaranótt 11. Eirikur Björnsson s. 50235. Aðfaranótt 12. Bragi Guðmundsson s. 50523. Aðfara- nótt 13. Jósef Ólafsson s. 51820. Aðfaranótt 14. Kristján Jóhannes son s. 50056. Næturlæknir i Keflavík vik- una 11/11. — 20/11. er Jón K. Jóhannsson, sími 1800. Orð lifsuis svara I sima 10000. I.O.O.F. 9 — 14611118H = S.K. I.O.O.F. 7 = 14611118% = Sp. 13 HEL.GAFEL.L. 596411117 VI. 2 SÖFNIN Bókasafn Kópavogs 1 Félagsheim.’l- inu er opið á Þrxðjudögum, miðviku- dögum, fimmtud. og föstud. kl. 4,30 til 6 fyrir börn, en kl. 8,15 til 10 fyrír fuDorðna. Barnatlmar 1 Kárs- Tæknibókasafn IMSl er opið aila virka daga frá kl. 13 til 19, nema taugardaga frá kl. 13 til 15. Borgarbókasafn Reykjavikur: Aðal- safnið Þingholtsstræti 29A, sími 12308; Útiánsdeild opin frá kl. 2—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1 — 7, sunnudaga 5 — 7. Lesstofan opin kl. 10 — 10 alla virka daga nema laugar- daga kl. 10 — 7, sunnudaga kl. 2 — 7. Útibúið Hólmgarði 34 opið alla virka daga nema laugardaga kl. 5 — 7. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið alla virka daga nema laugardaga kl. 5 —- 7 Útibúið Sólheimum 27 sími 36814 fullorðinsdeild opin mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 4 — 9, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4 — 7, lokað laugardaga og sunnudaga. Barnadeild opin alla virka daga nema laugardaga kl. 4 — 7. VÍSIiKORiM Skekur Hrani hratt og títt hörðu vana fætur. Hristir manar hárið sítt hófa svanur mætur. Jósef Jónsson bóndi á Melum Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Eva Valgeirsdótt ir skrifstofustúlka, Frakkastíg 25 og Sveinbjörn Ársælsson múrari Sólvöllum, Garði. (Birt aftur vegna misritunar). Nýlega voru gefin saman i hjónaband af séra Grími Gríms- syni í Laugarneskirkju, ungfrú Elsa Rúna Antonsdóttir, Eskiblíð 8, og Eyjólfur Björgvinsson. við- skiptafræðingur, Norðubbraut 1, Hafnafirði. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Bergþóra Bergþórs, Sölfhólsgötu 12 O'g Rósmundur Jónsson, Hæðagarði 22. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elínborg Einars- dóttir Buigðulæk 3 og Karl Hall- grímsson Grund Hjarðarhaga. , Minningarspjöld Minningarspjöld Kristniboðs- ins í Konsó eru til sölu á Þórs- götu 4 og hjá búsvörðum KFUM hússins við Amtmannsstíg. Minningarsjóður Maríu Jónsdóttur minningarkort fást í Okulus, Valhöll og Lýsing h.f. Hverfisgötu. s«á NÆST bezti Einu sinni voru menn að tala um það, hvað það væri óþægilegt á meban nýju prestarnir í Reykjavík voru ekki búnir að fá síma. >á sagði séra Páll Páisson: ...Jesús Kristur gerði meira fyrir kirkj- una og mannkynið, en allir prestar til samans og hann hafði engan síma'*! Þú ræður, hvort þú trúir þvi en samt er það satt, að konukind ein á eynni Luzon á Fillippseyj- um dansaði einu sinni í 172 klukkutima, án þess að stanza, og blés ekki úr nös á eftir! Leiki nú Twistararnir þetta eftir! Heimsókn til Fíladelfíu Fíladelfíukórinn. john Andersson trúboði frá Glasgow er í heimsókn hjá Fílarelfíusöfnuðinum í Reykjavik. John Andersson hefur áður gist Reykjavík. Það var í maí sl. Þá talaði hann á nokkrum samkomum í Fíladelfíu við mjög góða aðsókn. Þegar John Andersson fór frá Reykjavík í vor, hafði hann hugsað sér að fara til Austur-Asíu, enda hafði hann köllun fra Ilong Kong. að koma þangað. En þegar hann kom tR Ameríku, varð hindrun á veginum. í allt sumar og haust hefur hann starfað í Bandaríkjunum og Kanada. Vegna góðra undirtekta, sem J. Andersson fékk hér í Reykjavík s.l. vor, var það bundið fastmælum við hann þá, að hann kæmi við i Reykj avík, er hann kæmi til baka. Og nú er hann cinmitt á heimleið. Hve lengi hann stendur við í Reykjavík þessu sinni, er enn ekki vitað. En frá miðvikudegi 11. þ.m. og tU sunnudagskvölds talar hann á vakningasanvkomum í Fíiadelfíu. Sam- komurnar byrja hvert kvöld kL 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.